Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 8 (§ Erlent Erlent Erlent Erlent Vel fer á með Ronald Reagan og Margaret Thatcher: REAGAN HYGGST LÆRA AF MISTÖKUM BRETA —fjármálaráðherra Bandaríkjanna gagnrýnir Thatcher—segir hana ekki hafa dregið nægilega mikið úr ríkisútgjöldum og sköttum Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að hún og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefðu verið sammála um víðtæk svið utanríkis- og efnahagsmála á fundiþeirra íWashingtonígær. Hún sagði fréttamönnum að það kæmi ekki á óvart, þar sem stjórn Reagans byggði á svipuðum aðferðum og brezka stjórnin. Nokkra athygli vakti, að fjár- málaráðherra Bandarikjastjórnar, Donald Reagan, gagnrýndi Thatcher fyrir hvernig henni hefði tekizt til við lausn efnahagsmálanna. Hann sagði að henni hefði mistekizt að lækka skatta nægilega og ekki heldur dregið nægilega úr ríkisútgjöldum. Fjármálaráðherrann sagði að efnahagsáætlun Ronalds Reagan, sem þykir byggja á sama grunni og stefna Thatchers, myndi heppnast með því að taka mið af mistökum brezku stjórnarinnar og læra af þeim. Aðstoðarfjármálaráðherrann Rep McNamar sagði fréttamönnum síðar, að fjármálaráðherranum hefði sennilega orðið á mismæli, þar sem „okkur finnst hún hafa sett i gang áætlun, sem er fullkomlega rétt.” Thatcher sagði sjálf í gær, að hún óskaði þess nú að hún hefði dregið enn meir úr útgjöldum. Thatcher sagði að fordæming Breta á erlendri íhlutun kommúnista í El Salvador hefði fallið í góðan jarðveg í Bandaríkjunum. Hún sagðist þeirrar skoðunar að Reagan ætti ekki að halda fund með Brésnef nema að vandlega íhuguðu máli. Fyrir fáeinum dögum var sýnd f danska sjónvarpinu heimildamynd um eiturl.vfja- vandamálið, sem Ekstra blaðið hefur látið gera. Myndin vakti mikinn óhug al- mennings þar f landi. Myndin sýnir eiturlyfjaneytandann Torben Svend Larsen sprauta sig með herófni i Ixrið. Hann kom fram i ntyndinni. Fyrrum Bítill sektaöur: HARRISON GERÐ- UR BÓTASKYLDUR — vegna stuldar á laginu He’s so Fine —verður að snara út 587 þúsund dollurum Bítillinn George Harrison var í gær dæmdur til að greiða Alan Klein fyrrum umboðsmanni sínum 587 þús- und dollara eða sömu upphæð og Klein hafði áður snarað út til handa Bright Tunes Music útgáfufyrirtæk- inu. Mál þetta á rætur sínar að rekja til „ómeðvitaðs” stuldar Georges Harrisons á laginu He’s so Fine. Hið geysivinsæla lag Harrisons My Sweet Lord var talin stæling á fyrrnefndu lagi. Dómarinn Richard Owen sagði að sú upphæð sem um væri að tefla hefði í raun verið 1,6 milljónir doll- ara en þar sem Klein hefði tekizt að ------------► George Harrison. semja um 587 þúsund dollara á sínum tíma þá væri rétt að Harrison greiddi sömu upphæð. Sote/o myndaöi nýja ríkisstjóm Hinn nýi forsætisráðherra Spánar, Leopoldo Calvo Sotelo, myndaði nýja ríkisstjórn i gærkvöldi um leið og þrir herforingjar voru handteknir til viðbótar þeim, sem áður höfðu verið handteknir vegna gruns um þátttöku í hinni misheppnuðu bylt- ingartilraun síðastliðinn mánudag. Heimiidir greina nú að næstæðsti maður spænska hersins, Alfonso Amada Comyn, hafi reynt að taka við stjórn landsins meðan á árásinni á þinghúsið stóð. Pakistan: Ekkja Ali Bhuttos handtekin Herforingjastjórn Pakistan, sem er mjög áhyggjufull vegna vaxandi and- stöðu við stjórn landsins, hefur látið handtaka ekkju fyrrum forsætis- ráðherra landsins, Zulfikar Ali Bhutto og bannað henni að halda til Punjab héraðs. Heimildir höfðu greint að frú Bhutto væri á leið til Lahore, höfuðborgar Punjab-héraðs, til fundar við nýstofnað ráð þar sem hefur að markmiði að endurvekja lýðræðið í landinu. Leiðtogar átta stjórnmálaflokka landsins komu saman til fundar í Lahore i gær og brutu þar með lög þau sem herforingjastjórn landsins hefur sett. Hin nýstofnuðu samtök til endur- reisnar lýðræði í landinu stefna að því að allsherjarverkfall verði í landinu 23. marz næstkomandi, á alþjóðahá- tíðardegi Pakistan. Erlendar fréttir Altavirkjunarmálið íNoregi: Stjómvöld hægja ferðina — „Markmið okkar um friðun óbreyttsegir leiðtogi Alta-mótmælenda Samarnir fjórir sem hafa verið í hungurverkfalli um mánaðartíma hafa nú hætt því. Þeir túlka síðustu viðbrögð rikisstjórnarinnar sem sigur sinn. Samarnir telja að ríkisstjórnin muni að lokum gefast upp við virkjunar- framkvæmdirnar. Rikisstjórnin ákvað á mánudag, að leggja aðeins 9 km af hinum 25 km langa vegi að fyrirhugaðri virkjun. Þeir 16 km sem eftir eru verða friðaðir fram til júníloka. Umhverfismálaráðherrann Rolf Hansen hefur gagnrýnt forstöðumann Tromsö-safnsins og forstöðumenn vatns- og raforkumála fyrir að koma svo seint fram með kröfurnar um verndun eða skrásetningu forn- og menningarminja á Alta-svæðinu. Alfreð Nilsen, sem er leiðtogi Alta- mótmælenda, hefur lýst yfir ánægju sinni með málalokin. Hann vill að tíminn verði nú notaður til að ræða öll deiluatriði málsins. „Við munum gera okkar til að setja niður deilur,” segir hann, „en mark- mið okkar er eftir sem áður verndun Altaárinnar”. -BS/Sigurjón, Hamar, Noregi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.