Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.03.1981, Blaðsíða 15
>4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1981. 15 FÖLLUM EKKI í SÖMU GRYFJU OG NORÐMENN Það gátu ekki allir fagnað sigri i B-keppninni í Frakkiandi i handknattleiknum á dögunum. Einhverjir urðu að skipa neðstu sætin. Hvað sem um frammistöðu islenzka landsliðsins verður sagt, þá hélt það alla vega sínu sæti í B-riðlinum, sem það tryggði sér í keppninni á Spáni 1979, sem jafnframt gaf cfstu þjóðunum tækifæri til að keppa á ólympíuleikunum f Moskvu sl. sumar. Norðmenn urðu neðstir í Frakklandi og það má sjá á myndinni að ofan að f þeim herbúðum var sorg. Þarna sitja þeir Trond Ingebrigtsen og Terja Andersen, fyrirliði liðsins, eftir tapleikinn við Dani. Það tap hafði í för með sér að Norðmenn voru fallnir niður I C-riðil heimsmeistarakeppninnar. Verða því að byrja að fikra sig á ný upp tröppuganginn. Norðmcnn sigruðu í C-keppninni, sem háð var í Færeyjum í fyrra, og boom... beint niður aftur. Norðmenn hafa því ekkert lært af mistökum sínum á handknattleikssviðinu og það er nokkuð. sem við tslendingar mcgum ekki láta henda okkur. Keppni islenzka landsliðsins i Frakklandi var viðvörun. Nú þarf að bregðast rétt við þeirri viðvörun. Hætta öllu væli, öllum uppgjafartón. Takast á við verkefnið — og valda því. -hsim. MÓTMÆLIUSA-MANNA EKKITEKIN TIL GREINA — ísambandi við brunkeppni Ingemar Stenmarks Alþjóðaskíðasambundið (FIS) ákvað i gær á fundi sínum í Bern i Sviss, að taka ekki til greina mótmæli frá Bandarikjamönnum um að Ingemar Stenmark yrði dæmdur úr leik í einu brun- keppninni, sem hann tók þátt í i keppni heims- bikarsins í vetur. Bandarísku mótmælin byggðust á því, að Sten- mark hefði ekki iátið skrá sig nógu tímanlega í brun Hahnenkamm-keppninnar í Kitzbuhel. Sú keppni var í Austurríki 17. janúar. Stenmark fékk þar 15 stig fyrir samanlagt brun og svig. Þessi stig gætu ráðið úrslitum í hinni hörðu keppni Stenmarks og Bandaríkjamannsins Phil Mahre. Sænska skiðasambandið ætlar sér að gera allt, sem það getur til að hjálpa Stenmark til að sigra i keppni heimsbikarins. Ef Phil Mahre gengur vel í tveimur brunmótum og einu stórsvigsmóti í Aspen í Bandaríkjunum 5.-7. marz nk. verða þrír beztu skíðamenn Svíþjóðar, þegar Stenmark er ekki talinn með, þeir Bengt Fjallberg, Stig Strand og Lars-Göran Halvarsson sendir til þátttöku í keppni heimsbikarsins í Furano í Japan 13.-15. marz nk. Þeir gætu þar hugsanlega tekið stig af Bandaríkjamanninum í svigi og stórsvigi. Gangi Mahre hins vegar ekki vel í Aspen verður ekkert af för þremenningannatil Japans. Ingemar Stenmark keppir í Aspen í stórsvigi þó hann geti þar ekki bætt stigatölu sína. í 26 ára sögu Evrópubikarsins í knattspyrnu hefur það ekki skeð áður að um algjöra keppni liða frá Vestur- og Austur-Evrópu væri að ræða. Það er þó reyndin i leikjunum fjórum í átta iiða úrslitum i kvöld. Keppni austurs og vesturs. Liðin fjögur frá Austur- Evrópu, sem leika i kvöid, hafa aldrei sigrað i keppninni. Vestur-Evrópu-liðin eru hins vegar með 13 sigra samtals i Evrópubikarnum. Bayern MUnchen, Vestur-Þýzka- Forest ífjórðasæti — Larry Lloyd tilWigan Einn leikur var í 1. deildinni ensku i gærkvöld. Nottingham