Dagblaðið


Dagblaðið - 29.06.1981, Qupperneq 18

Dagblaðið - 29.06.1981, Qupperneq 18
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981. £ Menning Menning Menning Menning f—— Um helgi kemur Morgunblaðiö út í tvennu lagi, 80 bls. að stærð, allt upp undir helmingur efnisins auglýsingar. Þetta blað er samkvæmt fjölmiðla- könnun Hagvangs lesið af ríflega 70% landsmanna. Énn fleiri lesa þó Morgunblaðið í Reykjavík og grennd — yfir 80% af íbúum höfuðborgar- svæðisins sýkna daga sem helga. Þetta er augljóslega allt annað úthald og afkoma en hjá öðrum blöðum. Enda er staða Morgunblaðsins á íslenska blaðamarkaðnum áreiðan- lega einsdæmi á meðal siðaðra þjóða. Mettaður markaður? Prentaö upplag Morgunblaðsins- hefur undanfarin ár verið talið 42— 43.000 eintök að meðaltali, þótt að sönnu liggi engin formleg staðfesting fyrir á þeirri tölu. Nýting upplagsins er að sögn mjög góð, enda er allur þorri þess seldur í áskriftum. Það má því ætla að blaðið berist daglega inn á 30—40.000 heimili í landinu. Hvernig á að margfalda þá tölu — með 2,3 eða 4 til að nálgast rétta les- endatölu blaðsins? Hvernig sem það dæmi er reiknað hygg ég að það komi um síðir heim við niðurstöðu Hag- vangs, að Morgunblaðið sé daglega lesið af allt að því tveimur þriðju- hlutum landsmanna á aldrinum 16— 67 ára, og fleiri þó í Reykjavík og grennd. Ætli þeir sem yngri eru og eldri, en bera við að líta í blöð, lesi ekki líka Moggann í eitthvað svip- uðum mæli? Það má þá lika ætla að upplag blaðsins sé í hámarki, markaður þess- mettaður, þegar svona er komið. Og þó. Skyldi kannski Morgunblaðið, með daglegri dreifingu út um allt land, geta aukið upplag sitt á lands- vísu til jafns við það sem er í Reykja- vík. Viðgangur síðdegisblaðanna, eftir tilkomu Dagblaðsins, starfar sumpart af því að þau hafa fært kvíar sínar út fyrir höfuðborgarsvæðið og náð verulegri dreifingu út um allt land. Af öllu þess má ennfremur ráða hve föstum fótum Morgunblaðið I stendur á markaði sínum, hagur þess Aukatekjur Vinnið ykkur inn alll m) 1000,- kr. uuka á viku . mcð léttri hcimu- Jrístunduvinnu. Bickliny k mc<) u.þ.b. 100 ábcndinyum um auðvcldan hcimilisidnaó, vióskipti, umboósvcrzlun cóu póstvcrzlun scndum vió ykkur gegn kr. 50,00, fjaldi. 8 dapa frcstur til aó cndurscnda bœkl- • injiinn oy fá fjaldió cnduryrcitt. An buróarfjalds f’Cf'n fyrirframprcióslu, cn, buróarfjald yrcióist cf scnt cr I póstkröfu til ykkar. Handelslageret Allegade 9, 8700 Horscns — Danmark. MÁTTUR H/F Sími 22590 Sló í gegn!!!!! öldungis óhultur fyrir samkeppni annarra blaða. Það er deginum ljósara hve hagur síðdegisblaðanna, sem næst því komast að þrífast ásamt Morgunblaðinu á markaðnum, er allur miklu valtari. Upplag þeirra er auðvitað minna og nýtist auk þess verr þar sem þau eiga minni styrk í áskriftum, meira undir lausasölu komið með öllum þeim sveiflugangi sem þar getur orðið, auglýsingar þeirra án efa hlutfallslega mun minni en í Morgunblaðinu. Landamæri lífs og dauða Um þessa hluti, magn og hlutfall auglýsinga eða annars blaðaefnis, af- not lesenda af öllu þessu prentmáli, liggur að vísu engin vitneskja á lausu í fjölmiðlakönnunum. Rétt til að gá hvernig auglýsingum væri háttað á líðandi stund fletti ég blöðunum um fyrri helgi. Lauslega talið virtust mér auglýsingar 40—45% af öllu efni Morgunblaðsins á