Dagblaðið - 02.02.1981, Qupperneq 28
28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1981.
IBM-kúla
í vasa
starfsmannsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er
, sagður nokkurs konar arftaki
mormónaprests sem flæktist um
landið og boðaði trú sína bændum og
búaliði. Munurinn er bara sá að
prestur boðaði mormónatrú en
Hannes Hólmsteinn frjálshyggju. Og
prestur hafði ekkert Morgunblað til
boðunarinnar. Það hefur Hannes
hins vegar. H. Hólmsteinn kemur
stundum í heimsókn í sjálfstæðis-
húsið Valhöll og notar þar tól og
tæki svo að sumum föstum starfs-
i mönnum blöskrar. Þannig hefur
; komið fyrir að símar og símalínur
1 Valhallar hafa verið uppteknar tím-
unum saman þegar H. Hólmsteinn og
frjálshyggjufélagar hans sátu og
hringdu út um bæinn til að bjóða
frjálshyggjuritling til kaups. Menn
tóku eftir því líka að rándýr borði í
fínustu kúluritvél í Valhöll entist
furðu stutt, styttra en eðlilegt gat tal-
izt. Málið var kannað af athugulum
Valhallarbúum og kom í ljós að
frjálshyggjuliðið notaði ritvélina
góðu ótæpilega og spændi upp borð-
ana. Til að fyrirbyggja slíka efnis-
sóun innandyra 1 Valhöll tók einn
starfsmaðurinn það til bragðs að taka
kúluna úr ritvélinni í hvert sinn sem
hætt var að nota hana í flokksstarf-
inu. Og nú gengur starfsmaðurinn
með IBM-kúlu í vasanum þegar hann
þarf að bregða sér frá!
Hljómsveitin
Demo hugar að
plötuupptökum
- nýi staðurinn,
Arnarhvoll, opnaður
í lok marz
„Við erum að byrja að breyta staðn-
um núna og það hefur gengið alveg
prýðilega fram að þessu. Ef heldur
áfram sem horfir ættum við að geta
opnað um mánaðamótin marz/april,"
sagði Skúli Hansen yfirmatreiðslu-
maður á Hótel Holti I samtali við DB.
Eins og Fólk-síðan skýrði frá í haust
hafa þeir Skúli og Guðbjörn Karl
Ólafsson tekið á leigu Alþýðuhús-
kjallarann undir fínni matsölustað
sem mun bera nafnið Arnarhvoll.
„Við gjörbreytum staðnum, hann
mun fá algjörlega nýtt andlit,” sagði
Skúli,
— Nú hefur Alþýðuhúskjallarinrt
ekki haft sem bezt orð á sér. Á ttu von
á þvi að það komi niður á ykkar starf
semi?
„Nei, á því á ég ekki von. Það hefur
litil starfsemi verið þarna undanfarið.
Auk þess verður staðurinn gjörbreytt-
ur svo við erum ekki hræddir við það.
Við stefnum að því að þetta verði
fyrsta flokks veitingahús. Staðurinn
tekur 70 manns í sæti og líklega
verðum viðmeðum 15 manns í vinnu.
Innréttingarnar verða allar mjög stí|-
hreinar, hins vegar viljum við halda
því leyndu hvernig starfseminni
verður háttað hjá okkur þangað til að
henni kemur,” sagði Skúli Hansen.
ELA.
Bin þeirra fjögurra hijómsveita sem skemmta i SATT-kvöldlnu i miövikuöag er Pónik. Hún mun leika nokkur
vaiin lög afplötu sinni, Útvarp, sem kom út fyrir síðustu jól.
DB-mynd Einar Ólason.
Klojvega
á ránni
Kjósendum finnst stundum flokka-
farganið á íslandi allt of flókið, sér-
staklega þegar gera þarf upp hug sinn
fyrir kosningar og velja úr þann
flokkinn sem lýgur sennilegast.
'Sumir óska þess heitt og innilega í
huganum að hér væru bara tveir risa-
flokkar eins og Bretar og Kanar hafa.
Þá væri málið miklu einfaldara. En
íslendingar eiga kost á að einfalda
flokkakerfið meira en þekkist annars
staðar á jarðarkringlunni, jafnvel í
ríkjum þar sem einn flokkur er
leyfður en allir aðrir bannaðir. Hann
er sá að leggja niður alla flokka,
hvaða nafni sem nefnast, að Sjálf-
stæðisflokknum undanskildum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að
hann býr yfir þeim fágæta sveigjan-
leika að geta í senn verið stjórnar-
flokkur og stjórnarandstöðuflokkur.
Og fátt sýnist því til fyrirstöðu að
félagar annarra flokka geti gengið í
Sjálfstæðisflokkinn og myndað arm
eða fylkingu fyrir sig. Þetta yrði svo
mikið mikið auðveldara líf fyrir
okkur vesalingana sem þurfum að
kjósa annað slagið. Við vitum hvort
eð er aldrei hvort flokkarnir okkar
fara í stjórn eða stjórnarandstöðu
eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkur-
irin gerir ekki upp á milli sjónarmiða
og situr klofvega á ránni.
