Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981.
Iþróttir
gþróttir
Iþróttir
Iþrótti
Sterkt Evrópulið í
álfukeppni
ífrjálsum
Evrópuliðið f frjálsum iþróttum, sem keppir i
Róm i september i álfukeppninni, var vaiið i gær.
það er skipað mörgum frábærum afreksmönnum
eins og Englendingunum Sebastian Coe og Steve
Ovett. Þeir eru báðir heimsmethafar. Þá verður
skozki ólympiumeistarinn Allan Wells i liðinu og
grindahlauparinn Mark Holton, sem sigraði svo
óvænt i 110 m grindahlaupi i Evrópubikarkeppninni
í Zagreb á sunnudag. Hins vegar var David Moor-
croft, Bretlandi, ekki valinn i 5000 metra hlaupið i
Róm, þrátt fyrir sigur í Zagreb á vegalengdinni,
heidur írinn Eamon Coughlan.
Vestur-Þjóðverjar eiga fimm menn í Evrópu-
liðinu. Harald Schmidt var valinn i 400 m grinda-
hlaupið, Ralf Reichenbach i kúluvarp, Hartmurt
Weber i 400 m hlaupið, Karl-Heinz Riehm i sleggju-
kast og Gerd Nagel i hástökk. Það gæti þó breytzt
hvað þeim siðastnefnda viðkemur. DB hefur ekki
fengið fregnir af öðrum keppendum Evrópu en þess
má geta að Allan Wells var valinn i 4x100 metra
boðhlaupið þannig að pólska sigursveitin frá Zagreb
(38,66 sek.), hefur ekki verið valin í heild.
- hsim.
Mark Lawrenson
tilLiverpool
írski landsliðsmaðurinn hjá Brighton, Mark
Lawrenson, var f gær seldur til Liverpool og er hér
um „milljón-punda” söiu að ræða. Brighton, sem
rétt slapp við fall niður f 2. delld i vor, fékk meðal
annars Jimmy Case, framvörðinn snjalla, upp i
kaupverðið, auk þess sem Liverpool þurfti að greiða
Brighton mikla fjárhæð. Mark Lawrenson hefur
verið orðaður við mörg félög siðustu vikurnar. Fyrst
Man. Utd. en það mál féll niður þegar United sneri
athygli sinni að enska landsliðsmanninum, Brian
Robson hjá WBA. Þá kom Arsenal inn i myndina
og fleiri félög en írinn hafði mestan áhuga á að fara
til Llverpool — skiljanlega.
Mark Lawrenson er framvörður og var keyptur til
Brighton frá Preston fyrir um fjórum árum. Siðan
hefur hann verið einn af máttarstólpum Brighton-
liðsins og fastamaður i frska landsliðinu, fririkinu.
Jimmy Case hefur verið einn af þekktustu leikmönn-
um Liverpool um langt árabil, framvörður, sem
þekktur er fyrir sin þrumuskot. Hefur skorað mörg
gullfalleg mörk af löngu færi. Var talinn skotharð-
asti leikmaður Englands eftir að Bobby Charlton og
Peter Lorimer lögðu skóna á hilluna. Jimmy Case
hefur leikið 245 leiki með Liverpool — fæddur i
Liverpool — en á sfðasta leiktfmabili missti hann
stöðu sina i liðinu tll Sammy Lee.
- hsim.
Jimmy Case, frá Liverpool til Brighton.
Bikarkeppni FRÍ
Bikarkeppni FRÍ i I. og II. deild verður háð dag-
ana 29. og 30. ágúst nk. Þeim sem eiga lið i þessum
deildum er bent á að hafa samband vlð rétta aðila.
Það er HSÞ, sem sér um framkvæmd II. deildar á
Húsavfk en FRÍ sér um framkvæmd I. deildar.
Bikarkeppni FRÍII. deild verður haldin á Blöndu-
ósi laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 14.
