Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 06.07.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚLÍ1981. 12 Útgefandh Dagblaflifl hf. . . _ í ramkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aflstoflarrítstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. ípróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stofónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurflur Svorrisson. Ljósmyndln BjamleHur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar TH. Sigurflsson, Sigurflur Þorrí Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þráinn ÞorieHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. DreHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. AAalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Aakriftarvwð á mánuðl Itr. •0,00. V»rö í lauustilu kr. fi,0Ö. FRDARGANGA ÚTÍBLÁINN Hinn austræni Natóvinur Raunsæismenn hafa unnið sigur á hreintrúarmönnum í Kína. Dengistum hefur loksins tekizt að ryðja Hua Kuo- feng úr sessi flokksformanns og setja Hu Jaobang þar í staðinn. Formanns- slagurinn hefur staðið linnulaust síðan í fyrrahaust. Stuðningsmenn Deng Xiaoping hafa nú öll tögl og hagldir í Kína. Þeir munu vafalaust halda áfram að hreinsa rauðakversmenn og aðra þá, sem líklegir eru til að standa í vegi aukins frelsis og valddreifingar í efna- hagsmálum. Hu er þekktastur fyrir 15 ára harða andstöðu við fyrrverandi þjóðardýrlinginn Mao Dsedung. Hu lenti í útlegð í menningarbyltingunni 1966 og komst ekki inn úr kuldanum fyrr en 1976, þegar Deng lét handtaka ekkju Mao og hennar hóp. Síðan hefur Hu ekki linnt gagnrýni á síðari ára stefnu Mao og lagt manna mesta áherzlu á efnahags- byltingu. Sem harðasti Dengisti síðustu ára hefur hann sætt mikilli andspyrnu hreintrúarmanna, einkum inn- an hersins. Það er til marks um styrk raunsæishópsins, að hann skuli geta barið í gegn formennsku svona róttæks breytingamanns. Dengistar óttast ekki lengur öfl innan hersins, enda situr Deng þar sjálfur á toppnum og kann tökin. Þetta skiptir Vesturlönd verulegu máli, því að Deng- istar eru hlynntir takmörkuðu varnarsamstarfi gegn heimsvaldastefnu Sovétríkjanna. Þeir eru nú að hefja vopnakaup af Bandaríkjunum og herða landamæra- kröfur á hendur Sovétríkjunum. Dæmigerð fyrir þessa þróun er eftirlitsstöðin, sem Bandarikin og Kína hafa komið upp í Xinjiang í Norð- vestur-Kína. Hún á að hlera eldflaugastöðvar Sovét- ríkjanna við Leninsk og Sary Shagan. Hún er amerísk að gerð og starfrækt af Kínverjum. Eftirlitsstöðin kemur í stað þeirrar, sem Banda- ríkjamenn misstu, þegar keisarinn í Persíu var hrakinn frá völdum. Óneitanlega er það kaldhæðnsilegt tím- anna tákn, að þá skuli einmitt Kínverjar koma til skjal- anna í staðinn. í heilt ár hafa Bandaríkin og Kína tekið bróðurlega við upplýsingum þessarar stöðvar, þótt það sé fyrst nú, að tilvera hennar er játuð. Ekki er hægt að kalla þetta annað en hreint samstarf í hernaðar- og varnarmálum. Þetta þarf ekki að koma á óvart þeim, sem hafa heyrt kínverska sendiráðsmenn á Vesturlöndum hrósa Atlantshafsbandalaginu í hvívetna og vara Vestur- landamenn við að dotta á verðinum gagnvart sívakandi yfirgangi Sovétríkjanna. Atlantshafsbandalagið annars vegar og lausara sam- starf Kína, Japan og Bandaríkjanna hins vegar er rök- rétt afleiðing yfirgangsins, sem óhjákvæmilega fylgir þeirri forlagatrú