Dagblaðið - 29.06.1981, Page 12

Dagblaðið - 29.06.1981, Page 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981. BIAÐIB fijálst,áháð dagblað Útgafandi: DagblaflM hf. ^ “ Framkvnmdastjóri: Sveinn R. EyjöHsson. Ritstjöri: Jönas Kristjánsson. Aöstoöarrhstjöri: Maukur Helgason. Fréttastjöri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri rttstjómar. Jöhannes Reykdal. tþröttin Haflur Slmonarson. Menning: Aflaisteinn IngöHsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jönas Haraldsson.. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Hönnun: HUmar Karisson. Blaflamenn: Anna BJamason, Adi Rönar HaUdörsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Döra Stefánsdóttk, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir. BjamleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Porri Sigurðsson og Sveinn Þormöflsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaidkeri: Práinn PorieHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dörsson. DreHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjöm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofun Þverhoiti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Unur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- ogplötugerð: HHmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Askrlftarverfl á mánufli kr. 80,00. Varfl f lausasöki kr. 6,00. r, * Sólbað við Svartahaf... Einkar óviðkunnanlegt er, að sjálfur /S forseti Alþýðusambands íslands, Ásmundur Stefánsson, skuli vera í fimm vikna sólbaði á Krímskaga við Svartahaf í boði þess anga sovétstjórn- arinnar, sem heitir Alþýðusamband Sovétríkjanna. Hið nána samband ráðamanna Alþýðusambands íslands við Sovétríkin hefur alltaf verið óviðkunnan- legt. Steininn tekur þó úr nú, þegar sovétstjórnin hefur í hótunum við Pólverja vegna stofnunar sjálfstæðra verkalýðsfélaga þar í landi. Forsetinn var nýlega í boðsferð í Austur-Þýzkalandi, þar sem ráðamenn styðja mjög eindregið hótanirnar gegn pólsku verkalýðsfélögunum. Blaðafulltrúi al- þýðusambandsins hefur og mjög verið á ferli hjá aust- rænum alþýðuóvinum. Senn fer sérstök sendinefnd til Moskvu til að skála við fulltrúa þess anga sovétstjórnarinnar, sem heitir Alþýðusamband Sovétríkjanna. Auk Ásmundar verða þar Guðríður Elíasdóttir og Karvel Pálmason alþingis- maður! För þingmannsins minnir á nýlega sneypuför þriggja þingmanna til Moskvu, þar sem þeir létu teyma sig milli veizluhalda og áróðursprédikana. Allar eru þessar austurgöngur einkar hvimleiðar eins og nú stendur á. Auðvitað verður að reyna að hafa eitthvert samband við ráðamenn þar eystra, þótt ekki verði séð, að hinir íslenzku ferðalangar séu bógar til að sannfæra þá um nokkurn hlut. En undanfarna mánuði hafa aðstæður ekki verið venjulegar. Nær væri, að hinir veizluglöðu alþýðusambands- menn og þingmenn svöruðu gylliboðum frá Sovétríkj- unum með því að segja, að engar verði austurferðir meðan sovézkur her sé í Afganistan og meðan sovét- stjórnin ógni Pólverjum. Stöðug vinalæti af hálfu íslendinga um þessar mundir eru til þess eins fallin að sannfæra sovétstjórn- ina um, að allt sé eins og það eigi að vera, þrátt fyrir til- raunir til þjóðarmorðs í Afganistan og hótanir gagn- vart Póllandi. Auk þess hljóta að vera einhver siðferðileg takmörk fyrir því, hversu unaðslega menn geta velt sér upp úr gjöfum sovétstjórnarinnar eða þess anga hennar, sem heitir Alþýðusamband Sovétríkjanna. Þetta er eins og aðtaka við mútum. mmm ogíFrakklandi Annar sólbaðsmaður hefur vakið furðu upp á sið- kastið. Það er Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra, sem hélt sig í Frakklandi meðan hrundi heilbrigðis- þjónusta íslenzkra sjúkrahúsa í hinni illræmdu fjár- kúgun lækna. Þótt sími sé til margra hluta nytsamlegur, kemur hann ekki í staðinn fyrir þrotlaust starf á staðnum, í sjálfri eldlínunni. Svavar brást, þegar hann flúði úr landi einmitt í fyrsta skipti, sem eitthvað átti að reyna á hann. Vegna fjarvistar Svavars þurftu tveir aðrir ráðherrar að koma til skjalanna með öllum þeim töfum, sem fylgja, þegar nýir menn eru að setja sig inn í málin. Sólbað heilbrigðisráðherrans tafði fyrir lausn deilunn- ar. Fjárkúgun læknanna var einhver alvarlegasta aðför að íslenzku þjóðskipulagi, sem gerð hefur verið um nokkurt árabil, og á því miður eftir að draga dilk á eftir sér. Á slíkri örlagastundu á ráðherrann að vera við. Barnamorðin í