Dagblaðið - 26.03.1981, Síða 28
Hópuppsagnir lækna
vegna slæmra kjara
— Læknar hætta almennt störfum á tímabilinu 18. maítil 1. júníhafi samningar ekki tekizt
Hópuppsagnir lækna eru hafnar
og bera læknar við lélegum launum.
Uppsagnarfrestur lækna er tveir
mánuðir og eru fyrstu uppsagnir dag-
settar 18. marz. Samkvæmt því hætta
læknar störfum á tímabilinu frá 18.
maí til I. júni nk., hafi samkomulag
ekki náðst fyrir þann tima.
Davíð Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri ríkisspitalanna, sagði í
morgun að uppsagnirnar væru
byrjaðar að berast og væru þær allar
orðaðar á mjög svipaðan hátt, þ.e.
vísað til lélegra launakjara og nýlegs
úrskurðar kjaradóms. Þar fengu
læknar svipaða hækkun og BHM
menn eða 6%. Læknar telja að laun
sín hafi verið á stöðugri niðurleið
miðað við aðrar stéttir undanfarin
misseri.
Davíð sagði að ríkisspitalarnir
væru ekki samningsaðili, en eftir að
uppsagnarbréfin tóku að berast hefði
hann upplýst fjármálaráðuneytið um
þær. Stjórnarfundur ríkisspítalanna
verður í dag, þar sem fjallað verður
um málið og fjármálaráðuneytinu
siðan skýrt frá málinu bréflega.
,,Það er misjafnt hve vel launaðir
læknar eru,” sagði Davíð. ,,Ef horft
er á laun lækna miðað við dagvinn-
una eina, þá eru launin ekkert sér-
stök. Ef menn vinna hins vegar alla
nóttina fara launin að verða þokka-
leg. En læknar benda á að ekki sé rétt
að miða við slíkt.”
Davíð sagði að í kjarasamningum
lækna væri ekki gert ráð fyrir því að
hægt væri að framlengja starf, þegar
hópuppsagnir kæmu til. Hins vegar
væri slík heimild fyrir hendi, t.d.
gagnvart fastráðnu BSRB fólki sem
hefði þriggja mánaða uppsagnar-
frest. Starf þessa fólks mætti fram-
lengja um einn mánuð.
- JH
Allt hjálpaðist til að gera þeim lífið leitt hjá Hitaveitu Suðurnesja:
HEITAV ATNSSKORTUR
GERÐIVART VID SIG
— á Suðurnesjum í kuldakastinu
Hitaveita Suðurnesja hefur átt fullt
í fangi með að sinna þörfum notenda
fyrir heitt vatn í kuldakastinu undan-
farna daga. Þurfti að grípa til þess að
stöðva vatnsrennslið í klukkustund í
einu i nokkrar nætur og fregnir hafa
borizt af kulda í húsum sem hæst
standa i Keflavík.
,,Það hjálpaðist allt að til að gera
okkur lífið leitt,” sagði Haukur
Helgason tæknifræðingur hjá Hita-
veitunni í samtali við blaðið í gær.
„Smávægilegar bilanir urðu i
Svartsengi sem urðu til að draga úr
framleiðslunni. Síðastliðið sumar var
ætlunin að byggja þrjá miðlunar-
geyma fyrir vatnið en aðeins tókst að
koma upp einum geymi sem er engan
veginn nægilegur forði til að mæta
eftirspurn þegar mest er þörf á vatni.
Siðast en ekki sízt var ráðgert að taka
í notkun II. áfanga orkuversins í
Svartsengi. Að því fengnu hefðu ekki
skapazt vandræði nú, en áfanginn er
því miður ekki enn kominn í gagnið.
Búizt er þó við að hann verði próf-
aður á næstunni.
Vandræðin má rekja til alls þessa
og þess að kuldakastið var óvenju
langt. Ég reikna ekki með frekari
vandræðum ef hlýindin haldast,”
sagði Haukur Helgason. - ARH
oa-myna: tinar uiason.
