Dagblaðið - 07.09.1981, Síða 3

Dagblaðið - 07.09.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1981. Eftirmáli biskupskosninga og ábyrgð blaðanna: Hvað veldur slíku hatri? Helgi Eysteinsson, Steinagerði 11, skrifar: Ég tilheyri þeim stóra hópi fólks, sem rak í rogastanz, þegar það fletti í sundur Dagblaðinu miðvikudaginn 2. september. Þar var hin furðuleg- asta róggrein um séra Óiaf Skúlason, og umsjónarmaður síðunnar hafði lagt sitt fram með fyrirsögnum og undirskrift undir mynd hans til þess að undirstrika róg bréfritarans. Ég skildi í fyrstu alls ekki, hvemig gat á því staðið, að bréf þetta var birt. En svo sá ég mynd umsjónarkonunnar og þá rifjaði það upp, að hún hefði sjálf i taugaveiklunargrein lýst því yfir að hún væri á móti séra Ólafi. Siðan í gær hefur síminn varla stoppað hjá mér, þar sem hneykslaðir vinir og kunningjar lýstu furðu sinni, en ég vildi bíða útkomu blaðsins á fimmtudag, þar sem ég þóttist viss um að yfirmenn blaða- konunnar mundu birta afsökunar- beiðni, enda þótt bréfið í gær flyti í prentun. Engin afsökunarbeiðni hefur komið fram, og því sé ég mér ekki fært að þegja. Ólafur H. Sigurjónsson telur sig vera að lýsa séra Ólafi Skúlasyni í gær, en hvílík fjarstæða. Ef hann er að lýsa einhverjum Ólafi, þá er það ekki sá sem myndin er af. Og má sjálfsagt ganga út frá því, að sé nokkrum Ólafi lýst í greininni, þá komi höfundur sjálfur þar ömurlega í gegn. Ég hef verið spurður um það, hvað geti valdið hatri bréfritara og blindni hans um leið. Ekki veit ég það, og ekki heldur hitt, hvaðan Raddir lesenda honum kemur þessi mikla „vitn- eskja” um séra Ólaf. Sjálfur hef ég þekkt hann árum saman og unnið nánar meö honum en flestir. Okkur sóknarbörnum séra Ólafs í Bústaða- sókn er bezt kunnugt um hæfileika hans sem leiðtoga og á hvem hátt honum hefur tekizt að byggja upp og sameina söfnuðinn til virkrar þátt- töku í starfi kirkjunnar. Vissulega er hann metnaðargjam, en metnaður hans beinist ekki að honum sjálfum, heldur þeim verk- efnum, sem hann er að sinna hverju sinni. Hann leggur sig allan fram, og þess vegna hefur hann líka náð þeim árangri, að eftirtekt hefur vakið, eins og greinilega kom fram í fyrri umferð biskupskosninganna, þegar leitað var eftir því, hvem prestar og fulltrúar leikmanna vildu helzt fá í biskups- stólinn. Þá fékk séra Ólafur 62 atkvæði en séra Pétur 36. Það voru þvi margir sem álitu, að í síðari um- ferðinni yrði tekið tillit til óska næstum 45% þeirra sem kusu, en það var nú eitthvað annað. Þá komu aðrar hvatir inn í dæmið og sá sem var númer tvö naut stuðnings þeirra, sem fyrr höfðu haft býsna ólík orð um óskir sínar. En það vil ég að komi skýrt fram, að séra Ólafur sagði strax eftir talninguna, að hann væri langt í frá öruggur. Það kom líka á daginn, að glöggskyggni hans brást ekki né þekking á prestastéttinni. Ólafur H. Sigurjónsson gerir mikið úr þvi, að séra Ólafur hafi lagt land' undir fót til að reka áróður fyrir eigin kosningu. Þar eru enn sömu stað- lausu stafirnir eins og í bréfinu öUu. Séra Ólafur fór að vísu eina helgi norður í Húnaþing á kirkjuhátíð í boði presta, en fleiri hafa ferðir hans um landið ekki verið, nema ég geri ráð fyrir að hann hafi heimsótt föður sinn í Keflavik. En síðan tók hann sér hálfsmánaðar sumarfrí og fór í ferð. En ekki til að hitta presta íslands og biðja um stuðning. Hann fór í ágústmánuði suður til Rimini, slikur var nú ofsi hans á þessum lokaspretti kosninganna. Ólafur H. Sigurjónsson ætti að skoða ásjónu sjálfs sín vandlega i spegli og spyrja sig, hvað valdi hatri á manni, sem ég veit ekki til, að hann þekki nokkuð, að minnsta kosti bendir bréf hans ekki til þess. Hinu mæli ég með, að hann sæki kirkju hjá séra Ólafi, það