Dagblaðið - 02.02.1981, Side 22

Dagblaðið - 02.02.1981, Side 22
■>2 ! DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981. Menning Menning Menning Menning I Allt frá dögum Grikkja hefur geð- veiki verið talin fylgifiskur listgáf- unnar. Listamaðurinn hlaut innblást- ur sinn frá guðunum, en sásköpunar- andi gat auðveldlega snúist upp í fítonsanda sem tortímt gat sinni hins skapandi manns innan frá. Skilning- ur á eðli sköpunar óx er nær dró tuttugustu öldinni. Fyrst varð lista- maðurinn einfaldlega handverks- maður með sérgáfur, síðan ofur- menni á sviði andans, sjálfum sér nógur og Guði óháður, og á 19. öld voru listamenn orðnir sæmilega virðuleg stétt, rétt eins og hver önnur. Kenningin um náinn skyldleika geð- veiki og sköpunar komst aftur í tísku á tuttugustu öldinni, merkilegt nokk. Sumpart réðu þessari hugarfarsbreyt- ingu rómantískar bábiljur um lista- manninn sem leggurallt í sölurnar. Eigin mátt og megin Samkvæmt þeim er geðveiki van Goghs eðlileg afleiðing sköpunargáfu hans, — þótt vitað sé að van Gogh snerti aldrei á pensli þegar hann fékk geðveikisköst og hann fyrirfór sér vegna þess að hann taldi sig ekki geta sinnt myndlist sinni vegna sinnis- veiki. Siðan kyntu sumir listamenn sjálfir undir þessum hugmyndum, með því að halda á lofti myndlist geð- veikra, barna, frumstæðra þjóða, — og undirvitundarinnar eins og kúbist- ar, expressjónistar og súrrealistar gerðu óspart. Loks fékk kenningin um tæpa geð- heilsu listamannsins byr undir báða vængi við rannsóknir sálfræðinga og þjóðfélagsfræðinga. í þeirri útsetn- ingu kenningarinnar er listamannin- um hættara við geðrænum kvillum en mörgum öðrum, sökum þess hve mjög hann verður að reiða sig á sjálf- an sig í starfi sínu og einnig vegna krefjandi eðlis allrar listsköpunar. Geggjuð hugmynd Nú held ég varla að nokkur haldi því l'ram að alvarlega geðtruflað fólk, með eða án listgáfu, sé þess megnugt að skapa marktæk listaverk í því sálarástandi. Þótt sköpunin eigi kannski upptök sín í undirvitund, þá er það meðvitundin sem færir hana í það form sem hún þarfnast svo að MEDRETTURAÐI áhorfandi megi meðtaka boðskap hennar, formlegan sem efnislegan. Hugdetta getur verið fáránleg eða „geggjuð”, en listamaðurinn þarf á sínum „fulde fem” að halda, til að koma henni fyrir í réttu samhengi, þar sem hún getur verið samkvæm sjálfri sér OG lógísk á sína visu Sænski listamaðurinn Carl Freder- ik Hill (1849—1911) sem nú er í sviðs- ljósinu að Kjarvalsstöðum, skipar dálítið sérstakan sess í listasögunni. Hann var sonur mikils sérvitrings, Sýning á verkum Caris Frederiks Hill aðKjarvaisstöðum Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Teikning eftir Carl Frederik Hill. átti erfiða æsku og eftir nám og dvöl í París, þar sem hann varð fyrir áhrif- um af Barbízon landslagsmálurum, síðar Impressjónistum, fór Hill loks yfirum, var settur á hæli í París og loks fluttur heim til Lundar, þar sem hann bjó í yfir 30 ár. Ekki úr böndunum Síðari tíma rannsóknir hafa flokk- að geðveilu Hills undir kleyfhugasýki með snert af ofsóknarbrjálæði (paranoic schizophrenic), en hún var það væg að Hill tókst eftir sem áður að tjá sig í ógrynni teikninga. Þar vellur fram óheft undirvitund þessa ógæfusama listamanns, niðurbæld erótíkin jafnt sem sektartilfinningin yfir henni, óttinn, stórmennsku- brjálæðið og tryllingsleg gleðin. En í furðuveröld sinni er Hill samt sem áður það lipur teiknari og svo með- vitandi um eðli og endamörk mynd- flatarins, að hugmyndir hans fara sjaldnast úr böndunum. Því er það sem þær eru svona áhrifamiklar, margar hverjar, sér- ílagi hallarmyndirnar og runurnar. Það var einmitt yfirveguð geðveiki