Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 11 Nóg var að gera við sölu hlutabréfa i Hamborg mánudaginn svarta. sýkisleg sala á hlutabréfum í Japan, Ástralíu, Hong Kong og Evrópu, sem ollu því að gengi hafði ekki lækkað svo mjög í mörg herrans ár. Og nú var óttazt að öldurnar næðu til kauphallarinnar í Wall Street. Pöhl, sem um þetta leyti sótti ráðstefnu í Washington á vegum Alþjóða gjaldeyrisbankans, ræddi í rúmlega fimm mínútur við vin sinn,Paul, um mögulegar ástæður fyrir þessu verðbréfahruni. Báðum kom saman um að skynsamleg skýring eins og keðjuverkanir á milli kauphalla nægði engan veginn. í raun og veru hafði enginn sá at- burður gerzt er hrellt gæti kauphallarbraskara svo mjög. Markaðshorfur og vextir höfðu ekki tekið neinum stökkbreytingum og hvergi bólaði á neinu sérstöku, pólitísku neyðarástandi. Þeir hölluðust því fremur að því að skýringuna á þessari móðursýki væri að finna í hryllings spádómum bandarísks verðbréfasérfræðings. Gúrúinn og mánu- dagurinn svarti Joseph Granville, sem af mörgum er álitin eins konar „gúrú” kaup- hallarinnar í Wall Street hafði heim- sótt París skömmu áður en hinn „svarti” mánudagur rann upp. Og þar hafði hann spáð miklu hruni í Wall Street sem stæði ekki að baki því sem gerðist fyrir heimskreppuna miklu. Ekki var spá hans fyrir franskan og brezkan verðbréfa- markað neitt miklu bjartari. Þessar hrakspár hans vöktu einnig ótta í brjóstum kauphallarbraskara í Austurlöndum fjær og Ástralíu. Vegna tímamismunar opna kauphallir íTokýó og Sydney 10—15 stundum fyrr en kauphallir í Evrópu og New York, og þennan mánudags- morgun var þegar ljóst hvað verða vildi: Gengið féll með miklum hraða strax og opnaðvar. Nikkei-Dow hlutabréfavísitalan í Tokýó féll um rúmlega 302 púnkta. Þetta var mesta gengisfall sem kauphöllin í Tokýó hafði nokkurn tíma upplifað á einum degi. í Sydney fór gengið niður í það sem lægst hafði þekkst á árinu. Skömmu síðar náðu öldurnar til Hong Kong og Singapore. í Hong Kong hafði ekki orðið annað eins verðfall síðan í apríl 1973. í Zurich, Frankfurt, París og London lækkaði gengið í minna mæli, en jafnt og þétt. Tveimur vikum fyrr höfðu hluta- bréfaeigendur í London orðið að þola það mesta gengistap sem þekkzt hafði þar í landi síðan um 1930 (Á 10 dögum nam tapið samtals 210 milljörðum nkr.). Fram að hádegi þennan mánudagsmorgun féll gengið um 6.2% (rúmlega 70 milljarðir nkr.). Áhrifamikill fjárfestingar- ráðgjafi New York varð síðust til að opna en þar lét móðursýkin heldur ekki á sér standa: Á fyrsta hálftímanum féll Dow-Jones vísitalan um 14 punkta. Spámaðurinn Granville virtist enn einu sinni hafa sýnt einstæða hæfileika sína til að sjá fyrir breytingar á verðbréfamarkaðnum. En það eru einmitt þeir sem hafa gert hann að einum áhrifamesta og vinsælasta fjárfestingarráðgjafa Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna að Granville hafði i janúarbyrjun á þessu ári ráðlagt 3000 viðskiptavinum í gegn- um „viðvörunarþjónustu” þá er hann rekur, að selja strax öll sín hlutabréf. Ognæsta,'morgun'féll Dow- Jones vísitalan strax um 31 punkt. Þennan dag skiptu 92.9 milljónir hlutabréfa um