Dagblaðið - 26.03.1981, Side 15
14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981.
19
c
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
2
Frank Arnesen
til Valencia
Spánska stórfélagið Valencia keypti í gær danska
miðherjann Frank Arnesen frá Ajax Amsterdam
fyrir 450 þúsund dollara. Arnesen er 24ra ára og
mörg ensk lið hafa verið á eftir honum. Daninn
valdi hins vegar Spán og kemur i stað Mario
Kempes. Arneson lék með Fremad Amager áður en
hann fór til Ajax.
• hsim.
Borg sigraði
Læknarnir í New Vork virðast hafa unnið gott
verk á meiðslum Björns Borg i baki þvi Svíinn tók
þátt i opna italska meistaramótinu, sem hófst í
Milano f gær. Sigraði þar óþekktan, bandarískan'
tennisleikara 6—1 og 6—3. John McEnroe, USA,
sigraði einnig i leik sfnum í gær en á óvart kom, að
þekktasti tennisleikari ítaliu, Panatta, tapaði sínum
lefk.
Dómstóll ÍSÍ
vísaði málinu f rá
— og Grindvíkingar halda
stigunum
íþróttadómstóll ÍSÍ, æðsti dómstóll iþróttahreyfing-
arinnar, kom saman í gær í fyrsta skipti i fimm ár
vegna kærumáls Grindavikur og Þórs, Akureyri, í 1.
deild körfuknattleiksins. Málinu var visað frá —
dómstóllinn gat ekki tekið það fyrir efnislega, þar
sem það hafði áður verið tekið fyrir hjá tveimur
dómstólum, héraðsdómi og dómstóli KKÍ. Grind-
vikingar halda þvi tveimur stigunum, sem dómstóll
KKÍ dæmdi þeim.
-hsim.-.
Halifax vann
Úrslit í ensku deildakeppninni i í gær og í fyrra-
kvöld urðu þessi: 2. deild
Preston — Bolton 1—2
3. deild
Charlton — Blackpool 2—0
Oxford — Barnsley 1—1
4. deild
Halifax — Crewe 1—0
Tranmere — Port Vale 1—2
York — Peterbro 1—2
Enn tapa Tyrkir
— en voru óheppnir gegn Wales
Wales færðist skrefi nær þvi að komast í úrslita-
keppni HM á Spáni 1982 í knattspyrnunni í gær.
Sigraði þá Tyrkland 0—1 í Ankara. Tyrkir sóttu
miklu meira i leiknum en Dai Davies, Wrexham, sem
lék sinn 41. landsleik, átti snilldarleik í marki Wales.
Varði allt, sem á það kom. Á 68. mín. tókst Carl
Harris að skora eina mark leiksins eftir mistök
Husnu, varnarmanns Tyrkja. Hann gaf knöttinn
beint til Harris og Senol átti ekki möguleika að
verja. Staðan f 3. riðli er nú þ&nnig:...
Wales 4 4 0 0 10—0 8
Sovét 2 2 0 0 7—1 4
Tékkar 2 10 1 2—1 2
ísland 4 1 0 3 4—12 2
Tyrkland 4 0 0 4 1—10 0
Sigur Belga
á elleftu stundu
Mark Jan Ceulemans á 86. mínútu færði Belgum
mikilvægan sigur yfir írum í 2. riðli undankeppni
HM í knattspyrnu í Brussel í gærkvöld. Eftir sigur-
inn hafa Belgar langbeztu stöðuna í riðlinum, en auk
þeirra og Ira eru Frakkar, Hollendingar og Kýpur-
búar i sama riðli
Það voru markverðir liðanna, Perud’homme hjá
Belgíu og Jim McDonagh hjá Irum, sem voru hetjur
liðanna í gær. Þeir vörðu hvað eftir annað meistara-
lega frá framherjum andstæðinganna og allt stefndi
í markalaust jafntefli, er aukaspyrna var dæmd á
írana. Rene Vandereycken lyfti knettinum þá yfir
írsku vörnina og þar stökk Ceulemans hærra en allir
aðrir og skallaði hörkufast í netið hinum 45.000
áhorfendum til óblandinnar ánægju. Bæði lið fengu
góð færi <>g tvivegis björguðu írsku varnarmennirnir
á línu. I’erud’homme varði tvisvar glæsilega frá
Robinson cr hann komst einn í gegn og mark var
dæmt af írum rétt fyrir hálfleik. Vildu írsku leik-
mennirnir ekki una þeim dómi og rifust í dómaran-
um þar til leiðir skildu í búningsklefanum.
