Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981.
16
Menning
Menning
Menning
Menning
Menni
Oddur Björnsson leikskáld fékk menningarverðlaun DB fyrir leikstjóm á Beðið eftir Godot hjá L A
„Lífiö er svo stutt að það tekur
ekkiöðru en hugsa flott
heilabúið fullt af ósamstæðum
hljómum.
Ástfanginn af
formþrautum
Hann segir að variations- eða til-
Dásamlegt böl!
,,Ég las þetta leikrit eins og tón-
verk. Framvindan er nánast sinfón-
ísk. Hlutverk leikstjórans er að leysa
það úr læðingi, láta það óma . . .”
segir Oddur um leikstjórnaraðferð
sína og heldur áfram: „Það snýst um
biðina. Flækingarnir reyna að
hlunnfara tímann með uppátækjum
og kjaftagangi. Það þarf ekki að
undirstrika hvort verkið táknar þetta
eða hitt, fyrst og fremst er þetta
yndislegur sviðskáldskapur.”
Við sitjum á einu veitingahúsa
Reykjavíkur og leikskáldið hefur
fengið sér ofurlítið konjak með kaff-
inu til hátiðabrigða eða til að liðka
málbeinið, þvi Oddur er fremur fá-
Oddur Björnsson: „Ég las þetta leikrit eins og tónverk. Framvindan er nánast sinfónisk.” DB-mynd Sigurður Þorri.
— leiklistin á að vera lofgjörð um manneskjuna”
„Ekkert gerist, enginn kemur, eng-
inn fer,” segir annar flakkarinn í
leikritinu Beðið eftir Godot eftir
irann Samuel Beckett, hið háheim-
spekilega nóbelsskáld. Enginn þykir
eins og Beckett geta tjáð örvæntingu
nútimamannsins sem glatað hefur
trúnni á guðlega forsjón og eilíft lif
og veit ekkert hvað hann á af sér að
gera.
Fyrsta Beckett-hátiðin var haldin i
sumar á heimaslóðum skáldsins á
írlandi. Voru þar saman komnir sér-
fræðingar af öllum heimshornum til
að ræða hugsanir skáldsins — til
dæmis hvort hin ráðleysislega bið
eftir Godot táknaði ástand írsku
þjóðarinnar í sambýli við Breta, eða
kannski stórpólitik heimsins, já, eða
hjónabandið. Það kom margt til
greina. En varla hafa menn búizt við
því að leikflokkur frá Akureyri, lce-
land, mundi leiða þá i nýjan sann-
leika. Samt fór svo að sýning Akur-
eyringa á Godot, undir stjórn Odds
Björnssonar sem þar með lauk
tveggja ára starfi sem leikhússtjóri i
höfuðborg Norðurlands, þótti ein-
staklega persónuleg og spennandi þar
suður frá.
máll og oft lengi að koma orðum að
hugsun sinni. Eiginlega virðist hann
hugsa í formum fremur en orðum,
enda segist hann oft hafa óskað sér
að hann væri tónskáld. „Það hlýtur
að vera dásamlegasta böl sem til er,”
segir hann, fullur samúðar með sköp-
unarþjáningum þeirra sem hafa
brigðaformið hafi ævinlega verið sér
hugstætt og hann noti það mikið í
leikritum sínum.
,,Ég hef alltaf verið mjög ástfang-
inn af formþrautum,” segir hann.
„Þegar form og hugsun mynda fagra
heild þá skynja ég það sem dásamleg-
an hlut.”
Eitt leikrita Odds heitir reyndar
Tíu tilbrigði og fjallar um hjónaband
tónskálds nokkurs. Oft er eins og
bygging sviðsins sé burðarás leikrita
hans eins og í Jóðlifi, það gerist í
móðurkviði, þar sem tvíburar hjala
saman og vita lítið um veröldina fyrir
utan vömb móður sinnar.
„Þeir eru ólíkir,” segir Oddur og
brosir þegar honum verður hugsað til
þessara afkvæma sinna. „Annar er
mjög jarðbundinn og trúir ekki nema
því sem hann getur þreifað á. Hinn er
rómantískur og langar í flygil! Hann
er að brölta við að rísa á fætur en
hefur ekkert upp úr því nema reka
hausinn i þind móður sinnar og fær
þá skammadembu frá skynsama jóð-
inu.”
