Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. Vinnustofumyndir Kjarvals komnar heim Áður vildi þær enginn. Nú eru þær metnar á hundruð þúsunda króna Vinnustofa Kjarvals í Austurstræti er komin heim, eða réttara sagt, myndskreytingar þær sem Kjarval gerði á veggi vinnuherbergis síns uppi á háalofti á Austurstræti 12, likiega á árunum 1933—34. Þær keypti Guðmundur Axelsson listaverkasali mikið skemmdar af veðri og vindum fyrir nokkrum árum og sendi til Danmerkur, til gagn- gerrar viðgerðar. Þá viðgerð fram- kvæmdi einn þekktasti sérfræðingur Dana í þeim málum, Steen Bjarnhof, áöur yfirmaður málverkadeildar Konservator-skólans í Kaupmanna- höfn. Undanfarna daga hefur Bjarnhof unnið að því að koma þessum vegg- myndum fyrir á blindrömmum, á efri hæð Klausturhóla við Laugaveg, með aðstoð Richards Hördal sem stundar nám i listaverkaviðgerðum í Kaup- mannahöfn. Enginn vildi kaupa Eins og mönnum er eflaust kunn- ugt, stóð talsverður styrr um þessar veggmyndir á tímabili. Erfingjum Kjarvals voru dæmdar myndimar og þar með ábyrgðin á þeim en þar sem viðgerð þeirra var bæði brýn og erfingjunum ofviða gekk maður undir manns hönd til að kveikja áhuga opinberra aðila oj stofnana á þessum myndum, þ.á m. ríkisins, Reykjavíkurborgar, Seðlabankans og Sambands íslenzkra s’nmvinnu- félaga, en enginn þeirra taldi sér fært að sinna erindinu. Þá hafði allt her- bergið verið metið á 22 milljónir króna og í því mati var gert ráð fyrir 5 milljón króna kostnaöi við viðgeröir. Siðan gekk hvorki né rak I málinu og á meðan lágu veggmyndimar und- ir frekari skemmdum. Fyrir tæpum þremur árum kvisaðist að Guðmund- ur Axelsson hefði fest kaup á mynd- unum öllum, og þá fyrir nokkuð lægra verð en matsverö. Vildi Guð- mundur lengi vel ekki staðfesta að hann væri kaupandinn. En nú er sem sagt enginn vafi á því og eru fjórar helstu veggmyndirnar nú komnar heim eftir tveggja ára viðgerð og biða endanlegs áfanga- staðar. Teikningar sem voru í lofti vinnustofunnar em enn i viðgerð. 1» Einn veggur vinnustofunnar fyrir viðgerð. Yst til vinstri má sjá Odd sterka af Skaganum. Takið eftir Ifn- unni yfir myndina endilanga. Þetta er teikning af skugga rafsnúru sem hékk 1 herberginu. (Mynd: Leifur Þorsteinsson) Mjög illa farnar DB spurði Bjarnhof hver hefðu verið helztu vandamálin fylgjandi viðgerð þessara viðamiklu verka, en þess má geta að hver mynd er hátt á þriðja metra á hæð og þrir til fjórir metrar á breidd. Bjarnhof sagði að verst hefði verið að eiga við vegg- fóðrið sem myndirnar em upphaflega málaðar á, en það væri mjög óvandað og heföi verið afar illa farið. Því hefði þurft að styrkja það marg- víslega með ýmiss konar pappírs- efnum og siðan koma því fyrir á striga. Enda líta þær nú glæsilega út. Aðspurður sagðist Guðmundur Axelsson ekki vita hvað yrði um myndirnar. Þó væri ljóst að hann heföi ekki efni á að eiga þær sjálfur og eölilegast væri að þær yrðu í vörslu opinbers aðila sem gæti komið þeim fyrir eins og þær voru á vinnu- stofu Kjarvals forðum. f hólf og gólf Ekki vildi Guðmundur heldur nefna neinar tölur I tengslum við þessi verk, hvorki viðgerðarkostnað