Staðan í riðlinum:
Belgía 5 4 1 0 8—3 9
írland 6 3 12 12—7 7
Frakkland 3 2 0 1 9—1 4
Holland 4 2 0 2 5—3 4
Kýpur 6 0 0 6 4—24 0
Finnar mæta svo gott sem
beint úr vélinni í leikinn
—f yrsti landsleikurinn af þremur við Finna í Höllinni í kvöld
Fyrsti landsleikurinn af þremur við
Finna verður i Laugardaishöllinni í
kvöld kl. 20. Finnska liðið kemur til
landsins um klukkan 17 i dag svo ekki
fá leikmenn liðsins langa hvíld fyrir
leikinn i kvöld. Það ætti að verða
íslenzka liðinu til hjálpar og ekki mun
af veita þvi Finnar eru mjög sterk þjóð
i körfunni á Evrópumælíkvarða. Þeir
hafa á undanförnu ári leikið 26 lands-
leiki, unnið 17 en tapað 9. Töpin eru
flest fyrir sterkum þjóðum, s.s. Spáni,
Póllandi, Sviþjóð, Brasiliu og Grikk-
landi svo einhver séu nefnd.
Leikmenn finnska liðsins, sem koma
hingað í dag eru engir aukvisar og
fjórir þeirra eru yfir tvo metra á hæð.
Enginn þeirra slagar þó almennilega í
Pétur Guðmundsson, sem ætti að hafa
góða möguleika gegn þeim. Hann
hafði þá ,,í vasanum” á Polar Cup í
fyrra og þá tapaði ísland með 14 stiga
mun, 63—77, eftir að dómararnir
höfðu slegið landann út af laginu sem
frægt er orðið.
Finnska liðið er einnig skipað mjög
reyndum leikmönnum og fjórir þeirra
hafa vel á annað hundrað landsleiki að
baki. Risto Lignell er þeirra reyndastur
méð 140 leiki að baki og hann er enn-
fremur helzti skorarinn í liðinu. Hann
hefur skorað að meðaltali 24 stig í
landsleikjum undanfarinna þriggja ára
og það er árangur sem vert er að veita
gaumgæfilega athygli.
tslenzka liðið hefur undirbúið sig af
kostgæfni fyrir þessa leiki en fékk
óvænt bakslag í seglin í sl. viku er
pressulið án sinna beztu manna lagði
það að velli. Landsliðið hefur leikið 19
landsleiki síðan i október 1979. Af
þeim hafa 12 unnizt en ekki nema 7
tapazt og það er vel viðunandi árangur.
Landsliðshópurinn sem mætir Finn-
unum og heldur jafnframt til Sviss í
apríl hefur verið valinn og þrátt fyrir
forföil tveggja sterkra leikmanna er
valinn maður í hverju rúmi. fslenzkt
körfuknattleikslandslið hefur aldrei
teflt fram eins reyndum mannskap.
Reyndastur þeirra allra er Jón
Sigurðsson, sem hefur að baki 82 leiki.
Jón er elztur leikmannanna, ásamt
þeim Gunnari Þorvarðarsyni og Kristni
Jörundssyni. Þeir eru næstir í röðinni
hvað landsleikjafjölda snertir. Gunnar
með 58 og Kristinn með 54. Torfi
Magnússon kemur siðan næstur með
49 leiki. Þrír leikmannanna eru sýnu
óreyndastir í landsliðs,,bransanum”.