Kremlverja, að þeir hljóti og verði að sigra heiminn. í Kína er þjóðskipulag gerólíkt okkar á Vesturlönd- um. Þrátt fyrir breytingar er það líkara sovézku þjóð- skipulagi, enda er rótin Lenins hin sama. Hér hefur því verið lýst hagkvæmnis-samstarfi, en ekki hugsjóna- samstarfi. Kína og Bandaríkin starfa saman vegna sérstakra sögulegra kringumstæðna, sem ekki má búast við, að standi endalaust. Samstarfið minnir raunar örlítið á bandalag Sovétríkjanna og Bandaríkj^qna gegn Þriðja ríki Hitlers. Eigi að síður er ástæða fyrir okkur að fagna þessu samstarfi. Og einmitt nú er ástæða til að vona, að það endist, unz heimsvaldasinnar hafa látið af trúnni á hina sögulegu nauðsyn heimsvalda einnar efnahagsstefnu. Þann 20. júní sl. efndu Samtök herstöðvaandstæðinga _ <SJJA) til Friðargöngu frá Keflavikurflugvelli til Reykjavíkur. Friðarganga þessi var skipulögð i tengslum við friðar- göngu kvenna frá Kaupmannahöfn til Parisar. Sjálfsagt hafa flestir þeir, sem gengu, gengið af heilum hug fyrir friði og gegn kjarnorkuvopnum. Er samt ekkert athugavert við til- tækið Friðargangan 1981? Þola SHA að starf þeirra sé gagnrýnt? Eða verður gagnrýni þeirri sem kemur fram f þessari grein og annars staðar visað á bug enn á ný sem svo oft áður? Hvað segja islenskir andstæð- ingar vigbúnaðar risaveldanna og herstöðvaandstæðingar um opinskáa umræðu um Samtök herstöðvaand- stæðinga, starf og stefnu þeirra? Keflavíkurganga upp úr þurru? Undanfarin ár hefur starf SHA sem hreyfingar legið svo til alveg niðri. Eina starfsemin hefur verið í kringum svonefnda miðnefnd sem boðar félaga SHA til aðgeröa öðru hverju. Að baki aðgerðanna liggur ekkert fjöldastarf. Keflavíkurganga nú er ekki endahnútur á þróttmikið vetrarstarf né heldur er hún i sam- hengi við aðgerðir Bandaríkjanna í vigahreiðri sínu. Eða er fjöldastarfið e.t.v. fólgið i skrifum Þjóðviljans um oliugeyma og nýjar flugvélategundir á vellinum? Sé svo hefði gangan átt að vera fyrr á ferðinni. Nei, Keflavik- urganga 1981 var, eins og nefnt er að framan, skipulögð i tengslum við Friðargönguna frá Kaupmannahöfn til Parisaar. Heldur fór litið fyrir áróðri fyrir þeirri göngu i ísl. fjöl- miðlum fyrir islensku Friöargönguna og ekki bættu SHA þar úr skák. Þess vegna er óhætt að segja að Kefla- víkurganga 1981 hafi verið skipulögð upp úr þurru. En til hvers? Útibúfrá Alþýflubandalaginu? Um það hefur margoft verið skrifað af hægrisinnum og pótin- tátum NATO að SHA séu i raun ekkert annað en útibú frá Alþýðu- bandalaginu sem etji SHA út i aðgeröir þegar bandalagið þarf á upplyftingu að halda. Hvað um það. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Alþýðubandalagið eigi flesta liðsmenn í SHA og noti aðstöðu sina. Hvaða stjórnmálaafl nýtir sér ekki alla möguleika til að koma stjórnmálastefnu sinni áfram? Það sem skiptir meira máli er hvaða stjórnmálastefnu boðið er upp á. Að þvf er snertir SHA skiptir það mig meira máli að stefnan, boðskapur- inn, sé í takt við raunveruleikann en hvort það sé allaballi, krati, flokks- leysingi eða fólk af öðru sauðahúsi sem flytur mér boðskapinn. Er ein- hver munur á stefnu SHA og Alþýðu- bandalagsins i utanrikis-, herstöðva- og varnarmálum? Svari þeir sem geta, ég hef ekki séð hann. Um árabil hefur verið reynt að koma af stað umræðu um ástand heimsmála í SHA, en án árangurs. Sú stjórnmálastefna sem ráðið hefur rfkjum i