Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. 13 N Skipulag og f ramkvæmd f ræðslumála—2. grein „ÞAR STARFAR ENG- INN SKÓLAMAÐUR” Almenn er sú skoðun að fjármála- ráðuneytið virki i reynd sem yfirráðu- neyti eða a.m.k. sem hemill á umsvif annarra ráðuneyta. Að vissu marki verður hið siðarnefnda að vera vegna undirbúnings fjárlaga ár hvert, enda hefur þetta ráðuneyti þanist út. Ekki finnst öllum að saman fari vöxtur og virkni. Ætla mætti að nokkur togstreita rikti milli ráðuneyta, enda telur fólk. sem litil eða engin samskipti hefur við menntamálaráðuneytið að starfs- menn þess vinni einkum að mark- vissri eflingu fræðslumála. Eðlilegt og æskilegt væri það. Skólakerfið þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Oft þarf að skipta um námsefni: bæta nýju við vegna breyttra samfé- lagshátta — og grisja eða fella brott annað sem af sömu sökum hefur orðið gildisrýrara eða jafnvel glatað fyrra mikilvægi. Vart þarf að rök- styðja nauðsyn þess að sérhæfðir menn vinni slík verk, en á framhalds- skólastigi hefur því lítt verið sinnt. Úrelt skipulag á þar talsverða sök. Málefni skólastigsins eru ekki sam- þætt í einni framhaldsskóladeild heldur deilast á a.m.k. þrjár i menntamálaráðuneytinu, auk þess á önnur ráðuneyti og stofnanir. í fyrstu grein minni var vikið að skipu- lagsannmörkum háskóla- og alþjóða- deildar og ver'k- og tæknimenntunar- deildar, — en nú skal vikið að hinni þriðju sem nefnist fjármála- og áætl- anadeild. Er ég hóf störf sem skólameistari fyrir fimm árum vakti tilvera hennar undrun mína. Mér fannst hún óþörf, en mætti þó starfa sem aðstoðaraðili deilda sem raunverulega fjölluðu um mennta- og fræðslumál. En hún virt- ist — og virðist — valdameiri en hin- ar og starfslið fjölmennara. Mér var tjáð að eitt mikilvægasta verkefni fjármála- og áædanadeildar væri að yfirfara fjárlagatillögur skólastofn- ana, samræma, lagfæra, og leggja þær síðan leiðréttar fyrir fjárlaga- og hagsýsludeild fjármálaráðuneytis. Sú stofnun skilaði síðan tillögum til fjár- iveitinganefndar alþingis. Reynsluleysi Tilhögun þessi er flókin, en þyrfti ekki að vera afleit ef fulltrúar menntamálaráðuneytis væru menn sem kvaddir hefðu verið til vinnu þar eftir drjúgiangt og farsælt starf í skólakerfínu. Góður árangur ætti að nást ef menn búnir sllkri þekkingu og yfirsýn athuguðu tillögur stofn- ana, legðu rökstutt álit fyrir fulltrúa fjárlaga- og hagsýslustofnunar og þessir menn mótuðu sameiginlega til- lögur og skiluðu tii fjárveitinga- nefndar alþingis. En reyndin er ekki þessi heldur hefur til skamms tíma verið sem nú skal lýst: Tillögur skólastofnana sem víðast hvar munu samviskusamlega unnar — ýmist af skólamönnum, sveitar- stjórnarmönnum eða þessum aðUum í sameiningu eru sendar fjármála- og áætlanadeild menntamálaráðuneytis. Þar starfar enginn skólamaður, en stjórnendur eru ungir menn úr Sam- vinnuskólanum eða nýbrautskráðir viðskiptafræðingar. 1 fjárlaga- og hagsýsludeild fjármálaráðuneytis taka við tillögunum skólabræður þeirra — sambærilega reynslulitlir. Laun eru talin léleg, og því staldra sumir aðeins við um stutt skeið uns þeir fá betri vinnu. „Forstöðumenn” skóla vita ekki hvernig ráðuneytismenn haga störf- um vegna þess að ekkert samráð er við þá haft, — og þar til fyrir tveim árum fengust engar upplýsingar um £ „Sanngirniskrafa er að ráðuneytisstarfs- menn sem um skólamál fjalla uppfylli lág- markskröfur um embættisgengi kennara og skólastjóra — eigi þeir að fjalla um skóla- stjórnunarmálefni.” Kjallarinn afdrif tillagna fyrr en birt var