Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 1
7-ÁRG.— MÁNUDAGUR13. JÚLÍ1981 -154. TBL. RITSTJÓRN StÐUMÚLA 12. AÚGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
/
HjöHeifur með pálmann íhöndunum:
SKYRSLUR STAÐFESTA
ff
ítarleg rannsókn á viðskiptum fjöl-
þjóðafyrirtækisins Alusuisse og
íslenzka álfélagsins hf. hefur staðfest
umtalsverða „hækkun i hafi" á því
súráli, sem Alusuisse hefur keypt i
Ástraliu og selt Islenzka álfélaginu
hér.
Rannsóknin sannar einnig þaö,
sem mest er um vert, að súrálsverðið
til ísai hefur alit timabiiið frá 1974 ta
1980 verið langt fyrir ofan það verð
sem gilti á hverjum tima milli
óskyldra aðUa (arms length) og
þannig það verð sem fsal átti að fá
„HÆKKUNIHAFI
—eghærra verð tHÍSALenum varsamið
niðurstöðumarkynntaráfundiríkisstjómarkl. 11 ímorgun
súráUð á samkvæmt aðalsamningi
um þessi viðskiptl
Ekki veil DB með vissu neinar ná-
kvæmar tölur í því sambandi, en eftir
þvi sem næst verður komizt skipta
þær upphæöir miUjónum doUara.
Vegna þeirrar mikiu leyndar sem
hvílt hefur yfir rannsóknum málsins
hefur enn ekki verið unnt að afla
öruggra talna í þessu stóra dæmi.
Þótt Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra hafi þoiaö verulega
ágjöf i þessu máli frá þvi hann ákvað
rannsóknina, án þess að verjast.
hefur það reynzt skynsamleg var-
færni vegna rannsóknarinnar, en
með öliu óþörf eins og málið liggur
nú fyrir.
Tveir menn frá Coopers &
Lybrand, Mr. Tim Moss og Mr.
Peter Weiss, voru hér i fyrri viku og
bjuggu þeir á Hótei Loftleiðum.
Komu þeir með hina margumtöluöu
skýrslu.
Hefúr henni verið dreift til ríkis-
stjórnarinnar, eftir þvi sem DB kemst
næst. Verður hún kynnt enn frekar
og rædd á fundi ríkisstjómarinnar kl.
llidag.
Mikil og stigandi forvitni hefur
verið um alia þessa rannsókn, meðal
annars vegna þess að hún hefur tekið
mun lengri tima en flestir gerðu ráð
fyrir, þar á meðal Coopers &
Lybrand. Ekki er enn vitað, hvenær
niöurstöður verða kynntar opinber-
lega. Taliö er að fulltrúum stjórnar-
andstöðunnar verði gefinn kostur á
að kynna sér málið og gögn þess
áður.
Auk þess sem hið brezka endur-
‘skoðunarfyrirtæki hefur unnið að
rannsókn þessa máls hefur verið leit-
að til þekktustu sérfræðinga í áliðn-
aði i heiminum. Meðai þeirra er
Bandarikjamaðurinn dr. Samuel
Moment og margir annarra þjóða
sérfræðingar.
Virðist ekki lengur ástæða til að
deila um að full ástæða var til þeirrar
rannsóknar sem Hjðrleifur Gutt-
ormsson iðnaðarráðherra beitti sér
fyririþessumáli.
- BS
Fjóram bfl-
um stolið
— og þrír þeirra stór-
skemmdir
Þrír bílar fundust yfirgefnir
um helgina og kom í ljós að þeim
hafði öllum verið stolið. Tveir
þeirra voru stórskemmdir eftir
árekstra við kletta og akstur yfir
urð og grjót. Fundust þeir i Rauð-
hólum og í Víðidal. Sá þriðji
fannst í Arbæjarhverfi og var lítt
skemmdur.
Fjórði bílstuldurinn átti sér
staö í Kópavogi. Þeim bíl var
ekið á girðingu og var hún ekin
niður á tiu metra kafla. Þar tók
bílþjófurinn til fótanna og slapp
áður en lðgreglan kom. -A.St.
Ein af þeim fjölmörgu, sem tóku ó mótiforsetanum var Guðrún litla Ósk. Að launum hlaut húnforsetakoss íÁsbyrgL
Opinber heimsókn forseta íslands til Eyjaf jarðar- og Þingeyjarsýslna:
Grímseyjarför forseta í dag
DB-mynd Sigurður Þorri.
í morgun skoðaði forseti íslands,
Vigdis Finnbogadóttir, Kröfluvirkjun
og var það einn liður hinnar opinberu
heimsóknar forsetans tD Eyjafjarðar-
sýslu og Þingeyjarsýslna. Forsetinn
skoðaöi einnig Goðafoss og skólann að
Stóru-Tjömum en í hádeginu verður
snæddur hádegisverður á Hótel KEA á
Akureyri. Eftir hádegið heldur Vigdís
ásamt föruneyti sínu flugleiðis til
Grímseyjar, þar sem hreppsbúar halda
forseta sínum kaffisamsæti. í kvöld
verður siðan haldið til lands með varð-
skipi og kvöldverður snæddur um
borð.
Blaðamenn DB hafa fylgzt með
hinni opinberu heimsókn forsetans en
meðfylgjandi mjmd var tekinn er for-
setinn heimsótti Ásbyrgi.
-ESE.
— sjá nánar frásögn og myndir af heimsókninni á bls. 24 og 25
Tveiróboðnir
íheimili RR
Um sexleytið á sunnudag sást
til manna er sýnilega voru að fara
óboðnir inn í félagsheimili Raf-
magnsveitunnar við Elliðaár.
Lögreglu var gert viðvart og er
komið var á staðinn voru tveir
menn komnir inn. Höfðu þeir
ekki náð að gera neinn usla hafi
það verið tilgangurinn. Þeir voru
handteknir og færðir til yfir-
heyrslu.
-A.St.
íran:
Klerkamirhöfn-
uðu67af71
frambjóðanda
Átta síður um íþróttir
íDBídag:
Allt um
Landsmót
UMFÍ
á Akureyri