Dagblaðið - 26.03.1981, Page 8
I
DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna telur ástandið mjög alvarlegt í Kína:
Kornuppskeran brást i tveimur stórum héruðum í Kina og af þeim sökum
blasir hungursneyð við milljónum manna ef erlend aðstoð kemur ekki til.
Starfsmenn Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna telja að Kínverjar þurfi 700 milljón dollara aðstoð en óliklegt er talið,
að unnt verði að veita þeim svo mikla aðstoð.
ónir manna og um 1,5 milljón tonn af
sáðkorni.
UNDRO bíður þess nú að heyra
frá Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
inni (Who) um, hvaða lyf sé einkum
þörf fyrir í þessum héruðum.
Heimildir greina, að hjálparbeiðni
Kínverjanna nemi 700 milljónum
dollara en sendinefnd frá UNDRO
sem heimsótti fyrrgreind svæði taldi,
að full þörf væri á svo mikilli aðstoð.
Wang Zi-Chuan, einn af yfirmönn-
um kínverska viðskiptaráðuneytisins
er staddur i Genf og er þar í forystu
nefndar, sem kannar möguleika á að-
stoð frá vestrænum þjóðum.
Þetta er i fyrsta sinn eftir bylting-
una 1949, sem formleg beiðni um að-
stoð kemur frá Kínverjum. Beiðnin
var sett fram eftir að flest iðnriki
Vesturlanda, ásamt stjórn nokkurra
Mið-Ameríkuríkja og Mið-Austur-
landa höfðu lýst áhuga á að verða að
liði í Kína.
Ekki er þó reiknað með að
aðstoðin verði jafnmikil og Kínverjar
telja sig hafa þörf fyrir. (Reuter)
Neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna’
UNDRO hefur beðið um 700 milljón
dollara aðstoð handa Kínverjum
vegna náttúruhamfara í tveimur hér-
uðum Kína, sem hafa orðið þess
valdandi að uppskera þar í landi er
mun minni en oftast áður.
Beiðnin var sett fram eftir óform-
legar viðræður fulltrúa kinversku
stjómarinnar við UNDRO og full-
trúa stjórna ýmissa ríkja, sem iikleg
þóttu til að geta lagt eitthvað af
mörkum.
Kínverjar hafa óskað eftir því að
UNDRO vinni að hjálparstarfinu
ásamt Rauða krossinum í héraðinu
Hebei, sem varð mjög illa úti vegna
þurrka, og Hubei héraði en þar eyði-
lagðist uppskeran af völdum flóða.
UNDRO hefur lagt fram lista yfir
matvæli, klæðnað, korn og tækja-
búnað, sem hinar 40 milljónir manna
á þessum svæðum þarfnast til að
komast yfir mestu erfiðleikana. Þar
var að finna klæðnað fyrir 4,4 millj-
Kínverjar biðja um 700
milljón dollara aðstoð
— Hungursneyð yf irvofandi í tveimur
héruðum landsins vegna þurrka
ogflóða
LOGGÆZLAN VK> ALTA
K0STADI40 MILUÓNIR
— Margir lögregluþjónanna unnu sér inn heil árslaun á átta vikum
Vinnudagurinn hjá lögregluþjónunum i Alta var mjög langur. Sumir unnu allt að 100 vinnustundir á viku.
Þeir sem notið hafa góðs af
þessum peningaaustri eru að sjálf-
sögðu fyrst og fremst lögregluþjón-
arnir. Margir þeirra hafa þénað sem
svarar einum venjulegum árslaunum
á þeim átta vikum, sem þeir hafa
verið í Alta. Ekki hefur verið óal-
gengt að lögregluþjónarnir hafi haft
um 50 þúsund norskar krónur á
mánuði.
Flestir hafa lögregluþjónarnir
unnið um 80 stundir á viku. Fyrir
marga þeirra þýðir það 40 tíma í yfir-
vinnu og enn meira fyrir aðra, allt
eftir því hver vinnuaðstaða beirra er.
Töluverður fjöldi lögregluþjón-
anna vinnur talsvert meira en þetta,
einstaka menn allt að 100 tíma á
viku. Slík vinna gefur að sjálfsögðu
talsvert í aðra hönd.
Lögregluaðgerðirnar við Alta í
Norður-Noregi hafa fram til þessa
kostað norska ríkið 40 milljónir
norskra króna. Þetta upplýsir norska
dómsmálaráðuneytið. Ljóst er, að
menn eru engan veginn á eitt sáttir
um, hvort þessum peningum sé vel
varið.
Búizt er við nýjum mótmælaað-
gerðum við Alta þegar vegalagningu
þar verður haldið áfram. Þá kemur
til kasta lögreglunnar á nýjan leik og
reikningurinn fyrir löggæzluna á
staðnum á því væntanlega eftir að
hækka verulega ennþá.
Erlendar
fréttir
L________J
Samkvæmt upplýsingum dóms-
málaráðuneytisins eru mánaðarlaun
þeirra sem vinna 70 stunda vinnuviku
á bilinu 30 til 35 þúsund krónur og
40—45 þúsund krónur á mánuði er
ekki óalgengt heldur.
,,Við útilokum ekki að einstaka
menn hafi haft 50 þúsund krónur á
mánuði,” segir Levi Fragell, upplýs-
ingamálafulltrúi dómsmálaráðu-
neytisins.
Ráðuneytið hefur þó ekki fullkom-
ið yfirlit yfir hve mikil laun eru
greidd út né heildarkostnaðinn við
aðgerðina.
Lögreglustjórinn Einar Henriksen
treystir sér ekki heldur til að full-
yrða, hvað aðgerðirnar við Alta hafa
kostað.
,,Ég hef ekki heyrt tölurnar en
lögregluþjónarnir hafa örugglega
haft meiri tekjur en lögreglustjórinn.
Ég held, að þeir séu flestir ánægðir
með launin. Þeir hafa unnið mikla
yfirvinnu og haft góðar tekjur,” segir
lögreglustjórinn Henriksen.
Augljóst er, að lögregluþjónarnir i
Alta hafa ekki farið eftir vinnulög-
gjöfinni hvað vinnutíma snertir.
Fyrstu dagana unnu margir þeirra
lengi án þess að sofa nokkuð.
Henriksen neitar því ekki að ýmsir
þeirra hafi unnið meira en vinnu-
málalöggjöfin kveður á um. „Að
öðrum kosti hefðum við þurft á mun
fleiri lögregluþjónum að halda hér,”
segir hann.
Um síðastliðna helgi átti stór hluti
lögregluliðsins að fara frá Alta.
Aðeins tuttugu menn verða eftir, en á
tímabili voru þeir um 600.
/V