Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981. 7 Erlendar fréttir REUTER Ekkertlátá fjölgun jarðarbúa Þrátt fyrir aðgerðir um allan heim til að draga úr fjölda barnsfæðinga er ekkert lát á fjölgun mannkyns og nýj- ustu athuganir benda til að fjöldi jarðarbúa sé nú 4,5 milljarðai', þar af um einn milljarður i Kína. Víða á Vesturlöndum er mannfjölgunin þó litil sem engin en erfiðara hefur reynzt að sporna við mannfjölguninni í þróunarlöndunum. Síðasta tala sem birt var á vegum Sameinuðu þjóðanna er frá árinu 1979. Þá var talið að fjöldinn væri 4,336 milljarðar. Óvenjulegt bankarán um mlðjan dagá Manhattan: Ræninginn náöi ekki upp fyrir afgreiðslubordið — „Þetta er rán. Segðu ekki orð. Fáðu mér bara peningana,” sagði 7-8 ára drenghnokki um leið og hann miðaði byssu að bankagjaldkeranum Klukkan var tuttugu mínútur yfir meðeinhverjum fullorðnum?” Bankagjaldkerinn varð að standa gegnumgluggann. ellefu á miðvikudagsmorgni þegar ,,Nei, ég er hérna bara sjálfur,” upp einfaldlega til að geta Lögreglan taldi sig hafa góða lítill sjö til átta ára gamall drengur sagði hann og horfði á hana. Síðan almennilega séð framan i þennan möguleika á að hafa upp á banka- kom inn í banka á 49. götu á tók hann gylta, 25 kalibera byssu upp smávaxna bankaræningja. Höfuð ræningjanum unga þar sem mynda- Manhattan í New York. Hann gekk úrvasanumogmiðaðiáhana. hans náði varla upp fyrir borð- vélar bankans náðu að festa hann á til frú Barböru Grecky, sem spurði „Þetta er bankarán. Segðu ekki brúnina. Frú Patterson varð svo filmu. Lýsingu á honum var dreift til vingjarnlega hvort hún gæti aðstoðað orð,” sagði hann. Frú Grecky tókst skelkuð þegar hún sáað hann miðaði allra lögreglustöðva i New York: hann. að sannfæra drenginn um að hún byssunni á hana að hún afhenti Svartur með slétt hár og dökk augu. „Ert þú gjaldkerinn,” spurði hefði enga peninga. honum tuttugu fimm dollara seðla, Hann bar bláhvítröndótta húfu á drengurinn. „Nei, gjaldkerinn er Drengurinn gekk þá að þeim stað um 650 nýkrónur. höfðinu og var klæddur í vattfóðrað- þarna hinum megin við dyrnar,” þar sem hún hafði sagt að gjald- Drengurinn muldraði kveðjuorð anjakka. svaraði frú Grecky. „Enerþettaekki kerinn væri. Hann leit á gjaldkerann og brosti til hennar áður en hann En áður en viðtæk leit hófst að bankinn,” spurði drengurinn þá. YvonnePattersonogsagði: „Þettaer hljóp út og hvarf i mannfjöldann. þeim stutta gaf hann sig sjálfur fram „Jú, jú,” svaraði frú Grecky og hló. rán. Þrýstu ekki á neina hnappa. Áður en hann hvarf sneri hann sér við lögregluna og kvaðst hróðugur „Get ég ekki hjálpað þér eða ertu Fáðumérbarapeningana.” viö og veifaði til starfsfólksbankans í hafaræntbanka. ARGENTÍNA EYKUR KORNSÖLU TIL SOVÉTRÍKJANNA Argentínumenn hafa i hyggju að Sovétríkin vegna innrásarinnar i selja meira kom til Sovétríkjanna. Á Afganistan. siðastliðnu ári var metkornuppskera í Forseti sambands kornframleiðenda Argentínu, sem er hið eina af stóru