Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981.
MORGUNTÓNLEIKAR
— útvarp ífyrramálið kl. 11,30:
EDITH
PSAF!
Líf hennar var ótrúlega
átakanlegt
Edith Piaf söng allt sitt lif en í fyrra-
málið, þegar allir eru að vinna, fá út-
varpshlustendur hálftíma með þessari
stórkostlegu og frægustu söngkonu
Frakklands.
Ekki veit blm. hvort Edith varð
frægari fyrir söngrödd sína eða ævi-
sögu en eitt er víst að hvort tveggja er
jafnáhugavert. Saga Edith er ótrúlega
átakanleg. Erfitt er að lýsa lífi hennar í
stuttri kynningu, svo viðburðaríkt var
það, en fyrir þá sem það vilja er hægt
að benda á að til er stórfin bók um ævi
hennar hjá Hljómplötuútgáfu Reykja-
vikur.
Edith, sem var fædd 1915, fékk strax
að finna fyrir dýpstu forarpyttum lífs-
ins. Strax eftir fæðingu skildi móðir
hennar, sem var knæpusöngkona,
Edith eftir i umsjá drykkfelldra for-
eldra sinna. Þar gekk hún sjálfala og
leit út eins og lítil fuglahræða, horuð
og svo skítug að ekki sást framan í sak-
laust barnsaldlitið.
Faðir hennar, götufimleikamaður að
atvinnu, sótti barnið tveimur árum
seinna og fór með það til frænku hans
sem var „eins góð og beztu sveitakonur
gerast” en rak engu að síður hóruhús.
Þar var henni þvegið og kom þá í ljós
að bamið var blint. Edith sat þá oft á
stól og söng fyrir sjálfa sig drykkjulög
ömmu sinnar. Þriggja ára var farið
með Edith til læknis og fékk hún þá í
fyrsta sinn að „sjá” umhverfi sitt.
Þegar Edith var búin að fá sjónina
þótti óviðeigandi að barnið yrði lengur
í hóruhúsinu. Fór hún þá á flakk með
föður sínum sem vann fyrir sér með þvi
að sýna fimleika og látbrögð á götunni.
Tólf ára var hún farin að vinna fyrir
sér sem götu- og knæpusöngkona.
En þar sem faðir hennar stal frá henni
öllum peningum sem hún vann sér inn
hljópst hún á brott frá honum. Með
óvenju bjartsýnan huga og ást á söngn-
um fór Edith að leita sér frægðar og
frama. Hún efaðist aldrei um að það
ætti fyrir sér að liggja að verða fræg og
rik. En áður en Edith náði því mark-
miði átti hún eftir að troða ennþá átak-
anlegri götur.
Sautján ára varð hún ófrísk og eign-
aðist dóttur. Sýndi hún dóttur sinni
ást og umhyggju og tók hana með sér
þegar hún söng á götunni og í knæpun-
um. En samt tókst föður bamsins að
ræna því frá móður sinni. Edith sá ekki
dóttur sína aftur fyrr en hún var orðin
tveggja og hálfs árs en þá var hún dáin
úr heilahimnubólgu. Eftir eins árs
aðskilnað fékk Edith að heilsa upp á
dóttur sína í líkhúsinu.
Edith Piaf var orðin vön sorginni.
Hún hristi hana af sér og hélt áfram að
taka á móti lífinu. Markmið hennar var
vonameistinn. 1935 uppgötvuðust svo
loksins hæfileikar hennar. Fyrsta sviðs-
framkoma Edith Piaf var sprenging!
Þegar Edith, mögur og náföl og í
ódýmm kjólnum sínum, byrjaði að
syngja hlustaði fyrst enginn á hana. En
hún hélt áfram að syngja um ástina,
bjartsýnina og fátæktina. Rödd hennar
og textarnir gerðu það að verkum að
fólk gat ekki annað en hlustað, allt
endaði í þögn og síðan dynjandi lófa-
klappi. Edith var að ná markmiði sínu!
En ekki er allt þar með sagt. Edith
Piaf var orðin fræg en lífið hélt áfram
að bjóða henni byrginn. Hún lenti í
mörgum ástarsorgum um ævina og
nærtækasta dæmið er hnefaleika-
meistarinn Marcel Cerdan. Ást þeirra
var í blóma þegar hann dó í hringnum.
Að lokum skildi Edith Piaf við þetta
reynslumikla líf 48 ára að aldri, árið
1963. Banamein hennar var krabba-
mein í lungum. En hún skildi eftir sig
það sem hafði haldið von hennar lif-
andi í gegnum þetta sársaukafulla líf:
frægðina og söngvana sem eiga von-
andi eftir að óma oftar en kl. 11.30 i
þriðjudagsútsendingu Rikisútvarpsins.
í KÝRHAUSNUM - útvarp kl. 21,10:
MANNFÆSTIHER SÖGUNNAR
—tveir ruglaðir Tyrkir sem háðu stríð við Ástrali
Já, margt er skrýtið í kýrhausnum.
Vitið þið að mannfæsti her sögunnar
var tveggja manna her?
I byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar
fréttu tveir ruglaðir Tyrkir í Ástralíu að
soldán þeirra í Tyrklandi hafði boðað
stríð. Fóru þeir þá tveir einir af stað til
að berjast við Ástralíumenn. Þeir ent-
ust í einn dag!