Þeim féiögum og héraðssamböndum sem hyggja á
þátttöku ber að snúa sér til Inglbergs Guðmunds-
sonar, simi 95-4625 eða 95-4642, i sfðasta lagi
þriðjudaginn 25. ágúst.
Stefán Jóhannsson ver vel frá Guðmundi Steinssyni, sem liggur á jörðinni. Guðmundi tókst ekki að skora frekar en öðrum Frömurum og KR-ingar nældu i dýrmætt stig.
DB-mynd Einar Óiason.
KR þokar sér af mesta
hættusvæðinu f 1. deild
— Gerði jafntef li við Fram á Laugardalsvelli í gærkvöld, 0-0, i slökum leik
KR-ingar kræktu i dýrmætt stig i
fallbaráttuslagnum er þeir gerðu
markalaust jafntefli við bikarmeistara
Fram á Laugardaisvelli i gærkvöldi.
Hafa nú 10 stig en Þór 8 og FH 7.
Sanngjörn úrslit i siökum leik. Úrslitin
settu heldur betur strik i meistaravonir
Fram, sem nú er þremur stigum á eftir
Viking, þegar einungis þrjár umferðir
eru eftir.
Fyrri hálfleikur var einhver sá tíð-
indasnauðasti er sögur fara af. Lang-
tímu saman barst knötturinn mótherja
á milli á vallarmiðjunni, lítil hugsun
var í leik liðanna og vel uppbyggðar
sóknarlotur voru álíka sjaldséðar og
sólskinsdagar í Reykjavík. Framarar
voru þó öllu sterkari aðilinn og Halldór
Arason fékk tvívegis góð marktæki-
færi. Hið fyrra kom á 32. mínútu eftir
aukaspyrnu. Viðar skallaði knöttinn
niður til Halldórs, sem skaut yfir á
markteig. Á síðustu sekúndum hálf-
leiksins komst Halldór síðan í gegnum
vörn KR en laust skot hans fór beint i
Stefán markvörð. Helzt að hálfleikur-
inn verði minnisstæður fyrir slælega
dómgæzlu Óla Olsen. Viðari og Atla
Þór lenti saman eftir að Atli hafði
tæklað Framarann. Viðar sló til Atla
og hefðu sumir dómarar rekiö hann út
af fyrir það, en Óli gaf hins vegar
báðum gultspjald.
í síðari hálfleik hríðbatnaði leikur-
inn. Sem fyrr var Halldór Arason
skæður við mark KR og Stefán mátti
taka á honum stóra sínum er hann
varði vel skot Halldórs á 55. minútu
með góðu úthlaupi.
Rétt á eftir fékk Sigurður Indriðason
gult spjald fyrir að rífa í Framara og
halda honum. Framarar tóku auka-
spyrnuna en KR-ingar sneru vörn í
sókn og skyndilega var Atli Þór
Héðinsson kominn einn inn fyrir vörn
Fram. Trausti reif í hann og hélt
honum, en engu var líkara en Trausti
væri heilög kýr í augum Óla Olsen því
hann fékk ekki gult spjald fyrir vikið.
Var brotið þó engu léttvægara en brot
Sigurðar Indriðasonar mínútu áður.
Rétt á eftir fékk Sigurður Pétursson í
KR einnig gult spjald.
KR átti einnig sín færi, Helgi Þor-
bjðrnsson var frir inni í teignum en
Guðmundur Baldursson varði laust
skot hans. Hinum megin skallaði Pétur
Ormslev í stöngina á 80. mínútu og á
síðustu mínútunum brenndi Óskar
Ingimundarson af í sannkölluðu
dauðafæri. Þar hefði Óskar getað
krækt í bæði stigin fyrir KR.
Leikmenn beggja liðanna geta mun
meira en þeir sýndu í þessum leik, og
því er erfitt að hrósa einum umfram
aðra. Stefán var góður í marki KR og
vörnin var einnig nokkuð traust. Atli
Þór var líflegur frammi og Helgi Þor-
björnsson átti góða spretti.
