Dagblaðið - 25.04.1981, Side 23

Dagblaðið - 25.04.1981, Side 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1981. 23 Útvarp STUNDIN OKKAR - sjónvarp sunnudag hl. 18,10: Stundin okkar, Bryndís og Binni brandarakarl kveðja Spencer. Þýðandi Baldur Hermannsson. Þulur Gylfi Páls- son. 21.25 Barbara Thompson. Barbara Thompson r-g eiginmaður hennar, Jon Hiseman, eru kunnir jass- leikarar á Englandi. 1 myndinni er m.a. sýnt, er kvartett þeirra hjóna, Paraphernalia, lék á jass- hátiðinni i Bracknell 1979. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.05 Kornið er grænt. (The Corn Is Green). Bandarisk sjónvarpsmynd frá árinu 1979. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk Katharine Hepbum og lan Saynor. Fröken Moffat hefur erft hús i litiili borg í Wales. Hún hefur í hyggju að reka skóla, en borgarbúar virðast lítt hrifnir af þeirri hugmynd. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskr&rlok. Sunnudagur 26. aprfl 18.00 Sunnudagshugvekja. Ingunn Gisladóttir hjúkrunarkona flytur hugvekjuna. 18.10 Stundin okkar. í þessum síð- asta þætti vetrarins leikur Lúðra- sveit Laugarnesskóla undir stjóm Stefáns Þ. Stephensens. Flutt verður teiknisaga um Dolla dropa eftir Jónu Axfjörð. Fylgst verður með börnum í Myndiistaskólanum í Reykjavík, sem fást við ieir- mótun. Nemendur úr Listdans- skóla Þjóðleikhússins dansa sumardans undir stjórn Ingi- bjargar Björnsdóttur. Talað veröur við krakka á förnum vegi um sumarið. Barbapabbi verður á sinum stað og Binni kveöur. Umsjónarmaður Bryndis Schram. Stjórn upptðku Andrés Indriða- son. 19.00 Lterið að syngja. Söngkennsla við hæfi áhugafólks og byrjenda. Annar þáttur fjallar um raddbeit- ingu. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 19 25 Hlé. 19.45 Fréttaágrlp & táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 SJónvarp næstu viku. 20.40 Tónlistarmenn. Jón Stefáns- son kórstjóri. Egill Friðleifsson kynnir Jón og ræðir við hann og Kór Langholtskirkju syngur. Stjórn upptöku Tage Ammen- drup. 21.25 Karlotta Löwensköld og Anna SvSrd. Nýr, sænskur myndaflokk- ur í fimm þáttum, byggður á tveimur skáldsögum eftir Selmu Lagerlöf. Leikstjóri Bengt Bratt. Aðalhlutverk Ingrid Janbell, Lars Green, Sickan Carlsson, Gunnar Björnstrand, Gunnel Broström og Kune Tureson. Fyrsti þáttur. Ungur guðfræðingur, Karl Arthúr, gerist aðstoðarprestur sr. Forsiusar prófasts. Karlotta hefur alizt upp hjá prófastshjónunum, og brátt verða hún og ungi presturinn góðir vinir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.25 Sama veröld. Sameinuöu þjóöirnar hafa helgað fötluðum þetta ár og látið gera þessa heimildamynd af því tilefni um kjör þeirra víöa um veröld. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 22.45 Dagskrárlok. Stundin okkar, Bryndís og Binni kveðja á morgun og eru þar með komin i sumarfri. Stundin okkar heidur að vísu áfram næsta haust, en hvort Bryndís verður áfram er enn óvíst. Binni karlinn ætlar að kveðja fyrir fullt og allt þar sem stjórnandi hans, Laddi, er á ieið til Ameríku. „Það hefur verið farið fram á það við mig að vera með þáttinn næsta vetur, en ég hef ekki ennþá gert það upp við mig. Ég ætlaði nú alltaf að láta tvo vetur duga. Mér hefur líkað mjög vel að sjá um þættina, þetta hefur verið skemmtileg reynsla. Hins vegar er komin þreyta í mann eftir veturinn. Álagið er mikið við gerð þáttanna. Ég hef bara einn dag til að vinna i stúdíói og þá þarf allt efni að vera tilbúið. Síðan er þátturinn tekinn upp á mynd- segulband,” sagði Bryndís Schram i samtali við DB. „En álagið venst. Mér finnst þessi vetur ekki eins erfiður og veturinn í fyrra. Það lærist að vinna hraðar,” sagði Bryndís. Hún sagðist eiga eftir að sakna Binna mjög mikið. „Það er áfall að missa Ladda. Hann er svo þægilegur i umgengni og kippir sér ekki upp við neitt. Við erum t.d. alveg óundirbúin i upptöku nema hvað Laddi er með nokkra brandara punktaða niöur. Laddi hefur sérstaka hæfileika, meira að segja þegar Binni hverfur þá setur hann bara upp nýja rödd og nýtt gervi án þess að blikna,” sagði Bryndís. Vafalaust verða þeir fleiri en Bryndís sem sakna Binna og bara vonandi að einhver skemmtilegur komi í staðinn. f þessari siðustu Stund verður margt á dagskrá eins og venjulega. 