sunnudegi, 35— 40% af efni Dagblaðsins, 30—35% af Vísi á mánudegi, sem trúlega eru þeirra bestu auglýsingadagar. í Tím- anum á laugardegi ásamt hinum nýja Helgar-Tíma var auglýsingahlutfall aðeins 15—20%, 20—25% í Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans, en í Helgar- blaði Vísis tæplega 40%. í Helgar- póstinum var auglýsingahlutfallið um 20%. Vera má að fánýtt sé að grafa um það heilann hvort Morgunblaðið sé gott blað eða vont — hvort heldur reynt er að meta það sem „heimilis- blað” gervallra landsmanna eða „borgaralegt málgagn”si'i í lagi.Það er bara svona. Saman við hvað á að bera blaðið svo mark sé að, heims- blöð á alþjóðavisu eða nálægari nor- ræn borgarablöð, gömul og gróin? Auðvitað verður að virða til verksins sérstöðu blaðsins á markaðnum. Og heilmiklir yfirburðir felast auðvitað í einni saman stærð þess og fyrirferð, auglýsingum og útbreiðslu. Saman- burður eins og ýjað var að gefur samt til kynna hvort blaðið ræki það hlut- verk, standist kröfur um efnisval, efnisvöndun, fjölbreytni efnisins, allt greindarstig blaðsins í stystu máli sagt, sem með sanngirni má gera til þess. Kannski Morgunblaðið sé eins og veðrið, eitt af því sem landsmönn- um og lesendum þess er gert að lifa við í blíðu og stríðu. En er það samt alveg áreiðanlegt að við dyggir og tryggir lesendur þess eigum ekki skiliðbetrablað? Að sögn Frjálsrar verslunar I vetur um afkomu blaðanna gengu þau öll með tapi árið sem leið nema Dag- blaðið og svo auðvitað Morgun- blaðið. Afkpma Helgarpóstsins var að sögn alveg sæmileg, en samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs nær blaðið vikulega til rúmlega þriðjungs, 36,5%, landsmanna. Eftir því ætti upplag Helgarpóstsins ekki að vera minna en meðalupplag Visis. Og hann er að vísu þriðjungi dýrari en önnur blöð. Trimmað f söfnuði Helgarfárið í blaðamennsku og blaðaútgáfu, öll hin sérhæfðu helgar- blöð í seinni tíð eru sjálfsagt sprottin af markaðs-ástæðum þeirra allra í senn, örþrifa tilraun að ginna til sín lesendur hvert frá öðru og halda um leið þeim gömlu, góðu við efnið. Þjóðviljinn varð víst fyrstur til að hasla sér þennan völl, og var þá raunar veruleg nýjung að blaðinu. Víst hefur það sérstöðu á meðal helgarblaðanna enn í dag. En það kann að vera vandi að viðhalda henni, hafa hæfilega fjölbreytni á efninu og halda þó þeim stíl og stefnu sem blaðið kýs. Ættfræðiþáttur, sunnudagsgreinar Árna Bergmanns, vikulegur Flosi standa auðvitað dável fyrir sínu, og pólitískar greinar flokksmanna og þingmanna kannski líka í sinn lesendahóp. En ósköp fannst mér dauflegt á dögunum að lesa um Keflavíkurgöngu, komma- trimm og fyrirhugaða sólskinsferð flokksmanna í Þórsmörk — og hef þó einlægasamúð með málstað göngu- manna og gaman sjálfur af útiveru og gönguferðum. Þarf ekki að ganga í flokk til að fara í Þórsmörk. 