Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1981. 5 Grundf irðingar byrjaðir á 3ja ára verkef ni að betrumbæta hafnaraðstöðuna: Dýpkunar-Grettir hreins- ar af klöpp f höfninni — ogþáer hægtað sprengja með dínamíti skurð fyrir stálþilið Grundfirðingar ætla að betrumbæta hjá sér hafnaraðstöðuna á næstu árum. Áætlað er að lengja stóru bryggjuna 1 Grundarfirði um 40 metra og breikka hana úr 12 i að minnsta kosti 40 metra. Verkið tekur alls þrjú ár. Dýpkunar- skipið Grettir er komið á staðinn. Að sögn Guðmundar Ósvaldssonar sveitar- stjóra er skipinu ætlað að hreinsa ofan af klöpp í höfninni. Síðan á að sprengja skurð í klöppina; Grettir á að hreinsa upp úr skurðinum og setur því næst finna efni í hann til að hægt sé að reka þar niður stálþil. Guðmundur bjóst við að hægt yrði að hefja fram- kvæmdir við að reka niður þilið strax næsta vor. Lögum samkvæmt greiðir ríkissjóður 75% en viðkomandi sveitar- félag 25% af kostnaði við hafnargerð- Hæstirétturómerkti gæzluvarðhaldsúrskurð Sakadóms Reykjavíkur: Framburð hins ákærða vantaði og forsendurnar átti að umorða „Dómari fann að því að umorða átti forsendurnar fyrir gæzluvarðhaldsúr- skurðinum, en ekki taka greinargerð Rannsóknarlögreglu rikisins, sem fór fram á úrskurðinn, nær óbreytta upp í úrskurð héraðsdóms,” sagði Hjörtur O. Aðalsteinsson fulltrúi i Sakadómi Reykjavíkur. í fyrradag ómerkti hæsti- réttur gæzluvarðhaldsúrskurð sem Hjörtur hafði kveðið upp í héraðsdómi yfir meintum bílabraskara. Fram kom hjá hæstarétti að í úrskurði héraðs- dóms var ekki greint frá framburði hins ákærða og var það önnur ástæða þess að úrskurðurinn var ómerktur. Gæzluvarðhaldsúrskurður þessi var kveðinn upp f héraðsdómi í júlílok og skyldi maðurinn sæta gæzluvarðhaldi til 12. ágúst. maðurinn kærði úrskurð- inn til hæstaréttar sem svo ómerkti hann. Var hinn ákærði látinn laus strax og úrskurður hæstaréttar hafði verið kveðinn upp. Að sögn Hjartar Aðalsteinssonar er frekar fátítt að hæstiréttur ómerki gæzluvarðhaldsúrskurði en Hjörtur kvaðst þó muna eftir því að það hafi verið gert áður. Maður sá sem hér um ræðir hefur ásamt tveimur öðrum verið kærður fyrir vanskil í sambandi við bílakaup. Eru þremenningarnir taldir hafa stundað þá iðju að kaupa bíla með vfxl- um en látiö vixlana siðan falla án þess að greiða þá. Seljendur bilanna hafa síðan setið bíl- og peningalausir eftir og ekkert er af þremenningunum að hafa þar sem þeir eru þvi sem næst eigna- lausir. Umræddur maður er annar „sölumannanna” frægu sem ferðuðust um landið þvert og endilangt og sviku og prettuðu fjölda íslendinga. - SA Aðeins heima- menn fái að vera íframboði — segiríályktun Valfrelsis Á fundi framkvæmdanefndar hug- sjónasamtakanna Valfrelsis, var sam- þykkt eftirfarandi ályktun um kosn- ingalöggjöfina: „Stefnt skal að þvi að frambjóðendur eigi og hafi átt heima 3 ár eða lengur i þvi kjördæmi sem þeir eru í framboði fyrir.” í greinargerð með ályktuninni segir að framkvæmda- nefndin áliti að heimamenn hafi betri aðstöðu til að þjóna umbjóðendum sinum og þeir geta þannig veitt fulltrú- um sínum nauðsynlegt aðhald. ina. Reyndin hefur orðið sú að verr stæð sveitarfélög þurfa að greiða 10% heildarkostnaðar en fá 15% sem styrk úr hafnarbótasjóði. Þannig verður háttur hafður á með framkvæmdirnar í Grundarfjarðarhöfn i ár. í Fleira er á döfinni í framkvæmdum á vegum Eyrarsveitar í Grundarfirði. Verið er að stækka og bæta húsnæði fyrir læknisþjónustu. Vonazt er til að tannlæknir komi þangað og hefji störf i september. Læknir er ekki að staöaldri í Grundarfirði en þangað koma læknar í hverri viku frá Stykkishólmi. Grund- firðingar vonast til að fá viðurkennda heilsugæzlustöð af gráðunni H 1. Þar með yrði heimilt að ráða og hafa lækni um kyrrt á staðnum. Enn má nefna stækkun samkomu- hússins um 200 fermetra og byrjað er aö byggja 600 fermetra (að grunnfleti) íþróttahús við sundlaugina. Sökklar hafa verið steyptir og búizt við að húsiö verðifokheltánæstaári. -ARH Dýpkunardallurinn Grettir i Grundarfjarðarhöfn. Hann er ómetanlegt hjálpartæki til að halda höfnum landsins djúpum og hreinum. DB mynd Bæring Cecilsson. @ SANVO - VIDEO- ® SANYO - VIDEO - 0SANYO ★ Allt aö 3 klst. og 15 mín. kassettuspólur. ★ Verð og fyrirferð spólanna í lágmarki. ★ Minni fyrir sjálfvirka upptöku í 7 daga. ★ Beta-kerfiö er þekkt um heim allan, Fischer, Sony, Toshiba, Sanyo og fleiri helztu videoframleiðendur eru meö það. ★ Sanyo video er japönsk gæöavara og ★veröið er alveg ótrúlegt. KYNNTU ÞER BETUR ið þeirra! Þá kemstu aö því aö Sanyo Beta er tækiö fyrir þig. KYNNTU ÞÉR BETUR . . . Og þá kemstu aö því aö Sanyo Beta er fyrir þig. Staðgreiðsla: Verð: 11.700.“ eftirstöðvar ^mán 11.100.- Sanyo myndsegulbandseigendur gerast meölimir í Videoklúbbi um leiö og kaupin eru gerö. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.