Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981.
24
d
Menning
Menning
Menning
Menning
I
Ekki erallt sem
sýnist _
MyndirGuðmundar
Björgvinssonar
Á siðastliðnum fjórum til fimm ár-
um hefur Guðmundur Björgvinsson
myndlistarmaður gerst sérstakur
túlkandi ástarbrima í myndum
sínum. í þeim erum við yfirleitt stödd
í myrkvuðu herbergi eða lokuðu rými
þar sem sterkt, dramatískt ljós er
látið falla á eftirvæntingarfull en
draugsleg andlit karla bg Ttvenna,
samanfléttaða útlimi eða hina sér-
staklega erótísku líkamsparta kon-
unnar: skaut, brjóst, læri eða bak-
hluta. Stórir völsar hafa einnig verið
hnakkakertir i myndum Guðmundar.
Mér þykir ólíklegt annað en að í
þessum myndum sé listamaðurinn að
magna seið til heiðurs kynhvötinni og
allt í lagi með það. En einkennilega
fráhrindandi eru þessar myndir samt
með sinni kuldalegu, náhvítu birtu og
frosnum uppstillingum. Engu líkara
er en að Guðmundur sé beinlínis að
afneita frjómagni og lifshvöt kynllfs
og sé í mun að sýna mannskepnuna
frosna og strandaða, innilokaða og
ófæra um að láta I ljós innstu tilfinn-
ingar sínar. Sem ég held að sé ekki
það sem listamaðurinn meinar.
Hugsanlega hefur hann reitt sig um
of á pastelið og svarthvíta kontrasta
og sfðan fest sig f þessum vinnumáta
eins og hverjum öðrum manérisma.
Losnar um böndin
Eftir duglegan skammt af þessum
myndum var það manni léttir að sjá
Guðmund losa um böndin á sfðustu
sýningu sinni að Kjarvalsstöðum,
leika af fingrum fram með prcnt-
litum, en þeir virðast sér/ega þjálir og
þægilegir í meðförum. Það eru ein-
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
mitt myndir af því tagi sem eru uppi-
staðan í sýningu Guðmundar sem nú
stendur yfir í Djúpinu. Flestar eru
þær af minni gerðinni en nokkrar
þeirra yfirfærir listamaðurinn í stórar
olfumyndir. Alls eru verkin 50 tals-
ins.
Þessi vinnubrögð Guðmundar og
úrvinnsla minnir um margt á eldri
myndir Gunnars Arnar, nema hvað
Guðmund skortir óskeikult litaskyn
Gunnars. Aðferðin á rætur að rekja
til súrrealismans en guðfaðir hennar
hin síðari ár er eflaust Francis Bacon
hinn enski. Listamaðurinn gengur út
frá hugmyndinni um manneskjur i
afmörkuðu rými, aflagar svo ana-
tómiu þeirra eftir þörfum myndar-
innar uns eftir situr einhvers konar
hálfmennskt form sem áhorfanda er
ætlað að spá f. Þeim óskapnaði er
siðan haldið f jafnvægi á myndfletin-
um með vandlega samstilltum bak-
grunni, voldugum láréttum og
lóðréttum áherslum.
Að hrœra í litum
Það þarf ekki lengi að rýna í
myndir Guðmundar til að sjá að
kveikja þeirra er sem fyrrkynlífið og
önnur náin samskipti kynjanna og
mannfólksins yfirleitt. Nú er litaskali
þessara mynda hins vegar lfflegri en
fyrr og ákefð í túlkuninni, þannig að
í þeim er f raun sterkari erótík en í
hinum raunsærri myndum Guð-
mundar. Hálfkveðnu vísurnar hafa
löngum dugað vel f miklum bruna.
En litlu myndirnar með prentlitun-
um fullnægja greinilega ekki metpaði
Guðmundar og því hefur hann snúið
nokkrum smámyndum upp í stærri
olíumyndir. Þar finnst mér lista-
maðurinn ekki hafa erindi sem erfiði
og sú kvika lffs sem oft er að finna i
smámyndunum helfrýs þegar á
stóran flöt er komið. Ætli Guð-
mundur sér að róa á þau mið í fram-
tíðinni, þarf hann að taka sér tak i
notkun lita og læra að kveikja lff á
stórum myndfleti, gera hann allan
virkan.
