Dagblaðið - 23.10.1981, Side 3

Dagblaðið - 23.10.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 Sendum í póstkröfu simi FURUHUSIÐ H/F SUÐURLANDSBRAUT 30 SÍMI 86605 Raddir lesenda Fleiri konur áþing Fjölskyldumeðlimur skrifar: Smáathugasemd við bréf heima- vinnandi húsmóður, 5551 —1071, í Dagblaðinu 9. október. Þar stendur eitthvað á þessa leið: „Hvernig getur það talizt gamaldags að vilja vinna heima og hlúa að því sem manni þykir vænzt um í heimi þessum?” Ég spyr, hefur 5551 —1071 enga hugmynd um það að fjölmargir for- eldrar eru einstæðir og enn aðrir geta ekki lifað af eins manns launum? Hvað þá þeir, sem standa í fjárfeslingum, á híbýlum, til dæmis. Og svo leyfir konan sér að gefa í skyn að það fólk, sem vinnur úti fyrir börnum sínum, eigi ekki skilið „þann mikla fjársjóð, sem þeim hefur hlotnazt, þ.e. börnin”. Hvaðan hefur hún vald til þess að ákveða þess konar? Nei, kæra kona, þú elur aðeins á sektarkennd útivinnandi foreldra. Það bætir ekkert og engan. En, eins og þú bendir réttilega á, þá er heimavinna með börnum ábyggilega bæði gefandi og þroskandi fyrir þá sem þess kunna —tilað sinna málefnumbarna oggamalmenna að njóta. En það eru bara ekki allir svo heppnir að vera þannig úr garði gerðir og þú skalt ekki vanvirða aðrar mæður fyrir að vinna við eitthvað annað, sem þeim finnst gefandi og þroskandi, þó að þær séu það vel efnaðar að þurfa þess ekki peninganna vegna. Vissulega eiga börnin aðeins að fá það bezta, en dæmið er ekki alltaf það einfalt að reka kvenpeninginn bara á básana. Eru barnaheimili óæskilegar „grýlur”? Ef svo er, þarf að taka þar tíl hendinni; fjölga fóstrum og barnaheimilum, gera þau kannski að hliðarbyggingum við elliheimili, svo að það gamla fólk, sem heilsu hefur, geti sagt, nokkrum börnum í einu, sögur. Þetta er bara tillaga. Gamla fólkið vill ekki úldna inni í sér frekar en aðrir. En blessaður karlpeningurinn, sem á Alþingi Islendinga hefur setið, hefur ekki andvarann í sér til þess að laga þetta ófremdarástand með börnin og gamlingjana. Til þess þarf fleiri konur á þing. Slysum og dauðs- föllum slegið upp sem rosafréttum — lítið hugsað um aðstandendur Steinunn Eyjólfsdóttir skrifar: Ég væri ekki að biðja um horn undir þessar hugleiðingar mínar, ef ég vissi ekki að Dagblaðið er forvitið eins og ég. Þegar ég var barn var ég skömmuð fyrir forvitni og enn er ég forvitin. Hver skyldi, til dæmis, hafa verið tilgangur skrifanna, á dögunum, um votta Jehóva? Varla hefur tilgangurinn verið að hugga foreldra unga mannsins. Þegar slysum og dauðsföllum er slegið upp sem rosafréttum, virðist lítið vera hugsað um aðstandendur. En líklega ættu flestir nóg með að bera sonarmissi, þótt illkvittni fjölmiðla bætist ekki við. Ég, sem þetta rita, hef enga ákveðna afstöðu í trúmálum og kom sízt til hugar að ég færi að taka þátt í slíkum umræðum, en þessar rit- smíðar orka illa á venjulegt, for- dómalaust fólk. Hvaðan öðlast einn rétt til þess að dæma um andleg áhugamál annars? Fólk er svo ólikt. Það sama hentar ekki öllum. Hve margir gera sér síðan ljóst hvað það er að lifa fyrir hugsjón sem þurrkar út mun lífs og dauða? Sá, sem getur það, hefur í raun sigrað dauðann, eins og sagt var um Jesú Jósefsson. Er skemmst fyrir okkur íslendinga að minnast for- dæma frænda okkar írsku, nú nýverið, Bobby Sands og þeirra féíaga, sem létu lifið fyrir hugsjón sína. Eg held að það verði aldrei nokkurn tímann hægt að leggja neinum manni slíkt til lasts. Sjálf þekki ég nokkra af vottum Jehóva. Það er elskulegt og heiðar- legt fólk, hjálpsamt og blátt áfram. Og hvergi hef ég séð óvandaða pistla eftir það á prenti. Fjölskyldumeólimur segir að 5551—1071 aii aðeins á sektarkennd útivinnandi foreldra. Þaðbæti ekkert og engan. DB-mynd: Bj. Bj. Við kynnum nýja sérverslun með FURU^jj HÚSGÖGN og ^ bjóóum í því ^ tilefni sér- >~STAÐGREIÐS y með15% STAÐGREIÐSLUAFSLÆTTI eða með aðeins kr. 1.500 — utborgun og kr. 1.500 — pr. mánuð á þessu glæsilega borðstofusettisem er úr massífri furu og fæst i Ijósum viöar- lit eða brúnbæsað. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 4. NÓV. Það er varla hægt að komast nær handverki en gert er i þessum húsgögnum Stærðir á borðunum eru 75 x 120 — 75 x 140 85 x 160 sm, hringborð 110 sm og sporöskjulagað borð 90 x 140 Hring®ísin,a mj||jkl.l3<*15’ eðaskriW Spurning dagsins Ætlar þú að hafa hangikjöt á jólunum? Guðný Steinsdóttir húsmóðir: Já, alveg örugglega. Það hef ég alltaf haft og breyti þvíekki. Magnús Sveinsson, kominn á eftirlaun: Já, það hef ég alltaf haft og þeim sið verðurekki breytt. Hreindis Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona: Já, ætli ég geri það ekki. Hjá mér hefur alltaf verið hangikjöt á jólum og því verður ekki breytt. Sigriður Einarsdóttir, húsmóðir: Ábyggilega, ég hef alltaf haft hangikjöt á jólunum og ég lifi ennþá. Þorkell Ölafsson frá Stykkishólmi: Nú veit ég ekki. Það hefur alltaf verið hangikjöt á jólunum hjá mér og rjúpur á aðfangadag. En auðvitað veit maður aldrei hvar maður dansar á næstu jólum. Arný Þorleifsdóttir, húsmóðir: Já, auðvitað. Það hefur verið hangikjöt á jólunum hjá mér, frá því ég man eftir mér og því verður ekki breytt héðan af, enda þýðir það ekkert.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.