Alþýðublaðið - 12.05.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1969, Blaðsíða 3
Alþýðu'blaðið 12. maí 1969 3 stofnandi Dags-_ brúnar nírædur í dag Magnús Magnússon, verkamaður, Langholtsvegi 75 í Reykjavík, er ní- ræður í dag. Hann var í hópi þeirra 384 reykvískra verkamanna, sem und irrituðu stofnskrá Verkamannafé- Jagsins Dagsbrúnar, áður en stofn- fuadurinn hófst 26. janúar 1906. — Magnús er nú einn á Hfi af stofn- endum Dagsbrúnar. Hann hefur alla tíð verið jafnaðarmaður, Alþýðu- flokksmaður allt frá stofnun flokks- ins 1916 og kaupandi Alþýðublaðs- ins frá upphafi þess. í tilefni 90 ára afmælis Magnús- AfmæSásviÖtal við Magnús Magnús- son, sem er níræður í dag, en Magnús er eini eftiriifandi stefnandi Verkamanna- félagsíns Dagsbrúnar ar heimsóttl Alþýðiiblaðið hann um helgina. Þegar blaðið fór þess á leit við gamla manninn, að hann spjallaði við blaðamann litla stund, varð hoiram að orði-: „Ég get ekki neitað mínu gamla blaði um þetta.“ Magnús er hægur maður og lætur ekki mikið yfir sér. Hann hefur horft á heiminn breytast í hartnær heila öld og tekið þátt í breyting- unum. Má með sanni segja, að hann hafi lifað tímana tvenna, og víst er um það, að kjör verkamanna um þær mundir, er verkalýðshreyfingin var að vaxa úr grasi hér á landi, voru bágborin og vinnan var þræl- dómur. Magnús Magnússon er fæddur á Rrjánsstöðum í Grímsnesi; föður- ætt hans er úr Grímsnesinu, en móð- urættin ausfan úr Vestur-Skaftafells- sýslu og undan F.yjafjöllunum. — tlvenicr \omstu fyrst til Rey\jat’í\ur og hvað tó\stu þér þá fyrir hcndttr? — F.g kom fyrst til Revkjavíkur árið 1903 og hef búið hér alla tíð síðan. Fyrst í stað stundaði ég svo- kallaða eyrarvinnu eða hafnarvinnu, þegar hún gafst, en það var ekki mikið urn vinnu í þá daga. Síðar eignaðist ég hest og vagn og ók vörum til kaupmánna og byegingarefni til húsbyggjenda. Eg flutti til dæmis mest allt byggingar- efnið í Þórshamar, þegar hann var bvggður. Þetta var yrfið vinna og vinnudngiirtnn langur. Þá byrjuðu allir að vinna klukkan 6 á morgn- ana og vinnutíminn var 12 klukku- stundir. Rvsaingarefni, möl og sandur, var sótt í fjöruna vestur á Eiðisgranda. Þurfti að sæta sjávarföllum til að ná sandinum og mölinni upp úr fiör- unni, en síðan var þessu ekið nið- ur v bæinn. Þetta var oftast „akkorðs vinna“. Klofið griót var sótt inn í Rnuðarárhoh sem kallað var. í þá daea var griótið mælt í álnum og tommum. Kaupið var mismunandi hátt um þessar mundir; þegar bezt lét, 25 aurar fvrir að keyra alinína af klofnu grióti á bvggingarstað. Þeear 1ítið var um vinnu, lækkaði kauoið fvrir þessa vinnu niður t 20 aura, og maðitr vann fvrir það kauo, heldur en að fá ekkert að gera. Steinsmiðir klufu grjótið úr klöpp- unum á Ranðarárholtinu ng hjuggu það til. Hver steinn var urn það bil 12 tommur á breidd og þvkkt. A þessum tíma voru kjallarar húsa hér í Reykjavík byggðir úr steini, en - timburhús reist ofan á þeim. Ég vann óhemjumikið á þessum I árum og tók að mér aukavinnu, þeg- * ar þess var kostur. Stundum kom ég I ekki heim fyrr en klukkan eitt á I nóttunni, en byrjaði aftur að vinna | klukkan sex á morgnana. En þessi - vinna sttr ákaflega þung og erfið. I Það var til dæmis síður en svo létt I vinna að koma 100 kg. sekkjum á " vagninn einsamall. Þegar ég hætti akstrinum, fór ég I til Eimskipafclagsins og vann þar í I fjölda mörg ár. Vélar þekktust ekki _ fyrr en upp úr seinna stríði, hand- I aflinu var því einu til að dreifa hjá 1 Eimskip. — Varst þtt c\\i einn af stojn- I endutn Dagsbntnar 1906? — Jú, ég var einn þeirra, sem j undirrituðu stofnskrá Dagsbrúnar. , Þetta voru eðlilega mikil tímamót, I þegar verkamannafélag var stofnað í j Reykjavfk. Vinnuveitendur voru ' svona flestir á móti félagsskapnum, J enda- var þetta nýjung þá. —Vom ctyi allir verþamenn | þt'i hlynntir, uð félagið yrði stofn-. að? — Ég held nú, að enginn þeirra | hafi verið á móti því, að stofnaður I yrði félagsskapur verkamanna. Hins I vegar voru margir verkamenn | hræddir við að fara í vcrkföll, þar I sem þeir óttuðust þá, að þeir misstu atvinnunai — Hvernig