Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 13.07.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1981. Vigdfs ræðir við Arnþór Karlsson á Þórshöfn. Arnþór er lamaður og bauð forsetinn honum til veizlu að Bessastöðum er haldin verður siðar á árinu. Þá verða um garð gengnar breytingar sem auðvelda fötiuðum að komast i hús á forsetasetrinu. Arnþór var mikill stuðningsmaður Vigdisar i kosningunum f fyrra. Hann er radfóáhugamaður og sér um þjónustu við bátana f gegnum talstöð. Hólmsteinn Helgason, nær niræður að aldri og heiðursborgari á Raufarhöfn, spjaliar við Vigdisi. Elzti vistmaðurinn á Dvalarheimiii aldraðra á Húsavík, Ólina Stefánsdóttir, heilsar forseta sinum. Sigurður Gizurarson sýslumaður ávarpar forsetann á Þórshöfn. félagsheimili Raufarhafnar. Opinber heimsókn forseta íslands íÞingeyjarsýslum: „Forsetinn færði okkur sumarið —sem við biðum svo lengi eftir” —Fólk fagnaði bæði forsetanum og sumarkomunni Frá Atla Rúnari Halldórssyni blaða- manni DB f fylgd með forsetanum: „Forsetinn færði okkur sumarið sem við biðum svo lengi eftir,” sagði Jóna Þorsteinsdóttir f ávarpi sem hún flutti fyrir hönd Þórshafnarbúa í tilefni af heimsókn Vigdisar Finnbogadóttur þangað á laugardagsmorguninn. Fleiri urðu til að taka undir með Jónu þann daginn enda brá svo við siðdegis á föstudaginn að vætu- og kuldatið gaf sig fyrir ásókn bliðviðris. Og á laugar- daginn skein sól i heiði á austurhorni Norðurlands. Fólk klæddist sparigall- anum og fagnaði bæði forsetanum og sólarkomunni. Forseti og fylgdarlið þurfti að halda vel á spöðum til að ferðaáætlun riðl- aðist ekki. Klukkan 10.20 kom forseti fiugleiðis til Þórshafnar frá Akureyri, þaðan var ekið sem leið lá til Raufar- hafnar og Kópaskers, Ásbyrgis, í kvöld verð að Skúlagarði og loks komið í náttstað á Húsavík um miðnættið. Viðdvöl var stutt á hverjum áfanga- stað, þó náði forseti að heilsa ótrúlega mörgum heimamönnum með handa- bandi, skiptast á fáeinum orðum við þá, þiggja veitingar og tala til þeirra. Gleymum ekki birkihrislunum sem for- seti gróðursetti á nokkrum stöðum og fól krökkum að varðveita. 1 fylgdarliði Vigdisar forseta voru, Vigdís Bjarnadóttir, fulltrúi á skrif- stofu forseta, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, eiginmaður hennar, Sigurður Gizurarson, sýslumaður, Guðrún Þóra Magnúsdóttir, kona hans, og Júlía dóttir þeirra. Oddvitar, sveitarstjórar og hreppstjórar höfðu orð fyrir heima- mönnum á hverjum stað. Sýslumaður var klæddur viðhafnarbúningi embætt- isins og borðalagður vel. Þegnar hans, Þingeyingar, höfðu fæstir séð yfirvald sitt svo vel uppáklætt fyrr og þótti ekki sópa siður aö þvi en forsetanum sjálfum. Á Þórshöfn skoðuðu gestir nýlegt og glæsilegt frystihús. Þar var verkalýður- inn önnum kafinn við að búa til verð- mæti úr sjávarafla. Menn létu ekki á sig fá þó að á almanakinu væri laugar- dagur og úti fyrir glaðasóiskin. Hreppstjórinn, Brynhildur Halldórs- dóttir, bauð síðan hinum tignu gestum til hádegisverðar heim að Syðra-Lóni. Raufarhafnarbúar buðu síðdegis til mikils kaffisamsætis í félagsheimilinu. 