af þessu tagi sem súrrealistar sóttust svo mjög eftir að túlka, en tókst sjaldan, — einfaldlega vegna þess að þeir voru með „réttu ráði” en Hill ekki. Dýru verði keypt Salvador Dali gerði sér t.a.m. upp sálsýki sem hann nefndi „krítíska paranoju” og sagði að eini munurinn á brjálæðingi og sjálfum sér væri sá að hann væri sjálfur ekki brjálaður. Þótti sumum sá munur vera tals- verður. Sjálfur keypti Hill listgáfu sína háu verði, kannski of háu, ef við lítum til þeirrar myndlistar sem hann varð að gefa upp á bátinn er sálsýkin heltók hann. Ég held að ekki þurfi að fjöl- yrða um þær teikningar Hills sem uppi hanga að Kjarvalsstöðum. Þær skýra sig best sjálfar, öfugt við margt annað sem hangir í sýningarsölum nútímans. En ekki er verið að dekra við sýningargestinn, því' teikning- arnar hanga þarna í þráðbeinni röð allt 1 kring um salinn, brúnar á brún- um veggjum. -AI. VANTA5,C FRAMRUÐU? fTT VHtexW isetninga BÍLRÚÐAN Ath. hvort vtf getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. SKÚLAGÚTU 26 SÍMAR 25755 0G 25780 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 ÞJONUSTi VARAHUtii [SMURSTÖð JÍLAGLER. MÁLUN NÝKOMNAR bílalyftur fyrir verkstæði og einkanotkun, margs konar. Altt á sama staö Laugawegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HE ■ ■ ___. ___________' . - ENDAPUNKTUR Tónleikar Margot Rödin og Jan Eyron í Norœna húsinu 24. janúar. Á verkefnaskrá: Ljóðsöngvar eftir Ture Rang- ström, Wilholm Stenhammar, Hugo AHvón, Wilholm Petetterson Borgor, Johannos Brahms, Hugo Wolf, Richard Strauss, Carl Loewe, Robort Schumann og Franz Liszt Margot Rödin og Jan Eyron voru gestir Norræna hússins á lokaspretti yfirstandandi aukalistahátiðar. Réttar sagt sænskt framlag til henn- ar. — Það mega sænskir ljóðasöngv- arar eiga, að þjóðhollir eru þeir. Ég minnist vart tónleika sænsks söngv- ara, að hann syngi ekki á drjúgum. hluta efnisskrár lög tónskálda sinnar eigin þjóðar. Þannig hafa íslenskir áheyrendur fengið að kynnast nokkuð vel verkum manna eins og Petterson-Berger, Alfvén og Sten- hammar. Ég verð fyrir þær sakir að segja eins og er, að einmitt þessi þjóðhollusta Svíanna hefur opnað augu mín fyrir því að frumkvöðlar íslenskrar tónlistar, sem flestir voru samtíðarmenn þessara ágáetu sænsku tónskálda, voru hreint ekki einir í heiminum, eins og stundum hefur verið látið í veðri vaka. Þar fyrir getum við verið þjóðhollustu Svía töluvert þakklát. Allir vildu hana skapað hafa Margot Rödin fór á kostum í söng sínum í Norræna húsinu. Hún er mikilhæf söngkona, sem fer vel með bæði texta og lag. Hún er vel öguð í söng sínum en leyfir sér þó að slaka á Tónlist Margot Rödin stöku sinnum túlkunarinnar vegna. Ég imynda mér að rödd hennar hafi þurft mikillar og strangrar skólunar við, en sé aftur á móti ein þeirra radda, sem hver söngkennari vildi skapaðhafa. Hinn fullkomni meðreiðarsveinn Söngkonunni til fulltingis var Jan Eyron við píanóið. Jan Eyron er í hópi hinna fullkomnu úndirleikara. Hann hefur einhverja dularfulla til- finningu fyrir nákvæmlega rétta hraðanum, styrknum, áherslunum og öllu þvi. Hann er svo nákvæmur í öllu tilliti, að við borð liggur að manni hætti að finnast leikur hans spennandi. Hefði ekki upp á borið svo skemmtileg mannleg mistök við niðurröðun aukalaga, hefði mér eflaust orðið á að álíta hann nánast vélrænan. Tónleikar þeirra Margot Rödin og Jan Eyron reyndust ágætur enda- punktur á þessa sumpart lokuðu listahátíð Eriks Sönderholm. Hann hefur að minnsta kosti gert heiðar- lega tilraun til að smíða tónleikasal úr steindauðum fyrirlestrasal í for- stjóratíðsinni. -EM. BC!P

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.