Dagblaðið - 26.03.1981, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
Opið bréf til þingmanna Vesturlands:
Þið hafið staðið ykkur sér-
lega vel, eða hitt þó heldur
— hvað varðar húsnæðismál Fjölbrautaskólans á Akranesi
Artalsljórn Ncmendalela(;s Ijöl-
braulaskólans á Akranesi skril'ar
A úlifundi, er haldinn vai að
aflokinni kröfugöngu, þann 16. marz
á Akratorgi, Akranesi, var samþykkt
eftirfarandi ályktun:
„Útifundur nemendafélags Fjöl-
brautaskólans á Akranesi, haldinn á
Akranesi, mánudaginn 16. marz kl.
13.30 að aflokinni kröfugöngu,
krefst þess að þingmenn kjör-
dæmisins sjái til þess að Fjöl-
brautaskólinn á Akranesi verði ekki
settur hjá við fjárveitingar í framtið-
inni.
Einnig vítir fundurinn stælega
frammistöðu þingmanna, og áhuga-
leysi, i þessu mikla hagsmunamáli
kjördæmisins.”
Það er ekki að ástæðulausu að
þessi tillaga er fram komin og sam-
þykkt. Áhugi ykkar á Fjölbrauta-
skólanum á Akranesi hefur verið svo
lilill undanfarin ár, að furðu sætir.
Fjölbrautaskólanum á Akranesi
hefur verið mismunað mjög i fjár-
veitingum undanfarin ár, miðað við
aðra framhaldsskóla. Setja þar síð-
ustu fjárlög ríkisins punktinn yfir i-ið
á glæsilegum baráttuferli ykkar,
þingmcnn Vcsturlands, l'yrir mál-
cfnum hans.
L.itum nú aðeins á gjaldfærðan
stofnkostað ýmissa skóla, satnkvæml
siðustu fjárlögum:
Menntaskólinn
á Egilsstöðum...... 2.730.000.-kr.
Menntaskólinn
á ísaflrði......... 4.300.000.- kr.
Fjölbrautaskólinn
áSauðárkróki....... 1.790.000.-kr.
Fjölbrautaskólinn
áAkranesi.......... 0.450.000.-kr.
Þessar lölur segja í sjálfu sér ekki
mikið. Til hliðsjónar birtist hér þvi
tafla yfir fjölda nemenda í þessum
skólum, samkvæmt skýrslu Háskóla-
og alþjóðadeildar Menntamálaráðu-
neytisins:
Menntaskólinn
á Egilsstöðum...... 154ncmendur.
Menntaskólinn
á ísafirði......... 105 nemendur.
Fjölbrautaskólinn
áSauðárkróki....... 144nemendur.
Fjölbrautaskólinn
áAkranesi.......... 488 ncmendur.
Eins og á þessu sést, hal'ið þið
þingmenn Vesturlands staðið ykkur
sérlega vel, eða hitt þó heldur. Ef
saman er lagður nemendafjöldi
Menntaskólans á Egilsstöðum,
Menntaskólans á ísafirði og Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki, þá eru
þeir 403, eða 85 nemendum færri en
nemendur i Fjölbrautaskólanum á
Akranesi einum. Samt sem áður fá
þessir 3 skólar samanlagt 8.820.000.-
kr., eða 19,6 sinnum meira en Fjöl-
brautskólinn á Akranesi. Jalnframt
bendum við á, að framlag ríkisins til
stofnbúnaðar Menntaskólans á ísa-
firði, var 3 milljónir i fjárlagafrum-
varpi en er 4,3 milljónir í fjárlögum,
og hefur því hækkað um 1,3 milljónir
i meðförum Alþingis. Hækkun þessi
nemur þrefaldri heildarfjárveitingu
til uppbyggingar við Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi. Ekki það, að þessir
skólar séu ekki vel að þessum pening-
um komnir, heldur þykir okkur hart
að slíkt sé látið bitna á okkar skóla.
Fjölbrautaskólinn á Akranesi
hefur frá upphafi setið á hakanum,
hvað varðar fjárveitingar til nýbygg-
inga.
Þó að hér við Fjölbrautaskólann á
Akranesi stundi u.þ.b. 100 aðkomu-
nemendur nám, þá er hér aðeins
heimavistaraðstaða fyrir 19 manns,
þá vel þjappað eins og sardinur í dós.
Áður var það embættisbústaður
sóknarprestsins.Ekki þótti það þó lil-
hlýðilegur bústaður lengur, svo að
bærinn samþykkti að byggja nýjan
embættisbústað, gegn því að fá
gamla bústaðinn undir heimavist.
Ástandið -t húsnæðismálum utan-
bæjarnemenda er þvi algerlega óvið-
unandi, sérstaklega þar sem þessi
skóli mun líklega i framtiðinni verða
Fjölbrautaskóli Vesturlands.
Siðastliðið haust sóttu 84 nemend-
Fjölbrautaskólinn á Akranesi.
ur utan Akraness um skólavist við
Fjölbrautaskólann á Akranesi. Af
þeim komust aðeins 51 i skólann, 15
fóru i framhaldsdeild að Laugum en
18 drógu umsóknir sínar til baka, þar
sem þeir höfðu ekki fengið loforð
fyrir húsnæði, þegar komið var fram
í ágúst. Útvegun húsnæðis fyrir þá er
hingað komu, stóð fram í september,
og var siðustu nemendunum komið
fyrir i óíbúðarhæfu húsnæði. Slíkter
ekki gott til afspurnar, þegar 500
manna skóli er að byggja upp orðstir
sinn.