eigendur. Frí kauphöllinni f London. til aukningar verðmætasköpunar er réttindarán á frídegi laugardagsins, sem allar þjóðir Vestur-Evrópu eiga í dag. En pólska þjóðin er ekki tilbúin að láta ræna sig þessum nýáunnu réttindum Solidarnos, því hún veit að það mundi duga skammt í vonlausu efnahagskerfi, í raun mundi það aðeins þýða framlengingu á valda- stöðu kúgara sinna. Valdið veröur ekki endurheimt af kommúnista- stjórninni f Varsjá f þeirri efnahags- stöðu, sem ríkir í Póllandi i dag. Skelfingin í Kreml Mikil skelfing greip um sig í Kreml, er fréttir bárust af fyrstu atburðunum í Gdansk. Það þyrmdi yfir valdhaf- ana í Moskvu allt í einu öll hin langa og blóðuga samskiptasaga Rússlands og Póllands. Þar gerðu menn sér undir eins ljóst, að meiriháttar vand- ræði voru í uppsiglingu. Valdhaf- arnir í Moskvu vita að hvert manns- barn í Póllandi lítur á Rússa sem erfðafjendur með heilögu hatri, sem sitja yfir ránsfeng á pólsku landi hundruð þúsunda ferkílómetra að stærð. Nýjustu þjóðarglæpir Rússa gagnvart Pólverjum voru Kantyn- morðin, er 15.000 pólskir liðsforingj- ar voru myrtir af Rússum, blóminn í pólska hernum. Svo stöðvun Rauða hersins við Vistúlu í Austur-Varsjá, sem gerði Þjóðverjum mögulegt að gjöreyða Varsjá, og aðgerð sem kost- aði um 400.000 Pólverja lífið. Og nú eftir styrjöldina herofbeldis- þvingun til móttöku á stjórnmálalegu og efnahagslegu rússnesku kommún- istakerfi, sem rænt hefur pólsku þjóðina persónufrelsi og steypt henni í efnahagslega glötun, sem leitt gæti til hungurs á komandi vetri. Sovétríkin sjálf svo hörmulega stödd matvælalega, að þau eru nánast á bónbjörgum hjá kapítalistunum í Bandaríkjunum til að forðast sárasta matvælaskort. Ailt f óvissu með pólska herinn, sem gæti snúizt til varnar rússneskri hernaðarinnrás, sem gæti leitt af sér hryllilegt blóð- bað, svo að hver einasti Pólverji sæi hvern einasta Rússa ataðan pólsku blóði frá hvirfli til ilja næstu áratugi. Vafasamt gæti orðið, hvort hinn evrópski hluti Rauða hersins fengist til framkvæmdar slíks voðaverks, sem innrás í Pólland gæti orðið. Hliðstæða kósakkanna á dögum Zarsins var í Búdapest herlið frá Asíusvæðum rússneska heimsveldis- ins. Ólíkt Ungverjum tala Rússar og Pólverjar svo skyld mál, að þeir geta talað við hver annan án meiriháttar vandræða, auk þess sem rússneska er Sovézkir skriðdrekar f Prag árið 1968. Mundi heimurinn standa auðum höndum hjá, ef rússneska heimsveld- ið breytti hinni pólsku ættjörð í stór- sláturhús á mannfólki? Það eru nýir valdhafar í Washington Reagan og Haig, sem væru líklegir til harðra andsvara. Fást rússneskir hermenn til slikra sláturverka? Helzt rússneska heimsveldinu á Póllandi þótt her- fræðilegur sigur fengist fyrir blóð- fórnir? Er staða rússneska heimsveld- isins ekki svo veik, að ef Vesturveldin beittu sér gætu þau neytt Rússa til þess að hverfa með Rauða herinn út úr PóUandi, sem mundi þýða endur- tekningu á pólsku atburðunum í hinum leppríkjunum, og þar með endir á yfirráðum rússneska heims- veldisins i þessum löndum? Mundi það ekki leysa úr læðingi þau kúguðu neska heimsveldisins er fyrir hendi samskonar jarðvegur og var og er í Póllandi