Stúlkan
afgreiddi sjálfa sig
Kaupmaður einn í Reykjavík hafði
hjá sér stúlku í vinnu í búðinni í
fyrra. Stúlkan sú reyndist einum of
fingralöng þegar á reyndi og stakk
gjarnan t vasa sinn eigulegum varn-
ingi svo lítið bar á. Kaupmaðurinn
stóð hana að verki og taldi þetta ekki
geta gengið, enda stúlkan uppvís að
þjófnaði hvað eftir annað. Hún fékk
„reisupassann” hjá kaupmanninum.
í janúarmánuði fékk stúlkan
launamiðann sinn frá kaupmannin-
um, eins og aðrir launamenn í land-
inu. Þar var tíundað kaup, orlof og
annað sem atvinnurekendur setja á
slíka miða. í reit merktan „tegund at-
vinnu” hafði kaupmaður hins vegar
skrifað: Sjálfsafgreiðsla!
Hljómsveitin Demo er komin á
kreik á nýjan leik eftir rúmlega mán-
aðar hlé. Fríið notuðu liðsmenn
hennar til að hljóðrita nokkrar
prufuupptökur — svokallaðar demo-
upptökur — af lögum sínum. Þeir
stefna á að koma frá sér hljómplötu
áður en langt um líður. Útgefandi
hefur enn ekki fengizt en þau mál eru
í athugun.
„Demo er búin að vera starfandi í
um hálft annað ár,” sagði Einar
Jónsson gítarleikari. ,,Að visu hafa
orðið smámannabreytingar hjá
okkur. Við skiptum um hljómborðs-
Skúk' Hansen yfirmatreiðslumaður
á Hótel Holti.
DB-mynd R. Th. Sig.
Breytingar
hafnará
Alþýðuhús-
kjallaranum
leikara og þá erum við með vara-
mann á bassann fram á vor.”
Auk Einars eru í Demo Sigurður
Reynisson trommuleikari, Gunnar
Jónsson hljómborðsleikari, Ólafur
Bjarnason söngvari og Grétar Jó-
hannesson sem sér um bassaleik um
þessar mundir í staðinn fyrir Hávarð
Tryggvason.
„Við höfum að undanförnu aðal-
lega leikið í Klúbbnum um helgar og
á Keflavíkurflugvelli,” sagði Einar
Jónsson. „Um síðustu helgi vorum
við í Klúbbnum. Við höfum hins
vegar fullan hug á að koma víðar við
á næstunni.”
Einar kvað hljómsveitina aðallega
hafa rokktónlist á dagskránni, svo og
þau lög sem vinsælust eru hverju
sinni. „Á milli reynum við svo að
skjóta okkar eigin lögum,” sagði
hann. ,,Ef ég ætti að lýsa frumsömdu
tónlistinni myndi ég kalla hana rokk-
tónlistiokkareiginstíl.” -ÁT
Hljómsveitin Demo hefur verið
starfandi á annað ár. Hún leikur
aðallega rokk og þá tónlist sem
vinsælust er hverju sinni.
DB-mynd Þorri.
Tvœr austfirzkar hljóm-
sveitir ú nœsta SA TT-kvöldi
auk tveggja frú Reykjavík
Fjórar hljómsveitir, Pónik, Þeyr,
Amon Ra og Lóla, koma fram á
næsta tónlistarkvöldi Samtaka al-
þýðutónskálda og -tónlistarmanna.
Það verður haldið i veitingahúsinu
Klúbbnum á miðvikudagskvöld.
Pónik og Þeyr sendu báðar frá sér
hljómplötur fyrir síðustu jól og.munu
kynna lög af þeim. Hinar hljómsveit-
irnar tvær eru báðar austan af landi.
Amon Ra kemur frá Neskaupstað.
Hún hefur verið starfrækt undan-
farin ár og er gestum sveitaballa
austanlands að góðu kunn. Lóla er
frá Seyðisfirði og tiltölulega óþekkt
enn sem komið er.
SATT-kvöldin, eins og tónlistar-
kvöld samtakanna eru oftast kölluð,
hafa nú unnið sér fastan sess í tón-
listarlífi höfuðborgarinnar. Til-
gangur þeirra er tvíþættur. Annars
vegar er þeim ætlað að stuðla að
framgangi lifandi dægurtónlistar og
hins vegar að afla fjár til húsakaupa
SATT. Félagið keypti fyrir nokkru
hluta húseignar við Vitastíg 3 í
Reykjavík. Þar er ætlunin að SATT-
kvöldin verði haldin í framtiðinni.
FÓLK
Að sögn forráðamanna SATT-
kvöldanna hefur aðsóknin almennt'
verið mjög góð. Hafi þau því sannað
gildi sitt með því að sýna fram á að
gróska sé í popptónlistinni hér á
landi, þó svo að atvinnuhorfur hafi
versnað á undanförnum árum sam-
fara aukinni diskótek-menningu.