Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 10
10 Framkvœmdastjöri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. AðsCóðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifdtofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. + Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atíi Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Álbertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga HuM Hákonardóttir, Krístján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Siguröur Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifsfofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðaisimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setr. ng og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. ateykja víkurflugvöllur blífur Sjö vildu leggja Reykjavíkurflugvöll niður og fimm vildu halda honum. Þetta var niðurstaða tólf manna kvið- dóms, skipaðs af handahófi úr þjóð- skrá, á dómþingi Lífs og lands í sumar, þegar leidd höfðu verið fram vitni með og móti. Niðurstaðan sýnir, að flytja má sterk rök bæði með og móti Reykjavíkurflugvelli, en á hvorugan veginn al- gerlega sannfærandi. Flugvöllurinn hefur lengi verið umdeildur og verður það áfram. En hann verður notaður lengi enn. Núverandi skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auga- stað á flugvallarsvæðinu, bæði til að víkka gamla mið- bæinn og til að fresta frekari útþenslu borgarinnar austur fyrir Elliðaár. Þau telja svæðið of verðmætt fyrir flugvöll. Þau hafa látið reikna út, að önnur notkun flug- vallarsvæðisins mundi stytta samgönguleiðir í borg- inni. Sá, sem byggi þar, í stað þess að búa við Korp- úlfsstaði, mundi spara 3.000 nýkrónur í bensíni á ári hverju. Ennfremur er bent á, að völlurinn sé ekki eins miðsvæðis og áður var. Þegar nýja Reykjanesbrautin sé komin, eigi Breiðhyltingar aðeins hálftíma leið til Keflavíkurflugvallar og alténd 20 mínútna Ieið til Reykjavíkurflugvallar. Loks telja margir völlinn hættulegan. Hávaðinn valdi hækkuðum blóðþrýstingi og ýmsum öðrum óþægindum. Mikil slysahætta fylgi aðflugi og flugtaki yfir þéttbýli. Flugbrautirnar séu of stuttar og ekki nógu traustbyggðar. Hinir telja völlinn þvert á móti öruggan. Hann sé í samræmi við alþjóðlega flugstaðla. Allt sé hið ákjós- anlegasta, öryggismál, staðsetning, veðurfar og að- stæður aðflugs og flugtaks. Völlurinn sé til fyrirmynd- ar. Þeir segja líka, að afnám næturflugs og tilkoma hljóðlátari flugvéla hafi dregið svo úr hávaða, að kvartanir berist ekki lengur. Enda sé hávaðinn frá flug- vellinum mun minna vandamál en hávaðinn frá bíla- umferðinni. Þeir benda ennfremur á, að allar flugleiðir innan- lands mundu lengjast, ef Keflavíkurflugvöllur tæki við. Því mundi fylgja mikil orkusóun og sóun á tíma flugfarþega, bæði í lofti og á leið til vallar og frá honum. Einnig leggja þeir áherzlu á hagsmuni dreifbýlisins. Völlurinn er við hlið kvosarinnar, sem hefur að geyma alþingi og dómstóla, ráðuneyti og banka, stofnanir og saintök, sem fólk utan af landi á erindi við. Til eru strjálbýlismenn, sem beinlínis halda því fram, að lega flugvallarins auðveldi þeim að skreppa til Reykjavíkur, að taka þátt í stjórn stofnana og sam- taka, að hafa áhrif á ákvarðanir, að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar. Loks telja flugvallarsinnar, að of dýrt sé að byggja nýjan