Ágúst Líndal með 3 leiki, Gísli Gisla-
son með 2 og Valur Ingimundarson
með aðeins 1 leik. - SSv.
Köppen lenti í basli
strax á fyrsta degi
— All-England badmintonkeppnin hófst ígærkvöld íLondon
Eitt stærsta badmintonmótið í
heiminum ár hvert, Afl-England
keppnin, hóst í Lundúnum í gærdag og
i fyrstu umferðinni kom fátt á óvart.
Liem Swie King, sigurvegari í
keppninni 1978 og 1979, sýndi í gær að
hann er líklegur til að endurheimta
titilinn frá Prakash Padukone, sem
hann tapaðist fyrir í úrslitaleiknum í
fyrra. Hann vann Saw Swee Leong frá
Malasíu 15/4—15/2 í gær og í fyrstu
umferðinni og siðan Andy Goode í
annarri umferð 15/5 og 15/9.
Helztu úrslit fylgja hér með. Þá
fyrst úr fyrstu umferðinni.
Júgóslavarsigruðu
Júgóslavar sigruðu Búlgari 2—1 i
vináttuleik i Subotica i gær.
Halilhodhzic og Sliskovic skoruðu fyrir
Júgóslavíu en Slavkov svaraði. Fyrsta
markið kom á 2. mín. er Halilhodhzic
skoraði og siðan bætti Sliskovic marki
við á 25. min. Á sömu mín. svöruðu
Búlgarir og þar við sat.
Hollendingar héldu smálífi í vonum
sinum um að komast í úrslit HM i
knattspyrnu á Spáni á næsta ári er þeir
sigruðu Frakka 1—0 í 2. riöli undan-
keppninnar i Rotterdam í gærkvöld.
Karlar
Kevin Jolly-Steen Fladberg
12/15, 15/9,15/10
Lius Pongoh-Rudy Heryanto
15/7,15/13
Morten Frost-Hastomo Arbi
18/13,15/1
Ray Stevens-Stefan Karlsson
15/10,15/6
Prakash Padukone-Poul Petersen
15/8,15/7
Svend Pri-Thomas Petterson
15/8,15/9
Rudy Hartono-Fleming Delfs
15/8,15/4
Konur
Wiharjo Verawaty-Van Beusekom
11/3,11/2
Pia Nielsen-Sanghee Yoo
9/11,11/6,11/8
Ivana Lie-Annette Börjesson
11/7,11/9
AtsukoTokuda-Pam Hamilton
12/9,11/3
Lena Köppen lenti í hinu mesta basli
Eina mark leiksins skoraði Ipswich-
leikmaðurinn Arnold Miihren á 47.
minútu beint úr aukaspyrnu með
bananaskoti. Þetta var fyrsti lands-
leikur Miihren i 3 ár.
við hina japönsku Kondo. Þrátt fyrir
að komast í 10/1 í fyrsta leiknum tókst
henni að tapa honum. Taugaspennan
var mikil hjá henni í annarri lotunni, en
tókst þó að hala inn sigur. Sigurinn í
þriðju lotunni var svo öruggur.
Önnur umferðin fór fram í gær-
kvöld og hér fylgja nokkur helztu úrslit
leikja.
Karlar
Liem Swie King-Andy Goode
15/9, 15/4
Kevin Jolly-Sanjaý Sharma
15/1,15/6
Lius Pongoh-Nick Yates
15/9, 15/4
Rudy Hartono-Paul Whetnall
15/8, 15/6
Morten Frost-Roy Diaz Gonzales
15/6,15/6
Prakash Padukone-Claus Andersen
15/7,15/5
Udom Luengpetchcharaporn-Svend
Pri
15/2,15/9
Konur
Pia Nielsen-Liselotte Blumer
11/5, 11/7
Wiharjo Verawaty-Fumiko Tohkairin
11/2,11/2
Jane Webster-Helle Hartwich
11/4,11/8
Ivane Lie-Diane Underwood
11/4, 3/11, 11/8
Lena Köppen-Saori Kondo
10/12, 11/9,11/3
Holland lifir í voninni
r
A vi )ii á landsl liðs-
mönn #11 U IQIIUwl um í hópm um”
— segir Kjartan L. Pálsson landsliðseinvaldur um páskaferð kylfinga
Um þetta leyti árs fara kylfingar
vanalega að huga að útbúnaði sinum og
sumir þeirra eru þegar búnir að dusta
rykið af pokanum og teknir að æfa
innanhúss. Margir hafa tekið sér tima
hjá Þorvaldi eða Nolan og lamið fram
og til baka í langan tíma. Landsliðin í
golfi eru bæði komin á stjá, þ.e.
