Dagblaðið - 29.06.1981, Side 28

Dagblaðið - 29.06.1981, Side 28
c ískalt beven up. hressir betur. Vinningur vikunnar: Crown-sett frá Radfó- búðinni Vinningur í þessari viku er Crown-sett frá Radióbúðinni. Skipholti 19. Reykjavik. I vikunni verður birt, á þessum stað í biað- inu, spurning tengd smáauglýsing- um Ðaghlaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður síðan birt daginn eftir i smáauglýsingum og gefst honum tœkifœri á að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu Crown-setti, ríkari. frjúlst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 29. JÚNÍ 1981. TveirÞjóðverjar hætt komnir: Ætluðu að róa upp Ölfusá Tveir Þjóðverjar voru hætt komnir á öifusá i gærmorgun. Þeir höfðu séð á landakorti að áin var breið og lá langt upp í land og hugðust róa upp hana á bátum. Þeir voru með 2 báta, annan undir sjálfa sig og hinn undir farangur. Þeir ýttu á flot skammt fyrir ofan brúna við Selfoss og hugðust róa uppeftir. En straumurinn varð þeim sterkari og þá hrakti stjórnlaust niður ána. Lögreglumenn og aðrir Selfoss- búar stóðu agndofa á bakkanum og leizt ekki á blikuna en fengu ekkert að gert. Við kirkjuna steytti báturinn á kletti og skreiddust Þjóðverjarnir i land kaldir og hraktir en að öðru ieyti heilir. Létu þeir lítt af islenzkum ám til róðrar. á eftir. -DS. Tíu ára telpa, Eva Vilhjálmsdóttir, varð viðskila við ferðahóp i Þórsmörk á laugardaginn og fannst hún ekki fyrr en um 10-leytið í gærmorgun. Aðdragandinn var sá að Alþýðu- bandalagsfólk úr Reykjavik var i Þórs- merkurferð. Foreldrar telpunnar, Stefanía Júliusdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson, brugðu sér i gönguferð um kl. 17 á iaugardag, en telpan varð eftir í leik með öðrum börnum Stefania og Vilhjálmur sneru aftur úr göngunni um kl. 21 og var Evu þá hvergi að finna. í Mörkinni var fjöldi fólks og skipulögð leit hófst um kl. 23. Skilyrði voru slæm vegna þoku. Um miðnættið var reynt að ná talstöðvar- sambandi við byggð, en tókst ekki, og var því ekið á Hvolsvöll. Þegar þangað kom, kl. 2 um nóttína, voru kaUaðarút hjálparsveitir af Suðurlandi og komu þær I Þórsmörk um 4-leytið. Þyrla Landhelgisgæzlunar lentí á HvolsvelU kl. 6 en komst ekki í Þórsmörk fyrr en kl. 8.30 vegna þoku. Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði var kölluð út með sporhund og fann hann Evu, rétt fyrir kl. 10, undir tíndum ofan við tjaldstæðin i Stóra-Enda. Þoka var svo mikil að hún gat ekki áttað sig en hafði sýnt það hyggjuvit að hlaða vörðu skammt frá Búðarhamri innarlega i Mörkinni og skUja sokk sinn eftir í henni. Er sokkurinn fannst gat hundurinn síðan rakið slóð Evu, sem fannst heU á húfi. Þyrla Landhelgisgæzlunnar flaug síðan með Evu og foreldra hennar tU Reykjavíkur, þar sem lent var um há- degi í gær. Eva var þá hin brattasta er köld og blaut. Um það bil 140 manns úr björgunar- sveitum leituðu að telpunni, auk þess fólks er statt var i Mörkinni. -FG. Þyrla Landhelgisgœzlunnar flutti Evu og foreldra hennar til Reykja- víkur í gær. Eva var flutt í börum úr vélinni, en þrátt fyrir nœtur- langa hrakninga var hún hress. Eftirskoðun ú slysadeild Borgarspít- alans í gœr, fékk hún aö fara heim. Þyrlan gat lítið athafnað sig fyrr en í gœrmorgun vegna þoku. Á minni myndinni þakkar VUhjálmur Þorsteinsson, faðir Evu, Birni Jónssyni, flugstjóra þyrlunnar, fyrir aðstoðina. DB-myndir: S. Bflvelta við Þorlákshöfn Bilvelta varð á veginum við Þorláks- höfn í gærmorgun. Ekki er alveg kunn- ugt um hvernig hún vildi tíl en talið er að Bakkus hafi eitthvað haft hönd í bagga. ökumaðurinn, 16 ára próflaus drengur, og þrir farþegar í bUnum slös- uðust aUir og voru flutttir á sjúkrahús í Reykjavik. MeiðsUn eru ekki Ufshættu- leg en að minnsta kosti einn ungling- anna er iUa beinbrotinn. -DS. Harður ágreiningur iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra um aðlögunargjaldið: „Megum ekki vera kaþólskarí en páfinn” - segir H jörleif ur Guttormsson „Það er ekki sú fylgni i þessu máli, sem þyrfti að vera,” sagði Hjörieifur Guttormsson iðnaðarráðherra i við- tali við DB í gær um meðferö Tómasar Árnasonar viðskiptaráð- herra á hugmyndum um aðlögunar- gjald tíl stuðnings ísienzkum iðnaði. „Ólík viðhorf innan rikisstjórnar- innar i þessu máli hafa legið fyrir um lengri tima. Sá óttí sem verið er að básúna út um viðbrögð í fríverzlunar- bandalögunum er nákvæmlega hið sama og var 1979, þegar aðlögunar- gjald var sett. PortúgaUr og Spán- verjar hafa farið miklu lengra en við i slfkum efnum. Við megum ekki vera kaþólskari en páfinn,” sagði Hjörleifur. Aðlögunargjald er gjald, sem lagt yrði á innfluttar iðnaðarvörur tíl að bæta innlendum iðnaði óhagstæð starfsskilyrði. „Ég tel bæði brýnt og réttmætt að við leggjum á aðlögunargjald sem allra fyrst. Við eigum að leggja gjaldið á, flytja okkar skýringar og sjá hver við- brögðin verða. Ég hef metið það svo, að framkvæmanlegt sé að leggja gjaldið á og fá það 1 gegn. Ég vitna tU reynslunnar frá 1979. Þá var því lika haldið fram af hálfu fslenzkra embættismanna, að þetta væri óvinn- andi vegur. Verulegt starf fór fram í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytínu. Málið var sótt. EFTA-ráðið sam- þykkti það en Efnahagsbandalagið lét kyrrt Uggja. Sama leiðin væri æskilegust nú, að fara fyrst með málið formlega fyrir EFTA og sfðan EBE.” Hjörieifur sagðist ítrekað hafa flutt máUð i ríkisstjórninni og heimild hefði fengizt á Alþingi fyrir áiagningu aðlögunargjalds að nýju eða Igildis þess. Hjörleifur kvaðst vilja lækka gjaldið i þrepum, í sam- ræmi við aðlögun íslenzks iðnaðar að tollfrjálsum innflutningi.Gjaldið ættí að vera 2% í ár, 1% næsta ár og falla svo niður. Hjörleifur kvaðst hafa fundið jákvæð viðhorf hjá flestum ráðherrum en vonir sinar um framkvæmdir hjá viðskiptaráðherra hefðu dofnað. -HH. VtSADI A STÚLKUNA — hyggjuvit hennar hjálpaði sporhundinum Mikil leit að 10 ára stúlku í Þórsmörk: SOKKUR í VÖRDUNNI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.