Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST1981 —175. TBL
RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
[ Kartöf lurnar óætar f 1 jótlega eftir að þær koma í j geymslur Grænmetisins: ]
„Fáránlegt að setja gamlar kartöf lur á markað í ágúst ff
[ — segir yfirmatsmaður garðávaxta í viðtali um flokkun [ [ og mat á kartöf lum [ —sjáDBáneyt-] endamarkaði | bls.4 J ■■
F61k viðhefur misjafnar aðferðir til að reyna að vera sniðugt. Sumir brandarast i
litlum hópi en þremenningarnir á myndinni létu sér ekki nægja minna en troðfullt Há-
skólabió til að augiýsa sniðugheit sin. Og töfðu með því dagskrá Kamarorghestanna,
frumsýningu myndarinnar Brennunjálssaga (Njálssögubruna?) og hljómleika hljóm-
sveitarinnar Þeys. — Skemmtunin i gærkvöld var annars vel heppnuð. Kamarorghest-
arnir komu rækilega á óvart. Engan gat órað fyrirfram fyrir því hvaða tökum Friðrik
Þór Friðriksson tæki Njálssögu og kom hann þvi einnig rækilega á óvart. Hljómsveit-
in Þeyr flutti svo að endingu þrumandi rokktónlist sem vonandi hefur komizt rækilega
til skila hjá áhorfendum. Enda voru það engir aukvisar sem stilltu hljómburðinn fyrir
Þey: tveir liðsmenn ensku hljómsveitarinnar Killing Joke. — Sem sagt hin bezta
skemmtun ef hrútleiðinlegar uppákomur eru dregnar frá.
• ÁT / DB-mynd Einar Ólason.
52 skip með leyfi til veiða á loðnuvertíðinni sem hefst á mánudag:
LAGT TIL AÐ LODNUSKIP FÁI
EKKISÍLDVEIÐILEYFI
í haust. Ákvörðunar ekki að vænta fyrr en eftir helgina
„Fiskifræðingar leggja til að veitt
verði 5000 tonnum minna af sild i ár
en í fyrra. Mörgum þykir eðlilegra að
loðnuskipin fái ekki hlutdeild í þvi
sem eftir er en útvegsmenn leggja til
að loðnuskipum verði úthlutað kvóta
áfram. Hver niðurstaðan verður get
ég ekkert um sagt. Það verður
væntanlega ákveðið á fundi með
hagsmunaaðilum á mánudaginn,”
sagði Jón Arnalds ráðuneytisstjóri
sjávarútvegsmála í morgun.
Sjávarútvegsráðuneytið leggur til
að nótabátum, að loðnuskipum
undanskildum, verði leyft að veiða
24.500 tonn af sfld f haust. Rekneta-
bátar fái að veiða 18.000 tonn. Sam-
tals að veidd verði 42.500 tonn af síld
í reknet og hringnót. Síldarkvótinn er
því um það bil 15% minni en i fyrra.
Loðnuvertíðin hefst á mánudaginn
10. ágúst. 52 skip hafa leyfi til veið-
anna, aflakvótinn er 618.000 tonn til
vorsins ’82.
Fiskifræðingar lögðu til að loðnu-
afli á tímabilinu sumar 1981 — vetur
1982 skuli takmarkaður við 700.000
tonn. Miðað er þá við að hrygningar-
stofninn 1982 verði a.m.k. 400.000
tonn. Endanleg ákvörðun um há-
marksafla verði síðan tekin að lokn-
um bergmálsmælingum á stofnstærð
f október 1981 og/eða janúar 1982.
-ARH.
Álþýðublaðið:
„Læt ekki
svæla mig
úr Alþýðu-
flokknum"
— segirVilmundur
Gyifason
— Ef þessir menn halda að þeir séu
að svæla mig úr Alþýðuflokknum, þá
er það algjört vanmat. Ég verð áfram i
Alþýðuflokknum og mun berjast þar,
jafnvel þó að jafnaðarstefnan eigi
annað betra skilið en Kjartan Jóhanns-
son og Sighvat Björgvinsson, sagði Vil-
mundur Gylfason ritstjóri Alþýðu-
blaðsins í samtali við DB í morgun en
lítið virðist miða í samkomulagsátt í
deilunni um Alþýðublaðið.
f Helgarpóstinum í dag deila þing-
menn og verkalýðsforingjar hart á Vil-
mund Gylfason fyrir afstöðu hans í
þessu máli og láta flestir að því liggja
að Vilmundur eigi alia sök á því
hvernig málum sé komið.
Vilmundur sagði að þekktir dreng-
skaparmenn og viðurkenndir heiðurs-
menn eins og Sighvatur Björgvinsson
og Eiður Guðnason legðu áherslu á
það í HP að þetta væri eitthvert
„leiðindamál” og væru með dylgjur út
í loftið. Viðtölin við verkalýðsforingj-
ana leiddu hins vegar í Ijós að þeir
hefðu um langan tfma ekki þolað
verkalýðspólitík Alþýðublaðsins og
rætt um það við forystu flokksins að
þetta þyrfti að stöðva. Einn þeirra, Jón
Helgason á Akureyri, hefði sagt aí
,,það væri ekki hægt að þola þetta
lengur.” — Það er greinilegt að þessi
maður vill ritfrelsi að rússneskum
hætti, eins og hann hefur í félaginu hjá
sér, sagði Vilmundur.
— Það sem er langalvarlegast i
öllum þessum málum og ég undirstrika
að ég er ekki að vitna til einkasamtals,
heldur opinbers samtals formanns
Alþýðuflokksins og fréttamanns við
Rikisútvarpið, sagði Vilmuncur, — er
það að formaður Alþýðuflokksins segir
að þetta mál snúist ekki um pölitík
heldur sé þetta mannlegur harmleikur.
Formaður Alþýðuflokksins er með
öðrum orðum að rægja og dylgja um
samþingmann sinn vegna þess að
honum lika ekki skoðanir hans og hann
er í vörn gagnvart 5 verkalýðsforingj-
um innan flokksins. Hvernig maður er
Kjartan Jóhannsson eiginlega og um
hvað er hann að dylgja? Hvers vegna er
hann hræddur og í felum? sagði Vil-
mundurGylfason. -ESE.
Eyjamenn sluppu
fyrirhom
— sjábls. 12og21