„Litli bróöir”
fékk skell
Knattspyrnufélögin búa sig nú af
feiknarkrafti undir sumarið þrátt fyrir
storm og fimbulkulda. Keflvikingar
léku f fyrrakvöld við „litla bróður”,
Reynismenn úr Sandgerði, og sigruðu
4—0. Bæði liðin munu leika i 2. deild i
vetur. Þá sigraði FH Val 2—1 um helg-
ina og Breiðablik vann Fylkl, en ekki
Aftureldingu, 3—0. - SSv.
karla- og unglingaliöið og margir hugsa
gott til glóðarinnar um páskana.
Páskaferðir kylfinga hafa verið vin-
sælar mörg undanfarin ár og hafa
íslenzkir golfunnendur þrætt golfvelli
og krár í Dyflini ef alkunnum eldmóði.
Samvinnuferðir-Landsýn gangast fyrir
ferð til írlands í ár og hún er að því
leytinu frábrugðin fyrri ferðum að ekki
verður haldið til i Dublin. írsk ferða-
skrifstofa hefur skipulagt 8 daga ferð
um landið þar sem allir helztu golfvellir
eyjunnar grænu verða heimsóttir, auk
þess sem sögulegir staðir verða barðir
augum.
DB hafði í gærkvöld samband við
Kjartan L. Pálsson, landsliðseinvald í
golfinu, og spurði hann hvort ’ein-
hverjir landsliðsrnannanna myndu fara
i þessa ferð. „Það liggur ekki á lausu
snnþá en mér segir svo hugur um að
tinhverjir þeirra muni slást í hópinn,
:nda prýðisæfing fyrir sumarið,” sagði
Kjartan, sem jafnframt er fararstjóri í
þessari terö. Mönnum ætti ekki að
leiðast undir hans leiðsögn því fáir vita
um heppilegri staði til að hvílast eftir
erfiði dagsins á golfvellinum en klp.
Þessi ferð, sem um er rætt, hefst 17.
apríl og stendur í 14 daga. Hins vegar
koma margir frídagar þarna inn í
þannig að menn tapa sennilega ekki
nema 6 vinnudögum. - SSv.
Dregið hjá
Haukunum
Dregið hefur vcrið í happdrætti
handknattleiksdeildar Hauka. Fyrsti
vinningur, páskaferð með Samvinnu-
ferðum-Landsýn að verðmæti kr. 3500
kom á miða nr. 2426. Annar vinningur,
helgarferð með Samvinnuferöum-
Landsýn til Lundúna að verðmæti
2.500 kr., kom á miða nr. 3506.
Fyrsti sigur Spán-
verja á enskri grund
Gunnar Gíslason, handknattleiks- og
lyftingamaður. 8. Elmar Geirsson,
knattspyrnumaður. 9. Hrefna Magnús-
dóttir, skíðakona og 10. Halldór
Áskelsson, knattspyrnu- og handknatt-
leiksmaður.
„Ég átti ekki von á þessari út-
nefningu,” sagði Haraldur Ólafsson er
DB ræddi við hann. „Þó hafði ég gert
mér vonir um að lenda í einu af efstu
sætunum. Það hefur eflaust ráðið
miklu að ég varð Norðurlandameistari
á sl. ári, en það get ég þakkað
Guðmundi Sigurðssyni meira en
öðrum. Ég bjó heima hjá honum í viku
fyrir mótið og hann helgaði mér alla
sína krafta á þeim tíma. Ég verð
fljótlega að fara að þyngja mig upp í
82,5 kg. flokkinn, en vonast til að
þurfa ekki að gera það fyrr en á næsta
ári,” bætti hann við.