Forest sigraði Middlesbrough 1—0 á heimavelli. Sigurmark Forest skoraði miðvörðurinn Kenny Burns. Við sigurinn komst liðið upp í fjórða sæti í 1. deild, aðeins stigi á eftir Liverpool. Hefur 39 stig. Þá voru tveir leikir í 4. deild. Port Vale og Scunthorpe gerðu jafntefli 2— 2. Einnig Tranmere og Lincoln 0—0. Larry Lloyd, miðvörðurinn kunni hjá Nottingham Forest, gerðist í dag leikmaður-framkvæmdastjóri hjá Wigan í 4. deild. Hcfur gert samning við félagið til fjögurra ára. Bobby Charlton er stjórnarmaður hjá Wigan. Lloyd hafði meðmæli i starfið frá fyrrum stjórum sinum i Liverpool, Bill Shankley og Bob Paisley. landi, leikur við Banik Ostrava, Tékkó- slóvakiu. Real Madrid, Spáni, fer til Sovétríkjanna og leikur við Spartak Moskvu. Liverpool, Englandi, verður gestgjafi CSKA Sofia, Búlgaríu, og Internationale Milano, Ítalíu, fer í ferðinni stuttu til Rauðu stjörnunnar í Belgrad, Júgóslavíu. Ensk lið, Liverpool og Nottingham Forest, hafa sigrað fjögur síðustu árin í þessari merkustu knattspyrnukeppni félagsliða Evrópu. Búlgarska herliðið frá Sofiu gæti orðið Englandsmeist- urum Liverpool, sigurvegara í Evrópubikarnum 1977 og 1978, hættu- legt og það meira að segja á Anfield. í fyrstu umferð keppninnar sl. haust gerðu búlgörsku hermennirnir sér lítið fyrir og sigruðu Nottingham Forest i báðum leikjum liðanna. 1-0 á heima- velli, einnig 1-0 á City Ground í Nottingham. Liverpool hefur gengið mjög illa að undanförnu. Vann þó á laugardag eftir sex leiki i röð án sigurs. í fyrsta skipti í fjóra mánuði, sem Liverpool hafði öllum sinum beztu og þekktustu leikmönnum á að skipa. Liðið var þannig gegn Southampton. Ray Clemence, Phil Neal, Alan Kennedy, Phil Thompson, Alan Hansen, Ray Kennedy, Sammy Lee, Terry McDermott, Kenny Dalglish, David Johnson og Graeme Souness. Miðherjinn Johnson meiddist í leiknum og kom varnarmaðurinn Colin Irwine í hans stað. Likur þó á að Johnson geti leikið í kvöld. Real Madrid líka í erf iðleikum Real Madrid, sem náð hefur beztum árangri allra liða í Evrópubikarnum með sex sigra frá veldisdögum De Stefano, Puskas, Gento og þeirra kappa, hefur átt í erFtðleikum í 1. deild- inni á Spáni i vetur. Hefur litla sem enga möguleika á að verja Spánartitil sinn. Þjálfari liðsins í stórhættu. Fyrir hálfum mánuði var honum tilkynnt að sigraði Real ekki yrði það síðasti leikur hans með liðið. Real sigraði og þjálfar- inn er því enn í stöðu sinni. Spartak Moskvu, liðið, sem Yuri Sedov, þjálf- ari Vikings nú, lék lengi með er fræg- asta knattskpyrnulið Sovétríkjanna, það er innan Sovétríkjanna, þó Dynamo Moskva sé þekktara lið utan þeirra. Það stafar aðallega af því að Dynamo-liðið varð fyrst sovézkra liða til að keppa í Vestur-Evrópu. Það háir Spartak auðvitað eitthvað gegn Real Madrid að keppni liggur niðri yfir vetrarmánuðina i Sovétríkjunum. Leik- menn liðsins því ekki i mikilli keppnis- þjálfun. Leikurinn verður í Tblisi. Inter Milano, sigraði í Evrópu- bikarnum 1964 og 1965. Leikirnir við Rauðu stjörnuna verða tvísýnir. Inter er með þekkta sóknarmenn eins og Sandro Altobelli og samvinna hans og Austurríkismannsins þekkta Herbert Allan Ball. Pearson með West Ham á ný Stuart Pearson var í gær valinn i hóp þeirra 