Marteinn var aligóður í liði Fram og
Hafþór Sveinjónsson, Viðar Þorkels-
son og Halldór Arason voru einnig
þokkalegir.
Óli Olsen átti einn af sínum verstu
dögum í hiutverki dómara. - SA
EM unglinga í f rjálsum íþróttum hefst á f immtudag:
Ragnheiður gæti komizt
í úrslit í 1500 metrum
íslenzku keppendurnir héldu til Hollands í morgun
„Þetta er bezti hópur, sem ísland
hefur sent á Evrópumeistaramót ungl-
inga i frjálsum iþróttum. Ég er hæfi-
lega bjartsýnn á árangur þeirra,
nokkrir hafa möguleika á að komast i
milliriflla, Ragnhelður Ólafsdóttir, FH,
jafnvel i úrslit i 1500 metra hlaupinu.
Hún hefur lengi æft i Köln i Vestur-
Þýzkalandi og setti þar ágæt
íslandsmet ekki alls fyrir löngu,” sagfli
Ólafur Unnsteinsson, annar af farar-
stjórum fslenzka hópsins og þjálfari,
þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær.
Evrópumótið verður f Utrecht i Hol-
landi og hefst á fimmtudag. íslenzki
hópurinn hélt utan snemma f morgun.
í honum eru Helga Haildórsdóttir,
KR, sem keppir i 100 m grindahlaupi
og 200 metra hlaupi Ragnheiður Ólafs-
dóttir, sem keppir í 1500 m og 3000 m
hlaupum, fris Grönfeldt, UMSB, sem
keppir i spjótkasti, Egill Eiðsson, UÍ A,
íþróttir
HALLUR
RÍMDMA
sem keppir í 400 m hiaupi og Kristján
Harðarson, UBK, sem keppir i lang-
stökki. Sigurður Einarsson spjótkastari
úr Ármanni, átti einnig að vera meðal
keppenda. Hins vegar tóku mciðsli,
sem þjáðhafahann í allt sumar.sig upp,
þegar hann var að undirbúa sig fyrir
Reykjavíkurleikana. Sigurður getur því
ekki keppt í Utrecht.
Vegleg setning
Á Evrópumótinu verða þátttakendur
frá 28 iöndum og mótið stendur yflr i
fjóra daga, frá fimmtudeginum 20.
ágúst til sunnudags 23. ágúst, en þá
lýkur mótinu. Mótiö verður sett með
mikilli viðhöfn á nýjum leikvangi i
Utrecht og verður það jafnframt
vígslumót ieikvangsins. Claus prins
verður verndari leikanna og greinilegt
að Hollendingar leggja mikinn metnað
í, að mótið heppnist sem bezt.
Fyrsti íslendingurinn, sem hefur
keppni á mótinu, er Egill Eiðsson,
Austfirðingurinn sprettharði. Hann
keppir í undanrásum 400 metra
hlaupsins á fimmtudagsmorgni. Ragn-
heiður keppir svo í undanrás 1500 m
hlaupsins eftir hádegi á fimmtudag.
Þetta eru þeir keppendur isiands, sem
hvað mestar vonir eru bundnar við.
Egill ætti að komast í milliriðil þó
margir góðir keppendur á þessari vega-
lengd séu i hópi ungra manna 1 Evrópu.
Helga keppir á föstudag i grinda-
hlaupinu og ef að líkum lætur ætti hún
að komast í milliriðil. Hún var með
sjöunda bezta árangur stúlkna í Evrópu
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981.
Iþróttir Iþróttir
Sþróttir
Iþróttir
Atvinnumenn Dana
gegn íslendingum
íKaupmannahöfn!
