Dagblaðið - 07.09.1981, Page 36

Dagblaðið - 07.09.1981, Page 36
„Lágmarks mannrétt- indi að geta hellt upp á könnuna ■ ■ — „Við sveltum/’ sögðu hjónin ' * þegar Dagblaðsmenn heimsóttu • þau og færðu þeim könnuna góðu Talsmaður áskorandans í heimsmeistaraeinvíginu í skák: „Halda syni Kortsnojs fram í maí á næsta ári” Sovétmenn kannast ekki við að hafa lofað neinu „Auövitað vill Kortsnoj sameinast fjölskyldu sinni. Hann vill fá hana til sin, hingað tU Sviss. En ekkert mun gerast, þú veist hvernig Sovétmenn eru,” sagði Petra Leeuwerik, ritarí Viktors Kortsnojs, i samtall við dag- blaðið i morgun. Ekki reyndist unnt að ná tali af stórmeistaranum sjálf- um. Hann hefur nú lokað sig af til að undirbúa sig fyrir einvigið. „Við höfum gert allt til að ieysa þau úr haldi. En nú segja Sovétmenn að þeir eetli að halda Igor (syni Korts- nojs) i fangelsi þar tU i med á naesta ári. Þeir œtla ekki að sleppa honum fyrir einvfgiö. Þegar Sovétmenn vUja fá sfnum vilja framgengt þá lofa þeir öllu fögru. Þannig er aðferð Sovétmanna. Þeir lofa tU að fá það sem þeir vUja. '■ Svo þegar þeir hafa fengið það þá hafði engu veriö lofað. Þá kannast þeir ekki við aö hafa sagt neitt,” sagðiPetra, ritariKortsnojs. -KMU. „Ég hélt, sannast sagna, aö slikt væri ekki til.hér i Reykjavik,” sagði velviljuð kona, sem hafði samband við DB á laugardag eftir að hafa lesið frásögnina af öryrkjunum við Grjótagötu i Dagblaðinu. „Mér rann þetta svo til rifja að ég ákvað að biðja ykkur að koma til þeirra sjálfvirkri kaffikönnu, sem legið hefur ónotuö hjá mér f nokkur ár. Mér fannst það orðið slæmt þegar fólk getur ekki lengur heUt upp á kaffi — það eru lágmarks mannrétt- indi,” bætti konan við, en vildi ekki láta nafns sins getiö. Dagblaðsmenn fóru þvi af stað í gær, sóttu könnuna góðu — forláta grip — og komu henni til fólksins að Grjótagötu 14. Gleði þess var ósvikin en fölskva sló þó á þvi ekkert kaffi var til i húsinu er DB menn bar að garði. „Viö sveltum bókstaflega,” sagði eiginmaðurinn, Ásgeir H.P. Hraun- dal. „Það er ekkert matarkyns til i húsinu og hefur ekki verið um helg- ina,” bætti hann við. „Við fórum fram á 500 króna styrk í vikunni en var þverneitað. Við höfðum meira að segja samband við aðstoðarmann fé- lagsmálaráðherra, Arnmund Bach- mann, og báðum hann ásjár, en aUt kom fyrir ekki,” bætti Ásgeir við og kvað þau vafalítið geta skrimt með einhverjum ráðum fram tU þess 10. þegar örorkubæturnar verða greiddar út. Dagblaðsmenn færðu þeim kaffi og þau geta þvi hellt upp á könnuna — eitthvað fram eftir morgundegin- um ef spart er með farið — þökk sé könnunni góðu. Kaffið er hins vegar það eina, sem þau geta huggað sig við á meðan þau bfða eftir örorkubótunum, matarlaus. -SSv. Agítst Hraundal lesfrásögn DB af högum hans og konu hans. Á borðinu stendur kaffikannan góða sem blaðamaður Dagblaðsins (til vinstri) fœrði þeim frá velvilj- uðum lesanda I gœrkvöld. DB-mynd: Sig. Þorri. frjálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR 7. SEPT. 1981. Mæðgin fór- ust íbílslysi Kona á tuttugasta aldursári, Jóna Auður Guðmundsdóttir, og hálfs ann- ars árs sonur hennar, Viktor Sigurðs- son, létu lifið i umferðarslysi á Grinda- víkurvegi á laugardagsmorgun. Systur- sonur konunnar sem lézt, tveggja ára gamall, slapp lítið meiddur úr slysinu. Slysið varð laust eftir klukkan tíu á laugardagsmorguninn móts við Sel- tjörn. Konan ók í Volvobifreið, árgerð 1971, í átt til Grindavikur, en þar býr hún. Sjónarvottar voru að slysinu, í bil sem á eftir ók. Segja þeir að Volvobíll- inn hafi farið örlitið út fyrir brún veg- arins en ökumanni sfðan tekizt að sveigja aftur upp á veginn. Þá valt Volvobillinn á veginum og þau sem lét- ust köstuðust út úr honum við veltuna meðfyrrgreindumafleiðingum. -ASt. Gengurvel hjá Margeiri og Jóni L — Á alþjóðlegu skák- móti íManchester ,,Ég er að vísu peði undir en tel mig samt eiga möguleika á jafntefli,” sagði Jón L. Árnason skákmeistari í samtali við DB i gærkvöid. Hann teflir nú ásamt Margeiri Péturssyni á sterku al- þjóðlegu móti i Manchester á Englandi og á biðskák á móti Tony Miles. Taldi Jón f gærkvöld að sú biðskák yrði tefld nú í morgun og svo fjórða umferð mótsins síðdegis í dag. Margeir Pétursson vann báðar sínar skákir um helgina og er nú með tvo vinninga. Jón L. er með tvo vinninga og biðskák eftir þrjár umferðir á mót- inu. Þar tefla nærri 60 manns, þar af 5 stórmeistarar og 20 alþjóðlegir meistar- ar. -ÓV. íoKTkTI IVIKU HVERRI Ferönskrifstofan ÚTSÝN Vinningur vikunnar er Útsýnarferð til Marbella. Vinningur I þessari viku er Vt- sýnatferð til Marbella með ferða- skrifstofunni Vtsýn, Austurstrœti 17 Reykjavlk. 1 vikunni verður birt, á þessum stað I blaðinu, spurning tengd smáauglýsingum Dagblaðsins. Nafit heppins áskrif- anda verður siðan birt daginn eftir t smáauglýsingunum og gefst hon- um tœkifœri til að svara spuming- unni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykk- arglœsilegri utanlandsferð rikari. -Mi^ diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilns

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.