Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.08.1981, Blaðsíða 24
Bobby Fischer vill tefla að nýju: UKUR A AÐ JON L TEFU VK> FISCHER — „Þetta kemur mér ekki á óvart,” segir Sæmundur Pálsson, fyrrum lífvörðurFischers „Þetta hefur verið að brjótast í honum síðastliðin tvö ár og ég hef verið að heyra það upp á siðkastið frá sameiginlegum kunningjum okkar að Fischer vilji tefla á ný. Þetta kemur mér því ekki á óvart og er raunar seinna á ferðinni en ég átti von á,” sagði Sæmundur Pálsson lög- regluþjónn í samtali við DB í morgun um fréttir þess efnis að Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, muni vilja tefla á ný. Sæmundur var sem kunnugt nokkurs konar líf- vörður Fischers meðan á heimsmeist- araeinvígi hans og Boris Spasskys stóð hér á landi árið 1972. Tókst þá með þeim mjög góð vinátta og dvaldi Sæmundur hjá Fischer í Bandaríkj- unum um tíu vikna skeið um áramót- in 1972-73. Fischer mun nýverið hafa haft samband við Campomanes, varafor- seta FIDE, og látið í ljós áhuga á að tefla á ný og þá sem heimsmeistari. Friðrik Ólafsson hefur beðið Jóhann Þóri Jónsson, hinn ötula liðsmann íslenzku skákhreyfingarinnar, að ganga í málið. Vegna þess að Fischer vill tefla sem heimsmeistari á FIDE erfitt með að beita sér í málinu svo og Skáksamband íslands. Jóhann Þórir hefur fengið Sæmund í lið með sér. ,Það er búið að fara fram á það við mig að ég setji mig í samband við Fischer og að sjálfsögðu mun ég ekki liggja á liði mínu. Ég hef ekki heyrt frá Fischer sjálfum allra síðustu ár en ég tel að það væri honum sjálfum fyrir beztu að tefla á ný og svo að sjálfsögðu ómetanlegt fyrir skák- hreyfinguna,” sagði Sæmundur. Hann bætti því við að þar sem Fischer hefur ekkert unnið síðastliðin níu ár hlyti hann nú að vera orðinn uppiskroppa með fé og þyrfti því að tefla af þeimsökum. Fischer mun hafa lýst því yfir að hann vilji ekki tefla við skákmenn úr allra fremstu röð til að byrja með og hefur því komið tU tals að hann tefli við einhvern af sterkustu skák- mönnum íslands. Að sögn Sæmund- ar Pálssonar hafa einkum verið nefndir í því sambandi Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari og ekki síður Jón L. Árnason, sem fyrrum heimsmeistari sveina. ,,Að sjálfsögðu hefur Fischer síðasta orðið í þeim efnum sem öðrum en ég á von á að þetta mál skýrist á allra næstu dögum,” sagði Sæmundur. -GAJ. Þá er gerð útitaflsins við Lœkjargötu loksins lokið og er ekki annað að sjá en mikil prýði sé að. Er vel við hœfi að Reykjavikurborg fái þetta tafl í afmœlisgjöf en borgin er sem kunnugt er 195 ára í dag. t tilefni afmœiisins verður mikið um að vera í höfuðborginni íþessari viku, þvíað nú stenduryfir svoköliuð Reykjavíkurvika. Kynnt- ar verða borgarstofnanir og ýmislegt gert til að lífga upp á borgarbraginn á sviði menningar og lista. Þá hefur fegrunarnefnd borgarinnar kveðið upp dóm og valið fegurstu götu borgarinnar og útdeilt viðurkenningum til þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum við fegrun borgarinnar og í þágu fatlaðra. Innfellda myndin erfrá setningu Reykjavíkurvikunnar ígær. ESEJDB-myndir Gunnar Örn og Einar Ólason. Húnáafmæliídag... Reykjavíkurborg 195 ára Borgarspítalinn of dýr stofnun fyrir vesalinga: Lögregluvakt við stofu dyr tveggja sjúklinga Engin stofnun vill taka við sjúklingunum og ekki má líta af þeim nokkra stund Rétt fyrir helgina yfirgáfu Borgar- spítalann karl og kona ásamt lög- reglumönnum, sem staðið höfðu vakt hverja stund sólarhringsins við her- bergi þeirra. Ekki þykir fært að láta umræddar