Haraldur var á sínum yngri árum
geysilega efnilegur knattspyrnumaður
en kunnugir telja að hann hefði þó
getað náð enn betri árangri í fimleikum
ef hann hefði haldið áfram á þeirri
braut. Lyftingarnar náðu tökum á
honum ungum og hafa verið hans
aðaláhugamál síðan.
-GSv/SSv.
„íþróttamaður Akureyrar” var út-
nefndur á laugardag í lok 36. ársþings
ÍBA, sem fram fór i Lundaskóla. Það
var. lyftingamaðurinn efnilegi, Har-
aldur Ólafsson, sem varð hlut-
skarpastur í kjörinu og hlaut alls 100
stig. í öðru sæti varð Arthúr Bogason,
einnig lyftingamaður, með 72 stig og
þriðji varð Snæbjörn Jónasson,
íþróttafélagi fatlaðra, með 49 stig.
Annar fulltrúi fatlaðra, Sigurrós Karls-
dóttir, varð fjórði með 44 stig.
Röð annarra varð sem hér segir: 5.
Haukur Jóhannsson, skíðamaður. 6.
Þorsteinn Hjaltason, júdómaður. 7.
Verðlaunahafar i kjöri iþróttamanns Akureyrar. F.v.: Bogi Pétursson, faðir Arthúrs, Sigurrós Karlsdóttir, Haraldur
Ólafsson, Snæbjöm Þórðarson og Haukur Jóhannsson. -DB-mynd GSv.
Jón Sigurðsson er langreyndasti landsliðsmaðurinn i körfuknattleikslandsliðinu
sem mætir Finnum i kvöld.
Spánn sigraöi England í fyrsta skipti
i 21 ár i landsleik i knattspyrnu i gær-
kvöldi. Það var á Wembley-leikvangin-
um i Lundúnum og fyrsta tap Englands
á beimavelli undir stjórn Ron Green-
wood. Úrslit 1—2 i þessum vináttuleik
þjóöanna. Spánska liðið lék sinn fyrsta
landsleik undir stjórn Santamaria, þess
fræga miövarðar Real Madrid fyrir 20
áram, og leikurinn var mikill sigur fyrir
hann. Santamaria gjörbylti spánska
landsliðinu frá leikjunum slöku að
undanförnu. Sjö breytingar á spánska
landsliðinu frá sigurleik Englands i
fyrra i Barcelona 0—2.
Strax á fjórðu mín. opnaðist vörn
Englands og Jesus Satrustegui skoraði.
Englendingar heppnir að fá ekki á sig
tvö önnur mörk byrjunarkaflann.
Jesus Zamora átti skot í þverslá og
Marcos skallaði framhjá í dauðafæri
eftir hroðalegan misskilning milli
Liverpool-leikmannanna Clemence og
Neal. Glenn Hoddle jafnaði fyrir
England á 27. mín. með þrumufleyg af
25 metra færi en lítið bar á Tottenham-
leikmanninum í leiknum. Á 32. mín.
náði Spánn verðskuldað forustu aftur.
Enska vörnin leikin sundur og saman
og Zamora, bezti maður á vellinum,
skoraði af þriggja metra færi.
