Dagblaðið


Dagblaðið - 29.06.1981, Qupperneq 15

Dagblaðið - 29.06.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUÐAGUR 29. JÚNÍ1981. 33 1/3 sn 23 1/3 sn ... 33 1/3 sn 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn Blondie—Autoamerícan: GRÍPANDITÓNLIST DJARFLEGA ÚTSETT Frank Zappa—Tinseltown rebellion: Ekkert nýtt undir nál- inni á þessum bænum Fyrir þá, sem lítið sem ekkert hafa hlustað á Frank Zappa um ævina, er nýjasta afsprengi hans, Tinseltown rebellion, ágætis gripur í flesta staði. Fyrir hina, sem gera meiri kröfur til karls og þekkja hann af öðru betra, vekur þetta tveggja platna hljómleika- albúm fleiri spurningar en það svarar. Það er ekki langt síðan Zappa sendi frá sér tvöfalt hljómleikaalbúm undir nafninu Live in New York. Munurinn á þessum tveimur er harla lítill. Ekkert nýtt kemur fram frá kappanum og ef nokkuð er hafa lög hans gerzt aðgengi- legri fyrir almúgann. Hann vill sjálfur halda því fram að smekkur almennings hafi lagað sig að hans tónlist en þeir eru fleiri sem vilja ætla að Zappa leggi snörur sínar i ríkara mæli en áður fyrir saklaus tóneyru hversdagspopparans. Þótt Tinseltown rebellion bjóði í rauninni ekki upp á neitt nýtt hefur hún marga kosti, sem skrýtt geta eina plötu (reyndar tvær í þessu tilviki). Hljóð- færaleikur er allur frábær eins og vana- lega þegar Zappa á í hlut og engir miðlungstrimmarar við hljóðfærin hjá honum venju fremur. Upptakan er listilega vel gerð í flestum tilvikum og þetta eitt gefur albúminu hörkugóðan svip. Það er hins vegar innihaldið, en ekki umbúðirnar, sem skipta öllu máli (hver nefndi diskó?). Flest laganna eru keim- lík mörgum Zappa-standördum þótt ný af nálinni eigi þau að vera. Samtöl hans við áheyrendur eru löngu orðin fræg að endemum og hann lætur ekki deigan síga hér fremur en fyrri daginn. Samt er eins og allan neista vanti I þetta. Kappinn er búinn að vera í þessum bransa á þriðja áratug og því í raun ekkert óeðlilegt að hugmyndabrunnur- inn sé tekinn að grynnka eftir útgáfu ótal hljómplatna á ferlinum. Það er hins vegar ekkert sniðugt lengur þegar stórkall á borð við meistara Zappa er farinn að endurtaka sig með æ skemmra millibili. Ég vísa því til upphafsorða minna. Gott fyrir Zappa-byrjendur, en fyrirhina: ,,What elseisnewintown?”. -SSv. Við vorum ámóta grallaralausir ég og enski plötusnúðurinn hjá Radio 1 þegar hann spilaði The Tide Is High í fyrsta skiptið öðru hvoru megin við fæðingarhátíð frelsarans. Hljómsveitin Blondie var jú þekkt fyrir að fikta dálítið við stíla sem sjaldan eöa aldrei heyrast I vinsælustu dægurtónlistinni um þessar mundir. En lag með vestur- indísku dansbíti — því átti tæpast nokkur von á. Þannig er stærstur hluti LP plöt- unnar Autoamerican. Alls kyns tónlist sem skilgetnu afsprengi pönks og ný- bylgju dytti ekki í hug að láta frá sér fara, — nema hljómsveitinni Blondie. Og það er kannski vegna þessarar djörfungar sem hljómsveitin er orðin ein sú vinsælasta í heimi. Og hvað er svo boðið upp á á Auto- american? Jú, fyrrgreint The Tide Is High sem í fyrstunni hljómar eins og reggaenauðgun með Boney M en vinnur alveg ótrúlega vel á. Þarna er diskólag í svonefndum „rap” stíl. Enda nefnist lagið Rapture. Það hlaut fádæma góðar viötökur í Bandaríkjun- um þegar það kom út á tveggja laga plötu. Sömuleiðis hefur það verið mjög vinsælt á diskótekum. Að mínum dómi er það eini svarti bletturinn á plötunni, einstaklega leiðinlegt eins og reyndar öll „rap” lög. Fleira merkilegt ber fyrir eyru á Autoamerican. Here’s Looking At You er útsett á svipaðan hátt og væmin dægurlög á fjórða áratugnum. Það er með það eins og The Tide Is High að þó að það hljómi fráhrindandi í fyrstunni vinnur það vel á. Ekki gleymast rokklögin. Go Through It, Angels On The Balcony, T-Birds eiga áreiðanlega möguleika á að ná langt ef þau verða gefin út á litlum plötum. Þá er Do The Dark ekki síðra diskólag en Rapture. Autoamerican er fimmta LP plata Blondie. Fyrsta platan vakti fremur litla athygli en fjórar þær seinni hafa orðið mjög vinsælar. Hljómsveitin vakti fyrst athygli með lögunum Denis og (I’m Always Touched By Your) Pre- sence Dear af LP plötunni Plastic Letters. Síðan hefur látunum ekki linnt. Næta plata, Parallel Lines, var uppfull af hressilegum og grípandi lög- um. Reyndar minnti hún á svonefndar „greatest hits” plötur annarra tón- listarmanna. Svo tíl hvert einasta lag hittí í mark. Minnisstæðasta lagið af Parallel Lines er Heart Of Glass, sem var gefið út í ótrúlega mörgum út- gáfum, bæði diskóuðum og rokk- uðum. Næsta LP plata, Eat To The Beat, hlaut ámóta góðar viðtökur og Parallel Lines. Á henni eru einnig nokkur lög sem urðu vinsæl um allan heim. Loks er svo að geta lagsins Call Me, hliðar- spors á ferli Blondie, sem hljómsveitin flytur í myndinni American Gigolo. Það varð vinsælasta lag ársins í Banda- ríkjunum í fyrra. Áf framansögðu má sjá að hljóm- sveitin Blondie hefur náð gífurlegum vinsældum á örfáum árum. Fyrst og fremst er það að þakka grípandi tónlist og upptökustjórum sem vita hvers konar músík ungdómurinn vill. Liðs- menn Blondie eru allir þokkalegir hljóðfæraleikarar og skila nákvæmlega þvi sem þeir þurfa. Hvorki meira né minna. Sennilega á þó hljómsveitin mest velgengni sína að þakka söngkon- unni Debbie Harry. Þó að rödd hennar sé ekki sterk né tilþrifamikil þá er hún aðlaðandi og sexí. Ekki spillir það fyrir að konan lítur dável út og á sér vafa- sama fortíð. Þar með á hún greiðan að- gang í slúðurdálka blaða um allan heim og Ult umtal er betra en ekkert. — En það er ekki vegna umtalsins sem Blondie hefur náð að verða ein vin- sælasta hljómsveitin í heimi. Þegar svo ber undir eru verkin látin tala. - ÁT 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . -■ ' ' 7 DuiTys duga vel og fara vel.hvemíg sem á stendur. Frábær sníö meö beinum skálmum og þrengdum. EFNI'- TwiII, khaki.dením og rifflað flauel

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.