Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981.
„Ég hef gengið með það f magan-
um allt frá því að ég var 13—14 ára
gamall að fara út 1 kvikmyndagerð. í
fyrstunni ætlaði ég að læra i Frakk-
landi og hélt þangað að loknu
stúdentsprófl. Á flækingi um Þýzka-
land var mér sagt frá Hochschule
FUr Femsehen und Film (Háskóli
fyrir sjónvarp og kvikmyndir) og
fékk ég strax áhuga fyrir honum.
Námið í þessum skóla tekur að vísu
lengri tíma en i öðrum Evrópulönd-
um. Ég sá það þó út að hann er mun
nákvæmari, t.d. er mikil áherzla lögð
á sjónvarpsvinnu,” sagði Hilmar
Oddsson, gamall spilari úr hljóm-
sveitinni Melchior, 1 samtali við DB.
Aðeins 12 af 1000
Hilmar var svo ljónheppinn að
komast inn i skólann en aðeins 12
manns fá inngöngu f hann á hverjum
vetri af um eitt þúsund umsækj-
endum. En Hilmar komst ekki inn í
fyrstu tilraun. Hann hefur nú undan-
farin tvö ár setið á skólabekk í
MUnchen og lært Ieikhúsfræði.
„Leikhúsfræðin var aðeins biðleikur
hjá mér. Markmiðið var að komast í
kvikmyndaskólann,” segir hann.
,,Auk þess er leikhúsfræðin ágætis
undirstaða því hún byggist mikið á
sagnfræði. Til dæmis þurftum við að
kryfja gömul verk, enda verða margir
leikhúsfræðingar gagnrýnendur eða
rithöfundar,” segir Hilmar enn-
fremur. Hvernig komst hann síðan
inn í skólann. ,, Jú, ég þurfti að gang-
ast undir erfið próf. í fyrsta lagi var
verklegt próf þar sem vinna átti
verkefni þannig að úr yrði 15
minútna kvikmyndahandrit. Síðan
áttum við að skila því í ljósmynda-
syrpu eða kvikmynd, ef kostur var.
Með þessu vildu þeir sjá hvaða
augum við litum verkefniö,” segir
ÞossJ mynd mf blmOmfuRtrimnum
fylgdl mmð fréttatilkynnlngu mn
hann þvmrnmltmðl mð ný mynd yrðl
tmkln. PtötuumsJmglð mr h vítt nð Ht
hmftmð og handstlmplmð mmð nafn-
Inu, An Ormm. Á plötunnl sjálfri mr
mkkmrtgmfíð upp um fíytjendur
Nýtt fyrirtœki,
hljómsveit og útgáfa,
Án Orma:
Sendirfrá sér
tveggja laga
hljómplötu
— önnur vœntanleg
Án Orma nefnist nýtt fyrirtæki,
hljómplötuútgáfa og hljómsveit, sem
nýlega hefur sent frá sér tveggja laga
hljómplötu. Á plötunni eru lögin
Dansaðu flflið þitt, dansaðu eftir
Hörð Bragason og Einar Má
Guðmundsson og Ástardraumurinn
eftir Einar Má, Franz Liszt og fleiri.
Fyrrnefnda lagið er í diskóútsetn-
ingu og það síðara ballaða um
ástina. Lögin voru hljóðrituð I Stúdió
Stemmu af Gragnari og Srúnari og
pressuð í ölfu h/f í Hafnarfirði.
Að sögn blaðafulltrúa fyrirtækis-
ins, sem kallar sig Jón Sigvalda,
verður ekkert uppgefiö hverjir standa
að fyrirtækinu. „Aðalatriðið hjá
okkur er að koma út plötu, hverjir
flytja tónlistina er aukaatriði. Ef
þessi hljómplata gengur vel verður
önnur plata væntanleg og þá stór,”
sagði blaðafulltrúinn. Annað sagði
hannekkiskiptamáli.
-ELA.
Komst inn í þekktan kvikmyndaskóla í Miinchen:
Draumurinn er að
gera eigin mynd
— segir Hilmar Oddsson, gamall spilari úr Melchior, sem var einn
af tólf sem komust inn í skólann af eitt þúsund umsœkjendum
Hilmar. „Siðan kom mjög persónu-
legt próf þar sem ég þurfti nánast að
rekja ævisögu mina og segja skoðun
mína á mðnnum og málefnum sem
tengjast kvikmyndum.
Var þafl sam óg
stefndi afl
Eftir þessi próf var- bið í nokkra
mánuði. Síðan voru valdir 24 af
öllum umsækjendum og helmingur
þeirra kom til greina í skólann. Þá
þurfti að fara i tveggja daga munn-
legt próf. Það var mjög erfitt og
algjör undirstaða var gott mál. i
Hilmar Oddsson að heimili sínu. Undanfarin tvö ór hefur hann lært leikhúsfræði en i haust hefur hann n&m i
kvikmyndagerð við eftirsóttan skóla í Miinchen. DB-mynd Gunnar örn.