flugvöll og að ekki sé völ á hentugu flugvallar- síæði á Reykjavíkursvæðinu, síðan hætt var við að taka Álftanes frá. Aðstæður í Kapelluhrauni séu mun óhagstæðari. Niðurstaðan af öllu þessu er sú, að andstæðingum Rcykjavíkurflugvallar hefur ekki tekizt að yfirbuga síuðningsmenn hans. Og borgaryfirvöld eru að þessu sinni að hætta við að taka afstöðu til framtíðar flug- vallarins. Úr þvi að völlurinn verður notaður næsta áratuginn og sennilega miklu lengur, er orðið tímabært að spara landslýð krókinn suður í Skerjafjörð og reisa sóma- samlega flugstöð nær gamla bænum, til dæmis í ná- grenni Umferðarmiðstöðvarinnar. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. Japanir minnast enn kjamorkusprengjanna er féllu á Hírósíma og Nagasakí fyrir 36 árum: Ágreiningur um hvemig stríds- ins skuli minnzt Sumardag einn í ágústmánuði 1945 hlustuðu milljónir Japana i djúpri þögn er keisari þeirra tilkynnti að Japan hefði tapað stríðinu. 36 árum síðar eru kjarnorku- sprengjurnar sem varpað var á Hiró- síma og Nagasakí ekki liðnar Japön- um úr minni né heldur 3,1 milljón japanskra fórnarlamba styrjaldarinn- ar og kjarnorkusprengjanna. Á sama tíma og flestar aðalþátt- tökuþjóðirnar í heimsstyrjöldinni hafa kosið að reyna að gleyma henni og jafnvel fyrirgefa þá standa Japanir árlega fyrir sérstakri sorgar- athöfn vegna lykta hennar. Síðastliðinn laugardag stjórnaði Hirohito keisari slíkri athöfn eins og jafnan áður á liðnum árum. í athöfninni er minnzt skilyrðis- lausrar uppgjafar Japana fyrir bandamönnum og er hún hápunktur sorgartímabils sem ekkert hefur minnkað þó árin líði. Síðastliðinn áratug hefur ríkis- stjórnin fjármagnað minningarat- hafnir í hersöfnum Tokyó-borgar. Mikill ágreiningur er þó á milli íhaldssamra og vinstrisinnaðra stjórnmálamanna um hvernig staðið skuli að minningarathöfnunum. Margir hinna íhaldssömu líta á hina föllnu hermenn sem stríðshetjur sem hafi látið lífið fyrir keisarann og beri að sýna minningu þeirra virðingu af þeim sökum. Vinstri menn líta hins vegar á slíka afstöðu þeim augum að verið sé að slá dýrðarljóma um stríðs- rekstur og bjóða heim hættunni á auknum hernaðaranda. Zenko Suzuki, forsætisráðherra Japans, gerði sér nýverið far um að koma til móts við sjónarmið hægri manna í hinum íhaldssama flokki hans sem þó ber nafnið Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn og verið hefur við völd í Japan síðan 1955. Hann féllst þó ekki á kröfu um að ráðherrar hans mættu heimsækja Yasukuni-minningarhelgidóminn í opinberu starfi sínu. Hins vegar féllst hann á að stjórnin veldi sérstakan minningardag um hina látnu i stríðinu þrátt fyrir mót- mæli vinstri manna. Margir af stjórnmálamönnum LDP (Frjálslynda lýðræðisflokksins) treysta á stuðning hins valdamikla „samfélags fjölskyldna er misstu ást- vini í stríðinu” i kosningum. Þessir stjómmálamenn hafa fengið því framgengt að Japan þakki hinum föllnu fyrir efnahagslega velmegun eftirstríðsáranna þó að rökstuðn- ingur fyrir sh'kri ákvörðun liggi ekki á lausu. Er Suzuki hafnaði kröfunni um að ráðherrar mættu heimsækja Yasukuni-helgidóminn sem opinberir aðilar vitnaði hann í stjórnarskrá landsins frá 1947 sem samin var undir eftirliti Bandaríkjamanna. Yasukuni- Japanska stjórnmálamenn greinir mjög á um i afstöðunni til styrjaldarinnar. Hér sjást félagar i Frjálslynda lýðræðisflokknum