fyrir uppreisn gegn rúss- neskum kúgurum og breytingu á kerfi stjórnmála, efnahagsmála og mannréttinda. Þessar og mikiu fleiri spumingar og staðreyndir blöstu við valdaklíkunni í Kreml, er atburðirnir fyrir ári i Gdansk bárust henni til eyrna. Ársþróun Uppreisnin í Berlín 1953 var mjög staðbundin og af lítilli gráðu, gegn ríkjandi kommúnistastjóm. Þó treysti þessi kommúnistastjórn sér ekki til að kveða hana niður nema með rússneskum skriðdrekum. Uppreisnin í Ungverjalandi var fjöldauppreisn, sem breiddist frá kostaði hernaðarinnrás frá kommún- istanágrannaríkjunum með rússneska heimsveldið í broddi fylkingar til þess að kúga Kommúnistaflokk Tékkósló- vakíu til hlýðni og rífa af honum hið „mannlega andlit”, ef kommúnista- flokkur getur í raun nokkurn tíma haft mannlegt andlit. í Póllandi er fram að þessu að ræða um skipu- lagða þjóðaruppreisn gegn kommún- istastjórninni í Varsjá. í þessari þjóð- aruppreisn hafa allar stéttir þjóðfé- lagsins tekið höndum saman, meira að segja voru um 1 milijón meðlimir kommúnistaflokksins komnir í Sam- stöðu, sem sýnir hversu tækifæris- sinnaðir meðÚmir pólska kommún- istaflokksins eru. Hér hafa ekki aðeins verkamenn og menntamenn náð saman, sem var forsenda fyrir að búin að vera skyldunámsgrein í Pól- landi í 35 ár. Pólski herinn er sæmilega búinn vopnum með góða skipulagningu og þjálfun, auk þess sem hann gæti orðið á einni nóttu her 10 milljóna hermanna, kvenna og karla, sem létu ekki föðurlandið af hendi í hendur rússneskra kúgara án þess að það yrði varið með öllum tiltækum ráðum. Pólland er allt of stórt verk- efni fyrir Asíudeildir Rauða hersins. þjóðfrelsisöfl innan landamæra rúss- neska heimsveldisins, er í dag bíða eingöngu færis til að losna undan heismveldiskúgun Rússa? Úkraínu- menn eru yfir 50 milljónir og 50 millj- ónir múhameðstrúarmenn eru í Asíu- svæðum heimsveldisins, þetta til samans eru um 40% af mannfjölda rússneska heimsveldisins. Hvað skeður ef fólk almennt virðir ekki lengur vopnað ofbeldi? Meðal meir en helmings íbúa rúss- Búdapest um allt landið. Kommún- istastjórnin var rekin frá og mikill hluti hersins var þátttakandi i þessari þjóðaruppreisn. Það kostaði rúss- neska hernaðarinnrás að koma kommúnistastjórn aftur ti! valda í Búdapest. í Tékkóslóvakíu 1968 var um frumkvæði til breytinga af hálfu tékkneska kommúnistaflokksins að ræða, „sósíalisma með mannlegt andlit”. Kúgararnir í Kreml þoldu ekki hið „mannlega andlit”. Það Granville lék einnig svipaðan leik í London nýlega. í morgunviðtali, sem 'brezka útvarpið átti við hann, ráðlagði hann öllum Bretum „jafnvel 82 ára gömlum ömmum” að selja öll sín verðbréf. Sama dag féll gengið í London með svipuðum hraða og gerzt hafði við kosningasigur Verkamannaflokksins árið 1974. í gervi Móses Granville neytir fjölbreyttra bragða til að laða að sér viðskiptavini og minnir að því leyti helzt á sambland af gamanleikaranum Jerry Lewis og fjöldasefjunartrúboðanum Billy Graham. Stundum kemur hann fram í gervi Móses til að kynna fjár- festingatilboð sín. Stundum lætur hann magadansmey leika listir sínar á undan og boðar síðan að verðbréfa- markaðurinn sé dauðans