Dagblaðið - 26.03.1981, Side 12

Dagblaðið - 26.03.1981, Side 12
mmiABW frýálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagbiaflið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjórí: Haukur Holgason. Fróttastjórí: Ómar Valdirnarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Slmonarsorí. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aðstoflarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurösson og Svainn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þrálnn Þorlelfsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsia, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Aödragandi innrásar Hætt er við, að Kremlverjar og dygg- ustu fylgifiskar þeirra i Póllandi muni ekki koma auga á aðra lausn en að sovézki herinn taki völdin í Póllandi til að hindra vaxandi áhrif óháðu verka- lýðsfélaganna. Harðlínumenn meðal kommúnísta kunna einmitt að ætla að egna hina óháðu með aðgerð- um svipuðum þeim og urðu í Bydgoszcz síðastliðið fimmtudagskvöld, þegar til átaka kom milli lögreglu og stuðningsmanna Einingar. Tuttugu og sjö félagar í óháðu samtökunum urðu fyrir barsmíð lögreglunnar. Sá atburður kann að tákna breytt viðhorf. Augljóst er af yfirlýsingum valdsmanna í Kreml, að þeir telja ástandið í Póllandi þess eðlis, að ekki verði við unað. Á því byggjast ummæli um, að óháðu samtökin séu „stjórnarandstaða”. Vissulega eru völd og áhrif Einingar orðin meiri en gerzt hefur í nokkru öðru kommúnistaríki, án þess að valdsmenn kommúnismans gripu í taumana. Einingarmenn geta því miður ekki vænzt þess að taka völdin í Póllandi. Sovétríkin mundu ekki sætta sig við að missa leppríki, sízt ríki, sem liggur milli Sovét- ríkjanna og Austur-Þýzkalands. Walesa, forystumaður frjálsra Pólverja, sagði fyrir nokkrum dögum, að tíu milljónir félagsmanna í Einingu yrðu að búa sig undir erfiða tíma. ,,Þið verðið að skilja, að ástandið er tvísýnt bæði inn á við og út á við,” sagði Walesa. „Þið verðið að skilja, að allsherjarverkfall táknaði endalok baráttu okkar. Hin hliðin ræður yfir her. . . .” Sá er munurinn, að ,,hin hliðin”, valdsmennirnir, ræður yfir her. Pólski herinn kynni að ganga til stuðn- ings við andstöðumenn kommúnistastjórnarinnar, en það er sovézki herinn, sem Pólverjar þurfa fyrst og síðast að óttast. Walesa hefur gert sér nægilega grein fyrir afstöðu valdhafa til að vita ofurvel, að koma hlýtur að þeirri markalínu, að Kremlverjar telji, að ekki megi lengra ganga. Valdhafar í Kreml fylgja nákvæmlega sömu stefnu gagnvart leppríkjunum og þeir gerðu, þegar innrásin var gerð í Ungverjaland 1956, og í Tékkóslóvakíu 1968, þegar þeim þóttu þau ríki vera að sleppa úr greipum heimskommúnismans. Sovétmenn hika við að ráðast gegn Einingu, vegna almenningsálitsins í heiminum. Enn hafa þeir kosið að bíða, ef einhver leið fyndist til að treysta völd Sovét- leppa án þess að til innrásar kæmi. Enginn vafi er þó á, að Sovétmenn eru með litlum fyrirvara reiðubúnir til innrásar. Telji þeir ekki annað fæft til að stöðva framgang óháðfa félaga, munu þeir beita innrás. Líklegt er, að niðurstaðan verði innrás. Komi til innrásar, munu Sovétmenn fyrst leggja áherzlu á að skapa eftir föngum það ástand í Póllandi, að þeir geti síðar með „friðarsókn” þyrlað ryki í augu einhverra. Því væri eðlilegt, að þeirra dómi, að meiri harka færðist í málin innan Póllands, svo sem með götuóeirðum. Síðan mundi Bresnjev skrifa íslenzka forsætisráð- herranum og öðrum valdamönnum í heiminum ný bréf og segjast hafa bjargað Póllandi úr greipum fasista! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981. 12. mars. Ekki náði ég því hver var spyrill en hvað sem maðurinn hét þá spurði hann ekki eins og vænta hefði mátt hjá samviskusömum frétta- manni sem leita vildi eftir staðreynd- um og upplýsa almenning um allar hliðar mála í viðkvæmu deilumáli, eins og gera verður kröfu til um fréttamenn ríkisfjölmiðlanna. Þess f stað mátti heyra spurningar eins og: Er Blanda ekki örugglega besti virkjunarkostur okkar í dag? og er Kjallarinn ,,Á sama tíma er varla sagt aukatekið orð um, að yfirleitt sé hægt að virkja í Fljótsdal. ...” IHLUTDRÆGNII Frá suðurför stuðningsmanna Blöndu. Fimmtudagskvöldið 12. mars sl. flutti ríkisútvarpið viðlal við orku- málastjóra Jakob Björnsson. Segja