Alþýðublaðið - 12.05.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.05.1969, Blaðsíða 5
Aiþýðiíblaðið 12. maí 1969 5 framkrsomðAtUðrt: Þórir Bmaundttoa |UtstJ6rars Krlstjin Bcrd ÓUfsMB (ÍU) Benedlkt GtttndU frítustjórl: Sicurjón Jóhanntsoa AugUíingaitJóri: SlgurJón Ari SlfurjóOMOa ÓtrcfauiU: MJa útfífufélatlS frcnumisja Ali>í6ubIa5iLQ», Sjónvarpið og stjómmálamennirnir Stjór’nmálaflok'karnir gera sér það Ijóst, að sjónvarpið er nú mikilvægasta tækið, sem völ er á í því skyni að ná til almtennings. Fundir með hinu gamla sniði haífa minni þýðingu en áður en mikilvægi fjölmiðlun- artækja, einkum sjónvarps, hefur aukizt. Af þessari ástæðu er ef til vill nauðsynlegt, að settar verði ákveðnar reglur um aðgang stjómmálaflokka og stjórnmálamanna að sjónvarpinu. Sjónvarpið hefur sjálft sett sér vissar starfsreglur í þessu efni. Meginregla sjón- varpsins er sú, að það sækist eftir efni, sem htefur fréttagildi, jafnt frá stjórnmálamönn um sem öðrum. En varðandi fréttaflutning frá þingum og fundum stjómmálaflokk- anna gilda strangar reglur, sem byggjast á því grundvallaratriði, að öllum flokkun- um er gert jafn hátt undir höfði. Stjórnarandstöðunni virðist hafa gram- izt það, að ráðherrar skuli koma meira fram í sjónvarpi en talsmenn stjómarandstöð- unnar. Ekkert er þó eðlilegra, þar eð ráð- herrar hafa meiri fréttir að Segja en odd- vitar þeirra fiokka, sem em í stjómarand- jtöðu. Og þannig yrði það væntanlega einn- ig, ef Framsókn og kommúnistar mynduðu stjórn. En enda þótt ráðherrarnir hafi mik- ið komið fram í sjónvarpi 'Wef ur sjónvarps- notendum virzt sem Iteiðtogar stjórnar- andstöðunnar hafi einnig fengið sín tæki- færi til þess að koma þar fram og því sé ástæðulaust fyrir þá að kvarta. Ei að síður lét formaður Framsóknarflokksins, próf. Ólafur Jóhannesson sig hafa það, á Alþingi í sl. viku að ifullyrða, að ráðhterramir reyndu að hafa áhrif á það við starfsmtenn sjónvarpsins hverjir kæmu þar fram. Menntamálaráðhterra, dr. Gylfi Þ. Gísla- son, skoraði á Ólaf að taka þessi ummæli aftirr en ekki varð prófessorinn við þessari áskorun. Fréttastjóri og fréttamenn sjón- varpsins hafa nú opinberlega mótmælt um- mælum Ólafs, sem freklegri móðgun við þá. Má segja, að formaður Framsóknar-- flokksins hafi í máli þessu uppskorið eins og hann sáði. Kjaradeilan Samningafundir í kjaradeilimni hófust á ný í dag. Hefur 16-manna-nefnd ASÍ lagt fraro nýjar tillögur og er vonandi, að þær setji nýja hreyfingu á málið. Svo virðist, sero. alger samstaða sé nú (í 16-manna-nefndinni uan tillögur til lausnar dteilunni og getur það vissulega greitt fyrir lausn, þar eð fram til þessa hefur verið verulegur ágrein- ingur í nefndinni um það, hvaða leið ætti að fara til lausnar hinni erfiðu kjaradeilu. — Aknennmgur er nú orðinn mjög óþolin- móður yfir því hve deilan hefur dregizt á langinn. Er þess að vænta, að vinnuveit- endur taki hinum nýju tíll'ögum ASÍ vel svo að samningar geti tekizt fljótlega. TÓNELSKIR Frh. af I. síðu. myxidavélum ferðaútvarps- rtaékii, rafmagnsleiftri, mtklu magni af ljósmynda- og kvik myndafilmu, nokknum reykj arpípiuni, sígarettum, kon- fekti o.