Dagblaðið - 26.03.1981, Side 10

Dagblaðið - 26.03.1981, Side 10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. SjáNstœöisfíokknum? Ásgeir Hvertstefnir / efnahagsmáium? Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, flytur ræðu á almennum fundi að Seljabraut 54, fimmtudaginn 26. marz 1981 kl. 20.30. Fundar- stjóri Kristján Guðbjartsson. Fundarritarar Dóra Gissurardóttir og Ásgeir Hannes Eiríks- son. Fundurinn er öllum opinn. Ókeypis Pepsi Cola-veitingar á fundinum. Fólag Sjáffs tæöismanna í Fella- og Hólahverfi íBreiðhofti. Kreditkorthafar velkomnir Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1981 og hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 30. marz 1981. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listunum ber að skila í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Stjómin. Einstakt tækifœri Góður körfubíll til sölu disHsendV- Sja' fet ð atoffl l*ri og verU- eínr. Sýningarbíll á staðnum. ★ Hagstætt verð — aðeins ca 97.416 m/sölu- skatti. ★ Greiðsiuskilmálar. PflLmfl/On & VflL//Ofl Ud. KLAPPARSTÍG16 ® 27745 Vandi Útvegsbank- ans að leysast — „viljum að bankinn verði banki fólksins,” segir Albert Guðmundsson, f ormaður bankaráðsins „Með þessum aðgerðum og sam- starfi við almenning eru vonir til, að málum Útvegsbankans sé bjargað,” sagði Albert Guðmundsson alþingis- maður í viðtali við DJ3-Í gær. Albert hefur nýverið tekið við formennsku í bankaráði Útvegsbankans. DB sneri sér til hans af því tilefni að athuga, hvernig mál bankans stæðu um þessar mundir. Útvegsbankinn hefur um árabil átt í erfiðleikum. Útvegsbankinn hefur alla tíð verið í svelti miðað við þau verkefni, sem honum hafa verið falin,” sagði Albert Guðmundsson. ,,Nú hafa ríkisvaldið og Seðlabankinn sýnt okkur mikinn skilning, til þess að greiða megi úr vandanum.” „Verið er að vinna að ýmsum ráðstöfunum til að rétta hag bankans. Skuld bankans við Seðla- bankann var til komin vegna þess að Útvegsbankinn hefur staðið undir sjávarútvegi, grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, umfram eigið fé. Á mörgum stöðum hefur Útvegsbank- inn staðið undir þessum atvinnuvegi án þess að hafa tekjur á móti á staðnum. Bankanum hefur verið gert Samvinnubankinn: 465 MILUÓN KR. HAGWAÐUR —á síðasta ári. Af koma bankans aldrei hagstæðari að lána sjávarútveginum langt umfram getu. Af þessum ástæðum hefur viðskiptaráðherra ákveðið að stokka upp viðkiptasvæði viðskipta- bankanna, þannig að viðskipti á hinum ýmsu stöðum beinist að þeim stofnunum sem þar eru fyrir. Með þessu ætti lausafjárstaða Útvegs- bankans að batna til mikilla muna.” „Þá hefur ríkisstjórnin lagt fyrir Alþingi tillögu um að styrkja stöðu bankans með 5 milljarða framlagi. Það lán, sem ríkið mundi taka í þessu skyni, yrði endurgreitt Seðlabank- anum á 12 árum. Með því mætti bæta greiðslustöðu Útvegsbankans við Seðlabankann.” „Manninum á götunni sinnt" „Vegna þeirra þungu byrða, sem hafa hvilt á bankanum i sambandi við sjávarútveg hefur bankinn að undanförnu ekki getað sinnt hlut- verki sínu við almenning nægilega og ekki að því marki, sem hann gerði áður. Þegar uppstokkuninni verður lokið er ásetningur stjórnenda bank- ans að sinna manninum á götunni í vaxandi mæli svo og fyrirtækjum að því marki, sem lög um bankann ætlast til, að hann geri. „Staðan á að breytast á næstu vikum. Við viljum, að bankinn verði banki fólksins og almenningur muni auka viðskipti sín við bankann og hjálpa með innlánum til við fjármögnun undirstöðuat- vinnuvegarins. Ég tók við þessu starfi í þeirri von, að fólkið standi með mér. Allt byggist á því,” sagði bankaráðsformaðurinn. „Starf mitt hér ber takmarkaðan árangur nema takist að skapa velvilja almennings til bankans.” „Geta má þess, að í dag hófst fundur útibússtjóra bankans með bankastjórn, þar sem ég mætti á fyrsta sameiginlega fundinum ■ fyrir hönd bankaráðsins, og stendur fundurinn í þrjá daga. Á þessum fundi verður staða bankans og framtíðarstefnumörkun rædd.” Að lokum undirstrikaði Albert Guðmundsson, að bankinn hefði mætt velvilja og skilningi rikis- stjórnar, viðskiptaráðherra, og Seðlabankans. -HH. Afkoma Samvinnubankans á síð- asta ári var hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Tekjuafgangur, að með- töldum hagnaði Stofnlánadeildar samvinnufélaga, nam alls 465 millj- ónum króna, samanborið við 260 milljónir árið áður. Eigið fé bankans nam í árslok 1980 samtals liðlega 2.3 milljörðum. Þetta kom fram á aðalfundi Sam- vinnubankans, sem haldinn var nýlega. Erlendur Einarsson, for- maður bankaráðsins, flutti þar ítar- lega skýrslu um þróun efnahags-, og peningamála og gerði grein fyrir starfsemi bankans árið 1980, sem hann sagði aðhefði einkennzt af mik- illi grósku í öllum viðskiptum. Heild- arveltan hefði aukizt um 66,4%. Kristleifur Jónsson bankastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Heildarinnlán í bankann höfðu aukizt um 11,7 milljarða á árinu, eða 68.5%. Staðan gagnvart Seðlabankanum batnaði um 735 milljónir og nam þvi inneign bankans hjá Seðlabankanum, um- fram endurseld lán tæplega 6,5 millj- örðum í árslok. í bankaráð Samvinnubankans voru endurkjörnir þeir Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri og Vil- hjálmur Jónsson framkvæmdastjóri. Til vara voru kjörnir Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri, Hjalti Pálsson framkvæmdasatjóri og Ingólfur Ólafsson kaupfélags- stjóri. -ÓV. Frá aðalfundi Samvinnubankans: Innlánsaukning á síðasta ári 68.5%. 53,6% hækkun á fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun Eskifjarðarbæjar bygging barnaskólans, sem staðið að tiu lóðum undir einbýlishús. Tvö fyrir 1981 hefur verið lögð fram. hefur yfir i 6—7 ár, og framræsing þeirra eru raunar orðin fokheld, en Niðurstöðutölur eru 700 milljónir lands, skólplagna og rafmagns á það er ekki fyrr en nú áð bæjarsjóður 380 þúsund. Hækkun frá í fyrra er jörðinni Eskifjörður, sem bæjar- hefur efni á lagnavinnu þar. 53,6%. Stærstu liðir á þessu ári er . félagið keypti í fyrra. Þar var úthlut- -Regína, Eskifirði.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.