Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 27.02.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 25 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Birgir og Jón með blómaleik Fyrir leik KR og Vals i úrvalsdeildinni i vikunni voru þeim Birgi Guðbjörnssyni og Jóni Sigurössynj afhentir blómvendir fyrir merkisáfanga. Birgir var að leika sinn 300. leik með KR en Jón sinn 100. Myndin hér að ofan er af þeim félögum (Birgir t.v.) og Jóni, á vinstri hönd er dóttir hans, Guðrún Hulda. -SSv./DB-mynd S. 150% aukning í kvennaflokkunum! — íslandsmótið íinnanhúss- knattspyrnu hefst í kvöld og stendur yfir í 37 klukkustundir Innanhússmeistaramótið i knattspyrnu hefsl i Laugardalshöllinni kl. 18 í kvöld og hefur þátttaka aldrei nokkru sinni verið meiri. Alls hafa 47 lið tilkynnt þátttöku i karlaflokki og 10 i kvennaflokki. t fyrra voru 44 karlalið en ekki nema 4 kvennalið svo aukningin þar hefur orðið umtalsverð. Gert er ráð fyrir að mótið taki alls 37 klukkustundir en ráðgert er að því Ijúki um kl. 22.40 á sunnudags- kvöld. íslandsmeistarar sl. þrjú ár i karlaflokki hafa veriö Valsmenn, sem reyndar hafa verið illsiprandi í flestum innanhússmótum i mörg herrans ár. Islands- meistarar i kvennaflokki frá í fyrra eru stúlkurnar úr Breiðabliki, en þær urðu einnig utanhússmeist- arar í fyrra. -SSv. Víkingur komst í7-0íbyrjun en dugði ekki til! - Akranes jafnaði, 17 -17, í lokin Skagastúlkurnar löguðu stöðuna sína i 1. deild- inni verulega í gærkvöld er þær kræktu í 17—17 jafntefli gegn Vikingi i Laugardalshöllinni. Jafntefli þeirra er i raun mikið afrek þvi Vikingsdömurnar komust i 7—0 i upphafi leiksins. Staðan í hálfleik var síðan 10—8 Hæðargarðsliðinu i vil, en i síðari hálfleiknum var aldrei meira en 1—2 marka munur. Það var Laufey Sigurðardóttir sem jafnaði metin fyrir Akranes úr vitakasti 40 sek. fyrir leikslok, en alls fengu Skagastúlkurnar 11 viti i leiknum. Undir lokin var mikill darraðardans stiginn og fékk Vik- ingur þá hvert aukakastið á fætur öðru en tókst ekki að innbyrða sigurinn. Mörkin fyrir Akranes skor- uðu: Ragnheiður Jónasdóttir 6/5, Laufey Sigurðar- dóttir 6/3, Kristin Reynisdóttir 2, Kristín Aðalsteins- dóttir 2 og Ragnhildur Sigurðardóttir 1. Ekki tókst okkur að fá uppgefin mörk Vikings. -SSv. Valur þurfti að hafa fyrir sigri — Keflavík mátti þola 84 - 92 tap íundanúrslitum bikarsins Valsmenn fengu að hafa fyrir sigri sínum gegn Keflvikingum er liðin mættust i undanúrslitum bik- arkeppni KKÍ i Keflavik i gærkvöld. Valur sigraði 92—84 eftir að staðan hafði veriö 36—34 fyrir Val. Nokkurrar taugaspennu gætti hjá báðum liöum i fyrri hálfleiknum og var þvi ekki ýkja mikiö skorað en spennan þeim mun meiri. Heimamenn, ákaft hvattir af fjölda áhorfenda, léku allan tímann mjög vel og sigur Vals var ekki öruggur fyrr en flautan gall. Það gerði útslagið að Valur náði fljótlega í síðari hálfleiknum 11 stiga forskoti sem heimamönnum gekk illa að minnka. Þeim tókst þó að laga stöðuna áður en yfir lauk en ekki dugði það til. Það verða því Valsmenn, sem mæta Njarðvíkingum í úrslitaleik bikarsins. Flest stig ÍBK i gær gerði Terry