Þó Fjölbrautaskólinn á Akranesi
bjóði upp á mest verknám allra fjöl-
brautaskóla landsins, að Fjölbrauta-
skólanum í Breiðholti undanskildum,
þá finnast hér engin verknámshús,
heldur er kennt i ófullnægjandi
húsnæði út um allan bæ. Er hel. . . .
hart, að einn stærsti framhaldsskóli
landsins, utan Stór-Reykjavíkur-
svæðisins, skuli búa við slíka
aðstöðu.
Ef hægt er að taka vinnu ykkar að
menntamálum kjördæmisins sem
marktækt dæmi um störf ykkar á
þinginu, þá hljóta menn almennt að
spyrja sig, hvort þið séuð á réttri hillu
í tífinu Þó er einlæg von okkar
nemenda, að þið þingmenn Vestur-
lands athugið vel ykkar gang og
gerið eitthvað raunhæft til úrbóta,
þótt þið getið ekki ávarpað nemendur
i Fjölbrautaskólanum sem ykkar
,,Kæru atkvæði”.
AFRAM MEÐ HUSIÐ
Á SLÉTTUNNI
— þættir sem mikið er lagt í hl jóta alltaf að verða
svolítið dýrari
8354—0494 hringdi:
Ég skora á sjónvarpið að kaupa
fleiri þætti um Húsið á sléttunni.
Þessir þættir eru með því bezta, sem
sjónvarpið hefur verið með.
Einnig vil ég endilega að þeir verði
sýndir eftir kaffi á sunnudögum það
erviss stemmning yfir því.
Mér finnist alveg sjálfsagt að sjón-
varpið fái að hækka afnotagjöldin,
svo að hægt verði að kaupa góða
myndaflokka eins og Húsið á slétt-
unm.
En það er því miður staðreynd að
þættir sem mikið er lagt í eins og
Húsið á sléttunni hljóta að verða eitt-
hvað dýrari.
Útvarpið og Landsíminn:
Almúginn er látinn
borga afnotagjöldin
— hvers vegna ekki að af nema ríkisreksturinn og f æra
hann einkaaðilum?
Hér blómstrar ástin á sléttunni.
Guðjón Bogason (2907—6782)
skrifar:
Mig langar til að koma að athuga-
semdum vegna krafna Ríkisútvarps-
ins um 40% hækkun á afnota-
gjöldum.
GOD ÞJ0NUSTA ÞÖKKUÐ
— nýir sólbekkir komu fljótlega, mér algerlega að kostnaðarlausu
Helga Lára skrifar:
Oft eru fyrirtæki skömmuð fyrir
lélega þjónustu en þegar vel er gert þá
vill oft gleymast að geta þess. Fyrir
um tveimur árum keypti ég sólbekki
frá Marmorex í Hafnarfirði. Fljót-
lega eftir að þeir voru settir upp tóku
þeir að svigna en af ýmsum ástæðum
gerði ég ekkert í málinu í eitt og hálft
ár en þá hafði ég samband við skrif-
stofu neytendasamtakanna og leitaði
ráða.
Þeir voru fúsir til þess að aðstoða
mig á allan hátt en bentu mér þó á að
eðlilegra væri að ég hefði fyrst
samband við Marmorex og kannaði
viðbrögð þeirra.
Fljótlega eftir að ég hafði samband
við fyrirtækið kom maður að nafni
Svavar heim til min að líta á sólbekk-
ina, hann lýsti sig óánægðan með
ásigkomulag þeirra en benti þó á að
uppsetningu væri ábótavant. Þrátt
fyrir það lýsti hann sig strax reiðubú-
inn að bæta þetta með þvi að afhenda
nýja sólbekki. 1 stuttu máli má segja
að nýir sólbekkir komu fljótlega og
mér algerlega að kostnaðarlausu.
Framkoma Svavars, afgreiðsla og
þjónusta Marmorex er svo sannar-
lega til fyrirmyndar og mættu önnur
fyrirtæki gjarnan fara að dæmi
Marmorex. Kærar þakkir.
Starfsfólk Rikisútvarpsins og
Landsímans er undanþegið þvi að
greiða afnotagjöld til þeirrar stofn-
unnar sem það vinnur hjá (eftir 3ja
ára starf) , samtals er hér um að
ræða ca 1200 manns. Þarria er því um
að ræða umtalsverða fjárupphæð,
sem leggst á fólkið í landinu.
Einnig vil ég nefna fyrirhugaða
byggingu á nýju húsi undir þessar
stofnanir. Varla batnar fjárhagurinn
við það.
Erlendis eru margar útvarps-
stöðvar í einkarekstri sem bera sig
ágætlega án síhækkandi afnota-
gjalda. Það á að afnema einkarekstur
ríkisins á útvarpi og leyfa einkaaðil-
um að reka útvarpsstöðvar eins og
önnur fyrirtæki.
Það er ekki mikið að útvarpsstjóri
og aðrir forráðamenn útvarps fari
fram á 40% hækkun afnotagjalda,
þeir þurfa nefnilega ekki að borga
þau sjálfir.