14 leikmanna West Ham, sem leika eða verða á bekknum í Evrópuleiknum við Dynamo Tbiisi í kvöld. Þessi snjalli leikmaður hefur ekkert getað leikið með West Ham á þessu leiktímabili vegna meiðsla. Hann átti allan heiður af einu marki leiksins í úrslitum bikarkeppninnar ensku í fyrravor, þegar West Ham vann Arsenal 1—0. Pearson lé lengi með Man. Utd. og var þá um tíma fastamaður sem miðherji enska landsliðsins. Hins vegar hrjáðu meiðsli hann ekki siður þá en nú og hann missti stöðu sína i enska lands- liðinu þeirra vegna. Einnig hjá Man. Utd., sem seldi hann til West Ham, þegar Joe Jordan var keyptur til United. Allan Ball gafst upp Allan Ball gafst upp sem fram- kvæmdastjóri Blackpool í 3. deild í gær. Sagði af sér eftir að hafa rikt þar i eitt ár og þrjá daga. Blackpool er í næstneðsta sæti i 3. deild og allar likur á að þetta fræga félag falli niður i 4. deild. Allan Ball hóf knattspyrnuferil sinn með Blackpool, en lék síðan með Everton, þá Arsenal og loks Southampton áður en hann hélt til Blackpool á ný. Lék þar með liðinu auk þess sem hann var stjóri. Bali varð heimsmeistari 1966 og í gær var sagt í fréttum að hann mundi leggja skóna á hilluna. Ef svo verður hafa allir heims- meistarar Englands frá 1966 hætt keppni. Allan Ball kom hingað til lands sem leikmaður oftar en einu sinni — síðast með stjörnuliði Bobby Charlton, lands- liðsfélaga síns um langt árabil. Við stjórninni hjá Blackpool tók Alan Brown, skozki landsliðsmaðurinn kunni hér á árum áður. Hann lék með Blackpool með köppunum frægu Stanley Matthews og Stanley Mortrensen á veldisdögum liðsins fyrir 25—30 árum. Hann þekkir starfið. Var rekinn úr stjórastöðunni hjá Blackpool fyrir þremur árum. -hsim. Prohanska er annáluð. Sá austurríski skorar einnig mikið af mörkum fyrir Inter. í marki liðsins er Ivano Bordon, sem lék i landsliði ítaliu í keppninni í Uruguay um áramótin. Bayern MUnchen ætti að hafa góða möguleika gegn Ostrava, Tékkósló- vakíu. Það lið virkaði ekki sterkt, þegar það lék hér á landi. Karl-Heinz Rummenigge, knattspyrnumaður Evrópu í fyrra, er aðalmaður Bayern- liðsins og að baki honum er Paul Breitner, sem nú leikur með frábærum árangri sem framvörður. Var bak- vörður og ein af hetjum Vestur-Þýzka- lands í heimsmeistarakeppninni 1974. í kvöld verður einnig leikið i Evrópu- keppni bikarhafa og UEFA-keppninni. Pétur Pétursson leikur með Feyenoord í keppni bikarhafa. Hollenzka liðið fær erfiðan mótherja, Slavia, bikarmeist- ara Búlgaríu, lið frá höfuðborginni Sofia. Fyrri leikur liðanna er í Sofia. Bikarmeistarar Austur-Þýzkalands, Karl Zeizz Jena, fá ef að líkum lætur léttan mótherja.Newport County, sem er i 16-sæti í 3. deildinni ensku. New- port er í Wales og þetta 3. deiidarlið er bikarmeistari Wales. Fyrri leikur lið- anna er í Jena í kvöld. Newport keypti nýiega Alan Waddle frá Swansea (áðut Liverpool) fyrir 80 þúsund sterlings- pund. Hann er þó ekki hlutgengur hjá Newport í kvöld. Ásgeir Sigurvinsson lelltur ekki meö félagi sinu — er I leikbanni. Etienne, sem vann stórsigur á Ham- burger SV, í síðustu umferð og Ipswich Town. Franska liðið er í öðru sæti í 1. deildinni frönsku. Stigi á eftir Nantes, sem hefur 44 stig. Ipswich Town er í efsta sæti á Englandi og hefur leikið hreint frábærlega síðustu vikurnar. Coghlan langfyrstur í New York: Bandarískt met í hástökki - Oldfield var í sérf lokki í UEFA-keppninni leikur Standard Liege við Köln, Vestur-Þýzkalandi, í kvöld. Fyrri leikur liðanna verður í Köln. Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki með Standard. Var settur í eins leiks bann af aganefnd UEFA á fundi 20. febrúar eins og þá var skýrt frá hér á íþróttasiðunni. Lokeren, liðið, sem Arnór Guðjohnsen leikur með í Belgíu, fær erfiðan keppinaut, AZ ’67 frá Alkmaar í Hollandi. AZ ’67 hefur ekki tapað leik í úrvalsdeildinni hoilenzku á leiktímabiiinu. Aðalleikurinn i UEFA-keppninni í kvöld verður í Frakklandi. Þar leika St. Ensku bikarmeistararnir, West Ham, fá Dynamo Tblisi i heimsókn í Evrópukeppni bikarhafa. Það verður áreiðanlega skemmtilegur leikur. West Ham snjallt lið, eitt hið bezta á Eng- landi, þó það leiki í 2. deild. Sovézka liðið hefur einnig góðu liði á að skipa. Hefur meðal annars slegið Liverpool út í Evrópukeppni. Þýzku bikarmeistar- arnir Fortuna DUsselforf leika á heima- velli gegn einu frægasta liðinu í Evrópubikarnum, Benftca, sem er í efsta sæti í 1. deild, virðist hafa mun meiri möguleika til að komast í undan- úrslitin. -hsim. Terry McDermott og Ray Kennedy með Evrópubikarinn eftir sigur Liverpool. Þeir verða báöir í eldlinunni i kvöld á Anfield. þegar ensku mcistararnir leika við CSKA — hermannaliðið frá Sofíu i Búlgariu. Það sló núverandi handhafa Evrópubikars- ins, Nottingham Forest, út í fyrstu umferð sl. haust. náðst hefur á vegalengdinni á banda- ríska meistaramótinu. í öðru sæti varð Dick Burkle, Bandaríkjunum, á 12:58.00 mín. Gamli kappinn, Brian OldficM.var í algjörum sérflokki í kúluvarpinu. Varpaði 21,13 metra. Fáir standast honum snúning þó hann sé kominn talsvert á fertugsaldurinn. Hann náði sem atvinnumaður 1975 langbezta árangri, sem nokkru sinni hefur náðst í kúluvarpi, 22.86 metrum. Annar í kúluvarpinu á mótinu i New York varð Jesse Stuart með 19.77 m. Slakur árangur á bandarískan mæli- kvarða í kúluvarpinu, árangur, sem þó hefði gefið annað sæti í greininni á Evrópumótinu í Grenoble í Frakklandi ádögunum. í míluhlaupinu varð Steve Scott bandarískur meistari á 3:57.3 mín. Þar var hlaupið til sigurs. Ekki hugsað um tíma. írinn Ray Flynn varð annar á 3:57.4 mín. og Wilson Waigwa, Kenya, á 3:58.3 mín. Ágætur árangur náðist í hástökki. Þar setti Jeff Woodward nýtt bandá- rískt met. Stökk 2.33 metra en tókst ekki að setja nýtt heimsmet. Annar varð Nat Page, stökk 2.27 metra og gamli methafinn, Dwight Stones, varð þriðji með 2.24 metra. Franski Evrópu- meistarinn og heimsmethafinn í stangarstökkinu, Thierry Vigeron, sigraði. Stökk 5.59 m eða 12 senti- metrum lægra en á mótinu í Grenoble. Annar varð landi hans Phillippe Houvion. Stökk 5.50 m en Bandaríkja- maðurinn Dan Ripli varð þriðji með .5.40 m. Larry Myricks sigraði í lang- stökki. Stökk 8.13 m en Carl Lewis varð annar með 8.08 metra. Þá má geta þess að Casanas, Kúpu, sigraði í 60 jarda grindahlaupi á 7.14sek. en kapp- inn kunni Rod Milburn, USA, varð annará7.18sek. Eamon Coghlan, trlandi, eftir sigurinn í 3ja milna hlaupinu í New York á laugardag, þar