Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981. 3 \ Eggert Haukdal, stjórnarformaflur Framkvæmdastofnunar og alþingis- maður. Vildi slíta talinu — þegarspurning- arnarurðu óþægilegar Skattgreiflandi hringdi: Ég er ef til vill að bera í bakka- fullan lækinn með því að minnast á hinn margfræga Þórshafnartogara, en ég má tii. í kvöldfréttatíma sl. föstudagátti Helgi H. Jónsson fréttamaður út- varpsins viðtal við Eggert Haukdal, stjórnarformann Framkvæmda- stofnunar, sem ekki hefur verið svo litið í fréttum í sambandi við þetta togarakaupamál og fleiri. Þetta viðtal fannst mér alveg dæmigert fyrir það hvernig stjórnmálámenn hafa notað sér þetta mál. Þegar Egg- ert hafði komið því að sem hann vildi koma að, þá neitaði hann að svara frekari spurningum. Ég vil þakka Helga H. fyrir að leyfa útvarpshlustendum að heyra það hvernig sumir stjórnmálamenn bregðast við þegar þeir eru búnir að koma sínum sjónarmiðum að og það á að fara að spyrja þá óþægilegra spurninga. Sjónvarp: Ekki rétt aðfella niður barnaefni Móðir hringdi: Mér finnst það alveg með fá- dæmum hvernig sjónvarpið kemur fram við börnin Það voru margir, bæði böm og fullorðnir, sem voru farnir að hlakka mikið til mynd- arinnar með Harold Lloyd, sem sýna átti í sjónvarpinu sl. föstudagskvöld. Var ekki hægt að lengja dag- skrána sem nam kvöldverðar- veizlunni hjá Margréti Dana- drottningu? Það er ekki svo mikið bamaefni í sjónvarpinu að það sé verjandi að fella niður mynd sem margir hafa beðið eftir alla vikuna. Var nauðsynlegt —að senda alla þessa reikninga út á sama tíma? Eldri maður hringdi: Þrátt fyrir allt og allt eru alltaf einhverjir sem eru að reyna að skrimta. En það er anzi erfitt og ekki gera opinberir aðilar það auðveldara, þó það séu ekki sízt þeir sem ættu að hafa hag af því að fólk reyni að bjarga sér sjálft eins lengi og það getur. En hvað fáum við svo í hausinn? Reikninga fyrir sjónvarp, útvarp, rafmagn, hita ogeignaskatt. Var nauðsynlegt að senda alla þessa reikninga út á sama tíma? Þeim fylgir öllum þessi venjulega hótun um lögtak o.s.frv. Þetta er ekki beinlínis til að örva fólk til sjálfsbjargar. „Smáauglýsingaþjónusta" heitir ein þjónustudeildin okkar. dþ Setjir þú smáauglýsingu i Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku í síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar í síma. Við veitum fyrirspyrjendum upp- lýsingar um það sem þú aug lýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þina sem best. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. BIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið Þverholti 11 — Sími 27022 Opið til kl. 10 í kvöld Spurning dagsins Hver er uppáhalds- drykkurinn þinn? Gunnar Bernbnrg verzlunarmaður: Ætli að það sé ekki kók. Markús Slgurjónsson neml: Kók. Friðþjófur Hraundal starfar hjt Raf- veitu Reykjavikur: tslenzka vatnið. Gvendarbrunnavatnið. Pill Karisson neml: Pepsi, stór. Eirikur Hjilmarsson nemi: Ætli það sé ekki Floridana. Anna Halldórsdóttir nemi: Appelsin er bezt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.