frum- varp til fjárlaga. Reyndist þá yfirleitt of seint að leiðrétta í meðferð fjár- veitinganefndar annað en mestu kór- villurnar. Skólamönnum þótti framkoma ráðuneytismanna einkennast af tíl- litsleysi og kvörtuðu. örlygur Geirs- son, deildarstjóri fjármála- og áætí- anadeildar, brást þannig við að hann sendi skólunum athugasemdir sínar og niðurskurðartillögur. Lofsverð þykir sú kurteisi, — en ekki iðkar fjárlaga- og hagsýsludeildin sama sið. Fleira hefur til bóta snúist að undan- förnu og hefur örlygur komið þar vel við sögu, — en betur má. í grein þess- ari hefur einungis verið fjallað um fjárlagaundirbúning. Samskipti deildarinnar og skólanna eru miklu víðtækari, og margt ófagurt má um þau segja. Skipulagsannmarkar menntamála- f ■'t a si Jón Böðvarsson ráðuneytis voru til umræðu á fundi skólastjórnenda sem haldinn var á Akureyri 9. júni siðastíiðinn. Fund- armenn voru á einu máli um nauðsyn þess að stofnsetja sérstaka fram- haldsskóiadeiid er skipuiegði og sam- ræmdi sem kostur er allt nám milli grunnskóla og háskóia, — m.a. það sem nú fellur undir önnur ráðuneyti og Iðnfræðsluráð. Tæki hún við sumum verkþáttum háskóla- og al- þjóðadeildar, öllum verkefnum verk- og tæknimenntunardeildar og þeim störfum fjármála- og áætlunardeild- ar sem varða skólastigið. Stjórnendur og helstu starfsmenn þyrftu að vera kennaramenntaðir og reyndir skóla- menn. Sanngirniskrafa er að ráðu- neytisstarfsmenn sem um skólamál fjalla uppfylli lágmarkskröfur um embættisgengi kennara og skóia- stjóra — eigi þeir að fjalla um skóla- stjórnunarmálefni. Að minni hyggju ætti deild þessi að heita miðskóla- deiid. Jón Böðvarsson skólameistari, Keflavík. Norður-Atlantshafsflugið Aðskilnaður er nauðsyn Kjallarinn Ýmsar ríkisstjórnir á Islandi hafa sl. 29 ár reynt að koma íslenzku flug- félögunum í eina sæng. Það tókst árið 1973, en þó einungis að nafninu til. Þá fyrst hófst sá ófriður í fíugmál- um, sem staðið hefur allt fram á þennan dag. Enginn friður um þau er i sjónmáli, nema síður sé. Það er óhugsandi og óverjandi að veita almannafé, hvort sem það er ís- lenzkt eða Lúxemburgarfé, til þess að aðstoða vanhæfa stjórnendur við fálm í flugmálum. Allar slíkar styrk- veitingar munu, í framtíð sem í for- tíð, verða falskur bjarghringur, sem notaður er fyrir stjórnendur eina til þess að styrkja stöðu sina og sinna áhangenda, þar til yfir lýkur. Ekkert hefur staðizt Það er kunnara en frá þurfi að segja, að flestar þær yfirlýsingar, sem stjórnendur Flugleiða hafa gefið á sl. 10 mánuðum, svo ekki sé tekið lengra tímabil en það, sem núverandi úlfa- kreppa hefur staðið, eru rugl. Þann 8. sept. á síðasta ári var kynnt ný rekstraráætíun Flugleiða og náði hún yfir tímabilið 1. nóv. það ár til 31. október 1981. Þar var gert ráð fyrir 900 millj. g.kr. hagnaði af 40 milljarða króna veltu. Að vísu miðaði hún við, að ekkert flug yrði til Luxemburgar og að tvær Boeing 727- 100 vélar yrðu seldar. Þá var einnig tilkynnt af forstjóra, að eiginfjárstaða félagsins væri mjög jákvæð, og ennfremur, að nú, þegar búið væri að velta hinum þunga bagga, N-Atlantshafsfluginu, af Flugleiðum — hefði náðst sú kjöl- festa, sem nauðsynleg væri til að snúa öfugþróuninni við! Því væri vendipunktur í rekstri félagsins. — Allt voru þetta staðleysur. Hinn 21. október 1980 kom hins vegar fram, að vandi Atlantshafs- flugs Fiugleiða væri smámunir einir, borið saman við vanda félagsins í heild, og sá vandi stæði óbreyttur, þótt N-Atlantshafsflugið væri lagt niðurt Flugvélar félagsins hafa ýmist verið seldar úr landi eða