Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 2
2 / Er til of mikils mælst að aðalvegir séu heflaðir? —þótt ekki sé meira gert Sverrir Helgason hringdi: Við eyddum ánaegjuiegri verzl- unarmannahelgi í Skaftafelli og grennd. Jafnvel veðurguðirnir brostu við okkur alla helgina, en ástand vega á þessum slóðum reyndist vera fyrir neðan allarhellur. Þegar ein mesta umferöarhelgi sumarsins fer í hönd er varla til of mikils mælzt að aðalvegir séu hefl- aðir, þótt ekki sé meira gert. Vegarkaflinn milli Skaftafells og Klausturs hentaði vafalaust prýðilega til æfinga i torfæruakstri en var tæp- lega boðlegur fólki með venjulegri áhugamál. Vegurinn var ekki ein- ungis holóttur, heldur grýttur, því svo slitinn var hann orðinn að stærðar hnullungar stóðu upp úr — svo stórir að þeir virtust tilheyra upp- hleðslunni fremur en nokkrum ofaní- burði sem ég hef séð. Á vesturleiðinni, þegar við áttum skammt ófarið að Klaustri, varð á vegi okkar hestamaður nokkur sem benti eitthvað á bílinn með svipunni. Ég aðgætti hvort nokkuð væri að og kom þá í ljós að 3 af fjórum hjól- koppum voru með öllu horfnir og sá siðasti var í þann veginn að detta af. Honum tókst að bjarga vegna vin- gjarnlegrar ábendingar, en hinum þrem týndum við. Þetta voru teinahjólkoppar, ef svo mætti að orði komast, og auglýsti ég raunar eftir þeim í smáauglýsingum DB þann 6. og 7. júlí og heiti fundar- launum fyrir þá. Ég vil jafnframt vekja athygli á þvf að vegakaflar, sem sá er ég iýsti, valda fleiri skemmdum á bflum en í fljótu bragði kann að virðast, þótt varlega sé ekið. Um verzlunarmannahelgina var vegarkaflinn milli Skaftafells og Klausturs óboð- legur venjulegri umferð að sðgn vegfaranda. DB-mynd: Hörður. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. öryrki spyr hver vegna greiðsla á tannviðgerðum öryrkja sé einskorðuð við þá er hafa tekjutryggingu. Óskar skýringa frá Tryggingastofnun ríkisins _ — DB á von á svari von bráðar Öryrki skrifar: Ég óska eftir upplýsingum um hvers vegna greiðsla á tannviðgerðum öryrkja er einskorðuð við þá er hafa tekjutryggingu. Ég er öryrki og tilefni þessara skrifa er lesendabréf í DB 4. þ.m. um tannlæknaþjónustu. Mér er óskiljanlegt hvers vegna þeir öryrkjar sem hafa það fram yfir okkur hin að hafa tekjutryggingu njóta jafnframt þeirra forréttinda að fá tannviðgerðir sínar greiddar og óska ég eftir skýringum frá Trygg- ingastofnun rikisins. Svar: DB á von á svari frá tryggingatann- lækni, Þorgrími Jónssyni. Það svar verður birt jafnskjótt og það berst og á hið sama við hugsanlegar athuga- semdir tryggingayfirlæknis, Björns önundarsonar. . jrg „Það stendur í lögum. Þaö stendur hér. Aðþeir eigi að hafa vitfyrir mér. Þeir slefa út rœðum. Þeirjarma í kór. Þeir segja að ég verði slœmuraf 4-LAGA PLATA FRÆBBBLARNIR FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI84670 LAUGAVE6124 - SÍM118670 AUSTURVERI - SÍMI33360 Vi Þr&inn saknar unglingablaðsins „16”. DB-mynd: Einar Ólason. Er ”16" hætt að koma út? — „leitt ef það hættir” Þráinn skrifar: Mig langar að bera fram eina spurningu sem ég vonast til að geta fengið svar við. Er engin von til þess að unglingablaðið ,,16” haldi áfram að koma út? Er það kannski hætt? Níuer orðið langt síðan það kom út slðast en blaðið er mjög vinsælt meðal unglinga og ég er viss um aö þeim þætti leitt ef það hætti. Hvað sem um það verður þá á Sig- urður Blöndal lof skilið fyrir tilraun- ina. Svar: DB náði tali af Sigurði Blöndal sem sagði að töf hefði orðið á útkomu ,,16” vegna ýmissa orsaka en næsta tölublað er væntanlegt von bráðar. .Ff; \tutt ogskýr bréf Enn einu sinni minna iesendadáikar DB alla þá. er hyntyast senda þœttinum linu. að láta fylfja fullt nafn. heimilisfany. simanúmer lef um það er að rœða) ny nafnnúmer. Þetta er litil fyrirhöfn fyrir bréfritara okkar ofi til mikilla þœnindafyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að hréf eiya að rera stutt oy skýr. Áskilinn erfullur réttur til að ' stytta hré'foy umorða til aó spara rúm og koma efni hetur til skila. Bréf ættu helzt ekki að rera lenyri en 200—300 orð. Simatimi lesendadálka DB er milli kl. 13 oy 13 J'rá mánudtigum tilftistudaya. ./w

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.