Read, 28 talsins, en Jón Kr. Gíslason var með 21. Fyrir Val skoraði Brad Miley 28 og var frábær. Pétur og Ríkharður skoruðu 16 stig hvor — aðrir færri. -SSv. „EKKIVAR HLUSTAÐ A MIG ÞEGAR ÉG VARADIMENN VID” — segir Páll Eiríksson, læknir landslidsins, íviðtali við DB. Margir þættir liggja að baki hruni landsliðsins Fró Magnúsi Gfslasyni, fróttamanni DB á B-keppnlnni I Frakklandi: Menn eru að vonum daufir i dálkinn eftir þennan hrikalega ósigur gegn Frökkunum. Vægast sagt kom hann eins og reiðarslag yfir flesta, jafnvel heimamenn ætluðu ekki að trúa þvi að slíkur sigur hefði unnizt. Hvað bjátaði á og hvers vegna vantaði goskraftinn hjá piltunum? Af hverju voru þeir eins og freönir fiskar í leiknum? Einn maður i ferðinni getur kannski svarað þeirri spurningu, Páll Eiríksson læknir, sem reyndar hafði rætt við undirritað- an eftir tvo fyrstu leikina, þar sem hann sagðist óttast að liðið næði ekki að beita sér að fullu i B-keppninni. ,,£g benti á það fyrir einu ári eftir ferðina á Baltic-keppnina, að hefjast yrði handa með að byggja upp liðið, bæði andlega- og líkamlega með lækn- isfræðiiegri aðstoð,” sagði Páll Eiríks- son, ,,en á mig var ekki hlustað. Síðan heyrði ég ekkert frá handknattleiksfor- ystunni fyrr en hálfum mánuði fyrir B- keppnina, að óskað var eftir aðstoð minni. En það er of naumur tími til að hafa þau áhrif, sem læknir getur haft — ekki er hægt að kippa í liðinn hvað heilsufar snertir. Menn eru oft í mis- munandi góðu likamlegu ástandi þótt þeir æfi og keppi. Ef vel ætti að vera þarf læknir að fylgjast með landsliðinu í tvö til þrjú ár ef miðað er við að reynt sé að vinna eins og eðlilegt sé og aðrar þjóðir gera við uppbyggingu landsliða. Með landsliðum flestra þjóða í hinum ýmsu íþróttagreinum eru ekki einn, heldur 3—4 íþróttalæknar, sem eiga aðgang að sérmenntuðu fólki ef á þarf að halda. í þessum efnum er stór brota- löm hjá okkur. En fyrst svona seint var haft sam- band við Pál eins og raun ber vitni hvert er þá gildi þess að hafa lækni með I sllkri ferð? „Að mínu mati er það bráðnauðsynlegt ef einhver óárán íþróttir Bflstjórinn rataði ekki Það var þungbúinn hópur, sem héll frá Besancon áleiðis til Dijon hér i Frakklandi í gærdag eftir tapið fyrir heimamönnum. Mórallinn er á núlli og vonbrigðin innan hópsins ótrúleg. Til að bæta gráu ofan á svart villtist rútu- bilstjórinn og lengdi leiðina til Dijon um 50 kilómetra. Styrkti það þá skoöun manna að undirbúningur og skipulag Frakkanna væri nú e.t.v. ekki alls staðar til fyrirmyndar i B-keppn- inni. -emm. herjaði á liðið, s.s. flensa eða eitthvað því um líkt. Einnig ef um meiðsli er að ræða. Þvi fljótar sem leikmenn komast undir læknishendur því meiri líkur á bata. Mörg dæmi eru til úr iþróttum þar sem menn hafa ekki fengið rétta meðferð þegar þeir hafa meiðzt, en orðið að súpa seyðið af því seinna — verið bæði frá vinnu og keppni í langan tima. En lika getur læknir tekið í taum- ana ef mönnum er ofgert með æfing- um. Ég var aðeins beðinn að líta á leik- menn í síðustu HM-keppni í Danmörku 1978. Þar komst ég að raun um að sumir leikmenn voru illa farnir vegna meiðsla eða