leigðar og aðrar endurleigðar í staðinn, jafnvel vél, sem áður hafði verið seld úr landi! — Leigusamningur var gerður um að leigja DC-10 breiðþotu félags- ins úr landi, og var sá samningur talinn hagstæður af forstjóra Flug- leiða. Síðan er bandariska félaginu Flying Tiger framseld vélin! Þessi flugvél var þó eina flutningatækið, sem hafði orðið veruleg eignaaukning í, um einn milljarður g.kr. eða 2 milljónir dollara, samkv. uppl. Morgunblaðsins hinn 9. sept. sl. Áð sögn forstjóra Flugleiða fóru Flug- leiðir „á sléttu” út úr þessum samn- ingum. Engin frekari grein hefur verið gerð opinberlega á þessari furðulegu viðskiptaaðferð. Raunar eru yfirlýsingar stjórnenda Flugleiða orðnar svo margslungnar og fjarstæðukenndar, að það er eins og þær komi frá öðrum heimi. Mætti nefna margar til viðbótar, ásamt þeim „spekúlasjónum”, sem þessir stjórnendur hafa verið með á prjón- unum, svo sem Senegal-verkefni, Sri-Lanka-verkefni o.fl. o.fl., sem hafa runnið út í sandinn, en látið staðar numiðíbili. Óhagganlegar staðreyndir Þegar hér er komið sögu, í júli- mánuði 1981, hafa erfiðleikar Flug- leiða magnazt svo mjög, að við liggur, að fyrirtækið hrynji. Og það sem verra er, að aðalástæðan skuli vera tortryggni, sem stjórnendur Flugleiða hafa skapað um flugrekstur á einu flugleiðinni, sem gæti áfram gefið féláginu arð, ef rétt er að staðið, og hefur í raun haldið lifi i þeim hrjáða líkama, sem Flugleiðir nú eru. Það er mál þeirra, sem glöggt mega þekkja, að Flugleiðir væru þegar gjaidþrota, ef Amerikuflugsins nyti ekki við þessa sumarmánuði, þótt annað sé látið í veðri vaka En varðandi tortryggni þá, sem Flugleiðir hafa skapað gagnvart aðil- um í Luxemburg, má nefna, að hin nánu samskipti Fiugleiða við Sea- board & Western á sviði viðgerða og viðhalds á DC-8 voru ávallt þyrnir í augum Luxemborgarmanna, sem töldu slíkt viðhald eðlilegt í Luxem- burg. Einnig má nefna kaup Flugleiða á DC-10 vélinni af Seaboard í stað þess að hafa samstarf við Cargolux með því að kaupa B-747 eins og það félag. — Ekki sízt hafa Flugleiðir fengið ómæida gagnrýni i Luxem- burg fyrir framkomu við starfsfólk félagsins þar, en þar eins og annars staðar fékk það uppsagnir, sem komu skyndilega — ,,og án skýringa, sem tilheyra mannlegum samskipt- um”, eins og einn starfsmanna þar í landi komst að orði í samtali við Morgunblaðið. í öllum þeim umræðum, sem fram hafa farið um þann möguieika, að Cargolux yrði með i stofnun nýs flug- félags, sem tæki að sér Atlantshafs- flug, hefur ávallt farið svo, að yfir- lýsingar hafa verið gefnar af þeim Cargoluxmönnum um, að Cargolux taki ekki þátt i stofnun slíks félags. Það sem ekki má rœða Það hefur löngum komið fram í viðtölum við ráðamenn í Luxemburg, og raunar einnig í samþykktum ríkis- stjórnar Luxemburgar, að stofnun nýs flugfélags væri æskilegasta lausn- in á vanda þeirra í Luxemburg til þess að halda tengslum við Ameríku í fluginu. „Atlantshafsflugið getur ekki haldið áfram eins og það hefur verið rekið,” sagði samgönguráðherra Luxemburgar í viðtali á síðasta ári. Einnig sagði þessi sami samgöngu- ráðherra, að það skipti miklu máli, hverjir og hvernig að þessu nýja At- lantshafsflugi yrði staðið. Ljóst er, að ráðamenn í Luxem- burg vilja ekki koma of nálægt flug- starfsemi í samfíoti við íslendinga, nema nýir stjórnendur þessa flugs taki við. — „En þetta er ekki aðeins spurning um stjórnendur reksturs á Atlantshafsfiuginu, heldur einnig um flugvélategundir og fyrirkomulag flugsins,” sagði samgönguráðherra Luxemburgar í sept. sl. Ráðamenn i Luxemburg