I öðru leikriti Odds, sem fjallar um
roskna piparmey, Amalíu, er sviðs-
myndin þrískiptur spegill. Þegar
Amalía háttar sig að kvöldi birtast
ólíkir eðlisþættir hennar í hinum
ýmsu hlutum spegilsins og togast á
um völdin. í leikslok er Amalia jafn-
nakin á sál og líkama og æpir í angist
sinni.
Að byggja listaverk úr
örvæntingu sinni
„Mannlífið er örvænting,” heldur
hann áfram eftir nokkra stund.
„Okkur er slengt út á vígvöll lifsins
án þess að hafa hugmynd um til hvers
er ætlazt af okkur, annað en bera
höfuðið hátt.
Sú rökrétta hugsun sem er grund-
völlur fyrir listaverk, af hvaða tagi
sem er, hugsun samsömuð fallegu
formi, er tignarlegt andsvar gegn
þeim lífsháska sem manneskjan
skynjar.”
Olía, pastel og kol
V
Sýning Gunnars R. Bjamasonar í Norræna húsinu
Gunnar R. Bjarnason er vel þekkt-
ur fyrir snyrtilega hannaðar um-
gjarðir ótal leikrita hér i bæ, auk þess
sem hann hefur séð um útlit sýninga
af ýmsu lagi.
Hins vegar hefur hann sjálfur ekki
haldið nema eina málverkasýningu til
þessa og er þvi sennilega undir
íslensku meðaliagi i þeim efnum.
Leikmyndahönnuðir, íslenskir sem
erlendir, virðast annars hafa rika til-
hneigingu til aö fást við hreina mynd-
list enda ekki ýkja langur vegur milli
komposisjónar á sviði og á tvívíðum
fleti. Hér á landi mætti nefna þá
Magnús Pálsson, Sigurjón Jóhanns-
son og Steinþór Sigurðsson sem allir
fást jöfnum höndum við myndlist og
sviðsmyndir.
Áþreifanleg veröld
Ekki minnist ég þess að hafa séð
fyrri sýningu Gunnars. Aftur á móti
eru á sýningu hans í Norræna húsinu
nokkur verk frá 1975 sem gefa
nokkra hugmynd um þróun hans og
þroska. Þær eru fremur muskulegar í
litum og byggðar upp næstum eins og
harðsoðin kúbísk verk. Þær virðast
óhlutbundnar fljótt á litið en nánari
skoðun leiðir í Ijós sundurlimað við-
fangsefnið hverju sinni, fólk, fiska
og náttúru.
Nýrri myndir Gunnars eru bjartari
yfirlits, sterkari i litum og lúta nú
ekki eins ströngum myndrænum lög-
málum og eldri verkin — eru opnari í og það er eins og gamla góða uppstill-
formi. Kveikja mynda hans er samt ingin eigi sér ákafan talsmann i
enn náttúran og áþreifanleg veröldin Gunnari.
Gunnar R. Bjarnason ásamt nokkrum mynda sinn.
Myndlist
Hálf kveðnar vísur
Og ekki ætti hann að skorta hæfi-
leikann til aö sviðsetja föng sin á
fleti. Formum er kirfilega komið
fyrir miöja vegu og þeim til stuðnings
liggja skýrar láréttar og lóðréttar
áherslur um hverja mynd. En Gunnar
gætir þess einnig að njörva formin
ekki svo fast niður að allt líf skreppi
úr myndunum. Myndir hans eru
fullar af hálfkveðnum vísum, kann-
ski Ijóðum lika, og af þeim stafar
heldur notalegum andblæ ef á heild-
ina er litið.
Af málverkunum fannst mér einna
mest til um myndir númer 7, 11, 12,
15 og 31 þar sem litasamsetningar
Gunnars eru allt að því suðrænar í
glóð sinni. Þar er einnig höfðað
sterklega til snertikenndar áhorf-
andans með ýfðum eða nudduðum
litflötum.
Gunnar er augljóslega næmur og
ljóðrænn málari sem hefur ýmislegt
til síns máls. Ég er ekki eins sáttur við
kolteikningar hans sem margar
hverjar minna á Sverri Haraldsson,
auk þess sem þær skortir fjölbreytni
innbyrðis — eru helst til einhæfar.
Litlar pastelmyndir Gunnars eru hins
vegar ljúfar.
Sýningu hans lýkur sunnudaginn 8.
mars. - AI