Atlanta: Þung ásökun á bandanskt stjómkerfi Mánudaginn 22.6., rak ég augun i Dagblaðsfrétt sem bar fyrirsögnina: Ljósmyndari ákærður fyrir eitt Atlantabarnamorðanna 28. Þótt greinin sé ekki merkt neinni frétta- stofu, geri ég ráð fyrir að hún sé komin frá Reuter eða annarri ámóta stofnun. Svo sem kunnugt er, eru fórnarlömb barnamorðingjanna i Atlanta svertingjaböm, yfirleitt á aidrinum 10—15 ára. Það olli mér því mikilli furðu aö komast að þvi að 28. „barnið” væri 27 ára gamalt. Hverjum dettur í hug að 27 ára gamall maður sé barn? Þetta skiptir máli m .a. vegna þess að i vitund fólks eru bamamorð ekki það sama og morð á fullorðnu fólki, þau eru svo ólýsanlega óhugnanleg. Atlanta er stór borg og hef ég ekki heyrt annað en þar hafi ríkt sama glæpaöid og annars staöar i Banda- ríkjunum. Það var þvi litil ástæða fyrir fréttastofuna að bendla umrætt morð við barnamorðin. Ástæðan fyrir þvi að svo var getur aöeins verið dn: þarna var á ferðinni svertingi sem grunaður er um að hafa myrt, svertingja. Málið er að yfirvöld í Bandarikjunum og fjölmiðlar hafa reynt eftir megni að afla þeirri skoðun fylgis, að barnamorðingj- amir séu ekki hvítir kynþáttahatarar sem flest bendir til, heldur svertingjar. Óhugnanlegar kynþáttaofsóknir Að minu mati em barnamorðin þaulskipulagðar kynþáttaofsóknir, einhverjar þær óhugnanlegustu siðan Kjailarinn Helgi M. Sigurðsson i kjölfar borgarastriðsins 1860— 1865 og á blómaskeiði Ku Klux Klan á 3. áratug þessarar aldar. Þær þjóni einnig sama tilgangi og fyrri ofsóknir, þ.e. að troða á svertingjum almennt, kúga þá til undirgefni; en þeir eru allra manna réttlausastir í Bandarfkjunum. Annar möguleiki sem manni kemur i hug er að um sé að ræða geðveikan mann, sbr. Yorkshiremorðingjann. En hann er harla litill. Það vekur óneitanlega grunsemdir að það skuli ekki vera búið að upp- lýsa eitt einasta af öllum þessum morðum. Þó heldur lögreglan því fram að hún sé búin að vinna sérstak- lega vel að málinu, heyrst hefur að ^ „Það olli mér því mikilli furðu að komast að því, að 28. „barnið” væri 27 ára gamalt.” alríkislögreglan sé farin að aðstoða, sérstakar fjárveitingar hafi verið út- vegaðar o.s.frv. Eina ástæðan fyrir þvi að árangur er enginn, hlýtur að vera sú að lögregian haldi samt sem áöur að sér höndunum í málinu. Þetta er þung ásökun á bandarískt stjórnkerfi, en flest styður hana. 1 fyrsta lagi hefur lögreglan ekki séð ástæöu til aö rannsaka þær upplýs- ingar sem hún hefur fengið og beinst hafa að hvitum mönnum. Meðal annars tilkynnti eitt fórnarlambið, Patrick Baitazar, skömmu fyrir dauða sinn lögreglunni um að hvítur maður hafi reynt að tæla sig inn i bíl. Einnig hefur hvítur maður í lögreglu- bil nokkrum sinnum sést reyna að tæla böm inn í bíl til sin. Enn má geta þess, að svertingi var handtekinn fyrir að skjóta á hvítan mann sem var að tæla til sín blökkubarn; en engin rannsókn fór fram á hegðun hvíta mannsins. Ofan á þetta bætist að þótt bæði Ku Klux Klan og nasistasamtök starfi i Atlanta, hefur ekki þótt ástæöa til að rannsaka starfsemi þeirra. Hefur leiötogi í KKK jafnvel haidiö því fram í sjónvarpi, að í lögreglu borgarinnar væru KKK-féiagar. Hefur KKK nýlega lýst yfir að það væri að undirbúa „kynþáttastríð á landsmælikvarða” i þjálfunarbúðum í Alabama. Á hinn bóginn hefur lögreglan i Atlanta fordæmt myndun svartra eftirlitssveita i borginni. Og til þessa hafa bæði yfirvöld og fjölmiðlar reynt eftir megni að skdla skuidinni á fjölskyldur fórnarlambanna, aðgæsluleysi þdrra o.s.frv. En ólgan meöal almennings út af þessu máli fer vaxandi. Eru bæði samtök svertingja og verkalýösfélög byrjuð að skipuleggja kröfugöngur og aðrar aögerðir. Er þvi von um að yfirvöld verði knúin til að stöðva þennan óhugnað. Helgl M. Sigurðsson kennaii. ft»)ýðlí)#n9n póHandi sósíatísk Byltingin i Póllandi heldur áfram — ennþá án blóðsúthellingar, en ekki án átaka. í eðli sinu er byltingin i Pól- landi eins og aörar byltingar þar sem undirokuð alþýða berst fyrir þvi að velta kúgandi valdastétt úr valdastóli. Um rás atburöa og þróun byltingar- innar gegnir nokkuð öðru máli þar sem pólskt þjóöfélag og efnahags- kerfi er ólikt þvi sem við þekkjum almennt úr vestrinu, og þaðan sem byltingar almúgans hafa gerst, t.d. miðstýring og rikisrekstur. Forkólfar pólsku byltingarinnar hafa, eins og raunar aðgerðir Samstöðu sýna,

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.