vilja hins vegar samstarf við íslendinga. Það hefur samgönguráðherra Luxem- burgar staðhæft oftar en einu sinni, síðast á fundi sínum hér i Reykjavík í síðustu viku. Og það er ýmislegt sem ekki hefur verið í sviðsljósinu í fjölmiðlum. Sem dæmi að taka er sú staðreynd að skýrsla sú, sem lögð var fram af ráð- gjafafyrirtækinu bandaríska er í raun samin af M. Dixon-Spies, sem áður var með í ráðum fyrir Flugleiðir til þess að „skipuleggja” fyrirtækið við sameininguna. Þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu hinn 9. júlí sl. — eftir að þetta hafði komið fram i fjöl- miðlum í Luxemburg og borizt hingaðtil lands. Einnig hefur að mestu verið sneitt hjá að ræða þá staðreynd.að áhrif Eimskipafélags ísiands eru upphaf vandræða Flugleiða og sem má rekja til þeirrar stefnu Eimskipafélagsins að tryggja sér svo stóran hlut í Flug- leiðum að hafa mætti áhrif á ákvarð- anatöku um flugvélakaup. Aðskilinn rekstur Nú standa Flugleiðir uppi ber- skjaldaðar til þess að hefja blandað farþega- og fragtflug vegna annar- legrar ákvarðanatöku um flugvéla- kaup. Fyrir um tíu árum hafði að mestu leyti verið gengið frá þeirri ákvörðun að kaupa Boeing 747 breið- þotu, en frá því var horfið skyndi- lega, — án efa fyrir áhrif Eimskipa- félags íslands. Og það er ekki sameiningu undir merki Flugieiða hf. að þakka, að far- þegar flykkjast að félaginu, vestan hafs og austan, til þess að fljúga yfir Atíantshafið. — það er því að þakka, að Loftleiðir hafa auglýst nafnið ICELANDIC um 25 ára skeið og haslað sér völl á undanförnum árum. Luxemburg á líka vaxandi vin- sældum að fagna meðal ferðamanna, „því þar lenda menn ekki í örtröð og eilífum biðröðum eins og flestum öðrum stórum flughöfnum Evrópu,” eins og Dixon Spies sagði reyndar sjálfur i blaðaviðtali fyrir nokkrum dögum. Það rikir mikil óvissa um framtíð Atlantshafsflugsins í þeirri mynd, sem það var, meðan allt sölu- og markaðskerfi Loftleiða og síðar Flugleiða var virkt. En það er mikil bábilja, þegar látið er að því liggja, eins og þeir forsvarsmenn Flugleiða hafa gert hvað eftir annað, að Geir Andersen Atlantshafsleiðin væri i þann veginn aðfalla saman! Ferðamannastraumur fer einmitt sívaxandi á þessari leið, en reksturinn fer eftir lögmálinu „veldur hver á heldur” eins og ávallt áður. í viðræðum við ráðamenn í Luxem- burg hefur ætíð komið fram, að þeir vilja, að tengsl milli Luxemburgara og Bandaríkjamanna í flugmálum verði í samvinnu við íslendinga fremur en aðra aðila. Það hefur einnig komið fram í við- ræðum við ráðamenn í Luxemburg, og fengizt staðfest, að áframhaldandi Atlantshafsfiug yrði með íslenzku fiugfélagi, skrásettu á íslandi. En eins og einnig hefur fram komið, m.a. hjá íslenzka samgöngu- ráðherranum, sem fram til þessa hefur unnið mjög viðamikið starf í sambandi við hugsanlega lausn flug- málanna, þarf að fylgja eftir þeirri samþykkt ríkisstjórnarinnar að að- sldlja rekstur Flugieiða hf. að því er varðar Atlantshafsflug og annað flug þess félags. Ef það verður ekki gert, er til lítils að veita fjármagni til Flugieiða eftir það, sem á undan er gengið og reynslan hefur kennt. Vesaldómi stjórnenda Flugleiða verður aldrei komið yfir á Carter, araba eða hin og þessi stjórnvöld. — Það er því ábyrgðarhluti að ákveða fjárveitingar til Flugleiða, án þess að fyrirbyggj- andi ráðstafanir verði gerðar, svo sem með því að skipa sérstakan for- stjóra fyrir hinum aðskilda rekstri í Atlantshafsflugi félagsins, — ef af honum verður hjá þvi félagi. Geir R. Andersen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.