má að þetta hafi verið hápunkturinn á sérkennilegum leik rikisfjöimiðl- anna í umfjöllun um virkjunarmál. Áður en ég vík að viðtalinu við Jakob vil ég gera að umtalsefni ýmis- legt sem á undan hefur farið. Ekki er óeðlilegt að ítariega sé fjallað um stefnumótun eða stefnuleysi f orku- málum og næstu stórframkvæmdir í virkjunarmálum, svo mjög sem þau mál brenna á öllum almenningi í dag. Það vekur því undrun svo^ekki verði meira sagt, að svo er að sjá sem frétta menn beggja ríkisfjölmiðlanna hafi útilokað einn möguleikann sem um er rætt sem næsta virkjunarkost þ.e. Fljótsdalsvirkjun. Á sama tíma og varla er sagt aukatekið orð um að yfirleitt sé hægt að virkja í Fljótsdal, hefur átt sér stað ítarleg umfjöllun um virkjun í Blöndu og virkjun við Sultartanga. Óhætt er að segja að einstakir fréttamenn hafi tekið beina afstöðu í málinu og hafi hafið ódul- búna áróðursherferð fyrir Blöndu- virkjun. Þeim ber hinsvegar skylda til að láta persónulegan áhuga á málinu vikja fyrir þeirri skyldu að gera eins samviskusamlega og þeim er urint samanburð á ólíkum óg mismunandi virkjunarkostum, en láta síðan almenningi eftir að móta sér skoðanir. Þingfréttaritari sjónvarpsins sló öll met er hann birti útdrátt úr umræð- um utan dagskrár á alþingi í tilefni af suðurgöngu Blöndumanna. í þessum þætti voru birtar ræður allra þing- manna Norðurlandskjördæmis vestra og einni betur, þar sem bæði tóku til máls varaþingmaður og sá sem hann sat á þingi fyrir. Þetta var gott og blessað, hitt er óskiljanlegt og getur ekki flokkast undir annað en grófa hlutdrægni sem ekki er hægt að líða fréttamanni rikisfjölmiðils, að klippt var á umræðurnar þegar kom að ræðu Sveins Jónssonar þingmanns Austfirðinga, þótt hann kæmi með mjög sterk rök gegn þeirri fullyrð- ingu að Blönduvirkjun væri sá virkjunarkostur sem hefði af hag- kvæmnisástæðum yfirburði yfir aðra. Vinnubrögð á borð við þessi eru vítaverð og Ingvi Hrafn hefur a.m.k. í mínum augum beðið. verulegan hnekki sem vandaður fréttamaður. Kem ég þá að Vettvangsþætti þann kvæmu pólitísku deilumáli, en við hann var rætt sem yfirmann Orku- stofnunar, stofnunar sem á hlutlaus- an hátt á að gefa stjómmálamönn- um bestu fáanlegar upplýsingar en ekki að taka hápólitískar ákvarðanir eða gefa út órökstuddar yfirlýsingar um viðkvæm deilumál á borð við okkar virkjunarmál. Það sem Jakob byggði sínar fullyrðingar á er a.m.k. ársgömul skýrsla frá Orkustofnun. Hefði orkumálastjóri viljað vera heiðarlegur í sinni umsögn þá hefði hann upplýst almenning um hver munur væri á orkuverði frá þeim þremur virkjunarkostum sem mest er rætt um þ.e. virkjun í Fljótsdal, virkjun Blöndu og virkjun við Sultar- tanga eins og hann kentur fram hjá Orkustofnun fyrir ári síðan. Rétt hefði verið að taka mismunandi for- sendur inn í dæmið t.d. orkuverð frá Blöndu þegar kostnaður hefur hækkað um ca þrjú skuttogaraverð, eða þegar reiknað hefur verið með hliðstæðum óhöppum við Sultar- tanga og orðið hafa við Sigöldu. Svona má halda áfram að spyrja, en ég reikna ekki með svörum, það tiðkast yfirleitt ekki hjá opinberum embættismönnum. Þá kröfu geri ég hinsvegar til opin- berra starfsmanna ekki síst forstöðu- manna rikisstofnana, að ætli þeir að blanda sér í dægurmálin með póli- tískum yfirlýsingum þá geri þeir það sem einstaklingar en beri ekki fyrir sig þær stofnanir sem þeir veita for- stöðu. Eins verður að krefjast þess af fréttamönnum ríkisfjölmiðlanna að í fréttaþáttum haldi þeir sig við staðreyndir og hafi í heiðri það sjónarmið að öllum aðilum beri að gera jafnhátt undir höfði. Ætli þeir að koma að sínum privatskoðunum verða þeir að gera það á annan hátt en í gegnum fréttir. Hrafnkell A. Jónsson verkamaður Eskifirði. Hrafnkell A. Jónsson ekki einsýnt að drífa sig i að virkja þenpan hagkvæma kost strax? Ekki stóð á Jakobi Björnssyni að játa Blöndu hollustu sína, þótt hann viti áreiðanlega allra manna best að ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða á þeim rannsóknum sem áttu sér stað á sl. sumri og því ekki tímabært af Orkustofnun að gefa út yfirlýsingar á borð við þær sem Jakob gaf í þessu viðtali. Hitt er að sjálfsögðu einka- mál Jakobs Björnssonar vilji hann sem einstaklingur taka afstöðu í við-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.