gera fleiri en á flestum messustöðum borgarinnar, ef ekki öUum, og ég veit ekki til þess að þaðan hafi menn farið óánægðir, nema þá kannski með sjálfa sig, er Orðið „hittir þá”, svo að þeir átta sig á því, að okkur ber ekki að dæma heldur á kærleikurinn að móta við- brögð eins við annan. Séra Ólafur Skúlason þarf ekki vörn mína gegn rógsherferð. Hann hefur átt öfundarmenn, það fylgir þeim, sem vel verður ágengt i starfi sínu. En það eru fleiri en hann, sem verða fyrir skítkasti Ólafs H. Sigur- jónssonar, og þó sennilega engir meir en þeir, sem blaði því eiga að stýra, sem bréfið birti. Þeirra þáttur vekur algjöra furðu. En hver á svo að vera skýring á for- dæmingu bréfritara og atvinnurógi hans? Jú, viðbrögð séra Ólafs, þegar hann var búinn að frétta af því, að fyrir handvömm voru þrjú atkvæði ótalin og því alls ekki vitað, hver raunverulega hafði hlotið kosningu í embætti biskups. Ég vildi gjarnan sjá þann mann, en helzt ekki þekkja hann nánar, sem væri svo skaplaus, að slíkt hefði engin áhrif á hann. „Aumur er öfundlaus maður”, það er alveg satt, en það sanna bæði úrslitin í biskupskosningunum og ekki síður grein Ólafs H. Sigurjóns- sonar, að séra Ólafur getur borið höfuðið hátt. Spurning dagsins Finnst þór verðlagn- ing skólabóka vera sanngjörn? ^KENWDOD Turbo Hi-Fi , I I - r Ný háþróuð tækninýjung SIGMA NEW HI-SPEED þai Nv SIGMA DRIVE magnarakerfið er tækninýjung frá KENWOOD ar sem hátalaraleiðslumar eru nú í fyrsta sinn hluti af magnaranum. 'íý áður óþekkt aðferð til stjómunar á starfsemi hátalaranna og tryggja lágmarksbjögun í hljómtækjunum. Tækmfræðingar og starfsmenn KENWOOD hafa ávallt verið í fararbroddi með tækninýjungar í hljómtækjum, kynnt og þróað fram- farir í þeim efiium eins og: Dynamic Damping Factor, DC Direct- Coupling, High-Speed, Zero switching og Non Magnetic. Það nýjasta í þróun hljómtækja er SIGMA DRIVE, nákvæm samtenging magnara við hvem hátalara með fjómm leiðslum, tækni- nýjung sem gerir kleift að hafa eftirlit með og stjóma nákvæmlega tonblæ hátalaranna og heildarbjögun. BJÖGUNARTÖLUR ERU TÓMT BULL... Þegar aðrir majg tölureinsi aðeins KEI bjögunartöluna 0.005%. Staðreyndin er nú sú, að ef mæld er bjögun við hátalaraúttak á magnara, geta fjölmargir þeirra mælst með bjögunartöluna 0.005% — eins og SIGMA DRTvE maenarinn mælist með. En slík bjögunarmæl- ing er alls ekki marktæk því hún er framkvæmd án viðtengdra hátalara við magnarann. Ef magnarinn er hins vegar mældur í gegnum hátalara- leiðslur að hátölumm, mælist bjögunin í KENWÖOD SIGMA DRTVE sannarlega 0.005% — þegar magnarar frá öðmm framleið- endum sýna aðeins bjögunartöluna 0.1%. Óneitanlega er það allt önnur tala eða um það bil 20 sinnum lakari, og það heyrist. Kenwood KA — 800 2 Kenwood KA — 900 2 Kenwood KA — 1000 2 magnannn geti sýnt og 50 RMS WATTS/O.009% THD: 4.350 kr. 80 RMS WATTS/0.005% THD: 5.540 kr. 100 RMS WATTS/0.005% THD: 8.120 kr. Eins og TÚRBÓ kostaði SIGMA DRIVE miklar rannsóknir, og eins og TÚRBÓ gefur SIGMA DRIVE mestan kraft og beztan árangur. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884 Sigurður örn Guðbjörnsson, Breið- holtsskóla: Nei. Hún er allt of há. Bækurnar eru óheyriiega dýrar. Ragnheiður Ásgeirsdóttir, við nóm er- lendis: Nei, alls ekki. Mér hreinlega ofbýður og finnst að yfirvöld ættu að grípa þarna inni. Ólafur Einarsson, Menntaskólanum við Sund: Nei, alls ekki. Það ætti að hafa einhvern hemil á þessu. Gunnar Ásgeirsson, Menntaskólanum við Sund: Nei, mér finnst þetta vera allt of dýrt. Björn Jónsson, Menntaskólanum við Sund: Þetta er allt of dýrt. Ég hef ekki efniá þessu. Kristinn Árnason, Menntaskólanum við Sund: Nei, alls ekki.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.