í síðari hálfleiknum sótti England
nær látlaust en til mikilla vonbrigða
fyrir 71.840 áhorfendur tókst liðinu
ekki að jafna. Bryn Robson, bezti
maður Englands, var þó tvívegis
nærri að skora en Luis Arconada,
markvörður og fyrirliði Spánar, varði
vel. Alla nákvæmni vantaði í sóknar-
leik enskra. Francis og Mariner náðu
ekki saman sem miðherjar. Brooking
lélegur og var tekinn út af. Ray Wilkins
kom í stað hans og Peter Barnes í stað
Francis undir lokin. Annars var enska
liðið skipað eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær. þetta var fjórði sigur
JAFNTEFUIGLASG0W
— og Skotar máttu þakka fyrir
„Skozku leikmennirnir geta verið
ánægðari með þessi úrslit en þeir
írsku,” sagði Dennis Law eftir að
Skotland og Norður-írland gerðu
jafntefli 1—1 i HM-leik sínum í 6. riðli
i Glasgow f gærkvöld. írska liðið var
betra lengstum í leiknum. Náði
forustu, þegar Billy Hamilton skallaði
knöttinn i markið á 70. mín. eftir fyrir-
gjöf fyrirliða N-írlands, Sammy
Mcllroy. Aðeins sex mín. síðar tókst
John Wark, sem varla hafði sézt í
leiknum, að jafna fyrir Skotland með
hörkuskoti. Lokakaflann sóttu Skotar
meir en tókst ekki að jafna. Staðan i
riðlinum.
Skotland
Portúgal
N-írland
ísrael
Svíþjóð
Spánar gegn Englandi í 14 landsleikj-
um. Sá fyrsti á enskri grund. England
unnið níu, eitt jafntefli.
- hsim.
Glenn Hoddle skoraði mark Englands i
gær en sást annars lítið i leiknum.
Sigurmark Viggós
á lokasekúndunum
Viggó Sigurðsson færði Bayer
Leverkusen tvö dýrmæt stig, þegar
hann skoraði sigurmark liðsins örfáum
sekúndum fyrir leikslok gegn Kiel í
gærkvöld. Leikurinn var i Leverkusen
og heimaliðið vann 16—15. Viggó
skoraði sjö mörk i leiknum. Sigurður
Gunnarsson lék einnig með Bayer
Leverkusen og átti góðan leik þó hann
skoraði ekki.
Húttenberg gerði sér lítið fyrir og
sigraði meistara Grosswallstadt í gær-
kvöld. Dankersen vann einnig, svo enn
er fallbaráttan mikil. Heppenheim og
Milbertshofen fallin — siðan kemur
Dankersen með 15 stig, Húttenberg 17
og Bayer Leverkusen 19.
STEVE MAHRE K0MIVEG
FYRIR SIGUR BRÓDUR SÍNS
—Varð í öðru sæti í Búlgaríu í gær en Phil Mahre þrið ji
Phil Mahre, USA, tókst ekki að
komast upp fyrir Ingemar Stenmark i
„Ég lofa betri útkomu gegn
Norðmönnum á föstudaginn”
— sagði Margrét Theodórsdóttir eftir að kvennalandsliðið hafði steinlegið, 10-23
„Engin okkar sýndi neitt í likingu
við það sem við getum en engu að siður
eigum við nokkuð langt í land með að
ná þessum stelpum,” sagði Margrét
Theodórsdóttir eftir að kvennalands-
liðið hafði fengið Ijótan skell, 10—23
fyrir Dönum i vináttulandsleik i Kaup-
mannahöfn i gærkvöld. „Þær eru
geysilega fastar fyrir í vörainni og mun
hreyfanlegri en við i sókninni og ekki
bætti úr skák að við vissum f raun litið
hvað við vorum að fara út í. Þetta er
hins vegar allt annað en 1. deildin
heima og við lærum af þessu,” sagði
Margrét ennfremur og bætti svo við:
„Ég lofa betri útkomu gegn Norð-
mönnum.”
Danska liðið komst i 5—0 í gær og
gerðu islenzku stúlkurnar þá regin-
skyssu í sókninni að skjóta uppi á
danska markvörðinn, sem hirti allt þar.
Stelpurnar gáfu sig þá ekki og tókst að
rétta hlut sinn verulega fyrir hlé og
staðan var þá 10—6 fyrir Dani. Jó-
hanna Pálsdóttir varði markið af stakri
prýði í fyrri hálfleiknum, en í þeim
síðari kom Kolbrún Jóhannsdóttir i
markið ,,og hefur vafalítið oftast varið
betur,” eins og Þórður Sigurðsson
sagði við DB í gærkvöld.