vegna of mikils álags. Slíkt hefur skiljanlega neikvæð áhrif á leik- getu manna en það sem verra er, þeir geta skaðazt til langframa þar sem eng- inn getur veitt þeim bót meina sinna.” Þegar landsliðið uppfyllir ekki þær vonir sem bundnar eru við það og búast má við af því þegar á einstaklinga er lit- ið, sem sagt valinn maður í hverju Njarðvíkingar, Keflvíkingar og Sandgerðingar hafa byggt sér iþrótta- hús. Garðmenn eru að hefjast handa, en unga fólkið hefur varla biðlund og leggur sitt af mörkum til að flýta fyrir með þvi að safna peningum með hluta- veltum og sölu á ýmiss konar varningi. Ágóðinn rennur svo til íþróttahússins. rúmi, er það oftast nefnt afsökun þegar orsakanna er leitað. „Slælega frammi- stöðu landsliðsins núna má rekja til breyttra hátta. í stað þess að fara í vinnuna eða skólann á daginn, æfa og keppa á kvöldin, vera í sambandi við fjölskyldu og vini, þá eru menn í slík- um ferðum sem þessum aðeins að æfa og keppa. Borða allt aðra fæðú og hafa lítið fyrir stafni. Slíkar breytingar á lífsháttum hafa lamandi áhrif á árang- ur leikmanna svo ekki sé nú talað um síbreytta dvalar- og keppnisstaði eins og núna í B-keppninni. Mikil hætta er á að hópeinim’ tapist og henni er mjög erfitt að "au- paftur.” Av' imen ra lækninga er Páll geð- 1; ni nt og starfar sem slíkur. n sago' iíka hafa lagt sig mjög við a’ ynna sér hópsálarfræði, n viðV *ur iþróttafólki. „Eigi sú þt. að koma að einhverju gagr g að starfa með þjálfurum og fyi, neð leikmönnum, eins og Ekki alls fyrir löngu afhentu 9 börn i Garðinum oddvitanum, Sæva. • Guðbergssyni, 580 þúsund gkrónur sem þau höfðu safnaö og vildu að rynnu i sundlaugarsjóðinn. Slík laug verður í væntanlegu iþróttahúsi Garð- manna. emm. fram kom áðan. Ég tel það hreina fjar- stæðu að leggja út í uppbyggingu landsliðs án þess að taka þessa þætti með í reikninginn. Ekki má skella skolleyrunum við því lengur. Verði það gert þá getum við ekki vænzt þess að komast ofar í handknattleiksstigann heldur verðum við áfram í kjallaran- um.” Óli H. ákveð- inn að hætta Ólafur H. Jónsson hcfur lýst því yfir að hann muni ekki leika með islenzka handknattleikslandsliðinu eftir B- keppnina sem lýkur um helgina. Þessi ákvörðun Ólafs kemur I raun ekki mjög á óvart þar sem vitað hefur veriö að hann hygðist leggja landsliösskóna á hilluna. emm. Reykjavíkur- meistaramótið í skíðagöngu Reykjavíkurmeistaramótið í Skiðagöngu fer fram i Hveradölum á morgun og hefst með nafnakalli kl. 13 Keppt verður í 15 km göngu karla 20 ára og eldri svo og í flokkum unglinga. Það eru Hrannarar, sem standa að mótinu að þessu sinni en skiðagöngu- menn félagsins hafa látið til sín taka á undanförnum árum þótt önnur i- þróttastarfsemi í þeim herbúðum sé þróttminni. Skotarnir unnu ísrael Skotar unnu ísraela 1—0 í landsleik liðanna í 6. riðli undankeppni HM á Spáni 1982. Rúmlega 40.000 áhorf- endur sáu Kenny Dalglish skora eina mark leiksins á 54. mínútu. Leikurinn fór fram í Tel Aviv og áhorfendur klöppuðu sínum mönnum lof i lófa þvi , þeir höfðu sýnt mun betri leik i fyrri hálfieik. Skotarnir tóku sig loks saman cftir hlé og réðu þá gangi