var ástandið hér, þcg- ar Alþýðusambandið og Alþýðtt- • jlo\\ttrinn var stofnaður? — Það ríkti atvinnuleysi og fá- I tækt á öllum sviðum. Nú, þá voru I húsnæðisvandræði líka mikil á þess- um tíma. Eg gerðist snemma Al- I þýðuflokksmaður og má segja, að ég hafi verið Alþýðuflokksmaður I alla tíð. | — Hvencer hcettirðu svo að vinna, J Magnús? — Ja, ég hætti um sjötugt hjá Eim- skip; þá var ég orðinn útslitinn maður og illa haldinn af gigt. Hins vegar losnaði cg við gigtina að I miklu leyti eftir að ég hætti að , vinna og er ekki hægt að s’egja ann- að en ég hafi haft góða heilsu síð- an. — Hvað heftirðu nti liaft fyrir stafni, síðan þú hceltir að vinna? — fig ltef lcsið mikið. Rezta tóm- stundagaman mitt er að lesa bók- menntir og þjóðleg1 fræði og hef ég lesið mikið af slíku. — Hvernig \cinntu við fjölmiðil- inn nýja, sjónvarpið? — Ja, ég horfi taJsvert á sjón- varpið; nú mér líkar það vel. Ég hef góða sjón; það má heita það. — Þú hejttr horft á Rey\javí\ vaxa úr þorpi í borg? — Já, Reykjavík hefur breytzt; hún er óþekkjanleg. — Hvaða atburði telurðu I fljótu bragði þér helzt núnnissteeða á 90 ára cevi? — Ætli það séu ekki jarðskjáift- arnir miklu 18% og koma brezka hersins 10. maí 1940. Þann morgun gekk ég niður að höfn snemma og voru þá allir bakkar alþaktir h'er- mönnum með byssur um öxl. Þess skal getið, að Magnús tekur á móti vinum sínum og kunningj- um og býður þeim upp á kaffisopa á heimili dóttur sinnar, Langholts- vegi 75, á afmæHsdaginn. Alþýðublaðið óskar Magnúsi Magnússyni til hamingju á níutíu ára afmæli hans. — EIEH. I I I I I I Agnar í frí eins og aðrir REYKJAVÍK. — HEH. ' ’ Mörgum Reykvíkingum hefur þótt sjónarsviptir að" Mánudagsblað- inu, þar eða það hcfur ekki komið út síðan um áramót. -En Mánu- dagsblaðið er ekki liðið undir lok. Það kemur út í nýjum búningi sem átta síðna blað að líkindum um na\stu mánaðamót. ■ Alþýðublaðið spurði Agnas) Bogason, ritstjóra Mánudagsblaðs- ins, hvað ylli því, að Mánudags- blaðið hefði ekki komið út um skeið. Sagði hann, að megin ástæð- an til þess væri sú, að hann hefði tekið sér frí, enda væri eðlilegt, að hann tæki sér nokkurra mánaða frí á tuttugu ára fresti, þegar aðr- ir blaðamenn takju þriggja tnan- aða frí á fimm ára fresti. Elins veg- ar kvað hann Mánudagsblaðið myndu koma út í algerlega nýjum búningi á næstunni og yrði blaðiði stækkað úr sex síðum í átta síður. Þjöðverjar lítt hrifnir af Ingelu Brander Margir muna eflaust eftir sænsku stúlkunni, sem kom til íslands fyrir fáum árum, Ingela Brander, en hún skemmti Reykvíkingum í nokkurnt tíma á skemmtihúsum með saxú- fónlcik of fleiru. Nýlega kom Ingela fram í þýzka sjónvarpinu og var sú ferð hennar ekki til fjár, alla vega voru undirtekttr og gagnrýni með þeim hætti, að húii hefði betur heima setið. I dönsku hlaði segir m.a. um þýzkalandsför ungfrúarinn- ar: > \ „I-jóst hár, hros og nokkrir blástf ar í saxófón, er jv.ð eina sem Ingela Brander hefur orðið.fræg fyrir. Svo fræg, að forráðamenn þýzkrar sjón- várpsstöðvar naga sig í neglurnar fyrir að hafa hleypt henni inn í skemmtiþátt í sjónvarpinu, — án þess að hafa heyrt hana leika áður, Stjórnandi sjónvarpsþáttarins sagði í viðfali, að sjónvarpið liefði ráðið hóp áhorfenda til að hlægja og klappa til að lífga upp á þáttinn, e nþeir hefðu ekki einu sinni gctaS kreist fram bros, hvað þá helduf meira og stjórnandinn liafði mesta löngun til að kasta sér í gólfið og öskra. I Tngela Rrander kann ekki aS spila á saxófón fyrir fimmaura, segir músíkkgagnrýnandi „Bild Zeitung". „Hún kom inn á bandvitlausumi stöðum og lék sífellt í vitlausum, takti við hljómsveilina." E.kki tók betra við þcgar ungfrú- in átti að skemmta mcð látbragði og nokkrum orðum sem hún átf| J að mæla af munni fram. Hún á| að segja; „Maðurinn minn“ þris'S sinnum, en það var sama hve 1 atriðin voru tekin upp, aldrei gaí hún sagt þau á réttum tinia, eða eðlilega. Sjónvarpsstöðin hyggur núj á mát sókn á hendur Itigelu Brander, fyrir að hafa gefið rangar upplýsmgaT um kunnáttu sína og hæfileika.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.