Ungir og gamlir
KR-ingar gleðjast
— meö bikarinn í höndunum
Þeir voru kampakátir KR-ingarnir
eftir sigurinn 1 Íslandsmeístaramóti í
handbolta utanhúss, enda komnir
með bikarinn í hendur. Myndina tók
Bjarnleifur ljósmyndari eftir leikinn
en hann fór 26—25 eftir að hafa verið
framlengdur. Það voru FH-ingar sem
léku á móti KR í úrslitaleiknum.
Leikurinn fór fram á grasvelli í
Laugardal og er okkur sagt að þaö sé
í fyrsta skipti sem handbolti fari fram
á grasvelli. A myndinni eru þeir I nafnið á þeim litla en öruggt má telja
Alfreð Gíslason (til vinstri), i miðið að þarna sé upprennandi KR-ingur á
er Jóhannes Stefánsson og til hægri ferð.
Friðrik Þorbjömsson. Ekki vitum við | -ELA.
fyrra sótti ég líka um og komst i
þennan 24 manna hóp en var ekki
nógu sterkur í málinu þá. Nú var ég
svo heppinn að vera meðal þeirra 12
sem stóðu eftir og verð ég að segja að
ég er mjög ánægður með það. Þetta
var þaö sem ég stefndi að og ég lagði
á mig mikla vinnu til að þetta gæti
gengið,” segir Hilmar.
— Og hvert er markmiðið þegar
skólanum er lokið? ,,Ja, skólinn
tekur fjögur ár og langur tími eftir.
En eins og svo margir aðrir íslend-
ingar, og í rauninni allt of margir, þá
á ég mér þann draum að gera eigin
mynd.”
íslenzk
kvikmyndagerð
Hilmar er aðeins 24 ára en hann
hefur samt sínar ákveðnu skoðanir á
islenzkri kvikmyndagerö:
„Mér flnnst islenzku strákarnir
einskorða sig allt of mikið við bókar-
efnið. Mér finnst þessi þörf fáránleg.
Hrafn Gunnlaugsson er þegar allt
kemur til alls sá heiðarlegasti, hann
reynir í það minnsta að skapa sjálfur
það sem hann er að gera. Þaö er lika
erfitt að koma góðri bók til skila á
tjaldinu. f rauninni byrja þessir menn á
öfugum enda. Þeir ættu miklu frekar
að fara út í bókmenntir þegar þeir hafa
náð meiravaldi á þessu,” segir Hilmar
og bætir við að honum finnist þessir
menn, sem eru búnir að læra, ekkert
vera of góðir til að skrifa eigin handrit.
„Það er þó sjálfsagt að gera kvik-
myndir eftir bókum, bara ekki strax,
fyrst á að glima meira við samtímann,
gera eitthvað um mig og þig og það sem
er að gerast á okkar tíma,” segir
Hilmar Oddsson sem hefur nám í kvik-
myndun um miðjan október.
-ELA.
Etnmr öm Benmdiktsson söngvari
Purrksins. Hmnn og fóJagar hans
æfðu sig f tæpar tvær vikur i Shmf-
fíek! áður mnþmlr héldu i upptökur i
London.
Purrkurinn
hljóðritar
í Southem
Studios
— byrjaöi á
sunnudaginn
Það heyrir nú orðið til undantekn-
inga að islenzkar hljómsveitir fari
utan til að hljóðrita plötur. Strák-
arnir í Purrk Pillnikk eru nú staddir i
London og taka um þessar mundir
upp af miklum móð.
„Þeir voru tæpar tvær vikur f
Sheffield og æfðu fyrir plötuna og
byrjuðu siðan á henni á sunnudag-
inn,” sagði Björn Valdimarsson út-
gefandi í samtali við blaðamann DB.
„Þeir taka upp í Southern Studios í
London, hinu sama og hljómsveitin
Crass hefur notað við allar plöturnar
sínar. Hljómsveitin hefur þar 40—5Ó
stúdiótima bókaða. ’ ’
Purrkurinn kemur heim í næstu
viku og byrjar fljótlega að spila.
Stefnt er að því að hljómsveitin starfi
í vetur.
Það er yngsta plötuútgáfan hér á
landi, Grammið, sem gefur plötur
Purrksins út. Sú fyrsta kom á mark-
aðinn í vor. Björn sagði að nú
væru seld af henni um eitt þúsund
eintök. Meira en gert var ráð fyrir í
upphafi. -ÁT-'