né hugsanlegt söluverð. Nokkrir list- fróðir heimildarmenn DB töldu þó að á endanum mundi vinnustofan öll hlaupa á hundruðum þúsunda króna, á núverandi verölagi. Guðmundur vildi hins vegar koma fram þökkum til fjármáiáriðuneytis- ins, sem fellt hefði niður aðflutnings- gjöld og söluskatta af myndunum. Eins og áður er getið, er talið að Kjarval hafi gert þessar myndir á árunum 1933—34, en þá skorti hann um skeið striga. Ekki er vitað hvort verkin mynda eina heild, en þó má þar sjá senur af sjó, úr sveit og úr Reykjavlk. Auk þess málaði meistar- inn bæði gólf og loft vinnustofunnar, en erfitt hefur reynst að halda þeim handbrögðum til haga. -AI. Steen Bjarnhof og Richard Hördal við eina myndina sem sumir hafa nefnt „Sveitasæla”. DB-mynd, AI.) Hápunktur vertíðar rallökumanna: UOMA-RALU VERÐUR HALDIÐ UM NÆSTU HELGI —eknir verða 1700 kílómetrar—tveir útlendingar verða meðal þátttakenda Að öllum likindum verða tveir erlendir þátttakendur með í Ljóma- rallí ’81, annarri alþjóðakeppninni sem fer fram hér á landi. Rallfið hefst á föstudaginn kemur og lýkur síðdegis á sunnudag. Alls verður keppnin um sautján hundruð kílómetrar. Óhætt er að fullyrða að Ljóma- rallíið er hápunktur vertíðar raUiöku- manna. Það er lengsta og erfiðasta keppnin sem boðið er upp á hér á landi. Þegar hafa tólf ökumenn skráð sig í hana. Þeirra á meðal er John Haugland frá Noregi. Hann var einnig með i Ljóma-raUíinu i fyrra og lét vel af öllum aðstæðum þó að honum tækist ekki að komast f mark i það skiptið. Þá hefur einnig skráð sig tfl leiks ítðlsk áhöfn. Aðstoðarökumaðurinn i henni mun hafa keppt hér i fyrra. Þá tóku fjórar erlendar áhafnir þátt í ralliinu, tvær norskar og tvær ítalskar. ítalarnir áttu i miklum brösum viö ísienzka vegakerfið. Norðmennimir voru öUu hagvanari. Til dæmis sigraði Norðmaður i raUiinu. Meðal annarra keppenda má nefna Ómar og Jón Ragnarssyni fslands- meistara frá i fyrra. Þeir eru nú stiga- hæstir ( keppninni um titilinn í ár. Þá verða þeir Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson einnig með. Þeir hafa staðið sig prýðilega i ár. Meðan á rallíinu stendur starfrækir Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykjavíkur upplýsingamiðstöð í Austurbæjarskól- anum. Þar verður hægt að fá nýjustu fréttir af gangi mála. ÖU úrsUt verða tölvuunnin eins og í fyrra. Þá verður keppnin tekin upp á videoband og myndirnar sýndar í Austurbæjarskól- anum dagana sem keppnin stendur. Veizla í Austurstræti: Börnum boðið f pylsur, kók og ópal í tilefni af afmæU Reykjavíkur- borgar í dag verður reykviskum börn- um boðið tU veizlu í Austurstræti. Veitingar verða pylsur frá Ásgeiri Hannesi í Pylsuvagninum, kók og Ópal-sælgæti. öllum Reykvikingum er boðið að koma og fá börnin veit- ingarnar ókeypis. Undir veizlu- glaðningum kemur Hornaflokkur Kópavogs i heimsókn og blæs létta takta. Stjórnandi er Björn Guðjóns- son Veizlan hefst klukkan sex síðdegis. -DS. Meðal keppenda f Ljóma-rally ’81 verður Norðmaðurinn John Haugland. Hann keppir fyrir Skoda-verksmiðjurnar eins og f fyrra. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.