45 krakkar í Laugamesskóla sem hafa komið sér upp Lúðrasveit spila i tilefni af sumar- komunni. Krakkarnir hafa fengið kennslu í skólanum á blásturshljóð- færi. Þau flytja nokkur lög undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen. Þá verður flutt teiknisaga um Dolla dropa eftir Jónu Axfjörð og nokkrar stelpur úr Listdansskóla Þjóðleikhúss- ins dansa sumardansa. Þá verður fylgzt með börnum í Myndlistarskólanum, sem fást við leirmótun. Barbapapa verður á sínum stað og Laddi kemur upp úr gervi Binna og kveður. -ELA HADEGISERINDI —útvarp sunnudag kl. 13,20: Meðferðarstofnan- ir fyrir drykkjusjúka — Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknirtalar „Það er meiningin að ég tali um stöðu áfengismála á fslandi eins og hún er nú og þær meðferðarstofnanir sem völ er á fyrir drykkjusjúka,” sagði Jóhannes Bergsveinsson. Hann er yfirlæknir meðferðarstofnana ríkisins fyrir drykkjusjúka, en þær eru fjörar: Göngudeild í geðdeildar- byggingu Landspitalans, afvötnunar- deild á Kleppsspítala, meðferðardeild á Vífilsstöðum og loks langdvalar- heimili í Gunnarsholti. „Ég mun rekja í stuttu máli, hvernig aðstaða til meðferðar drykkjusjúkra hefur þróazt hér á landi en þó aðallega fjalla um stofn- anir ríkisins. Seinna verður flutt sér- stakt erindi um starf SÁÁ,” sagði Jó- hannes. „Þá mun ég drepa á hættuna af neyzlu áfengis og annarra vimu- efna á unglingsárum en því miður fáum við stöðugt yngri og yngri ein- staklinga til okkar sem eru illa famir vegna misnotkunar á áfengi og öðrum efnum.” DB spurði Jóhannes, hvort hann héldi að batahorfur væru meiri nú en áður fyrir áfengissjúka. „Okkur skortir tölfræðileg gögn til að gera traustan samanburð við fortíðina,” svaraði Jóhannes, „en ef til vill hafa batahorfur aukizt því nú er reynt að grípa inn í veikindin fyrr enáðurvar.” -IHH Ef það væri hægt afl útrýma áfengis- böiinu mundu öll önnur vandamál leysast af sjálfu sér, segja sumir. DB-mynd Gunnar örn. Sjónvarp KARL0TTA LÖWENSKÖLD 0G ANNA SVARD-sjónvarp suimudag kl. 21.25: Uppeldisdóttir prófasts elskar aðstoðarprestinn — en sa er heittrúaður og finnst á stundum sem stúlkan hegði sér fullveraldlega Nýr, sænskur myndaflokkur í fimm þáttum, byggður á tveimur skáldsögum eftir Selmu Lagerlöf, hefur göngu sína á sunnudag. Aðalpersónumar eru ungur guð- fræðingur, Karl Arthúr, og stúlka, Karlotta að nafni. Guðfræðingurinn gerist aðstoðarprestur prófasts nokkurs en á heimili prófastshjón- anna hefur Karlotta alizt upp. Brátt verða hún og ungi presturinn góðir vinir og svo fer að þau trúlofast. En um svipað leyti kemur annar maður og biður stúlkunnar og við það hleypur snurða á þráðinn og upp úr trúlofuninni slitnar. Stúikan elskar hins vegar unga prestinn mjög heitt en sá er heittrúaður. Á ungi prestur- inn af þeim sökum í nokkurri sál- rænni baráttu og finnst honum á stundum sem Karlotta hegði sér full veraldlega. Selma Lagerlöf er einn af kunnustu rithöfundum Svía. Hún fæddist áriö 1858 í Varmland. Fyrir ritstörf sín fékk hún nóbelsverðlaun árið 1909 en hún lézt árið 1940. Sjónvarpið mun á næstunni sýna mynd um ævi hennar. Þýðandi er Dóra Hafsteinsdóttir. -KMU CA TERPILLAR D-4 Eigum til afgreiðc’ i strax Caterpillar D-4 75 ha powei skipta, árg. 1974.k 3i 5400 tíma. Sem nýr und 'vagn, gott verð, góð kjöi. TÆKJASALAN HF. Skemmuvegí 22 Kóp. — Sími78210 [MICROMA * SXA/ISS ■ 1 1 ‘ LITMYNDALISTAR FRANC H MICHHSEN URSMIÐAMEISTAR! LAUGAVEGI 39 SIM113462 Hringdu og pantaöu glæsilega Microma lit- myndalistann, þér aó kostnaðarlausu. Póstkröfuþjónusta. Alþjóöa áþyrgö. Örugg þjónusta fag- manna.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.