í Argentínu, David Lacroze, er farinn kornútflutningsríkjunum, sem ekki til Moskvu til viðræðna við stjórnvöld studdi kornsölubann Bandaríkjanna á þar í landi um aukin kaup á korni. Ronald Reagan: SOVÉTRÍKIN SÝNI VILJANN í VERKI Ronald Reagan Bandaríkjaforseti Sovétríkin drægju her sinn til baka frá sagði í gærkvöldi að eitt þeirra ljóna Afganistan. „Það mundi greiða fyrir sem væru í veginum fyrir fundi leiðtoga slíkum fundi ef Sovétríkin sýndu í verki Bandaríkjanna og Sovétríkjanna væri vilja sinn á að draga úr heimsvalda- hægt að fjarlægja með þvi móti að stefnu og kúgun.” John Lennon. Eru gömul lög hans nú fundin? Gömul Bítlaupptaka kemur í leitímar Sögusagnir ganga nú í Englandi um að í hljómplötufyrirtækinu EMI hafi fundizt gömul óútgefin Bítlaupptaka. Ekkert nafn er á þessari plötu en hún gæti verið frá „Revolver”-tímabilinu frá 1966. Á sama tíma berast fréttir um að sonur John Lennons, Julian, muni innan skamms senda frá sér hljóm- plötu. Þar mun vera um að ræða tveggja laga plötu er ber nafnið „I’U be Waiting There” og hljómsveit hans ber nafnið The Lennons Drops. „Tvöföld” tviburagifting er ákaflega sjaldgæft fyrirbrigði og því birtum við þessa m.vnd. Vel hefði mátt ímynda sér að þarna sé um spegilmynd að ræða en svo er ekki. Það voru systurnar Lyn og Gail Rainovitz sem gengu að eiga bræðurna Brian og Janson Jacobson. Vígslan fór fram í Jóhanncsarborg. Páfinn íhugar að heimsækja Kfna — en kaþólski söfnuðurinn þar hefur lítinn áhuga á heimsókn hans Jóhannes Páll páfi annar, sem ný- kominn er heim úr langri og strangri ferð um Aslulönd, íhugar nú alvar- lega að heimsækja Kína og binda þannig enda á þrjátíu ára einangrun kaþólska safnaðarins þar í landi. Heimilidirúr páfagarði greina að páf- inn hafi mikinn áhuga á slíku ferða- lagi. Vandaðar eftirmyndir afmálverkum Jóhanns G: Ballerinur, Gyöjan, slœrð 60 cm x 42 cm, Frelsi, Drengur, Funlar, Heiðin, siœrð 48 cm x 52 cm, kr. 450, ramm■ aður í viðarramma, Boðun, 31 cmx 45 cm, kr. 295, lil 7. marz kr. 260, Vitr■ inf-ur, 34 cm x 44 cm (rammaðar i ól- ramma og gler). Takmarkað upplag — 200 einlök, inn- römmuð, lölusell og árituð afhöfundi. Ath. Til 7. marz ersérslakt kynningar- verð (rúmlega 10% afsláttur). Póstsendum, simi53203, frá 10—13 og 19—20alla virka daga. <Mlerp Hækjartorg Hafnarstrœti 22 (nýja S.V.R. hútinu Lækjart.) Forstöðumaður kaþólska safn- aðarins í Kína hefur hins vegar lýst því yfir að söfnuðurinn óski ekki eftir sambandi við páfagarð og hefur gengið svo langt að saka menn þar á bæ um að hafa unnið skemmdarverk á hinum kínverska söfnuði. Vatíkanið í Róm er eitt af fáum ríkjum sem veitir stjórninni á Formósu fulla stjórnmálalega viður- kenningu og á sú afstaða ekki heldur upp á pallborðið hjá hinum kín- verskasöfnuði. Talið er að innan Vatíkansins sé vilji til þess að dempa niður sam- bandið við Formósu ef það mætti verða til að bæta sambandið við kristnamenníKína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.