leiksins en tókst aðeins að skora einu sinni. Staðan í riðlinum er nú þessi: Portúgal 3 2 1 0 4—0 5 Skotland 3 2 1 0 2—0 5 N-írland 3 111 3—1 3 ísrael 5 0 3 2 1—5 3 Svíþjóð 4 0 2 2 1—5 2 Talió frá vinstri: Sveinn Magni Jensson, Sigriður Brynjarsdóttir, Elínóra Katrín Árnadóttir, Guðjónina Sæmundsdóttir, Gunnrún Theodórsdóttir, Lilja Berglind Jónsdóttir, Sólveig Ólöf Magnúsdóttir, Birna Petrína Sigurgeirsdóttir, Eygló Eyjólfsdóttir og Sævar Guðbergsson, oddviti. Garðmenn Hyggjast ’jyggja íþróttahús ÍR HIRTIBRONSVERÐLAUNIN MEÐ GÓÐUM ENDASPRETTI —öruggur sigur ÍR á Stúdentum í gærkvöld, 82 - 58 ÍR-ingar tryggðu sér 3. sætið í úr- valsdeildinni i körfuknattleik er þeir báru sigurorð af örþreyttumStúdentum í Kennaraháskólanum í gærkvöld. Sigur ÍR var stór og um leið öruggur, 82—58. í hálfleik leiddi ÍR, 45—36. ÍR tók strax forustuna í leiknum og lét hana aldrei af hendi leiktímann á enda. Munurinn varð þó aldrei neitt verulegur í fyrri.hálfleiknum, þetta 4— H Jón Jörundsson átti ágælan leik með ÍR í gær. Hann reynir hér kröfuskot I leiknum gegn KR á dögunum, en hitti reyndar ekki. Lengst til vinstri má sjá Stefán Kristjánsson, skælbrosandi yfir velgengni fyrrum félaga sinna. DB-mynd Þorri. 9 stig. Greinilegt var að leikmenn ÍS voru þreyttir og virðist aðeins sem þeir Gísli Gíslason og Árni Guðmundsson, auk Jóns Oddssonar hafi nægt úthaid. Þá bætti lítið úr skák, að Mark Coleman virtist vera útkeyrður eftir baráttuna við Danny Shouse i fyrra- kvöld og hann náði sér aldrei á strik fremur en liðið í heild. ÍR-ingar sýndu það í gærkvöld að lið þeirra er til alls líklegt á næsta keppnistímabili ef rétt er á málum haidið. Innan liðsins er nú fjöldi ungra og bráðefnilegra leikmanna, sem ekki sáust á bekknum fyrst í haust. Þrír fastamenn síðan þá hafa horfið á braut. Stefán Kristjánsson, Jón Indriðason og síðast en ekki sízt Kolbeinn Kristinsson, sem hætti vegna endurtekinna meiðsla. Þetr bræðuF Kristján og Hjörtur Oddssynir hafa vafalítið komið manna mest á óvart en yngri menn á borð við Benedikt Ingþórsson og Björn JónssOn ásamt Birni Leóssyni hafa einnig skotið upp kollinum og gert góða hluti. Með þá bræður Kristin og Jón Jörundssyni í bland býður ÍR-liðið upp á skernmtilega heild. Andy Fleming akkerið en Kristinn stýrið. Stigin. ÍR: Andy Fleming 21, Kristinn Jörundsson 16, Jón Jörunds- son 12, Kristján Oddsson 10, Hjörtur Oddsson 8, Sigmar Karlsson 6, Björn Leósson 4, Óskar Baldursson 3 og Benedikt Ingþórsson 2. ÍS: Gísli Gísla- son 16, Árni Guðmundsson 12, Mark Coleman 12, Bjarni G. Sveinsson 9, Ingi Stefánsson 5, Jón Óskarsson 2 og Jón Oddsson 2. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafs- son og Gunnar Guðmundsson og komust prýðilega frá aúðdæmdum leik. ATHUGASEMD! í greininni hér aö neöan er því haldið fram aö íslendingar eigi möguleika á 3. sæti riðils slns með sigri yfir Pólverjum og veröi þannig á undan FrÖkkum á markatölu. Þaö kom hins vegar ekki í Ijós fyrr en i morgun að markatala skiptir engu máli ef lið veröa jöfn að stigum i riðlinum. Fari svo, gilda einungis innbyrðisúrslit úr leik liöanna. Þar eru Frakkar með pálmann