Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981.
Með atvinnulýðræði er stefnt að
því að færa lýðræðisleg stjórnarform
til fleiri þátta þjóðlífsins og auka með
því áhrifamátt starfsfólks í atvinnu-
lífinu, til þess að hafa áhrif á sitt
eigið starfsumhverfi og til þess að
skapa einstaklingnum grundvöll til
þess að finna tilgang og lífsfyllingu í
störfum sínum í tæknivæddu
þjóðfélagi nútímans.
Aukið atvinnulýðræði á enn-
fremur að stuðla að hraðari þróun at-
vinnuveganna sem er skUyrði fyrir
því að þjóðin standi til jafns við
aðrar þjóðir og geti búið þegnum sín-
um sömu lifsskilyrði og tiðkast hjá
öðrum þjóðum. Með lögum um
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum hefur verið stigið fyrsta
skrefið í átt til atvinnulýðræðis á
íslandi. Með þeim lögum hafa verka-
fólki verið sköpuð skUyrði til að hafa
áhrif á sitt starfsumhverfi. Grund-
vallaratriði laganna er að leysa skuli
vandamál varðandi aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á sjálfum
vinnustöðunum, með samstarfí fuil-
trúa verkafólks og atvinnurekenda
undir forystu og leiösögn vinnueftir-
lits rikisins sem er sjálfstæð stofnun
sem lýtur stjórnun heildarsamtaka
launafólks og atvinnurekenda. Mark
miðið er þó enn meiri ihlutun
rekstur fyrirtækjanna en felst
þessum lögum. í framtíðinni þarf að
leggja aukna áherzlu á menntun
þeirra sem gegna trúnaðarstörfum
fyrir verkalýðshreyfinguna og gera
þá jafnframt hæfari til þess að takast
á við verkefni sem fylgja aukinni
ihlutun starfsfólks í stjórnun fyrir-
tækjanna. Þar sem viðerum skrefi á
eftir félögum okkar í nágranna-
löndunum er hyggilegt að kynna sér
vel hvemig þessum málum hefur reitt
af þar og hvað þar er helzt á döfinni t
þessum efnum og taka síðan mið af
þvi til enn frekari sóknar til aukins
atvinnulýðræðis.
Nú um þessar mundir fer fram
vaxandi umræða um þessi mál i
Vestur-Evrópu og er þar leitað nýrra
13
leiða gegn vaxandi vélrænum
stjórnarháttum, sem nú einkennast af
einhliða stjórnun að ofan, og reynt
að knýja fram áhrifa- og á-
kvörðunarrétt starfsfólks i stjórnun
fyrirtækjanna með breyttum
stjórnunarháttum.
„Iðnbyltingin síðari"
Örtölvuvæðing fyrirtækjanna,
sem nú er á næstu grösum, eykur enn
á þörfina fyrir aukna ihlutun starfs-
manna i rekstur fyrirtækjanna.
Innan tiðar fer þessi nýja tækni að
hafa áhrif hér á landi, til að mynda i
verzlun og viðskiptum og í iðnaði, og
er reyndar farin að nema hér land.
Erlendis hefur þessi tækni þegar
valdið miklum deilum og er skemmst
að minnast átakanna í Þýzkalandi og
Frakklandi þegar fyrirtækin í stáliðn-
aði voru tölvuvædd og fjölda-
uppsagnir fylgdu i kjölfarið. Það
veltur á miklu að þessi bylting, sem
sumir hafa kallað iðnbyltinguna
siðari, umbylti ekki öllu efnahags-
kerfinu á þann veg að til at-
vinnuleysis og stöðnunar komi og þar
með kreppu. Hvaða gagn er að af-
kastamiklum framleiðslufyrirtækj-
um, ef enginn finnst kaupandinn?
Hagsmunir framleiðandans eru svo
A „Með lögum um aðbúnað, hollustuhætti
™ og öryggi á vinnustöðum hefur verið
stigið fyrsta skrefið í átt til atvinnulýðræðis á
íslandi...
Jóhaim Guftbjarbson
nátengdir hagsmunum neytandans og
öfugt að ekki má miklu raska ef ekki
á illa að fara.