Æl. Þriðja innbrotið var fram- ið í prentsmiðjunni Grágás. Þar var farið inn um þak- glugga, en auðvelt er að kom ast upp á þak með því að Miíra upp á skúr, sem stend ur við hiiðina á prentsmiðj- urrni. Stolið var á þriðja þús. kr. í peningum og einhverju magni af blýstöngum, hvað svo sem þj ófamir ætla sér svo að gera við þær. Á STAÐNUM Framhald af bls. 1 hafði verið sprengdur upp. Varla hafa þjófarnir verið færri en tveir, því allt það sem stolið var, er þungt og fyrirferðarmikið. Einnig hefur verknaðurinn gengið mjög fljótt fyrir sig, því að varðmennirnir tóku ekki eftir neinu, og lögreglan kom eins af fjöllutn í gær, er innbrotið var kært. KR Framhald af 6. síðu. vítaspyrna er réttilega dæmd og Ellert skorar örugglega. Þriðja mark ið kom á 19. mínútu, Páll rnark- vörður hleypur glannalega út og Baldvin Baldvinsson nær að skora í mannlaust markið, stærstu mistök Páls í leiknum, sem annars stóð sig með ágætum. Fjórða mark KR kom á 34. mínútu. Baldvin hafði skorað, en markið var dærnt ógilt vegna rangstöðu. Augnabliki síðar eru KR-ingar i sókn og Baldvin tekst að pota knettinum í mark úr erfiðri aðstöðu og fleiri urðu mörkin ekki — 4:2. Með þessum sigri höfðu KR-ingar tryggt sér sigur í þessari fj'rstu meistarakepnni KSI. Keppnin, sem er á milli Isjands- og Bikarmeistara er vel til fundin og á áreiðanlega eftir að njóta hylli í framtíðinni. KR-liðið er. sterkt og á eftir að ná langt í.sumar. Mikla athvgli í vörninni vakti Þórður Jónsson, hann skyggði meira að segja á hinn snjalla Jeikmann Ellert Schram, sem oftast er drýgsti leikmaður KR-inga. Báðir hakverðirnir stóðu fyrir sínu. Þórólfur er ávallt nákvæmur í sín- um spyrnum og enginn leikmaður íslenzkur í dag, er eins leikinn með boltann. I liði IBV höfurn við áður talað um Sævar Tryggvason og Pál mark- vörð, en fleiri vöktu athygli, t. d. má nefna hina hávöxnu leikmennt Friðfinn Finnbogason n,r. 5 og Osk- ar Vahýsson, nr. 6. Valur Anderson var og góður. Dómari var Jörundur Þorsteins- son og dæmdi þokkalega. Línuverð'- ir voru Þorsteinn Björnsson og Þor- steinn Friðþjólfsson. HELAVÖUUR Reykj avíkurmótið VALUR VÍKINGUR í kvöld kl. 20.0. Dómari: Þorvarður Björnsson Línuverðir: Hinrik Láruss. o'g G'estur Jónss. ; Mótanefnd FRAMKVÆMDASTJORI Starf framkvæmdastjóra við DráttaTbraut- ina hf í Neskaupstað, er laust til umsóknar. Til greina koma vterkfræðingar og tækni- fræðingar í véismíði og skipasmíði. Umsóknir um starfið, með upplýsingum um mtenntun og fyrri störf, sendist formanni fé- lagsins, Bjarna Þórðarsyni, bæjarstjóra' í Neskaupstað, fyrir 15. júní 1969. Stjóm Dráttarbrautarinnar hf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.