Dagblaðið - 29.06.1981, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981.
33
Amarvatnsheiði:
Sögur af mokveiði flestar heimatilbúnar
—enda hef ur f iskurinn minnkað til muna
Marga fýsir að renna fyrir góöan
silung og fá kannski töluvert af honum.
En það er alls ekki alltaf hægt. Á
Arnarvatnsheiði eru mörg góði veiði-
vötn, enda leggja margir þangað leið
sina á hverju sumri, bæði til að renna
fyrir silung og að skoða sig um. Á
Arnarvatnsheiði er víðast fallegt. Flest
eru vötnin á heiðinni frekar grunn.
Bæði veiðast bleikja og urriði i þeim.
Um stærð fiskjarins fara ekki miklar
sögur nú síðustu árin. En hér áður fyrr
veiddu menn þá stóra á heiðinni. Sumir
fiskarnir voru víst um 6—7 kíló, en það
er löngu liðin tíð. Voru þá vötnin lífs-
björg þeirra sem þangað leituðu til
fæðuöflunar. En nú síðustu árin hefur
margt breytzt. Nú fara menn á heiðina
til að hafa gaman af. Því nóg er af
vötnunum, svo sem Arnarvatn stóra,
Arnarvatn litla, Réttarvatn, Gunnars-
sonarvatn, Úlfsvatn, Hávaðavatn,
og Veiðitjöm svo einhver séu nefnd.
Núna er tíminn kominn sem land-
inn leggur leið slna á vit heiðanna.
Vitað er að fiskurinn hefur minnkað til
muna en kannski fjölgað aðeins. En
það er bara ekki það sem veiðimenn
vilja. Færri en stærri. Kannski þarf að
grisja vötnin á heiðinni? Þeir stóru
fiskar sem Arnarvatnsheiðin var fræg
fyrir á sínum tíma sjást varla lengur.
Því miður.
Það er óhætt að segja að sumir leggi
töluvert á sig fyrir veiðiskapinn. Fyrir
skömmu lögðu nokkrir vaskir náungar
á Arnarvatnsheiðina. Fengu þeir tölu-
vert af fallegum fiski. Sá stærsti vó um
5 pund en flestir voru fiskarnir frekar
smáir. Þó veiðiveður hafi nú ekki verið
uppá það bezta, frostið var stundum
4—5 stig. Já, útiveran er spennandi og
þess vegna ættu allir sem hafa áhuga á,
að skella sér. En nú hafa oft verið
sagðar svaka veiðisögur þarna af heið-
inni. Um þetta sagði einn af heiðarför-
unum: „Það er hægt að fá töluvert af
fiski þarna en hann er smár. Þær sögur
sem maður er að heyra um að sumir
Korpa er ennþá
steindauð
—búið að kaupa veiðileyf i fyrir
8520 krónur
Hvort skyldi vera betra að sitja inni í
veiðihúsi eða standa útí á í slagveöurs
regni? Vera inní veiðihúsi. Það gerðu
veiðimenn við Korpu líka á laugardags-
kvöldið. Enda hárrétt, veiðivonin var
engin. Já, það eru heldur bragðdaufar
fréttir sem berast frá Korpu. Veiðileyfi
fyrir 8520 kr. farin fyrir lítið. Sem er nú
heldur mikið fyrir ekki neitt. Maður
hefur verið að velta því fyrir sér uppá
síðkastið hvort Korpa væri ekki heppi-
leg útlendingaá. Hvernig væri að selja
útlendingum þessa daga? Er ekki alltaf
verið að tala um að veiðimagnið skipti
ekki neinu máli? Þetta væri nú athug-
andi. Svo gætum við fengið góða á í
staðinn.
-GB
FRÁ HÚSEYJARKVÍSL
j Skagafjaröarsýslu eru ár flestar kaldar og vatnsmiklar fram eftir sumri
vegna leysinga. í Húseyjarkvisl er samt gaman að renna fyrir lax og silung.
Enda margir góflir veiðistaðir i ánni.
Mynd Benni Alfreð.
mokveiði stóran og fallegan fisk eru
heimatilbúnar með öllu. Við höfum
farið þarna sumar eftir sumar. Trölla-
sögur standast ekki lengur. Sumir
þykjast veiða mðrg hundruð.” En
hvemig skyldi aðbúnaðurinn vera og
aðstaðan? Mætti koma upp einhverri
aðstöðu til hægðarauka, fyrir þá sem
í--—Y
VEIÐIVON
i\
leggja leið sína á heiðina. Það er til
dæmis aðeins einn kamar á allri
heiðinni.
En hvernig skyldi hafa veiðzt síðustu
dagana og hvað skyldi kosta að renna?
Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli er
manna fróðastur um þessa hluti. Hann
hafði meðal annars þetta að segja:
„Verð á deginum hjá okkur er 100
krónur. Það hefur vel veiðzt en fiskur-
inn er smár. Það er furðugott að
komast upp eftir núna.”
-GB
Grandos
MOCCA
Frostþurrkað
Vantar þig bíl til þess að feróast á
í sumarleyfinu?
Ef svo er þá getum við boðið þér úrval af Skoda á frábærum
kjörum. Þú geturvalið úr árgerðum og þannig fundið
nákvæmlega þann bíl sem þér hentar best.
Þú hringir eða kemur í heimsókn og þá er hann Halli reiðu-
búinn til þess að veita þér allar upplýsingar og aðstoða þig
eftir bestu getu.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
I sumarleyfid á
„nýjum,,
notuóum SKODA