Dagblaðið - 26.03.1981, Page 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
G
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Arnfinn Nesset, sjúkraráðsmaður á elli- og hjúkrunarheimilinu i Orkdal i Noregi,
er nú grunaður um að hafa framið fjöldamorð á sjúkrahúsinu. Hann hefur þegar
játað að hafa orðið tveimur sjúklinganna að bana með þvi að gefa þeim skammt af
curacit. Segist hann hafa gert þetta í líknarskyni. Dánartalan við stofnunina þykir
hins vegar óeðlilega há síðan Nesset hóf þar störf og þar sem hann hafði útvegað
sér mjög mikið magn af curacit á ólöglegan hátt þykir líklegt að hann hafi mun
fleiri morð á samvizkunni en þau tvö sem hann hefur játað á sig. Norska lögreglan
vinnur nú ötullega að rannsókn þessa máls. Myndin hér að ofan er af Arnfinn
Nesset.
Milliríkjadeila að rísa vegna
lestarræningjans Ronald Biggs?
Brastíía vill
nú fá Biggs
— og Bretar kref jast f ramsals hans
Brasilia segist nú munu fara fram á
það við yfirvöld á Barbadoseyjum að
þau skili brezka lestarræningjanum
Ronald Biggs sem hefur haldið til í
Brasiliu frá 1970 á flótta undan
brezku lögreglunni. Jafnframt fara
Brasiliumenn fram á að mönnunum
fimm, sem rændu Biggs á veitinga-
húsi í Rio de Janeiro og fluttu hann
til Barbados, verði skilað.
Þessi nýja afstaða Brasilíumanna
getur leitt til milliríkjadeilu vegna
Biggs sem slapp úr fangelsi í London
árið 1965 eftir að hafa setið þar af sér
tvö af þeim þrjátíu árum sem hann
hafði verið dæmdur til vegna þáttar í
mesta lestarráni sem sögur fara af.
Bretar vilja hins vegar að Biggs
verði framseldur til Bretlands þar
sem hann á að sjálfsögðu yfir höfði
sér fangelsisvist.
Utanríkisráðuneyti Brasilíu hefur
að beiðni dómsmálaráðuneytisins
óskað eftir því að Biggs verði skilað
aftur til Brasilíu svo og mönnunum
fimm sem rændu honum. Jafnframt
lét utanríkisráðuneytið þess getið að
það væri á höttunum eftir sjötta
manninum, að nafni Patrick Ander-
son, án þess að skýra það nánar.
Dómari í Bridgetown á Barbados
mun í dag ákveða hvort Biggs skuli
látinn laus eða hvort beri að halda
honum í gæzluvarðhaldi áfram. Lög-
fræðingar Biggs hafa mótmælt því að
honum hafi verið haldið í gæzluvarð-
haldi í meira en sólarhring án þess að
vera gefið nokkuð að sök.
Varsjárbandalagið tilbúið að sigrast á „ óvinum
sósíalismans”:
Áðeins til mat-
væli til tólf
daga í Póllandi
— Allsherjarverkfall vof ir enn yf ir í landinu—Rakowski
aðstoðarf orsætisráðherra segir verkf öllin munu leiða
til öngþveitis og „ bræðrastríðs”
A-Þjóðverjar segja að heræfingar
Varsjárbandaiagsins i Póllandi og
umhverfis landið hafi sýnt að banda-
lagið sé viðbúið þvi að sigrast á
„öllum óvinum sósíalismans”. Á
sama tíma vex spennan stöðugt í Pól-
landi og óttast margir að ef ekki tekst
endaniegt samkomulag milli stjórn-
valda og Einingar (Solidarnosc) i
þeirri samningaiotu sem nú stendur
yfir muni Sovétmenn sjá sig
tilneydda til að láta heri Varsjár-
bandalagsins skerast í leikinn og
brjóta á bak aftur uppreisnaröldu
„óvina sósíalismans” í Póllandi.
Viðræður Einingar og stjórnvalda
stóðu aðeins í eina og hálfa klukku-
stund I gærkvöld og ekki tókst þar
samkomulag um að hætt yrði við
boðað allsherjarverkfall i næstu
viku. Búizt er við að viðræðunum
verði haldið áfram síðar í dag.
Ríkisútvarpið sagði í gær að nú
væri svo komið að matvæli í landinu
væru aöeins til tólf daga og í sjón-
varpinu voru sýndar myndir frá her-
æfingum Varsjárbandalagsins i Pól-
landi og nálægum löndum.