Verkalýðshreyfingin þarf að vera
vel á verði og leita nýrra leiða, til
dæmis með því að gangast fyrir
breyttum rekstrarformum sem brúað
gætu bilið milli launavinnu og at-
vinnurekstrar, svosem með félags-
legum rekstri framleiðslufyrirtækja
og sjálfseignarfyrirtækjum starfs-
manna. Með þessum rekstrarformum
væri hægt að ná fram fullkomnu at-
vinnulýðræði þar sem starfsfólk væri
samábyrgt fyrir rekstri
fyrirtækjanna. Ennfremur mundu
þessi form draga verulega úr þeim
hættum, sem eru samfara þessari
tæknibyltingu. Jafnframt þessu þarf
að fara fram skipulagsbreyting á
heildarsamtökum launafólk á þann
veg að þau séu viðbúin breyttum
aðstæðum og geti fullnægt hvers
konar fyrirgreiðslu miðað við breytt-
ar aðstæður.
Ályktun ASÍ
Á þingi Alþýðusambandsins nú í
vetur kom fram tillaga til ályktunar
um atvinnulýðræði og var samþykkt,
enda fyllilega tímabært að móta
heildarstefnu í þeim málum. í
ályktuninni segir: „34. þing ASÍ
leggur áherzlu á að mörkuð verði
sjálfstæð stefna verkalýðs-
samtakanna um atvinnulýðræði og
knúið verði á um aukin áhrif og völd
verkafólks í atvinnulífinu.
Þingið leggur til að miðstjórn
kjósi 10 manna starfshóp sem safni
sem gleggstum upplýsingum um
reynslu annarra þjóða af áhrifum
verkafólks á vinnuumhverfi, stjórn
og eignaraðild að atvinnufyrir-
tækjum og undirbúi ályktunardrög
um málið. Starfshópurinn skili niður-
stöðum ekki síðar en 1. nóvember
1981 og gefi þær út og sendi til allra
verkalýðsfélaga innan ASÍ fyrir ára-
mót 1981.
Miðstjórn ASÍ boði i marz til apríl
1982 til ráðstefnu þar sem grund-
völlur verði lagður að stefnumörkun
ASÍ varðandi atvinnulýðræði.”
Meira en pólitískt þras
í margslungnu þjóðfélagi
nútímans þarf einnig að huga að
fieiri þáttum því kaupmáttur og
félagsleg aðstaða fólks ákvarðast að
miklu leyti af opinberum aðgerðum.
Því er verkalýðshreyfingunni
nauðsyn á að geta fjallað um og haft
áhrif á stefnumál stjórnvalda strax í
upphafi. Samnkvæmt Ólafslögum
svokölluðum hefur verið í gildi
reglugerð sem kveður á um samráð
stjórnvalda við samtök launþega,
bænda og atvinnurekenda, í efna-
hags- og kjaramálum. Reglugerðin
gerir ráð fyrir að forsætisráðuneytið
hafi frumkvæði að ársfjórðungs-
legum samráðsfundum ríkis-
stjórnarinnar og hinna einstöku
samtaka og að skipaðar séu sam-
starfsnefndir um einstaka mála-
flokka.
Þessi reglugerð hefur þó ekki
komiö til framkvæmda, því ekkert
frumkvæði hefur komið frá forsætis-
ráðuneytinu, en það hlýtur að vera
krafa verkalýðssamtakanna að svo
verði.
Ég hef nú í undanförnum kjallara-
greinum reynt að gera nokkra grein
fyrir þeim málum, sem mér fundust
merkilegust á síðasta ASÍ-þingi og
reynt að sýna fram á að fleiri mál
voru þar á döfinni en óumflýjanlegt
dægurþras um verðlausar verðbólgu-
krónur. Einnig hef ég leitazt við að
sýna fram á að þar voru á döfinni
mun þýðingarmeiri mál en hvort
„allaballar og íhaldið” hafi tekið öll
völd af krötunum á þinginu, eins og
sumir pólitíkusar hafa látið í veðri
vaka.