á fundi og ekki ber á ágreiningi þeirra að þessu sinni. helgidómurinn er til minningar um 2,4 milljónir Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal Hideki Tojo, leiðtoga Japana í styrjöldinni. Stjórnarskráin bannar allan opin- beran stuðning við trúarlegar stofn- anir. Yasukuni-helgidómurinn sem byggður var árið 1869 til minningar um hermenn sem féllu fyrir keisarann naut ríkisvemdar þar til 1945. Fyrstu árin eftir stríðið heimsóttu forsætisráðherrar ekki helgidóminn og vildu þannig forðast að vekja deilur um hernaðarlega fortíð Japans. Hins vegar tóku þeir þátt í minningarathöfnunum 15. ágúst. Árið 1976 lét Takeo Miki, þáver- andi forsætisráðherra, af þessari venju og heimsótti helgidóminn til þess að afla sér stuðnings hægri manna í flokknum. Fjómm árum síðar fór Masayoshi Ohira, þáver- andi forsætisráðherra, að fordæmi Mikis og heimsótti helgidóminn. Suzuki og sautján ráðherrar hans heimsóttu helgidóminn 15. ágúst í fyrra og í öllum tilfellum litu þessir aðilar á heimsóknirnar sem einka- heimsóknir og að þeir væru þar ekki sem opinberir embættismenn. Engu að síður fylgdu mótmæli í kjölfar þessara heimsókna og stjórn- in var sökuð um að vera á leiðinni að endurreisa opinbera stöðu helgi- dómsins. Á árunum 1969 til 1974 mistókst LDP fimm sinnum að fá samþykkt frumvarp í þinginu sem gerði ráð fyrir að helgidómurinn yrði á ný settur undir ríkisvernd. Aðalandstæðingur slíks frumvarps er Sósíalistaflokkurinn, JSP, og hefur hann haldið því fram að sér- stakur minningardagur ríkisins yrði skref í áttina til opinberra heimsókna í Yasukuni-helgidóminn og hinna stóru garða hans nærri keisarahöll- inni. Margir þingmanna LDP, þar á meðal a.m.k. einn ráðherra, hafa óskað eftir rannsókn á hvort breyta skuli stjórnarskránni. Suzuki hefur, eins og fyrirrennarar hans, lýst því yfir að stjórn hans muni ekki breyta henni. Ríkisstjórnir LDP hafa hins vegar hver á fætur annarri endurlífgað og styrkt herafia Japans. En jafnframt hefur verið lögð áherzla á nafngiftina „varnar- sveitir”. Ágreiningurinn milli vinstri og hægri manna varðandi stríðið nær inn í skóla landisns. Vinstri menn hafa sakað LDP og einkum mennta- málaráðherrann um að auka fjölda ritskoðaðra sögubóka sem ætlaðar eru til nota í skólum landsins. Vinstri menn, sem margir eru félagar í stéttafélagi kennara, Nikkyoso, hafa haldið því fram að kennslubækur þær sem stjórnin vill að séu notaðar veiti mjög takmark- aðar upplýsingar um stríðið og hvernig það hófst með árás Japana í bandarísk herskip í Pearl Harbour. í siðasta mánuði féllst mennta- málaráðherra Japans á að ákveðin sögubók yrði kennd i skólum lands- ins en þó ekki fyrr en útgefendurnir höfðu fjarlægt áhrifamikla litmynd af fórnarlömbum kjarnorkusprengj- unnar. Félagar í Nikkyoso hafa boðizt til að flytja almenna „friðarfyrirlestra” þar sem byggt sé á raunverulegri reynslu af stríðinu. Menntamálaráð- herra landsins er ekki hrifinn af slíku boði. Að undanförnu hafa japanskir fjölmiðlar beint mjög athyglinni að striðinu, eins og raunar jafnan á þessum árstíma. Fæstir þeirra hafa þó fjallað um þær þjáningar sem Japanir sjálfir ollu fjandmönnum sínum í styrjöldinni. - GAJ (Reutcr) Hfrósima. Þannig var umhorfs i borginni etir að kjarnorkusprengju hafði verið varpað á hana árið 1945.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.