SHA hefur ekki séð ástæðu til þess að ansa gagnrýni sem beinst hefur t.a.m. að þeirri einsýni SHA á hlutverk bandarisku heimsvalda- stefnunnar. Hlutverk Sovétrfkjanna f heimspólitikinni er ekki rætt. { neðanmálsgrein í Visi um daginn kallar Eiður Guðnason Friðargöng- una „aumkunarverða gönguferð sértrúarflokks” og hefur orðið „sýndarmennska” eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöfundi um starf SHA á sfðustu árum. Ég er í mörgu sammála grein E'ðs en það versta er þó að greinin sýnir hversu mjög auðvelt það er að gagnrýna starf og stefnu SHA með gildum rökum. „Þau þáttaskil hafa nú orðið i starfsemi herstöðvaandstæðinga að hún virðist vera að liða alveg undir lok,” segir í grein Eiðs. Er þetta rétt? Ef svo er, hvers vegna? „Enda Samtök hernámsandstæðinga sem klúbbur Rússadindla?” „ÞEIR ÉTA ÞAÐ ALLT” Þá hafa háttvirtir alþingismenn fyrir skömmu lokið þingstörfum í bili. — Megi þeir hvíla i friði! Eftir að hafa hrópað ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni yfirgáfu þeir grautar- potta sína við Austurvöll þar sem meira mun hafa verið soðið saman, bruggað og samþykkt af ólögum en nokkur dæmi eru tíl fyrr á einu ves- ælu þingi. Tvennt er mér ofarlega í huga: skilyrðislaus notkun bUbelta og hjólreiðar á gangstéttum. Ekki er trú- legt aö með hinu sfðarnefnda hafí tU- gangurinn verið sá að fækka umferö- arslysum. — Varla getur hugsast að þessum mönnum sé svo gjörsamlega varnað þess að sjá hlutína i réttu Ijósi að þeir geri sér ekki grein fyrir því öngþveiti og slysahættu sem þeir óhjákvæmUega stofna tU með þessari framkvæmd. En að sjálfsögðu er þetta auðveld leið tU að losna við aldrað lasburða fólk og hreyfihamlað og margfalt ódýrari í framkvæmd en bygging hjúkrunar- eða dvalarheim- ila. Og hvað með lögleiðing bUbelt- anna? Var ekki búið að lögskipa aö þau skyldu vera tíl staðar i hverjum bfl? Er þá ekki augljóst mál að þeir nota þau sem vilja? Er einhver ástæða tíl að neyða hina til þess? Er það ekki fullmikU skerðing á frelsi einstaklingsins? Halda kannski þessir vesalings villuráfandi menn að þeim beri að stjórna lífi fólks í einu og öllu? Kannski verður það annars næsti Uður á dagskrá hjá hinum um- hyggjusömu landsfeðrum að taka upp valdakerfi Khomeinis erkiklerks í Iran. Kjallarinn Áðalheiður Jönsdóttir Ekki er ólfklegt að þeir fari að kanna ný lönd. — Nú þegar hafa þeir göslað vitt yfir Evrópu og Bandarikin og tínt upp allt það aumasta og fjar- stæðukenndasta sem þar hefur verið að finna og leitt það inn í íslenskt þjóðlíf en látíð hitt, sem er af hinu góða, eins og þar stendur, kyrrt liggja. Þingreið norfl- lenskra bœnda Allmikla athygli vaktí þingreið norðlenskra bænda eða „Blönd- unga” svokallaðra á liðnum vetri. Var engu likara en timinn hefði vippað sér aftur á bak tíl landnáms- eða sögualdar þegar hetjur riðu um héruð. Og er stórbændur þessir geystust inn á Alþing með kröfuspjöld sín varð uppi fótur og fit i þingheimi. Tvö kjördæmi þeirra útí á landi komin i hár saman út af virkjunar- framkvæmdum þar sem bæði vildu verða fyrst i mark. Og báðum varð auðvitað að gera til hæfis. En alþingismenn sýndu það líka núi eins og fyrri daginn að þeir kunna að bregðast við vandanum. Allir sem einn veltust þeir á handahlaupum, hver um annan þveran, ( opinn faðm „Blöndunga”. — Og einhver komst

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.