1 Þjóð- viljanum er alltaf ósköp grunnt á ein- hvers lags safnaðarhyggju, og fara þá blaðamenn og greinahöfundar að tala íbyggilega um „blaðið sitt” hver við annan. Það er eins og öðrum komi það ósköp lítið við. Eftir sem áður verður helgarblað að sinna flokkslegri og pólitískri skyldu — af því stafar sá afkára- skapur í Þjóðviljanum (og Alþýðu- blaðinu) að þar eru jafnan tveir leiðarar á laugardegi. Rödd blaðsins má fyrir enga muni falla niður úr samkór leiðarans í útvarpinu á sunnudagsmorgni. Og af leiðaralestr- inum helgast auðvitað hvað unnt er að segja og skrifa í leiðaragrein. Ekki einu sinni Dagblaðið hefur treyst sér til að hrófla við sjálfu hinu hefð- gróna leiðaraformi. Önnur helgarblöð eiga það sam- merkt með Þjóðviljanum að pólitísk kjölfestaverður að vera. í Helgar- Tímanum sópast ungir menn um á bæði borð, og veitir ekki af, en innan um allt það létta lesmál sem þeir gefa af sér stendur hefðbundinn leiðari um byggðastefnu og sunnudagshug- leiðing um hugsjónir framsóknar- manna. Blakta þar eins og dálítið slitnir tóbaksklútar á snúru milli stæltra stólpa hinnar nýju popp- blaðamennsku. Pólitiska ritstjórnin á Vísi er kannski ögn meira í stíl við efni blaðsins að öðru leyti. En líka þar var allt í sínum föstu skorðum um fyrri helgi: hefðbundið „komma- trimm” ihaldsmanna í pólitík og blaðamennsku útbreitt á heilli opnu. Líklega er allt hitt efnið í helgar- blöðunum einkum til þess ætlað að ginna hrekklausan lesanda til að meðtaka líka þessa ósköp. Enga laðar pólitík þeirra af sjálfsdáðum að blöðunum. Tvisvar feginn Hin nýju og nýlegu helgarblöð eiga það sem sé sammerkt með hversdags- blöðunum, þegar farið er að lesa þau, hvað þau eru alveg einkennilega lík sín á milli. Þetta er kannski ekkert skrýtið ef gáð er að mannskapnum sem fyrir nýmælum stendur á blöðunum. Ekki bara ritstjórn Helgarpóstsins heldur líka Helgar- Tímans nýja óx upp, ef svo má segja, liðkaði sig til hinna stóru átaka í blaðamennsku á Helgarblaði Vísis. Það er ekki nóg með að leiðara- greinar og sunnudagshugvekjur þeirra séu líkar og skyldar, en svart- höfði og staksteinn hvíla lúin bein á helgum degi. Einatt er eins og annað efni sé líka samið við sama leist, stór- eflis viðtöl við „kunna menn”, all- ténd af öðrum viðtölum, og styttings- legri viðtalsgreinar við „fólk í frétt- unum”, popp-síðurnar, matarupp- skriftirnar og „fyndnu síðurnar” í Helgarpóstinum, Þjóðviljanum og nú síðast í Vísi. Líkast til eru stóru viðtölin stássið í blöðunum öllum og snúast oftar um persónulýsingu en neitt eiginlegt umtalsefni. Aðalmálið virðist stundum vera að birta sem flestar myndir af viðmælanda hverju sinni: nýr Helgarpóstur kemst upp í tuttugu myndir af einni konu í hinu fasta opnuviðtali blaðsins. Allt í lagi með þetta. En af því hvað helgarblöðin eru lík og skyld og eiginlega eins leiðir líka að því virðast beinlínis líkamleg takmörk sett hvað unnt er að lesa mikið af þeim. Ég segi fyrir mig að feginn gríp ég helgarblað á förnum vegi, og á þá oftast völina um Helgarpóstinn, Helgar-Vísi, Helgar-Tímann. Allt í lagi að lesa eitthvert þeirra. En verði þau fleiri er það segin saga að brátt slær svima yfir höfuð, klígju fyrir brjóst, setur að manni óviðráðanlega geispa. Ef fleiri lesendum er svona farið eru því augljósleg takmörk sett hvað blaðamarkaður getur vaxið um helgi. Fyrr en varir verða allir sofnaðir. Ráð er til við þessu: bara fækka hinum virku útgáfudögum. Það gerði Þjóðviljinn, felldi niður reglulegt laugardagsblað og gefur í staðinn út Sunnudagsblað á laugardegi. Með þessu móti má spara fé I prentun og dreifingu og minnka blað þótt það sýnist stækka. Sami kostur blasir raunar við Tímanum, ef auglýsingar aukast ekki brátt í blaðinu, að sam- eina laugardagsblað og helgarblað í einni útgáfu. Bágt að sjá fjárhags- grundvöll útgáfunnar