Það má margt gott segja um
smærri myndir listamannsins, en hins
vegar veit ég ekki hve lengi hann
getur haldið áfram að hræra f prent-
litum og stóla á lukkuna án þess að
enda í heilberum stflæfingum. Á end-
anum verður hann að hleypa áhorf-
andanum nær sér, vfsa á inntak, með
þvf að búa sér til myndmál sem ekki
er hægt að misskilja, — en vera þó
trúr sannfæringu sinni.
- AI
Guðmundur Björgvinsson ásamt einu myndverka sinna.
(DB-mynd Einar Ólason)
4 * ▼
' T* 'JJ&***!*t 's\
ISSIMI
K
Manueia Wiesler og Helga Ingóifsdó tt ir i Skálholti.
sárast að vita til að þar var um að
ræða hóp ferðamanna af náinni
frændþjóð sem valsaði svo um án
viðeigandi leiðsagnar. Hervirki þessi
urðu þó sem betur fór ekki til að
skemma til fulls flutning hins fimmta
guðspjalls en ættu að vera mönnum
þörf áminning að við fleira þarf að
koma fram af nærgætni og virðingu
en glitrandi steina og viðkvæm grös.
-EM
FIMMTA GUÐSPJALUÐ
Helgispjöll
Eitt varð þó til að draga úr
ánægjunni yfir frábærum tónleikum
og það var ráp nokkurra gesta inn og
út þegar verst gegndi. Það sveið þó
Skálholtskirkja
Skálhottstónleikar 2. égúst
Flytjendur: Manuela Wiesler og Helga IngóHs-
dóttir.
Verkefni: Johann Sebastian Bach: Sónata f E-
dúr BWV 1036; Partfta f a-moll BWV 1013;
Tokkata í e-moll BWV 914; Sónata f h-moll
BWV 1030.
Það tekur oft ótrúlega skamman
tima að skapa hefðir, bæði til góðs
og ills. Gott dæmi um hefð af betra
taginu er sá siður aðstandenda Skál-
hoitstónleika að helga að minnsta
kosti eina tónleika sumarsins meist-
ara Bach. Til þessarar hefðar liggja
örugglega margar ástæður. Nægir sú
ástæða ein að báðar eru þær Helga
og Manuela frábærir Bach-túlk-
endur. Þær halda ríkt í hefð einfalds
hreinleikal leik á verkum meistarans,
en finna ætið eitthvað nýtt f hvert
skipti. Þannig er leikur þeirra svo
gjörsamlega laus við vott af þeirri
stöðlun eða stöðnun sem tíðum gætir
hjá þekktum listamönnum sem eiga
sérsitt fasta repertoire.
Leyniþráður
Samleikur Helgu og Manuelu í
sónötunum var einstakur. Það er lfkt
og milli þeirra liggi leyniþráður og
þannig skynji önnur hugsun hinnar
jafnskjótt, eða jafnvel áður en hún
verður til. Slíkt telepatiskt samband
tónflytjenda er fátftt og kemur helst
fyrir meðal kammertónlistarmanna
og jassleikara og er að likindum óút-
skýranlegt öðrum en þeim sem upp-
lifað hafa.
Margan flautuleikarann hefur
maður heyrt glima við partituna í a-
moll, oft með misjöfnum árangri.
Aldrei held ég að ég hafi áður heyrt
svo frábæra öndunartækni, sem i
allemande þættinum. Þar rann allt f
einn órofa flaum — svo eðlilega að
halda mátti að Manuela hefði alls
ekkert fyrir þessum fingurbrjóti
flautuleikarans. En ekki var tæknin
ein til að dást að. Öll meðferð partft-
unnar var einstök f öllu tilliti.
Ekki gaf hún eftir meðferð tokköt-
unnar'hjá Helgu, hátignarleg byrjun-
in og sfðan tónaflóðið sem aldrei
verður of hamslaust í höndum snjalls
sembaileikara.
Tónlist
ÉPB
EYJÓLFUR
MELSTED
7