persónur, sem nánast lifa í rennusteinum borgarinnar, vera gæzlulausar á slikum stað nokkra stund. Sjúkrahúsið verður í tilfelli sem þessu, að óska eftir lögregluvakt- inni og samkvæmt upplýsingum hjá yfirmönnum lögreglu mun sólar- hringsvakt ekki kosta undir 2000 krónum. Þessa vakt greiðir sjúkra- húsið. Yfirmenn lögreglunnar tjáðu DB í gær, að hér væri um að ræða persón- ur sem árum saman hafa verið oln- bogabörn þjóðfélagsins. „Engin stofnun vill við þeim taka og Félagsmálastofnun er gjörsamlega uppgefin. Heimur þessa fólks er fangageymslur svo til hverja nótt. Að morgni er ráfað út á Hlemm og nær- liggjandi götur. Etið er tir öskutunn- um eða slæðzt inn á veitingastaði og jafnvel hrifsað af diskum fólks þar. Þetta fólk má telja algera alkóhól- ista og það leggur sér til munns hvað- eina sem vímu gæti veitt. Það stelur öllu steini léttara og breytir öllum verðmætum í vin. Það þýðir ekki að dæma þetta fólk því engin stofnun vill taka við þvi. Það viU ekki skrifa undir vUjayfirlýsingu um að fara í meðferð og verður ekki tekið nauðugt i hana. Málið er því í algerri sjálfheldu,” sögðu lögreglumenn- irnir. Þeir bættu því við að að sjálfsögðu væri þetta fólk oftast vannært og því kæmi að því að það þyrfti sjúkrahús- vistar við. Hér er um hrikalegt vandamál að ræða. Svona sjúklingar eiga ekki heima á sérhæfðum sjúkrahúsum, þar sem legudagur kostar á annað hundrað þúsund króna — auk þess sem sjúkrahúsið verður að greiða fyrir lögregluvaktina við dyr sjúkra- stofu vesaUnganna. En engin stofnun viU við þeim taka og því er þetta neyðarúrlausnin. Engin lausn er í augsýn með vanda þessa fólks og aUir vísa vandanum frá sér. DB vUl vekja athygU á vandanum í von um umræðu og úrlausn. - A.St. frjálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981. Gleymdi stund og stað við þorskdráttinn Valdimar Thorarensen á Gjögri, 77 ára gamall sægarpur, brá sér einn á handfæraveiðar á dögunum. Þrátt fyrir gott veður var farið að óttast um garp- inn er hann var ókominn að landi er kvöldatók. Fjórar trillur fóru út til að huga að honum. Fundu þær hann ekki fyrr en þær voru á heimleið. Var þá sá gamli á heimleið líka með fullan bát af vænum golþorski. Valdimar gamli hafði sótt alllangt, eða um tveggja tíma siglingu. Síðan varð hann lítið var fyrr en degi tók að halla. Er fiskiríið jókst, gleymdi sá gamli stund og stað og dró þar til full- fermi var fengið. Varð honum i engu meint af alllangri útivist. Þorskurinn sem Valdimar dró var út- troðinn af sUd og sili. - Regina. 15"' TT' <7 YÍ e m Q 3UR IVIKU HVERRI ÍDAG ER SPURNINGIN:: t hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu i dag? Gott verð. Nýr Electrolux ís- skápur til sölu. 155 cm að hæð, 335 Utrar. Verð kr. 6.500 (búðar- verð kr. 8.000). Einnig tveir stakir armstólar, litið borð og svefn- bekkur. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 36141 og 15118. Hver er auglýsingasimi Dagblaðs- ins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á MIÐVIKU- DAG Vinningur vikunnar: Tíu gíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur i þessari viku er 10 gira Raleigh reiöhjól frá Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 í Reykja- vík. I dag er birt á þessum stað I blaðinu spurning, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt í smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylg- izt vel með, áskrifendur, fyrir næstu helgi verður einn ykkar glæsilegu reiðhjóli ríkari. c ískalt Seven uo. T> hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.