Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
5
íslendingar skulda nú erlendis 7.285 milljónir króna, en:
Áætlaðar lántökur erlendis
1982nema 2.072milljónum kr.
Erlendar skuldir í árslok 1982 munu nema rúmlega 37% af þjóðarf ramleiðslunni
Áætluð heildarupphæð erlendra lána
til langs tíma sem íslenzka ríkið mun
taka erlendis 1982 er samkvæmt frum-
varpinu að lánsfjáráætlun 2.070 millj-
ónir króna. Það er sú áætlaða fjárhæð
sem þarf til fyrirhugaðra framkvæmda
á árinu 1982 umfram það fé, sem áætl-
að er að aflað verði innanlands. í frum-
varpinu segir og að auk lántöku til að
mæta þessum þörfum (2.070 milljón-
um) verður aflað heimildar til lengingar
lána án þess að slík lán hafi áhrif á
heildarstöðu erlendra skulda.
Áætlað er að löng erlend lán í árslok
1981 nemi 7.285 milljónum króna á
meðalgengi ársins eða nálægt 36% af
vergri þjóðarframleiðslu ársins. Að
Frá æfingu Leikfélags Hornafjarðar á Saumastofunni.
Leikfélag Hornaf jaröar:
FRUMSÝNING Á
SAUMASTOFUNNI
Undanfarið hafa staðið yfir æfing- frumsýningunni og verður hún í
ar hjá Leikfélagi Hornafjarðar á kvöld kl. 21. Leikstjóri er Ingunn
Saumastofunni eftír Kjartan Ragn- Jensdóttir.
arsson. Nú er hins vegar komið að -SSv./Júlía Höfn.
Vikan í stappi við útvarpið:
Auglýsing
blaðsins
talin villandi
— málið leyst með dæmigerðri
„stofnanaauglýsingu”
Drap SOB Mary Poppins? Þannig
spyr vikublaðið Vikan i auglýsingu,
sem nú hefur verið bönnuð í ríkisút-
varpinu á þeim forsendum að hún sé
villandi. Hefur útvarpið lagt til að hún
hljómi þannig: Drap kvikmyndin SOB
ímynd Mary Poppins?
„Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
við lendum í stappi við ríkisútvarpið
vegna auglýsinga,” sagði Sigurður
Hreiðar Hreiðarsson, ritstjóri Vikunn-
ar er DB ræddi við hann i gær. ,,í
sumar máttum við t.d. ekki auglýsa
orðið módel, en því var síðan breytt og
auglýsingin slapp í gegnum kerfið.”
Önnur auglýsing frá Vikunni um
sama efni hljóðaði þannig: Playboy vill
Mary Poppins bera, en tillaga útvarps-
ins var á þá leið að hún hljómaði
1979 en ekki 1975
í frétt DB 21. okt. sl. um dóm
Hæstaréttar vegna ágreinings um
vaxtavexti er ekki rétt tilgreint ár-
talið, þegar Borgarsjóður Reykja-
víkur greiddi umrædda dómskuld.
Segir i fréttinni, að hún hafi verið
greidd 25. maí 1975. Greiðsluávísun
var dagsett 25. maí 1979, eins og
flestír hafa vonandi áttað sig á vegna
gangs mála, sem frekar var frá skýrt.
meðtalinni aukningu erlendra lána á ár-
inu 1982 er áætlað að hlutfallið verði
rúmlega 37% af þjóðarframleiðslunni.
í lánsfjáráætlunarfrumvarpinu segir
að greiðslubyrði vegna afborgana og
vaxta af löngum erlendum lánum hafi á
sl. fimm árum verið sem hlutfall af út-
flutningstekjum sem hér segir: 1976:
13,8%, 1977: 13,7%, 1978: 13,1%,
1979: 12,8% og 1980: 14,1%. Á árinu
1981 mun hlutfallið hækka nokkuð,
einkum vegna óvenjuhárra vaxta er-
lendis um þessar mundir.
Á árinu 1982 eru endurgreiðslur af
ilöngum lánum áætlaðar 980 milljónir
króna. Að auki er gert ráð fyrir 90
milljón króna endurgreiðslu af gjald-
eyrisskuldum við Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn. Til þess að halda gjaldeyris-
forðanum sem næst óbreyttum er nú
lántökuþörf 1.100 milljónir króna.
Skýrt er frá því að á árinu 1981 hafi
verið tekin eða verði tekin erlend lán að
upphæð 1735 milljónir kr. Er það 270
milljónir umfram spá lánsfjáráætlunar
í fyrra. Mest af aukningunni gekk til
skipakaupa. Afborganir erlendra lána
1981 mun nema um 700 milljónum og
nettóaukning skulda verður því 1.035
milljónir króna. Svarar það til um 12%
af útflutningstekjum en 5,1% af þjóð-
arframleiðslu. Er það svipað hlutfall og
árið áður, en mun hærra en 1979 og
1978.
-A.St.
HÉR ER
PLATAN
FYRIR ÞIG
Hún inniheldur kröftugt
rokk ásamt öðru léttmeti.
UTGEFAIMDI
OG DREIFING:
Platan meö EGL U vinnur á!
AKUREYRI - SÍMI 96 25984.
FÖSTUDAGSKVÖLD
IJISHUSINU11JISHUSINU
þannig: Playboy vill nektarmynd af
Julie Andrews. Lesendum til glöggvun-
ar skal bent á það að Julie Andrews
Ieikur Mary Poppins.
DB hafði samband við auglýsinga-
deild rikisútvarpsins og fékk þau svör
þar að ekki væri eðlilegt að auglýsingar
drægju dul á sannleikann eins og aug-
ljóslega væri gert í þessu tilviki. Mary
Poppins hefði aðeins verið söguper-
sóna og aldrei til í raunveruleikanum.
Það væri í raun kjarni málsins.
Vikan hefur nú ákveðið að leysa
málið með einni auglýsingu, sem vænt-
anlega er að skapi útvarpsins. Hljóðar
hún þannig: Vikan spyr: Hefur tiltekin
nafngreind kvikmynd valdið bók-
menntalegu andláti frægrar söguper-
sónu? Vikan.
-SSv.
0PIÐ
í ÖLLUM
DEILDUM TIL
KL10 í KVÖLD
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
BYGGINGAVÖRUR
TEPPI
RAFTÆKI
RAFLJÓS
REIÐHJÓL
Ótrúlega hagstæðir
groiösluskilmálar á
flestum vöruflokkum.
Allt niður i 20% út-
bórgun og lánstími ailt
að 9 mánuðum.
Jón Loftsson hf.
rA AA ▲ A A
□ □ i~l Fi H E3 i3
n n g □ o □ EraQnjq'í
m l-í l__ _ inijuan..
Hríngbraut 121 Sími 10600
Frá 1. okt. verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18, fimmtud.
9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12.