Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 Dreif ing þeirra sem töldu Gunnar eða Ólaf merkustu stjórnmálamennina: DRIUGUR STUÐNINGUR MED- AL „FLOKKSLEYSINGJA” —Gunnar með hátt hlutfall í öllum f lokkum Fólk, óákveðið gagnvart stjórn- málaflokkunum, átti mikinn þátt i þeim mikla stuðningi, sem Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra hlutu i könnun DB um „merkustu stjórnmálamennina”. Þeir hlutu þó verulegt fylgi í öllum flokkum, einkum Gunnar. DB spurði sama 600 manna úrtakið, hvaða stjórnmálaflokk menn styddu og hverjir væru að þeirra dómi merkustu stjórnmálamennirnir um þessar mundir. Þannig má sjá, hvernig yfir- gnæfandi fylgi Gunnars og Ólafs í könnuninni um stjórnmálaleiðtogana dreifist eftir flokkum. Af þeim 160, sem töldu Gunnar Thoroddsen merkasta stjórnmála- manninn, voru 73, eða nærri 46 prósent, úr röðum þeirra, sem voru óákveönir í afstöðu til stjórnmála- flokka. Þetta eru um 24 prósent af öllum þeim, sem voru óákveðnir í afstöðu til flokka eða vildu ekki svara þeirri spurningu. Þetta er hátt hlutfall, þar sem margir í þessum hópi voru almennt óákveðnir í pólitískum efnum. Af þeim sem töldu Gunnar merkasta stjórn- málamanninn var 41 stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins. Það eru 25,9 prósent af þeim, sem studdu Sjálf- stæðisflokkinn í könnun þessari. Til samanburðar skal rifjað upp, að í könnununum nú sögðust 29,7% sjálfstæðismanna vera fylgjandi rikis- stjórninni, og 24% sjálfstæðismanna sögðust fylgja „Gunnarsarminum” í Sjálfstæöisflokknum. 24 framsóknarmenn töldu Gunnar merkasta stjórnmálamanninn, eða 35,3 prósent allra framsóknarmanna i könnuninni. Af alþýðubandalagsmönnum töldu 14 Gunnar merkastan eða 32,6% allra alþýðubandalagsmanna í þessari könnun. Loks töldu 8 alþýðuflokksmenn Gunnar merkasta stjórnmálamanninn, eða 30,8% allra alþýðuflokksmanna í könnuninni. Ólafur fylgislítill í Alþýðubandalaginu Ólafur Jóhanness.on sótti einnig drjúgan hluta fylgis síns'til þeirra, sem voru óákveðnir gagnvart flokkunum. Af þeim 82, sem sögðu, að Ólafur væri merkastur, voru 33 eða um 40 prósent úr þeim hópi, sem var óákveðinn gagnvart flokkum. Ólafur hlaut auk þess fylgi 24 framsóknarmanna, jafnmargra og Gunnar, sem eru 35,3% allra fram- sóknarmanna í könnuninni. Þá töldu 18 sjálfstæðismenn Ólaf merkasta stjórnmálamanninn, eða 11,4% allra sjálfstæðismanna í könnuninni. Ólafur hlaut stuðning 4 alþýðuflokksmanna, eða um 15% allra úr þeim flokki, sem könnunin leiddi í ljós. Minnst fylgi reyndist Ólafur hafa meðal alþýðubandalagsmanna. Aðeins 3 þeirra töldu Ólaf merkasta stjórn- málamanninn, eða 7% alþýðubanda- lagsmanna. -HH. Þannig dreifðust þeir eftir flokkum, sem töldu Gunnar Thoroddsen „merkasta stjórnmálamanninn Alþýðufiokksmenn 8 eða 5,0% af atkvæðum Gunnars Framsóknarmenn 24eða15,0% Sjálfstæðismenn 41 eða 25,6% Alþýðubandalagsmenn Óákveðnir um flokk eða 14 eða 8,8% svara ekki um flokk 73 eða 45,6% Og þannig var dreifing þeirra, sem töldu Ólaf Jóhannesson „merkastan": Alþýðuflokksmenn 4 eða 4,9% af atkvæðum Ólafs Framsóknarmenn 24 eða 29,3% Sjálfstæðismenn 18 eða 22,0% Alþýðubandalagsmenn Óákveðnir um flokk eða 3 eða 3.7% svara ekki um flokk 33 eða 40,2% Nemendur í Hamrahlíðinni: Greiddu hár sitt, máluðu kröf uspjöld og lásu Dagblaðið —f æstir voru í vandræðum með að eyða tfmanum Ekki bar á öðru en nemendur Hamrahlíðarskólans yndu sér hið bezta í verkfallinu. Dagblaðsmenn litu inn í skólann í gærdag og þá var þar fjöldi