Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST1981. (S i Erlent Erlent Erient Erlent transkir námsmenn tóku sendiráð trans f Osló á sitt vald um daginn og var myndin tekin við það tækifæri. Þeir höfðu sendiráðið á valdi sfnu f fimm klukkustundir og mótmæltu ógnarstjórn Khomeini erkiklerks f tran. Sendiráöstakan fékk friðsamlegan endi er námsmennirnir gáfust upp. Norðmenn fluttu þá þegar f stað tif Svfþjóðar af ótta við refsiaðgerðir trana gagnvart Norðmönnum. Atlanta-morðmálin: WILLIAMS KVEDST VERA SAKLAUS Wayne Williams, 23 ára gamall blökkumaður, ljósmyndari að atvinnu, kom fyrir rétt í Atlanta f gær. Þar lýsti hann því yfir að hann væri saklaus af á- kærum um að hafa myrt tvö af þeim 28 fórnarlömbum sem látið hafa h'fið á voveiflegan hátt í Atlanta á undan- förnum tveimur árum. Wihiams er gefið að sök að hafa myrt Nathaniel Cater, 27 ára og Jimmy Ray Payne, 21 árs, en hálfklædd lfk þeirra fundust fyrir skömmu i á sem rennur í gegnum Atlanta. WiUiams er eini maðurinn sem handtekinn hefur verið 1 sambandi við Atlanta-morðin, sem svo mikilli skelfingu hafa valdið f þessari áður friðsælu borg í Georgíuríki. Wihiams er grunaður um að vera vafdur að mun fleiri morðum en þessum tveimur sem hann hefur verið formlega ákærður fyrir og það hefur orðið til að styrkja grunsemdir gegn honum að hlé hefur orðið á morðunum síðan hann var handtekinn. Áður voru morðin jafnan framin með fárra vikna millibili og voru flest fórnarlambanna blökkubörn á aldrinum átta tif fimmtán ára. Dómarinn Clarmence Cooper ákvað að réttarhöldin yfir Williams Wayne B. Willlams. skyldu hefjast 5. okt. Ef vcrður sekur fundinn á hann sér allt að lifstíðarfangelsi. Williams yfir höfði Sovétmenn ráða þegar yfir nift- eindasprengju -segirv-þýzkur afvopnunarsérfræðingur Einn helzti afvopnunarsérfræðingur Vestur-Þýzkalands sagði í gær að af- vopnunarráð, sem heimsótt hefði Moskvu í júní síðastliðnum, hefði komizt að því að Sovétmenn hefðu þeg- ar prófað nifteindavopn. Egon Bahr, sem er félagi í jafnaðar- mannaflokki Helmuts Schmidt kanslara V-Þýzkalands, sagði að Sovét- menn hefðu látið nefndinni, sem var undir forsæti Svians Olofs Palme, í té sannanir um að slíkar tilraunir hefðu þegar átt sér stað. ,,Ég efast ekki um að þeir ráða þeg- ar yfir nifteindasprengju,” sagði Bahr í samtali við Reuter-fréttastofuna. Verkfall portúgalskra flugum ferðarstjóra hefur litil áhrif — Bandaríkjastjórn neitar enn staðfastlega að semja við verkfallsmenn Erlendar fréttir Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að flug yfir Atlantshaf muni verða með eðlilegum hætti í dag þrátt fyrir að portúgalskir flugumferðar- stjórar neiti að afgreiða flug til Bandaríkjanna. 300 portúgalskir flugumferðar- stjórar hófu í gær tveggja sólarhringa aðgerðir til stuðnings 12 þúsund bandarískum starfsbræðrum sínum sem reknir hafa verið úr starfi vegna ólöglegra verkfallsaðgerða. Bandaríkjastjórn er þegar tekin að ráða í störf þeirra flugumferðar- stjóra sem reknir hafa verið. Drew Lewis, samgönguráðherra Banda- ríkjanna, heldur því enn staðfastlega fram að verkfallsmennirnir verði ekki endurráðnir. Flugumferðarstjórar úr hernum, yfirmenn flugumferðarmála, auk flugumferðarstjóra sem ekki fóru f verkfall, halda nú uppi flugum- ferðarstjóm í Bandaríkjunum. Robert Poli, formaður samtaka bandarískra flugumferðarstjóra, segist enn trúaður á að stjómvöld hefji viðræður við flugumferðar- stjóra og segir að flugumferð f Bandaríkjunum sé ótrygg. Séð inn f bandarfska flugumferðar- stjórn sem Ifkist einna helzt geimskipl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.