eins og henni er nú háttað. Burt f rá pabba og mömmu Helgarpósturinn kemur á föstu- degi, 32 bls., Þjóðviljinn er 32 bls. á laugardegi, Helgar-Vísir 36bls„ Tím- inn er tvískiptur, 48 bls. eins og er. Er nokkuð magiskt við þessar tölur? Á sunnudaginn sjálfan stendur Moggi aleinn uppi með allar auglýsingarnar. Það er eins og hann verði ævinlega ofan á hvernig sem annað veltist. En hitt væri ekki minni nýjung en hvað annað ef auðið væri að gefa blað út daglega, alla sjö daga vikunnar, hér eins og annarstaðar. Og þyrfti ekki að vera öldungis eins og hin blöðin. Hvort blað stækkar við helgarút- gáfu er vel að merkja ekki bara undir blaðsíðutali komið. Endanlega er það efni þess sem máli skiptir, hversu frá- breytt það reynist hinu virka og hversdagslega málgagni. Tilbreytni, fjölbreytni efnisins á væntanlega að laða lesendur, nýja og gamla, að helgarblaði og halda þeim við efnið ef þeir byrja að lesa. Að öllu þessu leyti er líklega Helgarpósturinn fróð- legra blað en helgarútgáfa flokks- blaða. Það er nú einsamalt vikublað á_ markaði þar sem áður hafa tíðkast bæði pólitisk vikublöð, eins og Frjáls þjóð, og svo slúðurblöðin, Mánu- dagsblaðið og Vikutíðindi og hvað þau hétu. Og hefur að sjálfs sín sögn og annarra fengið hljómgrunn á við önnur markaðshæf blöð. Helgarpósturinn óx af síðustu leifum Alþýðublaðsins. En hætt er við að hann hafi ekki reynst flokk né blaði neinn „vitaðsgjafi”, hafi ein- hver átt þess von — nú er helst að sjá að hvorugt blaðið viljið við annað kannast. Sú var tíðin að áhugamenn um Alþýðubl^ðið bollalögðu i sinn hóp hvort ekki væri skynugt að leggja blaðið niður í sinni þáverandi mynd, gera það í staðinn að viku- blaði sem með einhverju móti gæti staðist á markaði. Auðvitað var þetta aldrei raunhæf hugmynd, því réð lög- mál flokkshyggjunnar, lífsnauðsyn flokksmanna, nýkrata eins og forn- krata, að hafa sitt eigið blað og eigin daglegan leiðara. Og svo mikið er víst að slíkt pólitískt vikublað, í nýjum stíl eða gömlum, átti Helgarpóstur- inn aldrei að verða. En hvað er hann þá? Það er ekki nóg að losna við póli- tíska líkið úr lestinni, eitthvað hlýtur að koma í staðinn. Oft sýnist líka Helgarpósturinn, enn sem komið er, dálítið eins og barn sem villst hefur á burt frá for- eldrum sínum, veit ekki glöggt hvað hann vill — nema hitt að heim til pabba og mömmu vill hann aldeilis ekki aftur. Og það má vera að þar birtist hin nýja helgarblaðamennska í sinni skýrustu mynd, með kostum sínum og göllum. Stundum er í Helgarpóstinum talað um „lögmál blaðamennsku” sem þar ráði ríkjum. Er lögmál hinnar nýju blaðamennsku eingöngu reglan um minnstu fyrir- stöðu, sem reyndar er arftekin frá flokksblöðunum, að auðveldast sé að segja sem fæst í sem flestum orðum? Markmið þess að gefa út blað — bara það aðgefaútblað. Þá verður að vísu fróðlegt að sjá hvort blaðið stenst til framtíðar, eins- amalt, búið að afneita uppruna sin- um, án verulegra auglýsinga, blað til þess eins að lesa það. Hvað sem stendur i þvi. Og í vaxandi sam- keppni við helgarútgáfu hinna blað- anna á hinum sama málæðismarkaði. Þá kann að reyna á það hvort blaðið hefur að endingu eitthvað að segja sjálft, fær um síðir málið. Ein- hvern veginn finnst mér að það sé enn ekki orðið. Fjöl miðlun ÓLAF'JR JÓNSSO

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.