Einnig tel ég alla umfjöllun
fjölmiðla renna í svipaðan farveg, að
blása upp fréttir um pólitísk átök á
þinginu svo að til muna merkilegri
mál eru látin falla i skuggann. Sem
betur fer var þar unnið að ýmsum
merkilegum rnálum, sem miða að því
að tryggja okkur aukið félagslegt
öryggi í nútíð og framtíð.
Jóhann Guðbjartsson,
iðnverkamaður.
RÖÐ HEITI STAÐIN PRðF FALLPRðF PRÖF ALLS NEMENDAFJÖLDI PRÖFAFJÖLDI A NEMANDA
1 "Erlendir stúdentar" 194 (90,7%) 20 ( 9,3%) 214 63 - 3.4
2 Menntaskólinn á Akureyri 546 (89,5%) 64 (10,5%) 610 97 6,3
3 Samvinnuskólinn 56 (88,9%) 7 (11,1%) 63 10 6,3
4 Kennaraskólinn 116 (87,2%) 17 (12,8%) 133 25 5,3
5 Menntaskólinn viö Tjömina 139 (86,3%) 22 (13,7%) 161 31 5,2
6 Menntaskólinn á Isafiröi 131 (86,2%) 21 (13,8%) 152 20 7,6
7 Menntaskólinn í Reykjavxk 705 (85,5%) 120 (14,5%) 825 149 5,5
8 Menntaskólinn á Laugarvatni 233 (85,3%) 40 (14,7%) 273 38 7,2
9 "ótilteknir" 50 (84,7%) ■ 9 (15,3%) 59 11 5,4
10 Menntaskólinn viö Sund 599 (84,7%) 108 (15,3%) 707 110 6,4
11 Menntaskólinn viö Hamrahlíö 790 (84,1%) 149 (15,9%) 939 166 5,7
12 Verslunarskóli Islands 336 (82,4%) 72 (17,6%) 408 69 5,9
13 Flensborgarskóli 223 (81,7%) 50 (18,3%) 273 43 6,3
14 Menntaskólinn I Kópavogi 224 (80,9%) 53 (19,1%) 277 39 7,1
15 Fjölbrautskóli Suöumesja 80 (79,2%) 21 (20,8%) 101 14 7,2
16 Tækrtiskólinn 34 (69,4%) 15 (30,6%) 49 6 8,2
17 Fjölbnautaskólinn í Breiöholti 109 (60,2%) 72 (39,8%) 181 25 7,2
um ummælum Halidórs er því
sýndarmennska, enda segir hann
sjálfur í sömu grein: „Það væri frá-
leitt að fara með þessar upplýsingar
sem trúnaðarmál. Ég hefði hiklaust
gefið fjölmiðlum þessar upplýsingar
með eðlilegum skýringum hefði þess
verið farið á leit við mig.”
Fleiri atriði
Ástæða er til þess að spyrja: Hvers
vegna notaði doktor Halldór þá ekki
tækifærið til þess þegar Morgun-
blaðiðátti viðtal við hann 15. febrúar
sl.? Er svo sem margir ætla að Hall-
dór hafi i reynd lítinn áhuga á raun-
hæfum skýringum, vilji i raun og
veru að túlkun Morgunblaðsins siist
inn í fólk, en hann geti sjálfur átt
undankomuleiöir ef að honum
verður fastar sótt? Ljótar getsakir
þetta, geta menn sagt. Standist þær
ekki setur doktor Halldór vafalaust
fram greinargóðar leiðréttingar. Til
þess að auðvelda honum það verk
ætla ég að nefna nokkur atriði í
viðbót. Halldór hefur ekki einungis
látið hjá liða að gefa fjölmiðlum upp-
lýsingar með eðlilegum skýringum.
Hann hefur ekki heldur birt leiðrétt-
ingar þótt Morgunblaðið rangfæri i
fyrirsögn ummæli sem höfð eru eftir
honum i greininni sjálfri. Þar
stendur: ,,Það má lesa það jafnvel úr
þessari einföldu könnun í Háskólan-
um, sem aðeins tekur til eins skóla-
árs, að það sé fráleitt að stefna að þvi
að hið nýmótaða skólahald leysi það
gama og rótgróna að fullu af hólmi,
voru lokaorð Halldórs Guðjónssonar
í þessu spjalli.”