Flestir hafa heyrt einhverjar góðar
minningar um Hans Christian Ander-
sen og það er nú einmitt meinið. Þeir
sem ná því að verða mikils metnir eftir
dauða sinn skilja yfirleitt eftir sig bara
góðar og pússaðar minningar. Eigi skal
lasta látinn mann en vissuð þið um hina
furðulegu sérvizku Hans Christian
Andersen? Hann hafði geysimiklar
áhyggjur af innföllnum brjóstkassa
sínum og til að varna því að aðrir sæj'u
áhyggjumál hans tróð hann alltaf dag-
blöðum inná síg.
Sigurður Einarsson segir frá sérvizku
frægra, látinna persóna, mannfæsta
her sögunnar og napalmsprengjunni í
Kýrhausnum kl. 21.10.
En H.C. Andersen var ekki sá eini
með svona furðulega hegðun. Og þær
sögurnar eru ekki á allra vitorði. Alla-
vega ekki fýrr en í kvöld, en þá ætlar
Sigurður Einarsson að segja frá fleiri
frægum persónum og skringilegri sér-
vizku þeirra. I þættinum í kýrhausnum
fjaUar svo Sigurður nánar um rugluðu
Tyrkina tvo sem háðu stríð við Ástrali.
En þar sem alvara og gaman eiga
bezt saman verður Kýrhausinn einnig
með pistil um hina ógurlegu napalm-
sprengju, hvenær hún var fundin upp,
feril hennar og dýrslegu frægðarverk.
Kýrhausinn verður svo áfram í hverri
viku það sem eftir er mánaðarins.
35
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bœtt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusfa. — Reynið viðskiptin.
01]
Veiulliréfii -
tUarlf.'Hliirimi
Nýja húsinu JBSOBk
v/Lækjartorg. ** ^0
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofa Klapparstíg
Tímapantanir
13010
Btönduós og nærsvertir
Nýkomin falleg gjafavara á hagstxðu veröi, úrval korta, afskorinna blóma
og pottablóma. Gerum skreytingar fyrir öU tækifæri. Önnumst einnig
kransa-, krossa- og kistuskreytingar. Verið velkomin.
Blómabær sf.,
simi 95-4436, Blbnduósi.
Menntamá/aráðuneytið
verður framvegis opið frá kl. 8.45 til 16.00 mánu-
daga til föstudaga.
Menntamálaráðuneytið
10. júB 1981.
Eigendur General
Motors-bifreiða
Lokað vegna sumarleyfa 20. júlí til 15.
ágúst. Þó mun verkstæðið annast neyðar-
þjónustu þennan tíma.
Bifreiðaverkstæði Sambandsins,
Höfðabakka 9 — Reykjavik
GENGIVERÐBRÉFA13. JÚLÍ1981
Verðtryggð
spariskírteini
ríkissjóðs:
1969 t. flokkur.....
1970 1. flokkur.....
1970 2. flokkur.....
1971 1. flokkur.....
1972 1. flokkur.....
1972 2. flokkur.....
1973 1. flokkur A . . .
1973 2. flokkur.....
1974 1. flokkur.....
1975 1. flokkur.....
1975 2. flokkur.....
1976 1. flokkur.....
1976 2. flokkur.....
1977 1. flokkur.....
1977 2. flokkur.....
1978 1. flokkur ___
1978 2.. flokkur....
1979 1. flokkur.....
1979 2. flokkur.....
1980 1. flokkur.....
1980 2. flokkur.....
1981 1. flokkur.....
Kaupgengi
pr. kr. 100
. 6.807,23
6,272,15
■ • 4.589,36
.. 4.125,37
. . 3.579,86
. . 3.046,56
. . 2.259,81
. . 2.081,66
. . 1.438,87
.. 1.175,96
885,69
839,03
678,62
630,25
527,90
-- 430,24
- 339,56
287,14
222.78
172,56
136,09
119.78
Meðalávöxtun spariskírteina umfram verð-
tryggingu er 3,25—6%.
Verðtryggð
happdrættislán
ríkissjóðs
A - 1972
B - 1973
C — 1973
D - 1974
E — 1974
F - 1974
G — 1975
H - 1976
I - 1976
J - 1977
Kaupgengi
pr. kr. 100
. . 2.245,05
.. 1.848,92
. . 1.579,91
. . 1.345,95
. . . 926,81
. . 926,81
620,72
593.33
454.34
424,10
Ofanskráð gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á.
umfram verðtryggingu auk vinningsvonar.
Happdrættisbréfin eru gefin út á handhafa.
Hlutabréf
Tollvöru
geymslan hf.
Skeljungur hf.
Fjárfestingarf.
íslands hf.
Kauptilboð
óskast
Sölutilboð óskast
Sölutilboð
óskast.
Veðskuldabréf
Veðskuldabréf
með lánskjaravísitölu:
Kaupgengi m.v. nafnvexti 2 1/2% (HLV) 1 afb./ári 2 afb./ári Ávöxtun umfram verðtr.
1 ár 97,62 98,23 5%
-2 ár 96,49 97,10 5%
3 ár 95,39 98,00 5%
4 ár 94,32 94,94 5%
5 ár 92,04 92,75 5 1/2%
6 ár 89,47 90,28 6%
7 ár 86,68 87,57 6 1/2%
8 ár 83,70 84,67 7%
9 ár 80,58 81,63 7 1/2%
10 ár 77,38 78,48 8%
óverðtryggð:
Kaupgengi m.v. nafnvexti
12% 14% 16% 18% 20% IHLV) 40%
1 ár 68 69 70 72 73 86
2 ár 57 59 60 62 63 80
3ár 49 51 53 54 56 76
4 ár 43 45 47 49 51 72
5 ár 38 40 42 44 46 69
Tökum ofanskráð verð-
bréf í umboðssölu
máKniKMHiM ifinnDi hp.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargötu 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opið alla virka daga frá kL 9.30—16.