Dagblaðið - 07.08.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST1981.
3
Raddir
lesenda
Maltölið
var „svo
gerjaðað
allt gaus
upp úr”
— óánægðurmeð
maltölogedik
fráSanitas
Árni hríngdi:
Nýlega keypti ég maltöl frá Sanitas
og þegar ég opnaði flöskuna var
maltölið svo gerjað að allt gaus upp
úr svo aðeins urðu dreggjarnar eftir.
Þegar ég kvartaði í verzluninni
sagði stúlkan mér að tapparnir
hrykkju oftaf þessu malti frá Sanitas
þótt þær stæðu ósnertar i búðinni,
enda endurgreiddi hún maltið
umsvifalaust.
Minnstu munaði að ég eyðilegði
fötin min við þetta tækifæri og þegar
ég sagði konunni minni frá þvi kom í
ljós að hún hafði einnig fréttir að
færa. Hún hafði notað edik frá
Sanitas og taldi að það hefði eyðilagt
um það bil 30 flök af síld sem við
höfðum fengið frá Hornafírði. Sagði
húnmikiðóbragðveraað edikinu.
Ég ráðlegg Sanitas eindregið að
hyggja að vörugæðum.
Árni segir frá heldur óskemmtilegrí
reynslu af maltöli frá Sanitas.
DB-mynd: Einar Ólason.
”Bilun átti
sér stað í
gerilsneyð-
ingartæki”
— segirRagnar
Birgisson, forstjóri
Sanitas hf.
/■
Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas
hf., skrífar:
Þvi miður átti sér stað bilun i geril-
sneyðingartæki í smátima við átöpp-
un á malti í siðasta mánuði. öllu þvf
malti, sem talið var ógerilsneytt, var
hellt niður en greinilegt er að eitthvert
magn hefur farið út á markaðinn.
Fáar sem engar kvartanir hafa borizt
og teljum við að umrætt magn hafi
verið mjög lítið, eða örfáir kassar
sem þegar er búið að kalla inn.
Varðandi edikið er þetta í fyrsta
sinn sem við fáum kvörtun vegna
þess en gerum okkur ekki alveg grein
fyrir hvað hafi verið að því.
Við biðjumst velvirðingar á ofan-
greindum mistökum. Það er okkar
hagur að vörugæði okkar séu í lagi,
þvf ella er tjónið mest okkar.
Hugmynd um að fá
leikmenn til starfa
við fomminjagröft
—ættufyrstaðfá
Siggi flug, 7877-8083, skrifar:
Fátt er að mínum dómi eins heill-
andi og að grafa í húsatóftum og sjá
með eigin augum hvernig menn
bjuggu fyrir kannski allt að 1000
árum eða meir. Tiltölulega lítið hefur
verið grafið upp af slikum rústum en
bæði er það að þær eru kannski ekki
allt of margar og svo hitt að þetta
kostar mikið fé og vart á færi nema
lærðra manna.
Fyrir nokkrum árum hafði ég sem
sessunaut í flugvél á leið til Kjöben
Þór Magnússon þjóðminjavörð og
tókum við tal saman. Bar þar margt á
góma, nær eingöngu fróðleikur hans
„skemmri skím”
sem virtist frábær en einnig lagði ég
orð í belg og þess vegna er þessi
greinarstúfur til orðinn.
Ég stakk upp á þvl við Þór, vegna
þess hve allur fornminjagröftur væri
dýr, hvort ekki mætti t.d. fá til
starfsins karla og/eða konur, sem
vantaði eitthvert „hobby”, til þess
að grafa i rústum áhugaverðra staða
endurgjaldslaust, þó ekki án fæðis, á
sumrin þegar fólk tekur sér orlof eða
þess háttar.
Varpaði ég fram þeirri hugmynd
minni, að þetta fólk fengi einhvers
konar „skemmri skírn” að vetrinum
í því hvernig haga ætti starfinu
Siggi flug telur að margur leikmaðurínn vildi eyða sumarleyfi sfnu í að aðstoða við
uppgröft fornminja. DB-mynd KMU.
þannig að nægði til einföldustu vinnu
við útgröft.
Ég held að Þór hafi fundizt þessi
hugmynd nokkuð áhugaverð en svo
tókum við að ræða aðra hluti og
þettagleymdist.
Ég kem nú þessari hugmynd minni
á framfæri á ný við hinn ágæta þjóð-
minjavörð okkar, ef ske kynni að
þetta mætti koma að einhverju gagni.
Ég held að margur maðurinn
mundi vilja eyða sumarleyfi sínu við
þetta ákaflega áhugaverða starf og ég
held að við myndum fá meiri hjálp en
hægt væri að nota.
Mér datt þetta (svona) í hug.
miílikl. 13 og 15,
eðaskrifrð
Það bezta og hent-
ugasta fyrir þig og
barnid þitt er hinn
viðurkenndi Snuglit
burðarpoki.
VERZL.
MÓÐURÁST
HAMRABORG 7
KÓPAVOGI
SMI 45288
Spurning
dagsins
Hvernig varð þór við
þegar þú fókkst
skattseðilinn?
Hörður Karlsson bókblndari:
Ágætlega. Ég er þakklátur fyrir hann.
Hann er mjög sanngjarn.
Hjördis Bjarnadóttir starfsstúlka á
Grund: Ég varð mjög ánægð. Ég fékk
365 kr. endurgreiddar.
Sigrún Eliasdóttir húsmóflir: Ég er nú
ekki ánægð meö hann.
Iris Arthursdóttlr afgreiflslustúlka: Eg
var hæstánægð. Þarf ekki að borga
neitt.
Guflmundur Danlelsson mennta-
skólanemi: Ég þakkaði bara guði fyrir
aðégerískóla.
Ragnar Erilngsson dekkjaviðgerðar-
maflur: Ég bjóst nú við þessu.