— Allan Simonsen hefur ákveðið að leika gegn íslandi
26. ágúst í Idretsparken og svo er um fleiri atvinnumenn
„Ég verfl að fá alla mfna beztu leik-
menn f leikinn við ísland. Þafl verður
hlegið afl okkur um alian heim ef vifl
töpum fyrir íslendlngum,” var haft
éftir danska landsliðsþjálfaranum,
Sepp Piontek, hér i Dagblafllnu i gær.
Svo virflist sem iandsliðsþjálfaranum
ætli að verða afl ósk sinni — nokkrir af
frægustu atvinnumönnum Dana i
knattspyrnunni munu taka þátt i lands-
leiknum við ísland, sem háflur verflur á
Idretsparken i Kaupmannahöfn mið-
vikudaginn 26. ágúst.
„Sepp Piontek getur reiknað með
mér í landsleikinn gegn Islandi — það
er að segja ef hann hefur stöðu fyrir
mig í liðinu,” voru skilaboð, sem Allan
Simonsen sendi landsliðsþjálfaranum
frá Spáni. Þar leikur þessi frægasti
knattspymumaður Dana í dag með
stórliðinu Barcelona. Frábær Ieik-
maður þó lítill sé, eldsnöggur og verður
áreiðanlega erfiður íslenzku varnar-
mönnunum á Idretsparken. Simonsen
ALLAN HJEM
TIL KAMPEN
MODISLAND
klub
var fyrir nokkrum árum valinn „knatt-
spyrnumaður Evrópu”.
Sepp Piontek hefur leitað til margra
atvinnumanna Dana i sambandi við
landsleikinn við fsland. Yfirleitt fengið
jákvæð svör. Þó eru litlir möguleikar á
að Frank Amesen, sem nú leikur með
Valencia á Spáni, leiki gegn íslandi.
Allan Simonsen, til vinstri, ásamt Udo Lattek, þjálfara Barcelona, sem var þjálfari
hjá Borussia Dortmund á sfðasta leiktfmabili, þegar þeir Atli Eðvaldsson og Magnús
Bergs gengu til liðs við þýzka liðið.
„Ég vildi mjög gjarnan leika landsleik-
inn við ísland. En ég get varla verið
þekktur fyrir að fara heim og leika við
íslendinga, þegar lið mitt, Valencia,
leikur sama kvöld æfingaleik á velli
sínum, æfingaleik til að fá peninga í
sjóð gjaldkera félagsins,” sagði Frank
Amesen. Danska knattspyrnusam-
bandið er þó mjög stíft á að leikmenn
komi i landsleiki og er nú í hörkumáli
við Hamburger SV vegna framherjans
snjaiia, Lars Bastrup, sem er einn bezti
leikmaður danska landsliðsins i HM-
leiknum við ítalfu á Idretsparken. Þar
unnu Danir frægan sigur.
Danir sigruðu Finna nýlega í lands-
leik, sem háður var í Finnlandi.
Naumur sigur 2—1 og danski landsliðs-
þjálfarinn var allt annað en ánægður
með frammistöðu sinna manna í
leiknum, þrátt fyrir sigurinn. í danska
liðinu léku þá þessir leikmenn: Jens
Jörgen Berthelsen, John Lauridsen,
Frank Olsen, Per Röntved, Henning
Eigenbröd, Ole Kjær, Ole Madsen, Ole
Rasmussen, Allan Hansen, Lars Lund-
quist og Wilhelm M. Nielsen.
-hsím.
Ragnar Margeirsson var heldur betur á skotskónum gegn Þrótti. Hann gerði öll
mörk Uðs sfns f leiknum, þrjú að tölu.
Ragnheiflur Ólafsdóttir.
i grindahlaupinu í fyrra. Róðurinn
verður sennilega erfiðari fyrir íris og
Kristján. Bæði verða þau að bæta sinn
bezta árangur verulega til að hafa
möguleika á að komast i úrslit. Lá-
marksafrek fyrir úrslitin i langstökkinu
eru til dæmis 7,25 m. Kristján á þar
Egill Eiflsson.
bezt 7,12 m, sem er islenzkt unglinga-
met.