matur og hans bíði ekki annað en að „reka á öldunum með magann upp í loftið”. Granville bætir líka sýningar sínar með búktölurum, bikinistelpum eða líkkistu þaktri telexræmum. Úr henni stígur svo gjarnan spá- maðurinn sjálfur, sem tákn um upprisu sína og kryddar „uppákomuna” með háðsyrðum um kollega sína. En kollegarnir skutu þessum „Dr. Goebbels kauphallarinnar” heidur betúr ref fyrir rass mánudaginn svarta. Þeir snéru ósigrinum fljótlega upp i sigur. Á síðustu stundunum fyrir lokun á Wall Street steig Dow Jones vísitalan aftur þannig að hrunið varð að lokum að 18 punkta gróða. Og daginn eftir tókst öllum öðrum kauphöllum að jafna upp tapið. Granville neitar þó að þetta afsanni á nokkurn hátt spádóm hans. (Der Spiegel) bylting tækist í framkvæmd skv. kenningum Lenins, heldur hefur allt þjóðfélagið, með hina kaþólsku kirkju að bakhjarli, tekið höndum saman í skipulagðri andstöðu gegn ríkisstjórn kommúnistaflokksins. Hverra kosta á sú ríkisstjórn völ, sem er gjörsámlega búin að glata trausti þjóðarinnar, styðst við fiokk sem byggir á brostinni hugmyndafræði, ríkisstjórn sem styðst við efnahags- kenningar gufuvélaaldar á atómöld, sem ásamt mjög útbreiddri pólitískri og efnahagslegri spillingu hefur leitt þjóðina í matvælaskort, sviptingu fjárforræðis á erlendum gjaldeyris- tekjum, raunhæft hugmyndafræði- iegt og efnahagslegt gjaldþrot? Að finna sökudólginn og sparka honum? Oirek var sparkað og Kanía settur í hans stað. En svo einfalt var málið ekki, því pólska þjóðin vissi að ófremdarástandið var ekki bundið við einstakiing eða lítinn hóp, heldur var það kerfið sjálft, sem var gjald- þrota. Þvi hefur ferill Kanía ekki verið neitt annað en þolanlega skipu- lagt undanhald, sem nú hefur tekið enda. Reynt var fyrst að kaupa sér frið með fjármunum með loforðum um bætt lífskjör, en þessir fjármunir voru einfaldlega ekki til í landinu, engir varasjóðir til, allt uppurið, lánstraustið brostið. Kommúnista- stjórnin f Varsjá hafði ekki styrk til að standa á móti lögleiðingu á rétti til stofnunar hagsmunaielaga launþega og bænda, sem var bylting í sjálfu sér. Eftirleikurinn hefur verið, að kommúnistastjórnin í Varsjá hefúr þurft að afsala sér meiru og meiru af sínu alræðisvaldi, vinnuvikan komin í 5 daga, ítök í stjórn fyrirtækja nema þeirra stærstu, ennþá, aðgangur að fjölmiðlum ríkisins þótt í smáu sé, en þó meiri en á íslandi, frjáls blaðaút- gáfa. Þrátt fyrir samninga sem kveða á um að Samstaða eigi ekki aö hafa með stjórnmál að gera, er slíkt út í bláinn, því í nútima iðnvæddu þjóð- félagi er einfaldlega ekki hægt að skilja sundur stjórnmál og efnahags- mál, eða stjórnmál og mannréttindi í fyrrverandi einræðisríki, þar sem hið pólitíska vald einræðisstjórnarinnar hefur byggzt á allsherjarvaldi yfir einstaklingnum og fótumtroðslu á almennum mannréttindum. Efna- hagsvandi Póllands verður ekki leystur f dag án samvinnu við Sam- stöðu, sem þýðir að hann verði ekki leystur nema að veita Samstöðu ákveðin pólitísk völd, sem þýðir niðurbrot á hinu rússneska kommúniska valdakerfi, sem réði Póllandi f 35 ár. Pétur Guðjónsson. N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.