Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 HLÍFIÐ GAMLA FÓLKINU VIÐ SKREFATALNINGU Kona úr Reykjavík hringdi: Ég vil mótmæla fyrirhugaðri skatt- lagningu á íbúa höfuðborgarsvæðis- ins. Þessi fyrirhugaða skrefatalning er ekkert annað. Þetta kemur fyrst og fremst til með að bitna á gamla fólk- inu og það má ekki við því. Síminn er þarfasti þjónn þess fólks sem ekki á hægt með að ferðast á milli. Ég vil taka undir með Bandalagi kvenna sem afhenti alþingismönnum Reykjavikur áskorun þess efnis að gamla fólkinu væri hlíft við skrefa- talningunni. Geir Hallgrímssvni afhent bréf Bandalags kvenna. MSá Ituttogskýr brtf\ . “ÍTSi ^’rDL, é - - ' Lesendur eru Ja>n^am^ilinn er fuUur réllur nl u<) veru stutt or sky ■ g rlim of! koma lemtrien 200-300 orð- ^ ^ mfííf ki a; Það er enginn leikur að eignast þak yfir höfuðið. Venjulegu fólki verði gert kleift AÐ EIGNAST ÞAK YFIR HÖFUÐK) — lagfæra verður þessi mál Húsbyggjandi af Skaganum hringdi: Kjartan Jóhannsson alþingismaður skrifar kjallaragrein í DB 18. feb. sl. um lán og lánakjör þau sem íbúðar- kaupendur og byggjendur búa við. Það er gott að það skuli þó vera einhver innan kerfisins sem hugsar um og vill gera eitthvað í þessum málum, áður en það er um seinan. Þvi eins og málin standa er fjöldinn allur af íbúðarkaupendum og byggj- endum sem ekki gerir betur en halda eignum sínum vegna greiðsluerfið- leika á þessum lánum, þá aðallega vaxtaaukalánum. Það er því tími til kominn að þessi mál verði athuguð og lagfærð áður en farið verður að selja ofan af fólki í stórum stil á nauðungaruppboðum. Kjartan setur upp töflu með núver- Raddir lesenda andi tilhögun og valkostum Alþýðu- flokksins í lánamálum. Þar reiknar hann með 8 millj gkr. lífeyrissjóðs- láni. Það finnst mér óraunhæft þar sem almennir lifeyrissjóðir lána ekki svo mikið, heldur aðeins lífeyris- sjóðir ríkisstarfsmanna og verzlunar- manna. Ég held að Kjartan hafi ekki málað myndina of svarta, því erfíðleikar í þessum málum erugífurlegir. Ég skora þvi á Kjartan að hamra járnið meðan það er heitt og fylgja þessum tillögum eftirá þingi. I von um að andvökunóttum fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið fækki, takk fyrir. Einn nýf luttur til landsins: Blöskrar verðið á bflatryggingum — í íslandi miðað við Svíþjóð Kinn nýfluttur frá Svíþjóð hringdi: Ég flutti með mér bíl heim og þegar tryggingin á honum rann út á dögun- um kannaði ég möguleika á trygg- ingakaupum hjá tryggingafélögunum í Reykjavik. Það er skemmzt frá að segja að mér ógnaði verðið og mis- munurinn á íslenzkri og sænskri bíla- tryggingu. Þar kostaði 3ja mánaða trygging 168 krónur. Innifalið er 75% bónus, bætur vegna bruna, þjófnaðar, stýrisbilunar, glertrygg- ing, kostnaður vegna útkalls viðgerð- arbíls sem kemur á bilunarstað og fleira. Að auki fæst 10% iðgjalds dregið frá tekjum til skatts. Á Islandi kostar 1390 krónur að tryggja bíl í eitt ár (ekki hægt að kaupa tryggingu sem gildir í skemmri tíma!). Innifalið í kaupunum er framrúðutrygging og búið! Svona væri hægt að rekja ótal dæmi sem sýna mismun á kjörum á íslandi og i nágrannalöndunum. Blöðin ættu að gera miklu meira að því að birta samanburð á vöruverði og þjónustu hérlendis og erlendis. Bréfritara blöskrar verðiö á bíltrygg- ingum. Neytendurhagnastá FJÖLGUN VEITINGASTAÐA 4438—2393 skrifar: Ég fagna þeirri breytingu sem orðið hefur á steikhúsinu Versölum i Kópavogi — salurinn hefur aftur fengið á sig þann notalega blæ sem var í byrjun. Okkur hjónunum datt 1 hug að fá okkur að borða á veitingastað sl. sunnudag og fórum þangað 1 hádeg- inu. Þar var þá meðal annars á bóð- stólum hlaðborð, einstaklega smekk- legt og gott. Verðið var sanngjarnt og mátti borða að vild. Ég er ein af þeim sem gleðst yfir þeirri fjölgun veitingastaða sem átt hefur sér stað i Reykjavík og ná- grenni undanfarin ár, því það bætir hag okkar neytendanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.