Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 9 Erlent^ 3 Erlent Erlent Átjánda fórnarlamb Atlantamorðingjans, hinn tiu ára gamli Jefferey Mathis, er hér borinn til grafar af bekkjarfélögum sinum. Átján lík svartra barna í Atlanta fundin: Bömin hverfa ummiðjandag Átta tíu ára gamlir negradrengir í borginni Atlanta i Bandaríkjunum báru um síðustu helgi bekkjarfélaga sinn, Jefferey Mathis, til grafar. Hann var átjánda fórnarlamb fjölda- morðingja, sem hefur herjað í At- lanta í hálft annað ár. Öll hafa fórn- arlömbin verið svört börn á aldrinum sjö til fimmtán ára. Mörg hundruð sjálfboðaliðar nota helgarnar til að leita í skógunum fyrir utan bæinn ásamt lögreglumönnum. Þeir leita að líkum tveggja blökku- barna sem saknaðer. Hvorki lögregl- an né íbúarnir eru í minnsta vafa um að þau eru nítjánda og tuttugasta fórnarlamb fjöldamorðingjans. Varaforseti Bandaríkjanna George Bush, lýsti því yfir um helgina að sambandsstjórnin hygðist senda alla tiltæka sérfræðinga í slíkum málum til aðstoðar lögreglunni í Atlanta, sem þrátt fyrir umfangsmiklar ranns- óknir stendur algjörlega ráðþrota i leitinni að fjöldamorðingjanum. Þrátt fyrir að útgöngubann gildi eftir klukkan sjö á kvöldin fyrir öll börn undir sautján ára aldri i Atlanta hefur ekki tekizt að stöðva morð- bylgjuna. Börnin hverfa sporlaust um hábjartan dag. Rannsókn lögreglunnar er orðin mjög umfangsmikil og yfir 20 þúsund ábendingar frá íbúum Atlanta hafa verið athugaðar og jafnvel hefur verið leitað á náðir miðla og skyggns fólks við rannsókn málsins. Allt er þetta án árangurs enn sem komið er. Ekki er einu sinni vitað, hvort um er að ræða einn mann eða fleiri, svert- ingja eða hvítan mann, ungan mann eða gamlan, karl eða konu. Fórnar- lömbin hafa verið myrt á mjög mis- munandi hátt þó flest þeirra virðast hafa verið kyrkt. Eins og áður segir hafa lík átján fórnarlamba fundizt til þessa. Sextán fórnarlambanna voru drengir, tvö voru stúlkur. Öll voru þau negrar og öll lítil eftir aldri. öll voru þau börn —Gíf urleg skelf ing meðal íbúa Atlanta í — Lögreglan stendur ráðþrota Bandaríkjunum fátækra, fráskilinna foreldra og öll unnu þau sér inn vasapening við ýmis þjónustustörf í verzlunarhverfum borgarinnar.- Lögreglan stendur ráðþrota en fjölmargar getgátur hafa að sjálf- sögðu komið fram um morðingjann. Gizkað hefur verið á að hann sé lög- reglumaður því lögreglan gæti nálg- azt börnin án þess að vekja grun- semdir þeirra. Aðrir hafa hallazt að því að morðinginn sé táningur, nógu nærri börnunum að aldri til þess að vinna traust þeirra. Enn aðrir benda á, að þar sem öll börnin hafi unnið sér inn vasapening með smásendi- ferðumkunnimorðinginn einfaldlega að hala þótzt ætla að fá þau til að vinna eitthvert verk fyrir sig. Allt eru þetta getgátur og lögreglan stendur ráðþrota og sú gagnrýni hefur verið sett fram, að hefðu það verið hvít börn sem voru myrt hefði rannsóknin farið fyrr af stað og orðið árangurs- rikari. Hæpið er þó að slík gagnrýni eigi rétt á sér. Lubie Geter, 14 Clifford Jones, 13 LaTonya Wilson, 7 Christopher Milton Richardson, 11 Harvey, 14 Anthony Carter, 9 Eric Patrick Middlebrook '4 Baltazar, 11 Yusef Bell, 9 Charles Stephens, 12 IfoppfHÚS/Ð Reykjavíkurvegi 78,Hafnarfirði,sími 54499 Sýning, laugardag 9-6 og sunnudag1-6 Góðar fréttir frá Þetta er nýja FUJICA STX-1 Ijósmyndavélin. Vönduð „reflex" Ijósmyndavél með innbyggðum Ijósmæli. FUJICA STX-1 er sterkbyggð og einföld í notkun. Skiptanleg linsa, - ný ,,bayonet“ linsufesting. Úrval fylgihluta. Vegna innkaupa beint frá Japan getum við boðið FUJICA STX-1 á aðeins Kr. 1.995.- sem er mun lægra verð en nokkur önnur sambærileg Ijósmyndavél fæst fyrir. Líttu inn og kynntu þér nýju FUJICA STX-1, - það borgar sig. LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUNIN AMATÖR Laugavegi 55 sími 12630 Tiu af fórnarlömbum Atlántattiorðinjýans.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.