Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.10.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1981 — 242. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSlMI 27022. Stórfjárhæðir sviknar út með fölsuðum hjúskaparvottorðum —„sparimerkjagiftingar” orðnargamaldags—tæknin tekin við Fölsun giftingarvottorða til þess að svíkja út sparimerkjapeninga er nýj- asta hugvitssemi fjársvikahrappa. Nema fjárhæðir sem þannig hefur tekizt að svíkja út tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna. Ljósritunartækni hefur verið not- uð í þessum svikum. Góð og gild hjú- skaparvottorð hafa komizt í hendur óvandaðra manna. Hafa þau verið Ijósrituð á áþekkan pappír, þó ’þannig að breitt er yfir nöfn, fæðing- ardaga og ár, sem og útgáfudaga. Síðan hafa hin ljósrituðu vottorð verið útfyllt með alls konar nöfnum fólks sem ennþá hefur hvorki aldur né aðrar lögmætar ástæður til að fá sparimerkjafé sitt leyst út. Hefur þetta verið svo vel gert að erfitt hefur verið að varast áður óþekkta aðferð. Flestir kannast við svokallaðar „sparimerkjagiftingar”. Hafa hjúskaparáform lítt kunnugs fólks oft komið á óvart. Hafa jafnvel kunningjar komið á samböndum karla og kvenna sem aldrei hafa þekkzt og jafnvel ekki sézt fyrr en við undirbúning skyndihjúskapar. Ekki síður hefur slíkt komið foreldrum á óvart þegar þeir, vegna ungs aldurs barna sinna, hafa þurft að gefa leyfi sitt til ráðahagsins. Prestar hafa oft reynt að telja ungu fólki hughvarf þegar þá hefur grunað að tilgangur umbeðinnar hjónavígslu væri sá einn að afla með henni heimildar til þess að ná út sparimerkjafé. Til flestra „spari- merkjahjónabanda” hefur verið stofnað hjá dómaraembættum sem lög gera ráð fyrir að gefi saman hjón, sé þess óskað. Pósthús, sem greiða út sparimerki, eru nú á varðbergi gagnvart föls- uðum skjölum sem við fyrstu sýn veita rétt til úttektar á sparimerkjafé. Opinberrí heimsókn forseta íslandstil Noregs lokið: Dagskránni lauk með veizlu er forseti hélt á Grand hóteli opinber heimsókn forseta til Svíþjóðar á mánudag Frá Kristjáni Má Unnarssyni blaða- manni DB i Osló: Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, kastaði blómvendi upp á sviðið í lok leiksýningar leikflokks þroskaheftra barna á Kardemommu- bænum í gær. Það var leikflokkur frá skóla og barnaheimiii Rögnu Ringdals sem þarna lék fyrir forset- ann, norsku konungsfjölskylduna og, um eitt hundrað annarra gesta.'. Leiksýningin fór fram í litla revíu- leikhúsinu, Svarta kettinum. Þótti sýningin takast með afbrigðum vel og var hrifning áhorfenda mikil. í gærmorgun heimsótti Vigdís gler- verksmiðjuna, Hadelands Glassverk. Þar var henni færður kristalsvasi að gjöf sem á var letrað ljóð eftir Ivar Orgland. Á vasann var grafin mynd af Reynisdröngum og víkingaskipi. Þá hélt forsetinn veizlu mikla á Grand hóteli ígærkvöldi. Opinberri heimsókn forseta ís- lands til Noregs er nú lokið og mun forsetinn dveljast hjá sendiherra- hjónunum í Osló fram á mánudag. Þá hefst opinber heimsókn til Svíþjóðar. -ELA. Hvað er til rúða, þegar varahlut vantar I togara úti ú miðum? Tímafrekt er að sigla i land og það kostar mikið fí og tekur tima frá veiðum. Því brugðu þeir á það ráð á skuttogaranum Hegranesi að fá flugvél frá Amarflugi til sln. Pakkningu i kœlivél vantaði. Skuttogarinn var staddur 64 sjómllur vestur af Bjargtöngum. Arnarflugs- vélin fór af stað rétt fyrir kl. 13 i gœr og var komin að togaranum eftir klukkutíma. Þar varpakkanum hent niður og skipverjamir veiddu hann upp úr sjónum. Það erþvl hœgt að halda veiðunum áfram. Stœrri myndin sýnir skipverjana ná sendingunni úr sjónum en á þeirri litlu eru Jón Kristinsson, Baldur Schröder og Bjöm Kristjánsson meðpakkann lflugvélinni, rétt áður en þeir hentu honum út. -DB-myndir Kristján Örn. Eigendur Gamla bíós tóku tilboði óperunnar Eigendur Gamla biós hafa tekið tilboði íslenzku óperunnar um kaup á húsinu. Verður þvi i dag haldinn aðalfundur Styrktarfélags íslenzku óperunnar kl. 14 í Gamla biói. Á fundinum verður tekin afstaða til s.imkomulagsstyi k • félagsinsog eig,- ei'da Gamla biós um kaup á kvik- n.yndahúsinu undir starfsemi óper- unnar. Var samkomulagið gert með fyrirvara um samþykki aðalfundar- ins. Allir þeir tólf hundruð styrktarfé- lagar, þ.á m. þeir sem sóttu minning- artónleika um hjónin Helgu Jóns- dóttur og Sigurliða Kristjánssonar, i Háskólabíói i fyrravetur, eru vel- komnir á fundinn. Þá verður einnig á .fundinum stjórnarkjör. -EI.A. Ammoníak- f lóð í Heklu Slökkviliðið stóð i ströngu á annan .klukkutíma í gær vegna ammoníaks- flóðs I lest strandferðaskipsins Heklu i Reykjavikurhöfn. Verið var að skipa út hylkjum með ýmsu innihaldi. Eitt slikt féll úr út- skipunarstroffu og lenti á hylki með ammoniaki sem áður hafði verið skipað í lestina. Gat kom á ammoniakhylkið og vökvinn flæddi um lestina. Slökkvi- liðsmönnum tókst fljótlega að koma stroffu á hylkið með gatinu og var þvi firað i höfnina. Tók síðan við að lofta úr lestinni, því þar var ólíft í byrjun nema grímuklæddum mönn- um. Notaði slökkviliðið blásara til hreinsunarstarfsins sem stóð lengi yfir. -A.St. Búizt við framboði Ragnhildar Fastlega var búizt við frantboði Ragnhildar Helgadóttur fv. alþingis- manns til varaformennsku i Sjálf- stæðisflokknum í gærkvöldi. Þegar DB fór í prentun sagðist Ragnhildur ekki alveg tilbúin að svara þessu, hér væri um mikinn ábyrgðar- hlut að ræða. Hún sagðist hins vegar taka ákvörðun fyrir nóttina. ,,Ég hef fengið mikinn og eindreginn stuðning,” sagði Ragnhildur. Má leiða líkur að þvi að þú farir í framboð? „Já,” svaraði Ragnhildur. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.