Eining hefur boðað til fjögurra
klukkustunda viðvörunarverkfalls á
morgun og allsherjarverkfalls á
þriðjudag nema stjórnvöld fallist á
að refsa þeim er beri ábyrgð á árás
lögreglunnar á Einingarfélaga í Bydg-
oszcz i síðustu viku.
Lech Walesa: „Við verðum að ná
samkomulagi sem Pólverjar. Jafnvel
þó samkomulag náist ekki fyrr en á
siðustu minútu er ég reiðubúinn að
fara i sjónvarpið og afboða verkföll-
in.”
Lech Walesa, leiðtogi Einingar,'
sagði að loknum fundinum að samn-
inganefnd stjórnarinnar undir for-
ystu aðstoðarforsætisráðherrans,
Mieczyslaw Rakowski, hefði ekki
orðið við kröfum Einingar. Hin opin-
bera fréttastofa PAP hafði það síðan
eftir Walesa, að hann gerði sér vonir
um að komizt yrði hjá verkföllum.
„Það slitnaði ekki upp úr viðræðun-
um við stjómvöld. Þeim var einungis
frestað,” sagði hann.
Walesa sagði einnig: „Ég er þeirrar
skoðunar að við ekki aðeins getum
heldur verðum að ná samkomulagi
sem Pólverjar. Jafnvel þó samkomu-
lagið náðist ekki fyrr en á síðustu
mínútu, er ég reiðubúinn að fara í
sjónvarpið og afboða verkföllin.”
Rakowski aðstoðarforsætisráð-
herra sagði í yfirlýsingu, sem lesin var
upp í sjónvarpinu: „Án samkomu-
Iags mun myndast öngþveiti og
hugsanlega bræðrastríð.”
Jafnframt spurði hann leiðtoga
Einingar: „Eruð þið að reyna að
sýna, að sjálfstæð verkalýðsfélög geti
ekki þrifizt undir sósíalisma þar sem
það leiði tii hruns ríkisins og cndis
friðar í þjóðfélaginu?”
Hann kvaðst harma atburðina í
Bydgoszcz og lofaði því að þeim sem
bæru ábyrgð yrði refsað þegar ölium
sönnunargögnum hefði verið safnað
saman. Miðstjórn pólska Kommún-
istaflokksins hefur verið kölluð
saman til fundar á sunnudag.
Pólsku rikisfjölmiðlarnir fluttu
Pólverjum í gær boð Jóhannesar Páls
páfa annars þar sem hann hvatti
landa sína til að sýna stillingu og vera
ábyrga.
Caspar W. Weinberger og David Jones hershöfðingi,yfirmaður bandariska herráðsins. Ýmsir eru nú þeirrar skoðunar að
harkalegar yfirlýsingar Haigs utanrikisráðherra hafi orðið til þess að ríkisstjórninni hafi þótt ástæða til að setja ofan I
við hann.
HAIG SAGÐUR REIÐ-
UR 0G VONSVIKINN
— Reagan tók upp hanzkann fyrir Haig í gær
Reagan Bandaríkjaforseti sagði að
hlutverk Alexanders Haig sem utan-
rikisráðherra stangaðist ekki á við hina
nýju stöðu George Bush varaforseta
sem yfirmanns sérstaks og nýstofnaðs
öryggisráðs.
Er fréttir bárust af því að Haig hefði
hótað að segja af sér vegna skipunar
Bush í þessa nýju stöðu sendi forsetinn
frá sér yfirlýsingu þar sem sagði, að
utanríkisráðherrann væri sem fyrr
aðalráðgjafi sinn í utanríkismálum.
Reagan skipaði Bush yfirmann
öryggisnefndar sem ætlað væri að sam-
ræma aðgerðir, jafnt utan lands sem
innan, á sérstökum hættutímum,
aðeins fáum klukkustundum eftir að
Haig hafði lýst óánægju sinni með slíka
ráðstöfun.
Haig gerði sitt til að koma í veg fyrir
þessa fyrirætlun forseta og segja ýmsir
embættismenn að þá hafi tækifærið
verið notað til að setja ofan í við utan-
rikisráðherrann sem þótt hefur mjög
yfirlýsingaglaður. Reagan forseti hefur
borið til baka fréttir þess efnis að Haig
hafi hótað að segja af sér.
Embættismenn halda því þó fram að
Haig sé mjög reiður og vonsvikinn yfir
málalyktum og telji sig hafa mátt þola
það að dregið hafi verið úr völdum
sinum sem utanríkisráðherra.