Dagblaðið - 26.03.1981, Page 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
24
Rallyspecial BÍKR:
SPENNANDIKEPPNIIKULDA OG ROKI
Super Sport fjöðrunarkerfið, gorm-
arnir og tommu sveru ballaneestang-
irnar undir Chevellunni unnu verk
sitt óaðfinnanlega þegar Ágúst snar-
aði bílnum i hverja bcygjuna á eftir
annarri og snéri honum með vélar-
afinu í kringum keilurnar.
I)B-mynd Jóhann Kristjánsson.
Síðastliðinn laugardag hélt Bif-
reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur
fyrstu rallíspecial keppni sína en
siðastliðið haust kynnti Landssam-
band íslenzkra akstursíþróttaklúbba
þessa grein akstursíþrótta á íslandi.
Tíu lið mættu til keppni á laugar-
daginn en í hverju liði eru tveir menn,
ökumaður og aðstoðarökumaður.
Flestir bilanna í keppninni voru litlir
og snaggaralegir rallíbílar en meðal
þeirra var einn gamall og góður
kvartmílujaxl. Var það 396 SS
Chevellan sem Guðmundur Kjartans-
son flutti inn á sínum tíma. Reyndar
er nú búið að skipta um vél í henni og
í stað gömlu sleggjunnar hefur Ágúst
Þórólfssonett 327 cid small block vél
í hana.
Logi Einarsson og Gunnlaugur Rögnvaldsson sigruðu i keppninm, fyrst og fremst vegna góðs aksturs Loga og samvinnu þeirra félaga, því bíllinn þeirra,
Escort 1300, er ekki sá kraftmesti sem hægt er að hugsa sér. DB-mynd Jóhann Kristjánsson.
«*■ '*■ C.. ••••••
Nafnarnir Birgir Bragason og Halldórsson misstu af fyrsta sætinu
þegar þeir komu of geyst í markið í lok einnar leiðarinnar og felldu þar markkeilu.'
DB-mynd Jóhann Kristjánsson.
>««*»*
*»
i*.
Keppnin fór fram á Reykjavíkur-
flugvelli og samanstóð hún af þremur
leiðum sem voru hver annarri
erfiðari. Má segja að þær hafi allar
verið malarbrautir því þar sem steypt
var undir var allt þakið steinvölum.
Var því einna líkast sem ekið væri á
samfelldri kúlulegu þar sem steypan
var. Áttu margir bílstjóranna í
vandræðum með að hemja bíla sína
og snarsnérust sumir þeirra svo oft að
ætla hefði mátt að þeir væru að
keppa í ísakstri. Sérstaklega skraut-
legt var aksturslag þeirra Þorsteins
Mckinstry og Salbergs Jóhanns-
sonar sem kepptu á Lada 1500.'
Afturhjólin hjá þeim virtust hafa það
meginmarkmið að komast fram úr
framhjólunum. Voru rassaköstin á
Lödunni oft svo mikil að erfitt var að
sjá í hvaða átt hún ætlaði að fara.
Úrslitin í keppninni urðu þau að i
fyrsta sæti urðu Logi Einarsson og
Gunnlaugur Rögnvaldsson sem óku
Escort 1300. Samanlagður tími þeirra
á öllum leiðunum var 6 mín. 19.75
sek. í öðru sæti lentu þeir nafnarnir
Birgir Bragason og Birgir Halldórs-
son, sem óku Datsun 1600. Á síðustu
leiðinni komu þeir helzt til geyst inn í
markið og keyrðu á og felldu mark-
keilu en ef keilur i hliðum eða
markinu eru felldar er bætt 15 refsi-
sekúndum við tíma keppendanna.
Endanlegur tími þeirra nafnanna
varð því 6 min. 23.44 sek. í þriðja
sæti voru kvartmílingarnir Ágúst
Þórólfsson og Magnús Halldórss. á
SS Chevellunni. Kom það mörgum á
óvart enda bar lítið á þeim félögum í
keppninni. Virtist sem Chevellan
færi mun hægar yfir en hinir bílarnir
en þar hefur stærð bilsins platað
augað svo og nett aksturslag Ágústs.
Misnotaði hann aldrei afl átta'
strokka vélarinnar en notaði það fag-
mannlega til að snúa bilnum í kröpp-
um beygjum og ná upp hraðanum á
beinu köflunum. Missti hann aldrei
stjórn á bilnum og virtist aka allar
leiðirnar fyrirhafnarlaust. Timi
þeirra Ágústs og Magnúsar var 6
min. 29.81 sek.
-J.A.K.
Ladan þeirra horstcins og Salbergs
hvarf oft i rykmökkinn sem þyrlaðist
upp um leið og bíllinn snarnserist í
kringum sjálfan sig.
DB-mynd Jóh. Kristjánsson.