i höndunum eftir 23—15 sigur á okkur. -SSv. r, ....... Þorbjörn Guðmundsson sendir hér knöttinn í netið hjá Pólverjum i jafnteflinu, 23— 23, 1979. Lengst til vinstri er Ölafur H. Jónsson og á milli Pólverjanna er Bjarni Guðmundsson. Eitt jaf ntef li f síðustu 11 leikjum við Pólverja - sigur yf ir þeim er síðasta hálmstrá íslenzka landsliðsins í B-keppninni í Frakklandi Sigur yfir Pólverjum í kvöld er síðasta hálmstrá íslenzka handknatt- leikslandsliðsins i B-keppninni í Frakk- landi. Hálmstrá af veikari gerðinni svo ekki sé fastar að orði kveðið, Mögu- leikar okkar eru í raun svo fjarlægir að það hlýtur að flokkast undir óráð að fjalla yfirhöfuð um þá. Til þess að eiga möguleika á 5. sætinu í keppninni þarf ísland að sigra Pólland í kvöld og treysta síðan á það um leið að Frakkar vinni ekki Austurríkismenn með meira en 10 marka mun. Takist þetta er samt aðeins hálfur sigur unninn. Þá tekur við slagurinn um 5. sætið — að öllum líkindum gegn Svisslendingum, sem leikið hafa mjög vel i B-keppninni. Eins og islenzka liðið hefur leikið i keppninni er vist óþarfi að fjölyrða frekar um möguleikana. i gegnum árin hefur okkur gengið þolanlega með Pólverja, nokkuð sem Svíar geta ekki státað af. Svíar hafa t.d. aldrei borið sigurorð af Pólverjum en við hins vegar fimm sinnum. Ekki er þó hægt að styðjast eitthvað við þá sigra því þeir voru allir, utan einn, unnir á árunum 1966—1975 og í núver- andi landsliði okkar eru sennilega ekki nema 2—3 leikmenn sem léku sigurleik- inn gegn Pólverjum í Lubljana 1975: Einu sinni eftir það hefur okkur tekizt að leggja þá að velli, 22—19, hér í Reykjavík 1977. Landsleikir gegn Pólverjum hafa alls verið 21 talsins — fieiri en gegn nokk- urri annarri þjóð, að Dönum undan- skildum. Eins og fyrr segir höfum við fimm sinnum sigrað þá, einu sinni hefur orðið jafntefli en 15 sinnum hafa Pólverjar unnið. Markatalan er 465 — 401 þeim i hag. í siðustu 11 leikjum gegn þeim er útkoman Ijót. Aðeins eitt jafntefli og tíu töp! lðulega hafa leikir þjóðanna verið hnifjafnir og lítill munur verið. Hér að neðan eru úrslitin úr landsleikjum okkar við Pólverja til dagsins í dag. 1966 Gdansk (HM) 12—27 1966 Reykjavík (HM) 23—21 1970 Hagondange (HM) 21 — 18 1972 Madrid (OL) 21 — 19 1972 Miinchen (OL) 17—20 1975 Lubljana 16—14 1975 Reykjavík 19—27 1975 Reykjavík 15—20 1977 Reykjavík 16—20 1977 Reykjavík 22—19 1977 Varsjá 21—28 1977 Varsjá 15—21 1978 Rouen 22—23 1979 Reykjavík 20—25 1979 Reykjavík 23—23 1979 Hammel (Baltic) 20—22 1980 Reykjavík 23—25 1980 Reykjavík 21—24 1980 Reykjavík 15—20 1980 Olsztyn 19—28 1980 Olsztyn 13—21 Þar höfum við það. Það er því erfitt verkefni sem biður landsliðsins í kvöld og líkurnar eru allar með Pólverjum. Það er því ekki annað að gera fyrir okkur en bíða og vona hið bezta. -SSv. Þær stöllur Sóley Oddsdóttir (sitjandi) og Hildigunnur Hilmarsdóttir hjálpast hér að við að snurfusa sig f.vrir úrslitaieik- inn gegn KR um fyrri helgi. Snyrtingin dugði ÍR-dömunum reyndar ekki til sigurs en það sakar ekki að líta vel út — þó í körfuknattleik sé. DB-mynd S. -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.