200 manns gæddu sér á kræsingum sem konur i plássinu höfðu smurt og bakað dag og nótt í vikulokin. Skólastjóri Tónlistarskólans, Stephen Yates, stjórnaði söng kirkjukórs Raufarhafn- ar. Svava Stefánsdóttir söng einsöng. Þá var forseta fært að gjöf myndverk eftir Jónínu Láru Einarsdóttur, prests- frú Raufarhafnarbúa. Myndin hét Fugl á þúfu. Listamaðurinn var sjálfur ekki viðstaddur. Hann var í Reykjavik og beið þess að eignast þriðja barn þeirra hjóna. Á Kópaskeri var staldrað við ör- skamma stund, rétt til að heilsa upp á fólk sem safnazt hafði saman framan við kaupfélagið. Þaðan var haldið í Ás- byrgi og sú náttúrunnar ■smið skoðuð dágóða hríð. Fólk úr öxarfirði, Fjalla- hreppi, Kelduhverfi og frá Kópaskeri safnaðist saman í Byrginu og fagnaði vel þjóðhöfðingja sinum. Erlendir ferðamenn í Ásbyrgi gengu af göflum hver i kapp við annan við að sjá Vigdísi i eigin persónu. Þeir mynduðu forset- ann í bak og fyrir með bros hins himin- sæla túrista á vör. Þýzk hjón sögðu blaðamanni Dagblaðsins að sjónvarps- stöð í Þýzkalandi hefði sent út viðtal við Vigdisi fyrir einum mánuði. Viðtal- ið hefði vakið mikla athygli og raunar orðið til þess að herða enn löngun í þeim sjálfum til að heimsækja ísland. í Skúlagarði beið dúkað kvöldverð- arborð försetans og fylgdarmanna. Auk þess snæddu þarna þrettán tugir heimamanna. Lambakjöt var aðalrétt- urinn á matseðli kvöldsins. Veizlan dróst á langinn og það var ekki fyrr en komið var rétt fram yfir miðnættið að hópurinn kom til Húsavíkur. Þar tóku bæjarstjórnarmenn á móti forsetanum og kvöldhressing beið gestanna á borðum. Það var því orðið vel áliðið nætur þegar hinir tignu ferðalangar fengu næturhvíld. -ESE. Strákar frá Ástjörn f Keiduhverfi gerðu „honnör” er þeir tóku á móti forsetanum. Þeir sungu ísland ögrum skorió fyrir Vig- disi og fylgdarlið. Á Ástjörn er drengjaheimili sem Sjónarhæðarsöfnuðurinn á Ákureyri rekur og er Bogi Pétursson for- stöðumaður. Forsetaheimsókn boðuð með lúðrahljómum Húsvíkingar vaktir af værum blundi Frá Atla Rúnari Halldórssyni, blaða- manni DB i fylgd meö forsetanum. Lúðrahljómar vöktu Hýsvikinga sem ætluðu sér að sofa fram eftir í gærmorgun. Lúðrasveit Húsavíkur hafði stillt sér upp framan við hótelið í morgunsólinni. Þetta var fyrsti dag- skrárliður hinnar opinberu heim- sóknar í gær. Sfðan var hin einstak- lega fallega kirkja þeirra Húsvikinga skoðuð í fylgd með Ingvari Þórarins- syni bóksala. Þaðan var haldið til sjúkrahússins og einnig heimsótt glæsilegt dvalarheimili aldraðra. Þar fékk Vigdís blómvönd við komuna frá Gunnlaugi Sveinbjörnssyni, einum ibúanna á staðnum. Forseti heilsaði m.a. upp á Ólinu Stefáns- dóttur, elzta vistmanninn á heimil- inu. Næst var röðin komin að Safna- húsinu. Leiðsögumenn voru hjónin Finnur Kristjánsson og Hjördís Kvar- an. Viðdvölin i safninu var mun lengri en gert var ráð fyrir, enda margt að skoða og skrafa um. Sér- staklega dvaldist forseta við að skoða skjalasafnið. Meðal annars var þar að finna handskrifuð frétta- og landsmálablöð úr sveitum Þingeyjar- sýslna frá því um aldamótin. Að loknum hádegisverði hitti for- setinn hóp Húsvíkinga að máli framan við hótelið. Þaðan var ekið að Laugum í Reykjadal og síðan í Mývatnssveit. í gærkvöldi var efnt til almennrar samkomu í sveitinni og gistu gestirnir að Hótel Reynihlið í nótt. -ESE.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.