{ síðari hálfleiknum tók danska liðið
hins vegar öll völd á ný og sigldi örugg-
lega fram úr og í lokin var munurinn 13
mörk, 23—10. Flestar íslenzku stúlk-
umar léku langt undir getu og aðeins
þær Eiríka Ásgrímsdóttir, Víkingi, og
Erla Rafnsdóttir, ÍR, sýndu sitt rétta
andlit. Mörkin: Guðríður Guðjóns-
dóttir 3/2, Erla Rafnsdóttir 2, Margrét
Theodórsdóttir, Katrín Danivalsdóttir,
Kristjana Aradóttir, Ingunn Bernódus-
dóttir og Oddný Sigsteinsdóttir 1 hver.
- SSv.
keppni heimsbikarsins i gær i Borowetz
í Búlgaríu vegna þess, að tvíburabróðir
hans, Steve Mahre, varð á undan
honum.
Keppt var í svigi og Zhirov, Sovét-
ríkjunum, sigraði. Steve Mahre varð í
öðru sæti og Phil Mahre varð í þriðja
sæti. Fyrir þriðja sætið bætti hann
stigatölu sína um þrjú stig. Hefur nú
257 stig en Stenmark 260 stig. Síðasta
keppni heimsbikarsins verður á laugar-
dag, sennilega i Sviss, vegna snjóleysis í
Júgóslavíu.
Ingemar Stenmark virðist nú heillum
horfinn. Hann var aðeins í 13. sæti
eftir fyrri umferðina í gær eftir gróf
mistök. Náði sér hins vegar vel á strik í
þeirri síðari. Það nægði þó ekki nema í
fimmta sætið. Stenmark gat fengið
Aðalfundur
Þróttaríkvöld
Aðalfundur Þróttar verður haldinn í
kvöld f Þróttheimum.
Quini fannst í gær
— ómeiddur og vel á sig kominn í Zaragoza
Enrique Castro Quini, miðherji
spánska stórliðsins Barcelona, sem
týndur hefur veriö á fjórðu viku,
fannst í gær i borginni Zaragoza
ómeiddur og vel á sig kominn.
Quini var rænt eftir deildarleik
hjá Barcelona þann 1. marz sl. og
síðan spurðist ekkert til hans fyrr en
i gær að hann fannst í Zaragoza.
Samkvæmt fregnum hafa þrir
menn vcrið handteknir vegna máls-
fimm stig fyrir fyrsta sætið — annars
ekkert — og hann er því stanzaður á
260 stigum. Nú er aðeins spurning
hvort taugar hins 23ja ára Phil Mahre
halda í keppninni á laugardag. Annað
sætið í gær hefði gefið honum átta stig
og á laugardag verður hann víst að vera
í einu af þremur efstu sætunum til að
sigra Stenmark samanlagt.
- hsím.
Endasprettur
Hess dugði
henni ekki
Heimsbikarkeppni kvenna á skíðum
lauk endanlega i gær en Maria Theresa
Nadig frá Sviss hafði tryggt sér sigur í
henni fyrr i þessum mánuði. Það var
Erike Hess, landi hennar, sem vakti
mesta athygiina á lokasprettinum er
hún vann hvert svigmótiö á fætur öðru
— 6 f röð og síðan sfna fyrstu stórsvigs-
keppni í gær. Það dugði henni þó ekki
til sigurs, en lokastaðan varð þessi:
Maria Theresa Nadig, Sviss 289
Erika Hess, Sviss 251
Hanni Wenzel, Lichtenstein 241
Christine Cooper, USA 198
Irene Epple. V-Þýzkalandi 181
Tamara McKinney, USA 176
Perrine Pelen, Frakklandi 176
Cindy Nelson, USA 168
Christa Kinshofer, V-Þýzkal. 165
Fabienne Serrat, Frakklandi 149
„EG ATTIEKKIV0N A ÞESSARIUTNEFNINGU”
—sagði Haraldur Ólafsson, „íþróttamaður Akureyrar”