sem hann setti bandariskt met á vegalengdinni. írski stórhlauparinn Eamon Coghlan hefur verið allra hlaupara mest í sviðs- Ijósinu á innanhússmótum i vetur. Heimsmet hans I miluhlaupinu, sett á dögunum, hreint frábært, 3:50,6 mín.; Coghlan æfir og keppir með New York Atletic Club, frjálsíþróttafélagi New York-borgar. Keppti fyrir það félag á bandariska meistaramótinu um siðustu helgi. Ekki keppti hann þó í míluhlaupi þar, heldur í 3ja milna hlaupi. Sigraði auðveldlega og náði frábærum tima, 12:58.8 min. sem er bezti tími, sem LAUSNARGJALDIÐ 4 MILU. D0LLARA —fyrir miðherja Barcelona, Quini Ræningjar miðherja Barcelona, Quini, höfðu i gær samband við for- ustumenn Barcelona og fjölskyldu leik- mannsins og kröfðust fjögurra milljón dollara lausnargjalds fyrir leikmann- inn. Þeir sögðust tilheyra spánsk- ítalska flokknum i Kataloniu. Quini, sem er markhæstur i 1. deild- inni á Spáni, lék með liði sínu á sunnu- dag. Skoraði tvívegis í 6-0 sigri á Hercules frá Alecante. Eftir leikinn hélt hann heimleiðis í bíl sínum. Tveir ungir piltar voru með honum i bilnum. Þegar íþróttir Dauðinn íhringnum Bruce Fitzgerald, 24 ára áhugahnefa- leikamaður, lézt i Easton i Pennsyl- vania á mánudag, tólf klukkustundum eftir keppni þar i borg. Dómarinn, Michael Mittmann, stöðvaði leikinn í léttþungavigt i lok 2. lotu en Fitzgerald hafði þá verið sleginn fjórum sinnum niður af mótherja sinum, J.C. John- son. Fitzgerald hélt óstuddur til bún- ingsherbergis sins. Þar leið yfir hann 15 min. siðar og hann komst ekki aftur til meðvitundar. Þetta var annar leikur hans í keppninni. Hafði verið sleginn einu sinni niður i fyrri leiknum, sem hann sigraði i á stigum. Quini kom ekki heim á tilsettum tima fór eiginkona hans að ókyrrast. Hafði samband við forráðamann Barcelona og þeir leituðu til lögreglunnar. Skömmu siðar fannst bíll Quini yfirgef- inn skammt frá heimili hans. Gífurleg leit hefur verið gerð að leik- manninum síðan og það var fyrst í gær, sem ræningjarnir settu sig í sam- band við lögregluna. Heimtuðu gífur- legt lausnargjald en talið er öruggt, að Barcelona, sem er gífurlega ríkt íþróttafélag, verði við tilmælum ræn- ingjanna. Greiði lausnargjaldið til að fá miðherjann skotvissa aftur í sínar raðir. Segja má að upplausnarástand ríki i Barcelona vegna þessa máls. Liðið er í öðru sæti i 1. deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir Atletico Madrid og hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum að undanförnu. Quini hefur ekki hvað minnst átt þátt í velgengni liðsins. Að lokum má geta þess, að Brend SchUster skoraði einnig tvö mörk sl. sunnudag, Allan Simonsen og Zuviria eitt hvor. Lézt í Vasagöngunni Danskur skíðamaður, sem tók þátt i Vasagöngunni i Sviþjóð á sunnudag, fékk hjartaáfall skömmu eftir að gang- an hófst. Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir til að bjarga lífi hans tókst það ekki og maðurinn var látinn, þegar komið var með hann i sjúkrahús rúmum hálftima siðar. Leikið í Evrópubikarnum í knattspyrnu í kvöld: Einvígi austurs og vest- urs á öllum vígstöðvum! — Einnig verður leikið í Evrópukeppni bikarhafa íknattspyrnu og UEFA-keppninni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.