I fyrirsðgn Morgunblaðsins verður
þetta svona: „Fráleitt að hið nýmót-
aða skólahald leysi það gamla af
hólmi”, segir kennslustjóri Háskóla
íslands. Hér er komið að mikilvægu
atriði: Einn tilgangur Morgunblaðs-
ins með birtingu taflnanna er greini-
lega árás á áfangakerfið, hið nýja
skólahald. Bæði þau ummæli sem
hér að framan greinir ög önnur
viðlika sýna að ætlunin er að hefja
hina gömlu „rótgrónu” skóla upp á
kostnað hinna nýju. Munurinn er
einmitt sá að hinir nýju hafa áfanga-
kerfi en fiestir hinna gömlu hafa
bekkjarkerfi. Að sjálfsögðu kemur
i Ijós í töflum Halldórs — þótt
gallaðarséu —aðenginn marktækur
munur er á skólunum eftir skóla-
kerfi. Það sýnir m.a. árangur
Menntaskólans við Hamrahlið og
Flensborgarskóla. Og ekki virðast
allir í ,,rótgrónu”skólunum hafa þá
afstöðu aðgamla kerfið sé betra.
Menntaskólinn á Akureyri hefur
nýlega tekið upp áfangakerfi þannig
að í framtíðinni má vænta þess að sá
skóli verði talinn til þeirra sem hafa
hið nýja skólahald. Mörgum mun
þykja borið í bakkafullan læk að
benda á fleiri bresti í fréttaflutningi
Morgunblaðsins af könnun kennslu-
stjórans. En spyrja verður hvers
vegna Morgunblaðið birtir sumar
töfiurnar en ekki allar. Birting allra
gagna hefði a.m.k. verið sanngjarn-
ari gagnvart Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Staðhæfingu þeirri til stuðn-
ings birti ég yfirlitstöflu um hlutfall
milli staðinna prófa og fallprófa eftir
skólum. Af henni má sjá að Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja stendur þar á
sama þrepi og skólar sem Morgun-
blaðið telur miklu betri. Hlutfallstala
staðinna prófa er hjá nemendum frá
Fjölbrautaskóla Suðurnesja 79,2%,
frá Menntaskólanum í Kópavogi
80,9%, frá Flensborgarskóla 81,7%,
frá Verslunarskólanum 82,4% og frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
84,1%. Athygli vekur að nemendur
úr skólunum sem ivið lakari hlutfalls-
tölu ná taka að meðaltali fleiri próf
en hinir. Þannig tekur hver nemendi
frá FS að meðaltali 7,2 próf, frá MK
7,1 próf, frá Flensborg 6,3 próf, frá
VÍ 5,9 próf og frá MH 5,7 próf á
nemanda. Geta má þess að stúdentar
frá erlendum skólum sem skipuðu
þriðja sæti i upphaflegu töflunni frá
dr. Halldóri hröpuðu niður í 12. sæti
í „leiðréttu” töflunni, en þeir hafa
hlutfallslega hæsta tölu staðinna
prófa.
Nú er af minni hálfu lokið umræðu
um einkunnasamanburð Halldórs
Guðjónssonar en á grundvelli þess
sem segir í greinum mínum tveim um
þetta efni mótmæli ég að fræðileg
könnun sýni marktækan mun á
frammistöðu nemenda úr Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja annars vegar og
nemenda úr „gömlu skólunum” hins
vegar á fyrsta árs prófum í Háskóla
íslands skólaárið 1979—1980.
En um skiptinguna í góða skóla og
slæma ætla ég að fjalla í þriðju og
síðustu grein minni um könnun Hall-
dórs Guðjónssonar.
Jón Böðvarsson
skólameistari i Keflavik.
^ „Einn tilgangur Morgunblaðsins með
birtingu taflnanna er greinilega árás á
áfangakerfíð, hið nýja skólahald.”