Áður voru Mhræin glæstar lystíkerrur
Sú var tíðin að þessi bílhræ voru glæstar lystikerrur — að minnsta kosti sum I landinu. / baksýn er annað fyrirbæti, sem áður fyrr var með glæstari húsum á
hver. Nú eru þau tilvonandi brotajárn og verða að öllum likindum flutt úr íslandi — Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja. Bæði húsin hafa látið á sjá á
landi eftir þjöppun. Síðar meir verða íslenzk bilhræ tekin i suðupottana í undanförnum árum og áratugum en Þjóðminjasafnið hefur þó unnið gott og
væntanlegri stálbræðslu á íslandi og þá fer ekkert brotajárn lengur út úr \ þarft verk með endurbótum á húsakosti í eynni.
frjálst, áháð dagblað
FIMMTUPAGUR 26. MARZ 1981
50 kg loft-
bor rotaði
manninn
Vinnuslys varð í Álverkstniðjunni í
gær á sjötta tímanum. Þar var verið að
grafa fyrir keri og unnu að því verka-
menn og höfðu loftbor til verksins.
Slysið varð með þeim hætti að loft-
bornum hafði verið stillt upp við vegg
ofan þeirrar gryfju sem grafin hafði
verið og var orðin á þriðja metra á
dýpt. Skyndilega féll borinn, sem vegur
um 50 kg, ofan í gryfjuna og lenti á
verkamanni sem þar var að vinna.
Hann var fluttur meðvitundarlaus i
sjúkrahús. Ekki var vitað i morgun
hversu alvarleg meiðsli hans eru.
- A.St.
Dularfull
hestahvörf
austanfjalls
Lögreglan á Selfossi kannar nú
dularfullt hvarf tveggja hesta í hennar
umdæmi. Annar hesturinn hvarf frá
jVorsabæ við Hveragerði snemma í
febrúar. Sá hestur er dökkrauður, 6
jvetra, taminn ogá járnum.
Hinn hesturinn, 16—17 vetra ójárn-
aður, hvarf úr hesthúsi við Selfoss 5.
marz.
Hvarf þessar hesta þykir nokkuð
dularfullt, því þeir hafa haldið sig við
hús á undanförnum árum. Allar upp-
lýsingar um hvarf hestanna eru vel
þegnar hjá lögreglunni á Selfossi. A.St.
Húsbruni
í Gríndavík
Gamla íbúðarhúsið að Tóftum í
Staðarhverfi við Grindavík brann í gær
til kaldra kola. Aðeins steinveggirnir
stóðu eftir.
Húsið stóð autt en ekki hefur verið
búið i því í meira en áratug. Á tímabili i
fyrra var það notað sem fjárhús.
Þegar slökkviliðið kom að var allt
brunnið og þótti ekki taka því að hefja
slökkvistarf. Talið er að um íkveikju
hafi verið að ræða. - IJ, Grindavík.
Stúdentapólitikin
íHáskólanum:
Viðræður umbóta-
ogvinstrísinna
Vinstrimenn í Háskóla íslands
ákváðu á fundi í gærkvöldi að taka
boði umbótasinna um formlegar við-
ræður vegna hugsanlegs samstarfs í
stúdentaráði. Vinstrimenn kusu við-*
ræðunefnd, skipaða Stefáni Jóhanni
Stefánssyni formanni fráfarandi stúd-
entaráðs, Þorgeiri Pálssyni, Guðmundi
Þorbergssyni, Hrund Ólafsdóttur full-
trúa í háskólaráði og Halldóri Grön-
vold ritstjóra Stúdentablaðsins til að
spjalla við umbótasinna. í veganestið
hefur nefndin fyrst og fremst það að
kanna hvaða hugmyndir umbótasinnar
hafa um samstarf. Búizt er við að fund-
ur aðila verði boðaður strax, enda þarf
nýtt stúdentaráð að taká til starfa fyrir
mánaðamót. - ARH
diet pepsi
MIN.NA f K' rih!
KALÓRÍAÍ f LÖSKU
Stinilas