Eins og áður segir verður Ólafur
þjálfari og fararstjóri og þá er Sveinn
Sigmundsson, gjaldkeri frjálsiþrótta-
sambandsins, fararstjóri.
- hsim.
Þrenna Ragnars
fleytti Keflvík-
ingum á toppinn
ÍBK sigraði Þrótt 3-0 í 2. deild í gærkvöld og von Þróttar,
Reykjavík um sæti í 1. deild nær brostin
Afl öflrum ólöstuflum var þafl
Ragnar Margeirsson sem lyfti ÍBK að
nýju i efsta sæti 2. deildar. Hann
skoraði öil mörldn i leiknum gegn
Þrótti, R. suður i Keflavfk i gærkvöldi,
efla samtals þrjú. Eitt i fyrri hálfleik en
tvö í hinum seinni, þar af þriflja markið
úr vitaspyrnu eftir afl Guðmundur Er-
lingsson markvörflur Þróttar haffli
gripið i fót hans og fellt hann i vita-
teignum.
Annars átti Óli Þór Magnússon
drjúgan þátt í mörkunum, sendi knött-
inn til Ragnars í öll skiptin og var sam-
vinna þeirra til mikillar fyrirmyndar.
Þróttarvörninni stóð ávallt mikill
stuggur af þeim tvímenningunum og
áttu kempur eins og Jón Pétursson og
Jóhann Hreiðarsson í miklum erfið-
leikum með að hefta för þeirra.
Framan af fyrri hálfleik var leikurinn
fremur jafn. Þróttarar lögðu þó sýni-
lega mesta áherzlu á varnarleikinn en
smám saman tóku þeir að sækja meira
en á þessum tima áttu Keflvíkingar tvö
tækifæri, þeir Óli og Ragnar.
Á 40. minútu, eftir að Kristján Jóns-
son bakvörður Þróttar hafði bjargað á
marklinu, tókst Ragnari að skora
fyrsta mark sitt. Það sem eftir var til
hlés máttu Þróttarar þakka sinum sæla
fyrir að fá ekki á sig eitt mark eða tvö
tU viðbótar.
Undan suðvestankaidanum hefði
mátt ætla að Þrótturum gengi betur en
1 fyrri hálfleik, en sú varð ekki raunin
á. Keflvikingar höfðu leikinn i hendi
sér ef svo má að orði komast. Nokkur
bið var þó á mörkunum sem komu ekki
fyrr en langt var liðið á ieikinn.
Vöm Keflvíkinga var mjög traust
með Gisla Eyjólfsson og Kára Gunn-
laugsson sem beztu menn. Einar Ás-
bjömsson og Sigurður Björgvinsson
voru drjúgir á miðjunni og félagarnir
Ragnar og Óli Þór vom menn kvðldins.
Fljótir og sterkir, sérstaklega Ragnar.
Hjá Þróttar-liðinu bar Ásgeir Elias-
son nokkuð af hinum með leikni sinni
og útsjónarsemi. Valur Helgason átti
einnig mjög góðan leik í stöðu bak-
varðar. Einnig má minnast á Baldur
Hannesson, hinn knáa framherja, sem
átti ágætan leik. Páll Ólafsson var í
leikbanni og munar þar um minna hjá
Þrótti.
Dómari var Kjartan Tómasson og
dæmdi af öryggi og festu. Áhorfendur
voru 650 og hefur farið fjölgandi eftir
því sem liðið hefur á sumarið.
Vorum að fá
nýja sendingu
af orginal
myndefni fyrir
Leigjum
vídeótæki
með VHS kerfi
Ath. opið frá kl. 18.00-22.00 alla virka daga
nema laugardaga frá kl. 14.00-20.00
og sunnudaga kl.14.00-16.00
VÍDEÓ
MARKAÐURINN
Digranesvegur 72
Kóoavoqi Sími40161