nemenda, sem hafði það ,,næs” með ýmsum aðferðum. Yngismeyjar sátu þar við hár- snyrtingu og greiðslur, hópur nemenda virti fyrir sér blaðaúrklippur um „reglugerðarmálið”, margir stýfðu úr hnefa lummur, sem dreift var nýbökuðum og ókeypis í ofanálag, enn aðrir sátu og horfðu á gamlar grín- myndir í einu hliðarherbergjanna, stúlkur voru í óða önn að mála á kröfuspjöld, og blandaður hópur las Dagblaðið af áfergju og þannig mætti telja áfram. Allt fór þetta fram að meira eða minna leyti undir drynjandi tónlist úr glymskratta. Margir nutu þess greinilega að vera í fríi og það kom fram hjá nokkrum nemenda, sem DB ræddi við að þeir væru ekki fyllilega sáttir við mætingu fólks í skólann. Vildu þátttöku fleiri í verkfallinu. -SSv. Samráð f ramhaldsskólanna um aðgerðir: Þríggja daga keðjuverkföll er vopnið Sendinefnd frá Menntaskólanum í Hamrahlíð fór í gær og ræddi við fulltrúa' i Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Flensborgarskólanum. Eftir því sem næst verður komizt voru nemendur FB mjög á því að fara í 3ja daga verkfall, en Flensborgarnemendur voru fremur hikandi. Að sögn fulltrúa sendinefndarinnar frá Hamrahlíðinni taldi hann að þar sem reglugerðin hefði borizt svo seint væru nemendur Flens- borgar hreinlega ekki búnir að komast nóguvelinnímálið. Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum er mjög sama sinnis og Hamrahlíðar- skólinn og sömu sögu er að segja af Ármúlaskólanum, Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og Fjölbrautaskólanum á Akranesi, sem nú síðustu daga hefur haft samband við aðila í hinum skólun- um með tilliti til samráðs t aðgerðum. Fulltrúar Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum hafa sent menntamála- ráðherra álit nefndar, sem sérstaklega var kjörin til að fjalla um reglugerð ráðuneytisins. Segir m.a. í áliti nefnd- arinnar: „Ákvörðun um starfshætti og fyrirkomulag kennslu í framhalds- skólum teljum við bezt borgið í höndum nemenda og kennara í viðkomandi skólum”. Hugmynd skólanna er að koma á eins konar keðjuverkföllum í skólanum, sem tækju við eitt af öðrum. Líkast til yrðu 3 daga verkföll fyrir valinu og þá haldið áfram þar til árangur næðist. -SSv. Hópur nemenda i Hamrahlíöarskólanum viröir fyrir sér skrif DB um „reglugeröarmáliö”. „T0MT KJAFTÆÐIAÐ LOFT NETSKERFK) SÉ ÓNÝTT’ — segir umsjónarmaöur video-sendinga íHamraborginni og er óhress með ummæli forráðamanna Videoson „Það er tómt kjaftæði að loftnets- kerfið hjá okkur sé ónýtt,” sagði um- sjónarmaður video-sendinga i Hamraborg i Kópavogi er hann hafði samband við DB í gær. Var hann ósáttur við þau ummæli forráða- manna Videoson í Dagblaðinu í fyrradag þar sem þeir sögðu loftnets- kerfið í Hamraborg allt meira og minna úr lagi gengið. „Við höfðum samband við annað fyrirtæki, sem sér um uppsetningu á myndbandakerfum og myndgæðin eru allt önnur núna. Þetta er eins og að bera saman svart og hvítt.” Ibúar i Hamraborginni eru síður en svo sáttir við ummæli forráðamanna Videoson er þeir segja menn hafa verið á móti myndböndunum frá upphafi. Það sé engan veginn rétt. Út yfir allan þjófabálk hafi þó tekið í sjónvarpsþætti sl. föstudags- kvöld þegar fulltrúi fyrirtækisins lýsti því yfir að á þeirra vegum væri ekki um neitt efni að ræða, sem tekið hefði verið upp úr brezka sjón- varpinu á sama tima og fyrirtækið væri að sýna upptökur úr BBC, jafnvel með auglýsingum og veður- fregnum, út um hvippinn og hvappinn. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.